Tíminn - 14.10.1964, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 14. október 1964
TÍMINN
gekk aftur eftir bátnum, snéru menn sér undan alvarlegir á svip. Þegar
böðullinn kom að þóftunni, sem líkið var bundið yfir, hikaði hann og leit
efablandinn á Courtney, sem kominn var aftur út að borðstokknum. — Til-
búinn! Gerið skyldu yðar! skipaði hann og var á svipinn eins og maður.
sem óttast að miðdegisverður hans kólni.
Maðurinn með köttinn lét skottið renna um lófa vinstri handar, lyfti hægri
óendi og lét höggin ríða yfir hið misþyrmda lík. Ég sneri mér undan veikur
af viðbjóði. Bligh stóð við borðstokkinn og studdi höndunum á mjaðmirnar.
Á honum sást engin svipbreyting. Höggunum rigndi yfir líkið og hvert þeirra
rauf hina djúpu þögn eins og skammbyssuskot. Ég taldi höggin og fannst
heil eilífð líða. En loks var öllu lokið — tuttugu og tvö — tuttugu og þrjú
— tuttugu og fjögur. Ég heyrði skipunarorð, aftur gekk lífið sinn vanalega
gang á skipinu og bátsmaðurinn blés til miðdegisverðar.
Þegar við settumst að borðum, var eins og Courtney hefði gleymt þess-
um atburði. Hann drakk skál Blighs og bragðaði á súpunni.
— Hún er orðin köld, sagði hann gramur.
Bligh réðist að súpunni, eins og hungraður úlfur. Það var bersýnilegt, að
hann átti heldur að borða með hásetunum, því að borðsiðir hans voru
hræðilegir. — Gerið ekkert, sagði hann. Verra var stundum um borð i
„Poule“.
— En ekki á Tahiti, mætti segja mér. Ég heyri sagt, að þér eigið að heim-
sækja hinar innfæddu ungfrúr á Suðurhafseyjunum.
— Já, ég verð sennilega lengi í þeirri heimsókn. Við verðum sennilega að
dvelja þar nokkra mánuði, meðan við lestum brauðávaxtatré.
— Það á vist að útvega þrælunum á Vestur-Indíum ódýran mat. Ég vildi
sannarlega óska, að ég gæti fengið að vera með.
— Það vildi ég líka. Ég gæti lofað yður skemmtilegum veiðiferðum.
— Eru innfæddu heimasæturnar jafn fállégar og Cook skipstjóri lýsti
þeim?
— Já, það eru þær sannarlega, ef þér hafið enga andúð á brúna litn-
um. Þær eru mjög fagurlimaðar og mjúkar í hreyfingum. Sir Joseph getur
borið vitni með mér. Hann segir, að hvergi í heiminum séu eins fallegar
konur, sem jafnist á við þær.
Gestgjafi okkar stundi þungan: Segið ekki meira, segið ekki meira! Ég sé
yður í anda undir pálmakrónunum með kvennabúr, sem soldáninn sjálfur
mætti öfunda yður af.
Ég var ennþá veikur eftir það, sem ég hafði verið sjónarvottur að, en
reyndi að láta sem ég hefði góða matarlyst. Ég sat þögull meðan hinir rædd-
ust við. Það var Bligh, sem fyrst vék orðum að hegningunni.
— Hvað hafði maðurinn brotið af sér? sagði hann.
Courtney setti frá sér rauðvínsglasið og leit upp eins og annars hugar:
— Ó, þessi náungi, sem var húðstrýktur. Hann var einn af skipsmönnum
Allisons skipstjóra á „Unconquerable,“ og mér var sagt, að hann hefði verið
mjög duglegur. En hann gerðist liðhlaupi. Og Allison þekkti hann, þar sem
hann kom út úr knæpu í Portsmouth. Maðurinn reyndi að flýja, en Allison
greip í kraga hans. Þá fékk Allison blátt auga um leið og hópur sjóliða fór
þar fram hjá. Þeir gripu sökudólginn, og eftirleikinn hafið þið séð. Okkar
skip var fimmta skipið, sem hann var strýktur við. Hann þoldi ekki nema
níutíu og sex högg. En Allison hefur bátsmann, sem er hreinasti snillingur
í sinni grein. Hann er nautsterkur og auk þess örvhentur, svo að hann legg
ur höggin í krákustíg.
Bligh hlustaði á með áhuga og kinkaði kolli samþykkjandi Ekki nema
það þó, barði yfirmann sinn. Hann átti skilið, það sem hann fékk og meira
en það. Engin lög eru réttlátari, en þau lög, sem aga menn á sjó.
— Er það alveg nauðsynlegt að við hafa slíka harðýðgi? spurði ég og
gat ekki þagað lengur. — Hvers vegna var ekki vesalings maðurinn hengd-
ur, svo að öllu væri lokið sem fyrst?
