Tíminn - 29.09.1964, Blaðsíða 7
Otgefandh FRAMSOKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritst.iórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulitrú) ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta
stjóri: .Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu simar 18300—18305 Skrit
stofur Bankastr ? Afgr.sím) 12323 Augl. simi 19523 Aðrar
skrifstofur. sfml' 18300 Askrift.argjald kr 90,00 á mán innan-
lands — í lausasölu kr 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.l.
Nýjar álögur?
í seinasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, sem
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ritað, er
vikið að þeim ummælum Eðvarðs Sigurðssonar, að þeg-
ar ,,um miklar niðurgreiðslur á verðlagi sé að ræða,
verði einnig að afla fjár til þeirra með einhverjum
hætti“. Forsætisráðherrann reynir að túlka þessi orð
þannig, að Eðvarð hafi átt við, að nauðsynlegt yrði
að afla ríkissjóði nýrra tekna vegna hinna auknu niður-
borgana, og tekur hann mjög undir þá skoðun. ílann
gefur því í skyn að um það verði að velja á Aiþingi í
haust, hvort aflað skuli nýrra tekna vegna hinna auknu
Piðurborgana eða fella þær niður og iáta kaupið hækka.
Hér skal ekki rætt um það, hvernig skilja ben um-
mæli Eðvarðs. Hitt er hins vegar augljóst, að launafólki
er lítill eða enginn ávinningur af hinum auknu mður-
borgunum, ef nýjir skattar verða lagðirr á vegna þeirra.
Sannleikurinn er sá, að sé rétt haldið á fjármálum
ríkisins. þarf enga nýja skatta vegna hinna auknu niður-
borgunum, ef nýir skattar verða lagðir á vegna þeirra.
hann hefur þurft seinustu árin. Þá er opinbert ieyndar-
mál, að söluskatturinn hefur hvergi nærri innheimzt
svo s?m skyldi.
Þ?ð er því ekki þörf fyrir nýja skatta, þótt niðurborg-
anir hafi nokkuð aukizt. Nýir skattar myndu líka engan
vanda leysa, heldur hleypa af stað nýju dýrtíðarflóði.
Þeir geta ekki verið annað en hugarórar þeirra sem
álíta að allan vanda megi leysa með því að draga úr kaup
mætti almennings. Ummæli forsætisráðherrans benda
til, að ríkisstjórnin sé enn við þetta heygarðshornið.
Afurðalánin
Það er vissulega rétt sem Mbl. sagði í leiðara sirium
á sunnudaginn, „að afurðalánin til bænda eru nú enn á
dagskrá." Það eru ekki margir mánuðir síðan Mbl. hélt
því fram, að bændur byggju við góðan hlut i þessu etni
og að afurðalán þeirra væru að minnsta kosti ekki íak-
ari en s.jávarútvegsins.
Nú segir Mbl. að til þess hafði alltaf verið ætlazt, að
hlutur bænda væri ekki verri en annarra. Það iætur sem
það muni tilkomið fyrir einhvern misskilning hafi avo
ekla verið. Landbúnaðarráðherra hafði nú kiDpt 1 spotta
og mál þessi muni verða í bezta lagi eftirleiðis.
Með þessu tali hefur Mbl raunar viðurkennt, að það
sem Framsóknarmenn hafa að undanförnu sagt um af-
urðalánin til landbúnaðarins er réti. Ef allt hefði verið
í lagi j þessu efni hefði ríkisstjórnm ekki þurft að láta
ráðherrann kippa í neinn spotta
Bændur munu hins vegar almennt hafa undrazt hve
erfitt reyndist að fá ríkisstjórnina til að veita þeim Iið-
semd í þessu máli. Bændasamtökin hafa hvað eftir ann-
að látið frá sér heyra í sambandi við aðurðalánin, bæði
Búnaðarþing og Stéttasamband oænda Slíkt bar sára-
lítinn árangur og Mbl lét sem þetta væri nöldur eitt.
Það er ekki einskær tilviljun að ríkisstjórmn rumskar
nú allt í einu. Bændur landsins vita ósköp vel hvað nefir
í þessu raunverulega gerzt Þeirn er bað fulllióst, ið
verði afurðalán landbúnaðarins hagstæðari eftirleiðis
og í samræmi við það, sem aðrar afvinnugreinar búa við.
þá er það eíngöngu vegna bess -tð ieiðréttingin var
knúin fram af fulltrúum þeirra við srtmningaf.orð Ef um-
bætur fást nú, fyrir skelegga baráttu íulltrúa bænda, má
segja, að betra sé seint en aldrei.
