Alþýðublaðið - 12.01.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1954, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudasfuc 12. janúár 1W51. Útgefandi: Alþýðuflokkurimn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hantíibal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Særnuhásson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loítur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- eimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Jafnaðarmannasfjórn oq íhalds. MORGUNBLAÐÍÐ var fyrir nokkrum dögum að burðast við að gera samanburð á stjórn Isa fjarðar og Reyk.iavikur. Þar sem saga Isafjarðar á seinustu áratugum er lærdómsrík og merkileg á margaa liátt, er Al- þý’ðublaðinu þetta kærkomið filefni til að athuga þann sam- : anburð nokkru nánar. íhaldið hafði stjórnað bæn- um óslitið allt frarn til 1921. Þar var fátækur verkalýður á landi og sjó einskis ráðandi, og nokkrir ríkir kaupmenn, sem réðu lögum og lofum. Á árunum 1916—20 stofnaði albýðufólkið í bænum stéttar- samtök sín og samvinnufélög um verzlun. Móti þessari sam- takaviðleitni hinna mörgu og snauðu snerist íhaldið af æðis- genginni hörku. Kúgunarsvip- unni var sveiflað hart og títt yfir höfðum fólksins. Sumir létu bugast, en flestir hertust í eldi ofsóknanna. Þeir verkamenn, sem gengu í Verklaýðsfélagið Baldur, voru settir á svartan lista hjá at- vinmirekendum og útilokaðir frá vinnu. Forustumenn Sjó- mannafélags Isfirðinga voru reknir úr skiprúmum. Kaupfé- lagsmeðlimir voru litnir mjög óhýru auga af koupmönnum og áttu lítillar fyrirgreiðslu von. Og svo tapaði íhaldið meiri- hlutavaldi sínu í bæjarstjórn. Þá var vélbátaflotinn gerður gjaldþrota og seldur úr bæn- um. Ætlunin var sú, að bæjar- félagið skyldi fara á hausinn, þegar það væri kömið undir stjórn jafnaðarmanna Við þessu var snúizt á þami hátt, að verkamena og sjómenn stofnuðu útgerðarfélag á sam- vinnugrundvelli og kom það sér á nokkrum járum upp mynd arlegum vélbátaflota — sjö fjörutíu tonna bátum, sem smíða'ðir voru í Noregi og Sví- þjóð. Forustumenn íhaldsins höm- uðust eins og vitstola gegn stofnun félagsins. En Sam- vinnufélag Isfirðinga varð öfl- vsg máttarstoð undir atvinnulífi bæjarbúa, og íhaldskaupmenn- iriiir gerðu sér að góðu að verzla með svitadropa þess fólks, sem vinnu l'ékk í kring- um starfsemi þess. En nú, hegar Samvinnufélag ið hefur barizt fyrir lífi sínu í 8 aflaleysisár og bærinn hefur fengið íhaldsþingmann, þá ger- ist það, að tveir stærstu hátar félagsins eru scldir úr bænúm. Þegar jafnaðarmenn tóku við síjórn bæjarins, áttu hálfdansk ar selstöðuverzlanir nálega allt þa'ð land, sem ísafjarðarkaup- staður er byggður á. Það varð eitt af fyrstu verk- um jafnaðarmanna að kaupa landið. Neðstakaupstaðar- og Hæstakaupstaðar-eignirnar voru keyptar. íhaldið hamaðist á mótí. Taldi bæinn fara á haus inn, ef þetta væri gert. En rétta ástæðan var sú, að spekúlant- arnir sáu fram á skerta mögu- leika ti! lóðaokurs, ef bærinn ætti sjálfur bæjarstæðið. Enda er reynslan sú, að ló'ðaokur var Jfyrirbyggt á ísafirði með þess- um kaupum. Lóðirnar