— Vesalings maðurinn? Courtney snéri sér að mér steinhissa. — Þér
eigið ennþá eftir að læra mikið. Hann harðnar eftir fyrsta árið sitt á sjónum,
haldið þér það ekki, herra Bligh?
— Ég skal reyna að sjá um það, sagði yfirmaðurinn á Bounty. — Nei,
herra Byam, það má ekki sýna þessum þorpurum neina miskunnsemi.
— Og munið það, sagði Courtney vingjarnlega — munið það, sem herra
Bligh segir, að það eru ekki til réttlátari lög. Þau eru ekki einasta réttlát,
heldur einnig nauðsynleg. Agi verður að vera, hvort sem er á herskipum
eða verzlunarskipum, og uppreisnir og mótþróa verður að bæla niður með
harðri hendi.
— Já, sagði Bligh. Hernaðarlögin eru ströng, en þau eru aldagömul. Og
þau hafa orðið mannúðlegri með árunum, bætti hann við, eins og honum
þætti fyrir því. Það er hætt að kjöldraga menn, nema Frakkar halda þeim
sið ennþá. Og skipstjóri hefur ekki framar leyfi til að dæma menn til dauða
og láta framkvæma dóminn.
Gestgjafi okkar sýndi mikinn áhuga á umræðuefninu. — Hernaðarlöggjöfin
er jafngömul stjórnarskránni, sagði hann. É£ hef átt sæti í herrétij, oftar en
einu sinni og er töluvert kúnnugur lögunúm. '■
Ég borðaði lítið, en drakk meira en ég var vanur. Ég var ennþá órólegur
vegna þess, sem ég hafði verið sjónarvottur að og sat því þögull og hlustaði
NÝR HIMINN - NÝ JÖRD
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
19
10. kafli.
Loksins var þaS uppnám gleymt
er heimsókn Viktors til Fagraness
hafði vakið á heimilinu. Þeir, sem
lent höfðu í slysinu, voru allir
komnir heim, og þegar nokkrar
vikur voru liðnar frá hinum ör-
lagaþrungna atburði, hafði hann
vikið úr hugum manna fyrir nýj-
um tíðindum.
Margt og mikið gerðist hvar-
vetna í heiminum, jafnt á sviði
stjórnmála sem uppgötvana. En
íbúar Mandeville gáfu lítinn gaum
að slíku. Þau tíðindi, er mest áhrif
höfðu meðal sumargestanna var
auglýsingaspjald nokkurt, er fest
hafði verið upp á járnhliðið að
Joli Bois, aðsetri Fauvette d’
Eaubonne.
Hneyksli það, er skyndilega
hafði vakið svo gífurlegan áhuga
allra hefðarkvenna, fólst í fáorðri
tilkynningu á nefndu spjaldi:
Chambres á louer
Pension.
Og til frekara öryggis stóðu
sömu orð þar fyrir neðan á ensku
máli: Rooms and board — Fæði
og húsnæði.
Hún Fauvette — siðasti ai
springur d‘Eaubonne ættbálks
ins — þeirra sem dansað höfðu
í veizlunni. sem sjálfur Lafayette
hafði verið haldin ei hann heim-
sótti New Orleans árið 1825.
þeirra er snæti aöfðu aí gulldisk
um með Henry Clay á St. Louís
hóteli - Fauvette d'Eaubonne
gat fengið af séi að auglýsa eftir
kostgöngurum á tveim tungumál-
um!
Hér áður fyrr höfðu d'Eaubonn
arnir látið fara vel um sig. Margs
kyns öheppni átti sök á
þ. í hvernig þeii voru nú komn
ir. Fyrst höfðu jarðeignir þeirra
fyrir norðan New Orleans eyði-
lagzt í geysilegum flóðum Míssi-
sippi. Byggingar, búfénaður, þræl
ar, sáðkornið — allt, þar með
margt af sjálfu ættfólkinu, öllu
hafði stórfljótið skolað burtu.
Þeir, sem eftir lifðu ættarinnar,
höfðu naumast náð sér eftir ófar-
irnar, er borgarastyrjöldin
brauzt út. Og eftir hana höfðu
jafnvel hin lægstu dýr svarizt í
fóstbræðralag gegn d'Eaubonnes
fólkinu. Eina nóttina hafði hinn
ægilegi leiráll komizt inn á sykur
reyrsakrana. Og frá sólsetri til
dagsmála þá sömu nótt var allt
gereyðilagt á þeim, svo að ekki
stóð ein einasta reyrjurt eftir. Og
loks hafði faðir Fauvette látist af
hjartaslagi, hnigíð niður í baðm-
ullarkauphöllinni þegar æsing-
arnar brutust út árið 1894.
