Tíminn - 14.10.1964, Page 9

Tíminn - 14.10.1964, Page 9
 MinVIKUDAGUR 14. október 1964 TfMINN n #§? m Aukin trsí á fram* tíðina í Hólminum Hið nýja sjálfsafgreiðslufyrirkomulag á mjólk í kjörbúðinni er mjög hentugt og þægilegt. Hér sézt Bjarni Lárusson, deildarstjóri, hjálpa litlum viðskiptavin, Ágústi Magna Þórólfssyni. Áður en ég kom til Stykkis- hólms, var mér sagt að hann væri byggður á sjö hæðum eins og Rómaborg. Og víst er um það, að æði oft liggja göt umar upp í móti, svo að svit inn sprettur fram á ennið og fæturnir þyngjast, þegar upp er haldið. En Stykkishólmur hefur fleira merkt til að bera en þetta tvífaramerki Rómaborgar. Þar er t. d. eitt af elztu starf ræktu bókasöfnum landsins, Amtbókasafnið, sem stofnað Sigurður Haraldsson, kaupfélagsstjóri. var 1847. Þar er elzta tvílyfta hús landsins — „Norskahúsið" er það kallað, og var byggt af Ólafi Thorlacíus árið 1828. Sótti hann viðinn í húsið til Noregs á skútu sinni og var aðeins hálfan mánuð í þeirri ferð. Og ekki ená gleyma systr um Franciskusarreglunnar, sem starfað hafa í Hólminum í áratugi og eru orðinn ríkur þáttur í bæjarlífinu. Verzlunarmál Sty'kkishólms eru þáttur út af fyrir sig, en þar epu nú reknar tvær kjörbúðir. Kaupfélag Stykkis- hólms á 'aðra þeirra, og er hún mjög nýtízkuleg og full- nægir öllum þeim kröfum, sem í dag eru gerðar til kjörbúð- ar. Á neðri hæðinni er ný lenduvöruverzlunin, sjálfsaf- greiðsla á mjólk og mjólkurvör mm með tilheyrandi kælitækj um, og sérstök xjötdeild með djúpfrysti og kæiiborði, en uppi á annarri hæð er álna vöruverzlun, og auk þess skrif stofur kaupfélagsins. Nuverandi kaupfélagsstjóri i Stykkishólmi er Sigurður Har- aldsson, en hann tók þar við stjórn á miðju ári 1963. Og inni á skrifstofu hans ræddum við um kjörbúð kaupfélagsins og ýmiss önnur málefni bæj- arins. — Er þessi glæsilega kjör- búð kaupfélagsins ekki ný af nálinni, Sigurður? — Við byrjuðum á breyting unni i ágúst í fyrra, en verzl un kaupfélagsins hér var þá orðin 33 ára gömul. Vefnaðar vörudeildin, sem er á annarri hæð, tók síðan til starfa í nóvember það ár, nýlenduvöru deildin í byrjun desember og kjöt- og mjólkurvörudeildin í febrúar í vetur. Allar þessar deildir eru með því fullkomn asta, sem gerist úti á lands- byggðinni, og fullnægir kjör búðin öllum nútímakröfum fólksins. — Eg sé að mjólkursalan er mikill þáttur í kjörbúðinni? — Já, það má segja, að mjólk ursalan sé grundvallaratriðið í breytingunni, og við hefðum haft kjörbúðina allt öðruvísi, ef við hefðum ekki fengið mjólkursöluna. Breytingarnar voru því gerðar í saimráði við Mjólkursamsöluna og voru teikningamar af kjörbúðinni samþykktar af forstjóra henn ar, áður en hafizt var handa. — Hverjir önnuðust mjól'k- ursöluna í Stykkishólmi áður en þessi breyting var gerð? — Kaupfélagið hefur annazt alla mjólkursölu fyrir bændur í Stykkishólmi, og fór þessi dreifing fram í ófullkomnu hús næði við verzlun Sigurðar Ágústssonar. Og þegar ákveðið var að reisa mjólkurbúið í Grafarnesi, sömdum við við Mjólkursamsöluna um að hafa mjólkursöluna áfraim og gerð- um síðan ráð fyrir þeirri sölu þegar við breyttum verzlun- inni, eins og ég sagði áðan. Og bændur voru í hæsta máta ánægðir með það fyrirkomu- lag, m. a. kom áskorun frá 18 af 19 mjólkurframleiðendum í Helgafellssveit um að kaupfé- lagið héldi áfram með dreif- ingu mjólkurinnar, og var sú áskorun greinileg viðurkenning á því, að kaupfélagið hafi leyst þessa þjónustu vel af hendi. — En nú er sá draumur sem sagt búinn. — Búinn? — Já, þegar