vom metnar á normalverði og leiga^i síðan ákveðin 5 eða 6% af því. Þetta hefur Hka tryggt það, að þeir, sem vildu hyggja, hafa ( viðstöðulaust getað fengið lóð- ir án þess að lenda í sífelldum áreksturm við einkaeign manna á byggingalóðum. Ef þetta hefði gerzt hér, væri J Reykjavík allt önnur borg. ( Ekki þanin út um öll holt og (móa vegna einkahagsmuna- manna, sem halda löndum sín- | um óbyggðum til að láta þau . hækka í verði. Og þá væru lóð- | ir Miðbæjarins ekki seldar fyr- ir milljónafúlgur og Reykjavík ekki dýrasta borg í heimi. Næstu verkefnin voru þau að ! koma upp elliheimili, sem. var það fyrsta á landinu, og byggja j stórt og vandað sjúkrahús. — : Morgunblaðið sagði um helg- ina, að undirbúningur bæjar- sjúkrahúss hefði nú staðið yfir í fjögur ár og væri nú verið að grafa fyrir nokkru af kjallaran- um. Myndarleg höfuðborg slíkt, enda undir íhaldsstjórn! j Þessu næst var illræktanlegt Iand í nágrenni bæjarins lagt | undir plóginn og ræktað. Stofn I a'ð var kúabú til að tryggja a. m. k. börnúrn og sjúklingum j fyrsta flokks mjólk. Og verk- j efnin, sem biðu, voru Ieyst I hvert af öðru. Hafskipahryggja var hyggS. Bæjarbókasafn auk ið og eflt, skólaskyldan færð niður í 7 ár á vudan öðrum kaupstöðum. Barnaskólinn -var stækkaður, gagnfræðaskóli stofnaður og byggt myndarlega yfir hann löngu'áður en Reykja vík gat byggt yfir sína gagn- fræðaskóla. Kaupfélagið byggði stærsta verzlunarhús á Vest- fjörðum, verkalýðsfélögin byggðu stórt og vandað sam- komuhús án ríkisstyrks, örugg bátahöfn var byggð, yfirbyggð sundhöll, bókasafnshygging og íþróttahús voru reist. Útgerðar félagið Njörður, er smám sam- an eignaðist 8 báta, var stofnað af' fátæklingunum. Þessa dag- ana vill íhaldið láta selja tvo stærstu báta þess á nauðungar-' Þjóðviljinn og Tí~inn æpa í kór UNDANFARIN ÁR hefur Þjóðviljinn l'agt mikla á- herzlu á að rægja og níða Jón Axel Pétursson í frá- sögnum sínum af bæjar- stjórnarfundum og umræð- um uim bæjarmál. Hefur kommúnistablaðið lagt ólíkt meiri rækt við bá iðju en rökstudda gagnrýni á starf og stefnu bæjarstjórnarmeiri hlutans, enda ekki gefin andleg spektin. Hér hefur ekki aðeins verið um að ræða pólitískar skammir á íslenzkan mælikvarða, held- ur sér í lagi persónulegt níð um Jón Axel. Tilgangurinn hefur auðvitað verið sá að reyna að rógbera hann og Alþýðuflokkinn um leið. KOR NIÐSINS. Þjóðviljinn heldur þessari iðju áfram við í hönd far- andi bæjarstjórnarkosning- ar, þó að Jón Axel víki nú úr bæjarstjórn Reykjavíkur eftir tuttugu ára starf. Og það, sem furðulegra er: Tím inn burðast við að taka und: ir með kommúnistunum, þeg ar þeir gera hrópin að Jóni Axel Péturssyni. Þetta er orðinn kór níðsins og rógs- ins. Kórinn minnist aldrei á málefni í þessu sambandi Hann æpir aðeins, að Jón Axel hafi verið hjálparkokk ur íhaldsins og önn.ur því- lík skammaryrði. Þetta eru hróp pólitóskra auðnuleys- ingja að manni, sem starfað hefur fyrir reykvíska alþýðu í bæjarstjórninni í tuttugu ár og lætur eftir sig meira og farsælla starf en nokkur annar bæjaríulltrúi að öll- um öðrum ólöstuðum. STOLT