Tíminn - 29.09.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.09.1964, Blaðsíða 12
ARREN SKÝRSLAN Frapihald af 9. síðu inn með byssuna í hendinni ganga til baka út á hornið, stytta sér leið yfir flötina framan við horn húsið og hraða sér út á Patton Avenue. Inni í hornhúsinu voru tvær kon ur, frú Barbara Jeanette Davis og mágkona hennar, frú Virginia Dav is. Þær heyrðu skothvellina, flýttu sér til dyra og sáu manninn ganga hratt yfir flötina og hrista um leið skammbyssu sína eins og til að losa úr henni skothylki. Seinna um daginn fundu báðar konurnar litt hvort skothylkíð skammt frá ^úsinu. Þegar árásarmaðurinn beygði fyrir hornið, fór hann framhjá leigubíl, sem lagt hafði verið á Patton Avenue, fáein fet frá Tí- Unda stræti. Bílstjórinn, Willíam W. Scoggins, hafði horft á morðið og stóð nú og faldi sig hinum meg in við bílinn, götumegin. Þegar árásarmaðurinn var kominn út úr kjarrinu á túnflötinni, leit Scogg ins upp og sá manninn svo sem í 12 feta fjarlægð. Hann hélt á skammbyssu og tuldraði eitthvað fyrir munni sér og heyrðist Scogg ins það helzt vera „Veslings löggu ræfíllinn." Þegar árásarmaðurinn var kom , inn framhjá Scoggins, hélt hann yf | ir á vesturgangstétt Patton Ave- [ nue og tók svo til fótanna í áttina að Jefferson Boulevard, sem er aðalgata á Oak Cliff. Austan meg in á Patton Avenue, milli Tíunda strætis og Jefferson Boulevard, var bílakaupmaður, Ted Calla- way að nafni, staddur inní í verzl* un sinni, og er hann heyrði skot hvelli, gekk hann út á gagnstétt ina. Um leið og vopnaður maður inn fór framhjá, kallaði Calla- way til hans: „Hvað er um að vera“? Maðurinn yppti bara öxl- um, hljóp áfram út að Jefferson Avenue og beygði til hægri. Á næsta götuhorni var benzínstöð með bílastæði á bak við. Árásar- maðurinn hljóp þar inn á lóðina, losaði sig við jakkann og hélt síð- an áfram striki sínu vestur Jeff erson. I skóbúð einni drjúgan spöl vest ur á Jefferson heyrðí verzlunar- stjórinn, Johnny Calvin Brewer, lögreglubíl þeyta lúður nokkrum j mínútum eftir að hann heyrði í l útvarpstæki sínu í búðinni tilkynn- \ ingu um að lögregluþjónn hefði! verið skotinn á Oak Cliff. Brew-1 er kom auga á mann skjótast inn | í útidyragang búðarinnar, stað- næmast þar og snúa baki að göt unni. Þegar lögreglubíllinn hafði j tekið snúning og stefndi aftur í; áttina að árásarstaðnum, fór mað urinn út úr ganginum, og þá : veitti Brewer honum eftirför. • Hann sá manninn beygja inn að ! Texas Theatre, sem er kvikmynda I hús 60 fetum fjær, en ekki fór \ hann samt að miðasölunni til að j kaupa sér miða. Brewer gaf miða- sölukonunni, frú Julia Postal, vís- j bendingu. og hringdi hún þegar á j lögregluna Þá var klukkan lið-; lega 13,40. Klukkan 13:29 hafði lögreglanj gert sér grein fyrir því, hve sain- j hljóða lýsingarnar voru, á matin j inum, sem grunaður var um morðið, og þeim sem hafði verið í' Tippit-árásinm. Kl. 13:45 kom viðvörunin í taistöð hennar oftir símhringingu frú Postal: „Höfum fengið upplýsingar um að gru t samlegur maður hafi rétt í þessu verið að fara inn í Texas-kvik- myndahúsið á West Jefferson- götu.