H ELGI BERGS:
Skipulag á fiskimiðunum - leysa
veröur vanda minni bátanna
Enn eru fiskveiðárnar undir-
staða nær allrar útflutnings-
framleiðslu okkar, og gera
verður ráð fyrir áð svo verði
enn um langt skeið.
Það eru einkum þrjú megin-
sjónarmið, sem verða að ráða
um tilhögun veiðanna. Er þá
fyrst að nefna nauðsyn þess
að hæfilegt veiðiálag sé á fisk-
stofnana. Ofálag væri rányrkja,
sem myndi hefna sín svo
grimmilega að óvíst er hvort
aftur yrði úr bætt.
En liinu má heldur ekki
gleyma, að með útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar 1952 ■ og
1958 höfum við tileinkað okk-
ur einum fiskimið, sem áður
voru nýtt af fleirum, og þar
með tekið á okkur þá skuld-
bindingu áð nýta þessi mið.
Það er eins með rétt okkar til
fiskimiðanna eins og rétt okkar
til landsins, að hann helgast af
því að við nýtum þau.
Það er ánægjuleg staðreynd
að stórauknar fiskveiðar okkar
á undanfömum áratugum hafa
ekki nema að nokkru leyti kom-
ið fram með aukið álag á fisk-
stofnan aheldur öllu fremur
sem hækkað hlutfall okkar ís-
lendinga á heildarveiðinni á
nálægum miðum. Þannig veið-
um við nú ineira en 60% af öll-
um þorskfiski, sem veiðist á
íslandsmiðum, á móti 40% fyr-
ir heimsstyrjöld. Væntanlega á
þetta hlutfall enn eftir að
batna.
Vandi okkar í þessum efnum
er sá, að við megum ekki láta
heilbrigðan ótta við ofveiði
draga úr okkur kjark til að
nýta miðin, en til þess að rétt
mat geti átt sér stað í þessum
efnum, er aukin þekking á
háttum stofnanna nauðsynleg. f
þeim efvium verðum við að
treysta á okkar velmenntuðu og
dugmiklu stétt fiskifræðinga.En
það er ekki nóg að treysta á þá,
við megum heldur ekki neitt til
spara að láta þeim í té slík
starfsskilyrði, að starf þeirra
geti orðið sem árangursríkast
Annað meginsjónarmiðið er
það, að jafnan sé lögð áherzla
á að afla sem bezts hráefnis
fyrir fiskiðnaðinn. Við verð
um að selja allan afla okkar á
fjarlægum mörkuðum og er því
nauðsynlegt að vinna úr honum
vöru, sem ekki skemmist í
flutningum. Nær allur afli okk-
ar fer því í einhverja vinnslu.
Aðrar fiskveiðiþjóðir selja
verulegan hluta afla síns óunn-
inn, beint til neyzlu og vinna
aðeins þáð, sem af gengur
hverju sinni. En jafnframt höf
um við þá sérstöðu að hafa
fiskimiðin svo nálægt fiskiðn-
HELGI BERGS
aðarhöfnunum að Við getum
tekið aflann til vinnslu meðan
hann enn er ferskur og nýr.
Þess vegna höfum við tök á því
að framleiða betri iðnaðarvör-
ur til neyzlu úr aflanum e«
aðrir. Þá möguleika verðum við
að liagnýta okkur sem bezt.
f þessurn efnum standa
vinnubrögð okkar en« til bóta,
þó að nokkuð hafi áunnizt.
Ferskfiskmatið er stórt skref í
rétta átt, en það er enn á byrj
unarstigi og nauðsynlegt er að
ineirj verðmunur sé á góðum
afla og slæmum en verið hef-
ur. að má ekki undir neinum
kringumstæðum borga sig að
landa slæmum afla. Og hvenær
kemur að því að við förum að
ísa fiskinn í kassa um borð i
bátunum? Það má ekki dragasi
úr höinlu.
Þriðja sjónarmiðið er svo
það að aflinn sé tekinn með
sem hagkvæmustu og ódýrustu
móti. fslenzkir fiskimenn 'anda
meiri afla en nokkrir aðrir,
hvort sem miðað er við fjölda
fiskimanna eða rúmlestatölu
skipa. Því miður kemur dæmið
þó ekki eins vel út, ef miðað
er við verðmæti aflans
Þessi ánægjulegi vitnisburð-
ur um íslenzka fiskimenn jg af
köst þeirra má þó ekki draga
úr sífelldri viðleitni til að i
huga á hvern hátt kynni að
mega nýta fiskiskipastólinn
betur og auka enn árangur
þeirra, sem manna hann. Fisk
veiðarnar eru meginundirstaða
atvinnulífsins í landinu og það
skiptir miklu máli að það fjár-
magn og mannafli, sem í þeim
er bundinn, nýtist sem bezt.