Móðir Fauvette hafði barizt við
fátæktina bað sem eftii var æv-
innar, og reynt að halda virðingu
sinni. Og yfirskini velmegunar
tókst henni nokkrun veginn að
viðhalda, meðal annars með því
að hafa miðdegisboð og vera þar
broshýr og höfðingleg húsfreyja.
Þegar læknirinn gekk inn, var
Fauvette niðursokkin í að spila
póker við herra Néron Paviot,
sem var lífið og sálín í hinu nýja
fyrirtæki hennar. Hann var hinn
álitlegasti maður og alltaf á hött- 1
unum eftir viðskiptavinum við
olíufélag sitt. Allir aðrir, þeirra
sem þarna höfðu dvalizt eftir slys
ið, voru farnír heim, en herra
Paviottáti átti hvergi eiginlegt
heimili. Hafði hann talið Fauvette
á að stofna sumarhótel og tekið
sér þar aðsetur sjálfur, fyrstur
gesta.
Án efa hefir það verið miður
glæsilegt ytra útlit Fauvette, sem
var rauðhærð, freknótt og flatvax
in, er varnaði því að nokkrum
kæmi til hugar að tala tíla nm
hana, þótt hún byggi alein í hús
inu með ókunnum manni.
— Gott kvöld, herra læknir,
mælti herra Paviot og reis úr
sæti. Sandur og vatn hafði verið
hreinsað úr buxum hans og síð-
frakka, en ætíð barmaði hann sér
yfir að hafa misst skó og silki-
hatt. Læknirinn óskaði honum þó
til hamingju í hljóði með að hafa
ekki misst hárkollina. Var skipt
ing eftir henni miðri og snyrti-
legir líðir yfir enni. í stað lakk-
skónna hafði hann fengið sér tenn
isskó.
Þegar þeir höfðu tekizt í hend
ur, afsakaði herra Paviot að hann
yrði að hverfa frá, þyrfti að fara
til pósthússins. Kvaðst núast við
bréfum frá Caddo Parish, þar sem
olíuborun skyldi bráðlega hefj-
ast.
— Þér eruð gangandi? mælti fr.
Fauvette í spurnarrómi. — Eg
varð ekki vör við, að neinn vagn
staðnæmdist fyrir utan.
— Já, veðrið er svo gott.
Hann gat þess ekki, að Sep
hefði verið hegnt fyrir að aka
vagninum út að Fagranesi í
óleyfi frænku hans
— Þér hafið ekki komið aftur
að Fagranesi?
— Nei, ég hef ekki haft tfma
til þess. Sjúklingarnir lýstu því
allir yfir, að þeim liði vel eftir
þessa einu heimsókn mína. Ekki
veit ég, hvort ég hefi læknað þá.
eða hvort þeir hafa orðið hræddii
við mig.
— Það er Mirjam, sem málað
hefur letrið á spjaldið úti, sagði
Fauvette. — Annars leggur hún
ekki þess háttar fyrir sig, en hún
gerði það fyrir mig.
— Hvað málar hún annars
helzt? spurði Viktor.
— 0, landslag. Og kyrralífs-
myndir. Faðir hennar kenndi
henni.
— Hvar er faðir hennar? glopp-
aðist út úr honum.
— Hann dó úr taugaveiki. Það
var í Froissy, litla þorpínu rétt
fyrir utan París.
Þau þögnuðu bæði. Lækninum
var Ijóst, að Fauvette var í vafa
um, hversu mikið hún ætti að
segja, og sjálfur vissi hann ekki.
hve langt var þorandi að ganga
í spuminum.
— Hver skyldi það eiginlega
vera, sem vill, að þær flytji sig?
spurði hann eftir nokkra þögn.
—Ég varð fyrir tilviljun vitni að
andstyggilegri misþyrmingu á
dýri, sem átti að verða eins kon-
ar töfragripur til að koma þeím
burt.
— Hverj^r . . . . ó, þér eigið
við Palmýru og dóttur hennar?
Ja, það eru svo til allir. En sér
í lagi .... Hún hikaði við.
- Nú?
— Nú, já einn áf skyldmenn-
um yðar — Júlíen. Hann hefur
haft augastað á jörðinni og lang-
mjög til að ná í hana. Líka
Bidault — af sömu ástæðu. Dætur
Chamberts dómara, ekki síður en
frú Larouche, sem er nú farin
til New Orleans og hefur í hyggju
að koma ekki aftur, fyrr en þær
eru farnar. Ellegar frú Vigée. . .
Eða Olympe? hugsaði Viktor.
Eða Nanaine? Og þó. Nanaine
var allt of mikil trúkona til þess
að vilja fást við töfragripi og
særingar.
— Ef til vill er það hinn mikli
Zombien sjálfur — Fauvette hló.
— Hann heldur kannski. eins og
allir aðrir, að dómarinn hafi dáið
af því að sjá Palmýru aftur.
Zombien hefur kannski ekki vilj-
að missa af þeirri anægju