“ Fáeinum mínútum sfðar hafði kvikmyndahúsið verið um- kringt. Þá voru kveikt ljósin í hus- Warren-nefndin afhendir Johnson, Bandaríkjaforseta, skýrsluna um morðið á Kennedy, talið frá vinstri, J. McCloy, J. Lee Rankin, R. B. Russell, G. R. Ford, Earl Warren, Johnson, forseti, Allan Dulles, J. Sherman Cooper og Hale Boggs. inu. M. N. McDonald lögreglufor-j ingi og nokkrir aðrir lögreglu- j menn, fóru til mannsins, sem Brewer hafði bent þeim á. McDonald skipaði manninum að standa á fætur, og heyrði hann segja: „Jæja, þessu er þá öllu lokið.“ Maðurinn dró upp skamm- byssu með annarri hendinni og sló foringjann með hinni. Mc Donald sló til mannsins með hægri hend- inni og greip byssuna með þeirri vinstri. Eftir skamma viðureign hafði McDonald og nokkrum öðr- urn lögreglumönnum tekizt að af- vopna og handjárna hinn grunaða og óku honum nú til lögreg u stöðvarinnar. og komu þangað um klukkan 14. Eftir morðið hafði fjöldi lög- reglubíla flýtt sér til Skólabóka- geymslunnar, vegna þeirra mörgu tilkynninga um, að skotin hefðu komið- þaðan. J. Ilerbert Sa- wayer foringi í Dallas-lögreglunni, kom á staðinn stuttu eftir að hann hafði heyrt fyrstu tilkynninguna af mörgum um þet.ta i lögreglu- talstöðinni klukkan 12;34. Nokkrir lögreglumannanna, sem höfðu átt að vera á Elm- og Houston stræt- um meðan bílalestin færi þar um, voru að tala við áhorfendur og fylgjast með byggingunni, þegar Sawyer kom. Sawyer fór inn í bygg inguna, og fór upp á fjórðu hæð í lyftunni, en lengra fór lyftan ekki. Hann gerði fljótlega rann- sókn, og fór svo aftur niður á neðstu hæð, og á tiníanum milli klukkan 12:37 og 12:40 gaf hann skipun um, að enginn mætti yfir- gefa bygginguna. Stuttu fyrir klukkan .13 kom '• Will Fritz yfirmaður morð ' Jg rándeildar Dallas-lögreglunnar til þess að taka að sér stjórn rann- sóknarinnar. Duke Mooney vara- foringi. sem var að rannsaka sjöttu hæðina tróð sér á millí kassahlaða sem hann sá og hrlt sig hafa fundið staðinn þaðan, sem skotið hafði verið Á gólfinu voru 3 tóm skothylki. Kassi hafði verið settur á gólfið -'ið hliðina á glugganum. svo að sá. sem á honum sat, gæti íylgzF með því sem var að gerast S Elm stræti, án þess að eftir honum yrði tekið utan frá. Milh þessa kassa og hálfopins gluggans hafði verið komið fyrir þremur öðrum kössum, á þann hátt að væri riffli komið fyrir á efsta kassanum, miðaði hann beint áj bílalestina, þegar hún ækj frá! byggingunni. Hinn hái kassastafli,1 sem fyrst vakti athygli Mooney var þannig staðsettur, að hann skýldi manninum við gluggann vel fyrir augum þeirra, sem kynnu að ganga um þessa hæð. Uppgötun Mooney varð til þess að sjötta hæðin var rannsökuð enn nákvæmar, og klukkan 13:22, um það bil 10 mínútum eftir að skothylkin höfðu fundizt, beindi Eugene Boone varaforingi, ljós- kastara í átt að tveimur bóka- stöflum í norðvesturhorninu í nánd við stigaganginn. Þar hafði riffli með sérstökum mið- unarútbúnaði verið troðið inn á milli bókanna. Ekki var snert á rifflinum fyrr en búið var að mynda hann. Þegar Day liðstor- ingi frá rannsóknardeildinni hafði skorið úr um það að engin fingra- för væru á rifflinum, hélt hann á honum á meðan Fritz hleypti af skoti. Day tók eftir því, að á rifflinum var númerið „C2766‘‘ auk eftirfarandi „1940“ „Made in Italy“ og „Cal. 6.5 “ Riffillinn var um það bil 40 þumlunga langur, og þegar hann hafði verið tekinn í sundur, passaði hann í bréfpoka, sem eftir morðið fannst í suðaust- urhorni byggingarinnar skammt frá skothylkjunum. Um það bil er Fritz og Day voru að ijúka rannsókn sinni á