REYKVÍKINGA. Kórinn gengur svo langt að svívirða Jón Axel fyrir að hafa tekizt á hendur for- stjórn bæjarútgerðarinnar. Þetta er skiljanlegt, þegar kommúnistar eiga í hlut. Þeir hatast í raun og veru við bæjarútgerðina af því að hún og ijnnur siík fyrirtæki torvelda þeim áróðurinn, og ábyrgðarleysið. Hitt er furðulegra, að Tíminn skuli taka undir þennan söng kommúnista, því að Fram- sóknarflokkurinn þyki’st vera ábyrgur aðili í íslenzkum stjórnmálum. En hvernig 'horfir svo þetta mál við í Ijósi staðreyndanna? Jón Axel hefur starfað með þeim hætti fyrir bæjarútgerðina, að hún er stolt Reykvíkinga og eitt,öflugasta tæki alþýð unnar í lífsbaráttunni. Hann varð forstjóri bæjarútgerðar innar vegna þess eins, að allir töldu hann hæfasta manninn til að rækja þetta mikilvæga hlutverk, hvað sem stjórnmálaskoðunum leið. Þessi ráðstöfun var með al ananrs gerS til þess að skapa einhug um bæjarút- gerðina. Það hefur tekiz’t góðu heilli. HVER ER SKÝ.RINGIN. Þúsundir eldri og yngri Reykvíkinga þekkja störf Jóns Axels Péturssonar sem bæjarfulltrúa ' Oig telja sig eiga honum miklar þakkir að gjalda. Þeir munu svara níði og rógi Þjóðviljans og Tímans um Jón Axel á við- eigandi hátt. Og hvers vegna er rógurinn til kominn? Vegna þess, að Jón Axel hefur ekki látið við það eitt sitja, að tala eða skrifa e.ins og kommúnistaDÍltarnir og Þórður Björnss.on. Hann hef ur iag.t megináherzluna á verkin og.orðið öllum bæj- arfulltrúum gagnkunnugri Reykjavík og Reykvíking- um. Reynsla hans í futtugu ára stárfi hefur orðið trl þess, að hann nýtur álits og trausts samherja sinna og ábyrgra andstæðinga sem heilsteyptur maður. Sjálf- sagt má deila um einstök verk hans eins og allra ann- árra. Mennirnir eru aldrei nema menn. En Jón Axel hefur ávallt reynt að gera skyldu sína og líta á aðal- atriðin og haga störfum sín um með hliðsjón af þeim. Hann hefur afkastað miklu f tuttugu ár. Kommúnistap’lt arnir við Þjóðviíjann og Þórður Björnsson myndu þurfa að öfunda hann, ,þó að þeir yrðu jafngamlir Metú- salem, .og ættu sæti í bæjar stjórn til dauðadags,. hvað ekki kæmi til. Ætli þetta sé ekki sú mannlega skýring á níðinu og róginum um Jón Axel? Mennirnir eru aldrei nema menn. Herjólfur. aounnn i I uppboði. Fyrstu rækjuverk- smiju ó landinu var komið á fót, og á þessu tímabili voru líka byggðar yfir 40 verka- mannaíbúðir og margar sam- . vinnubyggingar, og svarar það | til ca. 909 verkamannaíbúða í Reykjavík. En þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir unclir stjórn jafnaðarmanna, var fjárbagur bæjarins samt góður, en þegar sú ógæfa skeði, að íhaldið náðá völdunum með aðsíoð kommún ista, fór allt á kaf í órejðufen, og gáfust kempurnar upp á miðju kjörtímabili. Á fyrsta ári eftir óstjórnar- tímabilið varð að leggja dráps- klyfjar útsvara á bæjarbúa. En á þessu ári var hægt að LÆKKA útsvörm á Ísafirði verulega þráít fyrir útsvars- HÆKRUN í flesíum öðrum kaupstöðum. Sannleikurinn er sá, að bæj- arstjórnaríhaldið í Reykjavík ÞAÐ blaðið hér í Reykjavík, sem lagzt hefur nálega eins lágt og sjálft Mánudagsblaðið í málflutningi sínum, nefnilega ' „Frj'áls þjóð“, segir í síðasta tölublaði sínu, að Alþýðuflokk urinn hafi sett „lítt kunnan mann í þriðja sæti listans“ hér í Reykjavík. Þeir „þjóðvarnar menn“ geta með öðrum orðum ekki komið Óskari Hallgr'íms- syni fýrir sig, og af þeim ástæð um ein.um á hann ekki að fá það fylgi, sem að þeirra dómi annars hefði getað orðið. Sá, sem þetta ritar, er þess fulliviss, að þessi ókunnugleiki ..bióðvarnarnianna" á Óskari Hallgrím^'m er ekkert eins- dæmi hvað hann snertir per- sónulega, heldur mun það eiga við um flest það fólk, er helg- að hefur starfskrafta sína ís- le-nzkri alþýðu almennt — að ekki sé nú talað um menn úr verkalýðsstétt. Þessi ókunnugleiki á vinn- andi fólki lýsir sér m. a. ,í full trúavali þeirra sjálfra. Og heildarsvipur í'ramboðslista þeirra hér í Reykjavík er stað resting þessa alls. En að því ætti aS skammast sín og varast eins og heitan eldinn að gera samanbufð á smábænum fsa- firði — eftir langvarandi afla- Ieysishörmungar — og Reykja- ivík með sinni höfuðborgarað- stöðu hins vegar. — En ef til vill kann það ekki einu sinni að skmamasí sín. er ráða má af grein „Frjálsrar þjóðar“, þá vilja þeir gjarna fræðast um fulltrúa Alþýðu- I flokksins, og þá sérstaklega fulltrúa okkar í baráttusætinu, | og er því rétt að rifja þetta 'stuttlega upp, sem flestu-m er ;þó kunnugt, nema „þjóðvarn- j armönnum“. j Óskar Hallgrímsson er verka 'mannssonur, fæddur og uppal- inn hér í Reykjavík. Tók hann snemma þátt í félagsKfi bæjar- ins, því að á námsárum sínum í iðnskólan.um var hann þeg- ar kosinn til forustu og var formaður skólafélags iðnskól- ans um tveggja ára skeið. Árið 1945 gerðist hann aðal- hvatamaður að stofnun Iðn- nemasambands íslands og fjöi- j margra iðnnemafélaga, er starfa enn í dag. Á fyrsta þingi sam j bandsins var hann .kjörinn for seti þess. Og undir forustu hans ; í 2 ár brutu þessi ungu sam- tök í-s' byrjunarörðugleikanna. Gætti strax áhrifa þeirra várð andi setningu iðnfræðslulag- anna t. d. Þegar að loknu iðn- námí var Óskari falið ritara- starf í stéttaffélagi sínu, Félagi íslenzkra rafvirkja, og gegndi hann því starfi um tve,ggja ára skeið, eða þar til hann var kjör inn formaður þess fyrir nær fimrn árum jsíðan. Á síðasta að- 'alfundi var stjórn hans kjörin með miklum muii meira at- kvæðamagni en listi íhalds og kommúnista samtals. Síðan iðn fræðsluráð tók til starfa, árið 11948, hefur hann átt þar sæti. Þrjú ár hefur har.n verið for- (maður Iðnsveinaráðs Alþýð'u- í sambands íslands. —'Og á s. 1. ári var hann svo kjörinn for- t maður full trúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík. j Á síðasta þingi. Alþýðusam- . bands fslands var hann kjör- j in.n í miðstjórn þess, og er nú j gjíaldkeri sambandsins. J Á^námsárum sínum skipáði ! Óskar sér í raðir Alþýðuflokks . ins og reyndist einnig snemma ’góður Iiðsmaður þar. í tvö ár j var hann varaforseti Sambands ,'ungra jafnaðarmanna, í fjögur I ár ritari fulltrúaráðs Alþýðu- Jflokksins og á nú sæti í mið- stjórn hans. Hér hefur lítillega verið Framhaid á 6. tiðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.