Helztu ■ veiðarnar eru nú stund-
aðar á nýlegum, stórum bátum,
en hinir minni, sem þó eru
sumir ekki margra ára gamlir,
liggja oft við festar. Mikil nauð
syn er að finna þessum minni
skipum sérstök verkefni þannig
að þan gætu nýtzt til verð-
mætaöflunar með litlum áhöfn-
uin.
Þeirrar skoðunar verður nú
meir og meir vart, að nauðsyn-
legt sé að skipta miðunum og
skipuleggja þau í svæði, sem
hvert um sig sé nýtt með þeim
skipuin og þeim veiðarfærum,
sem bezt henta aðstæðum.
Síldarvertíð fyrir Norður- og
Austurlandi — þeirri mestu I
sögunni — fer nú brátt að
Ijúka, ef að venju lætur. Skip-
in færa sig suður og vestur á
bóginn og eftir nokkra mánuðí
stendur vetrarvertíð fyrir dyr-
um.
Fleiri skip og stærri, betur
búin fiskleitar- og veiðitækjum
en áður, munu safnast við Suð-
vesturland. Með hliðsjón af
reynslu seinustu vertíðar kæmi
ekki á óvart þó mörg þeirra
yrðu með þorskanót. Önnur
verða með net.
Einu sinni var mikið rætt
um nauðsyn þess, að takmarka
netafjöldann í sjó til þess að
koma í veg fyrir að mikið af
aflanum væri tveggja nátta
fiskur og meira. Má vera að
slíkt kæmi að haldi, en trú-
legra er þó, að bezta Ieiðin til
að bæta aflann, sé, að nægileg-
ur verðmunur sé á góðum afla
og slæmum.
Sú skoðun ryður sér nú til
rúms, að kominn sé tími til að
skipuleggja veiðisvæðin með
tilliti til þeirra tegunda skipa
og veiðarfæra, sem fyrir hendi
eru og áðstæðna á miðunum.
Og þá verður einnig að hafa 4
huga vandamál minni bátanna,
sem ekki fá nægan mannafla til
að gera út á net eða línu.
Eru ekki t.d. við Suðurströnd
ina fiskimið, sem þarf að nýta
og ekki verða með öðrum
hætti betur nýtt, en Ieyfa þess-
um bátum að veiða með fisk
trolli a .m.k. á vissum tímum
árs? Ef svo er að mati fiski-
fræðinga og kunnugustu sjó-
manna, þá ber að leyfa þetta '
stað þess að hafa landhelgis-
gæzluna önnum kafna við að
elta uppi þessa skaðlausu land-
helgisbrjót.a
Athugasemd
í grein, sem birtist í Tímanum
15. ágúst s.l. voru h.öfð þau um-
mæli um kaupfélögin á Suður-
landi, að „þau beittu sér fyrir að
vörur voru fluttar sjóleiðis upp ó
sandana á ýmsum st.öðum“.
Mér hefur af vinsemd verið bent
á, að í þessum ummælum gæti
nokkurrar ónákvæmni. Áður en
Kaupfélag Hallgeireyjar var
stofnað og hóf slíka flutninga,
hafði Gísli J. Johnsen haft bát í
förum miili Eyja og lads ,-em
flutti nauðsynjavarning til bænda.
Var sá bátur fyrst og fremst ætlað
ur til þeirra flutninga og gekk svo
um nokkur ár. Eins mun verzlun
Halldórs Jónssonar í Vík hafa
flutt vörur þangað. Enda var ekki
meiningin með þessum orðum, að
kasta rýrð á þátt merkra manna
fyrr og síðar í því að ieysa
vandræði fólksins.
Vafalaust hafa vörur oft verið
fluttar upp á sandana. En það
breytir vitanlega ekki því, að kaup
félögin töldu þetta eitt af sínum
fyrstu nauðsynjaverkum, sem þau
reyndu að leysa og leystu af mynd
arskap svo setn hægt var.
Barótta fólksins við hina brim-
óttu, hafnlausu strönd Suðuriands
væri vissulega merkilegt rannsókn
arefni. Þar er mörg hetjusaga ó-
skráð og á það jafnt við um for-
ustumenn í félagsmálum og at-
háfnasama dugnaðarmenn á veg-
um einkaframtaksins og svo fólkið
sjálft, sem barðist við brimið
P. H. J.
TÍMINN, þriðjudaginn 29. september 1964 —
35