rifflinum á sjöttu hæðinni, kom Ray Truly, yfirmaður byggingar- innar með upplýsingar, sem hann taldi rétt, að lögreglan fengi. Fyrr, þegar lögreglan hafði verið að yfirheyra starfsmennina, hafði Truly tekið eftir því, að Lee Harvey Oswald, einn þeirra manna, sem unnu í byggingunni, vantaði. Eftir að Truly hafði gefið nafn Oswalds, heimilisfang og al- menna lýsingu á útliti hans, fór Fritz aftur til lögreglustöðvarinn- ar. Þangað kom hann nokkru eftir kiukkan 14, og bað tvo leynilög- reglumenn um að fara og finna stlrfsmanninn, sem hafði ekki verið í Texas-skólabókageymsl- unni Lögreglumennirnir, sem voru nýkomnir frá Texas-bíóinu. stóðu þarna skammt frá. Þegar Frit> nefndi nafnið á manninum. sem vantaði. fékk hann að vita, að hann væri þegar kominn inn í yfirheyrsluherbergið. — Týndi slarfsmaðurinn úr bókageymsl unni. og hinn grunaði. sem tekinr hafði verið fastur i kvikmynda húsinu, voru einn og sami maðm inn Lee Harvey Oswald. Oswald kom frá Rússlandi með konu sína 1. júní 1962 á lánsfé frá utanríkisráðuneyti U.S.A. Fyrstu vikurnar bjuggu þau hjá bróður hans og síðan móður í Forth Worth. Hann Vann í málm steypu, en snemma i október 1962 hætti hann í málmsteypunni og fluttist til Dallas. Um þetta leyti höfðu þau kynnzt allmörgu rúss- nesk-talandi fólki á þessum slóð- um, og sumt af því hjálpaði þeim með því að gefa þeim mat, föt og smáhúsbúnað. Flestum féll illa við Oswald sjálfan, en hjálpuðu hjónunum, af meðaumkun með Marinu Oswald og barninu. Enda þótt Oswald hefði horfið frá Rúss landi óánægður með stjórnina þar virtist hann nú vera staðfastari í trú sinni á Marxismann en nokkru sinni fyrr. Ilann var óánægður með lýðræði, kapítalism ann og bandaríska þjó'ðfélagið í heild, og honum féll ekki við hið rússneskutalandi fólk, af því að það féll inn í hinn bandaríska hugsanagang og víldi koma sér vel fyrir efnahagslega. í febrúar 1963 hittu Oswald hjón in frú Ruth Paine, sem var skilin við mann sinn og bjó ein með tveimur börnum sínum. Hún hafði áhuga á rússnesku og meðaumkun með Marinu, sem talaði enga ensku, og af þeím sökum heirn- sótti hún hana nokkrum sinnum. Hinn 6. apríl, 1963 missti Os- wald vinnuna í myndafyrirtækinu, sem hann vann þá hjá og nokkrum dögum síðar reyndi hann að drepa Maj. Gen. Edwin Walker fyrrver andi yfirmann í hernum, og notaði til þess riffil, sem hann hafði pantað fyrir einum mánuði undir fölsku nafni. Marina fékk að vita um verknað manns síns. þegar hún sýndi honum miða, sem hann hafði sjálfur skilið eftir til henn- ar um það, hvað hún ætti að gera, ef hann kæmi ekki aftur. Þessi atburður og efnahagur þeirra leiddi til þess að Marina stakk upp á, að Oswald færi til New Orleans og lþitaði sér að at- vinnu, sem hann gerði 24. apríl, en Ruth Paine, sem ekki vissi um árásina á Walker bauð Marinu og barninu að koma til sín á meðan Oswald væri í burtu. f maí komu fréttír um, að Oswald hefði fengið vinnu, og þá fór Ruth með Marinu og barnið akandi til New Orleans. Á meðan Oswald var í New Orleans stofnaði hann deild úr Kúbu-vinafélagi, sem í rauninni var ekki til. Hann sagðist sjálfur vera ritarinn, og forsetinn var A.J. Hidell, maður sem heldur var ekki til í raunveruleikanum, og Oswald var eini félagsmaðurinn. Oswald var handtekinn 9. ágúst í sambandi Við átök sem urðu, þegar hann var að dreífa Castro- sinnuðum