við vorum bún- ir að byggja þessa nýtízku kjör búð, þar sem viðskiptavinirnir geta fengið allar vörur á ein- um stað, byrjuðu vissir aðilar mikinn áróður gegn kaupfélag- inu og mjólkursölu þess og snéru þar við öllum staðreynd um. En öll þessi læti urðu til þess, að stjóm Mjólkursamsöl unnar fór að kröfum þessara aðila og tók af okkur mjólk- ursöluna. Við munum því að eins annast hana frarn að ára mótum. — Og ætlar Mjólkursamsal an þá að annast söluna sjálf? — Já, það mun vera ætlunin. og þeir eru nú að byggja hér skúrbyggingu á svipuðum stað og gamla mjólkursölubyggingin okkar var áður, þ e við aða' torg Stykkishólms. — Er það ekki furðuleg „Iipurð“ af bæjaryfirvöldunum að veita lóð undir slíka bygg- ingu við aðaltorgið? — Jú, maður skyldi ætla, að dýrmætustu lóðirnar í mið- depli bæjarins væru heppilegri til annars en skúrbygginga Það er útlit fyrir, að vissir að- ilar ætli sér að byggja þarna einhvert tehúsahverfi. sem að sjálfsögðu brýtur niður skipu- lag bæjarins, sem samþykkt hefur verið af skipulagsstjóra rikisins. — Verður þetta nýja fyrir komulag ekki til óhagræðis fyrir framleiðendur? — Jú, það liggur í augum uppi, að kostnaðurinn við dreif inguna mun stóraukast við þetta nýja fyrirkomulag, eins og forstjóri Mjólkursamsölunn- ar hafði þegar komið auga ó, þegar hann veitti kaupfélaginu mjólkursöluleyfið, en stjóm Mjólkursamsölunnar hefur nú orðið að beygja sig fyrir ákveðnum öflum, sem ekki virð ast taka hið minnsta tillit til hagsmuna framleiðenda. — Og hvaða áhrif telur þú, að þetta hafi á viðskiptavin- ina? — Með þessari ráðstöfun er tvímælalaust verið að taka all- mikla þjónustu af viðskiptavin unum aftur, þar sem þeir geta nú gert öll vöruinnkaup sín á sama stað, sn þurfa í framtíð inni að fara á tvo staði þeirra erinda. Auk þess verður hin nýja mjólkurbúð opin styttri tíma en hjá okkur í kaupfélag inu, og af því er einnig mikið óhagræði. Auk þess veldur þetta að sjálfsögðu kaupfélag inu miklu tjóni, þar sem við miðuuðum breytingarnar við mjólkursöluna. — En er ekki fólkið yfirleitt ánægt með núverandi fyrir- komulag? — Jú, það virðist mér, enda er mikið hagræði í því að geta fengið allar sínar vörur á sama stað og á sama tíma. Þessi ráðstöfun Mjólkursamsöl unnar er því alls ekki í þágu neytenda, heldur vissra ann- arra afla í Stykkishólmi. — En svo að við snúum okk ur að öðru, hvað er að frétta af útgerð hér? — Það er tvímælalaust vax andi útgerð í Stykkishólmi núna. í fyrravetur voru gerðir út hér fimm bátar, en allt útlit er fyrir að 7 bátar verði gerðir út í vetur á vetrarver- tíð, og er líklegt að 4 þeirra leggi upp hjá kaupfélaginu. Þetta hefur gefið okkur von- ir um stöðugra atvinnulíf í Hólminum í framtíðinni. — Og byggingarframkvæmd ir? — Þær hafa verið óvenju- miklar í ár, og hefur aldrei verið byggt eins mikið á einu sumri og nú, en alls munu 9 íbúoarhús vera í smíðum. Fram að þessu hafa verið óvenju litlar framkvæmdir í Hókninum, en þessar bygging ar benda til þess, að fólkið líti nú bjartari augum á framtfð armöguleika bæjarins — sagði Sigurður kaupfélagsstjóri að lokum. — EJ. Starfsfólkið í kjörbúð kaupfélagsins í Stykkishólmi. F. v.: Bjarni Lárusson, deildarstjóri, Einar Stein- þórsson, Jóhannes Guðjónsson, Sigurður Ól. Lárusson, Sigríður Lárenzínusdóttir, Vigdís K. Þórðar- dóttir, Guðmundur Ó. Bæringsson og Kristrún Óskarsdóttir. Séð yfir hluta af hinni nýju og glæsilegu kjörbúð Kaupfélags Stykkishólms. , !P' TÍMAMYNDIR-EJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.