bæklingum. Næsta dag, á meðan hann var enn á lögreglu stöðinni kom maður frá Alríkis- lögreglunni og talaði við hann, samkvæmt eigin ósk. Oswald gaf manninum rangar upplýsingar um sjálfan sig og víldi fátt segja um félagsskapinn fyrrnefnda. Næstu vikur kom hann tvisvar fram í útvarpi, og sagðist vera forsvars- maður deildar Kúbufélagsins í Orleans. í júlí missti Oswald vinnuna, og í september fór Ruth Paine aftur akandi til New Orleans og sótti Marinu og barnið og flutti til Irving, útborgar Dallas, þar sem hún bjó sjálf. Hún stakk upp á því, að Marina, sem var ófrísk, byggi hjá henni þangað til barnið | væri fætt. Oswald kom ekki með þeim, en sagðist ætla að finna sér vinnu í Houston eða einhverri. annarri borg, en í stað þess lagði hann af stað til Mexico og kom til Mexico City 27. september, þar l sem hann fór þegar í bæði rúss- neska og kúbanska sendiráðið. Ástæðan var sögð sú, að hann vildi fá leyfi til þess að fara til Kúbu, en Kúbustjórn vildi ekki veita honum það leyfi, nema Rúss ! ar veittu honum um leið leyfi til þess að fara til Rússlalnds. Os- wald tókst ekki að fá vegabréf til þessara tveggja landa, og sneri til Dallas, og kom þangað 3. októb- er. Næsta dag, þegar hjónin hitt- ust var ákveðið, að hann skyldi taka á leigu herbergi í Dallas og heimsækja fjölskylduna um helg ar. Fyrst leigði hann í viku hjá frú Bledsoe, sem síðar þekkti hann aftur í strætisvagninum j stuttu eftir morðið. 14. okt. tók I hann á leigu herbergi við Beckley Avenue, og kallaði sig O. H. Lee. Sama dag hringdi frú Paine til Texas bókageymslunnar eftir tilvísun nágranna síns, og frétti um lausa stöðu, sem hún sagði Oswald frá. Oswald fór til viðtals, næsta dag og hóf vinnu 16. okt- óber. 20. okt. fæddist önnur dóttir Oswald-hjónanna, og í október og nóvember kom hann um hverja helgi til fjölskyldunnar, en sneri aftur til Dallas á mánudögum með samstarfsmanni sínum Buell Wesl ey Frazier, sem bjó í nánd við Paine-fjölskylduna. 15. nóvember, sem var föstudagur, var Oswald um kyrrt í Dallas eftir uppástungu konu sinnar, vegna þess að Ruth átti afmæli og margt yrðí um manninn. Á mánudeginum rifust þau hjónin í síma, vegna þess að hún komst að því að hann bjó und ir fölsku nafni í leiguhúsnæðinu. Fimmtudaginn 21. nóvember sagði Oswald Fraizer, að hann langaði til þess að fara til Irving til þess að ná í gardínustengur fyrir glugg ana. Kona hans og frú Paine voru allhissa, þegar þær sáu hann, þar sem aðeins var fimmtudagur. Þær héldu að hann væri kominn til þess að semja frið eftír mánudags rifrildið. Hann var sáttfús, en kona hans var enn reið. Síðar um kvöldið tók Ruth eft- ir því, að ljós logaði í bílskúrnum, og enda þótt þetta virtist ekki þýð ingarmikið þá, þá var þess að gæta að í bílskúrnum var mest allt dót Oswalds hjónanna. Næsta morgun fór Oswald á meðan kona hans var enn ekki komin á fætur, og skyldi ; giftingarhringinn eftir á náttborð j inu, og í kommóðunni var pen- ingaveski hans með 170 dollurum. Oswald fór til heimilis Frazier, sem var skammt frá og setti lang- an pakka í aftursætið. Hann sagði Frazier, að í pakkanum ! væru gardínustengurnar. Þegar þeir komu að bókageymslunni gekk Oswald inn á undan Frazier, sem sá hann bera langa böggul- inn. 12 T f M I N N , þriSjudaglnn 29. september 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.