Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. okíóber 1864 5 Útgefándi: FRAMSÓKNARFLOICKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson ditstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og índriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gísiason Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu símár 18300—18305 Skrif stofur, Bankastr. 7. Afgreiðslusimi 12323. Augl.sími 19523 Aðrar J cskrifstofur, sími 18300. Askriftargiald kr 90.00 á nrán innan I l=«tís. — í lausasölu kr. 5,00 éint. - Prentsmiðjan EDDA h.í Lækkun álaganna Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hefur nefnd sú, sem ríkisstjórnin skipaði til að athuga skatta- álögurnar í ár, komizt að þeirri niðurstöðu. að nauðsyn- legt væri að gefa þeim skattgreiðendum, sem örðugast. eiga með greiðslur, kost á sérstökum kreppulánum til 'lveggja ára. Með þessu játar nefndin, að skattgreiðsl- lirnar séu nú þungbærari en þær hafa áður verið, þvi að ekki hefur þótt nauðsynlegt hingað til að gefa mönn- um kost á kreppulánum til að rísa undir þeim. Þessi kreppulán leysa hins vegar ekki neitt vanda skattgreið- enda, heldur raunverulega þyngja hann, þar sem vextir myndu þá bætast á verulega hluta skattabyrðanna. Því verður þess vegna ekki trúað, að þetta sé sein- asta orð ríkisstjórnarinnar og flokka hennar í þessu máli. Eftir að stjórnarblöðin gáfust upp við þá blekk- ingu sina 1 sumar, að hér væri um raunverulega skatta- lækkun að ræða, gáfu þau helzt til kynna, að skattarnir hefðu orðið þyngri en ætlazt var til. í samræmi við það er engin eðlileg og heilbrigð lausn til önnur en sú, að skattaálögurnar, sem hafa verið lagðar á í ár, verði lækk- aðar. Það er eina leiðin til að gera þær bærilegar fyrir þá, sem harðast verða úti. í samræmi við þetta, hafa Framsóknarmenn lagt fram á Alþingi frumvarp um, að þessar álögur verði verulega lækkaðar. Að óreyndu-verður því ekki trúað, að stjórnar- flokkarnir snúist gegn þessu frumvarpi. Það er t. d. erfitt að trúa því, að þetta frv-, fái ekki stuðning Alþýðuflokks- ins eftir öll hin skeleggu skrif Alþýðublaðsins um skatta- málin að undanförnu. Verðmæti glatast Þær fregnir berast nú af Austfjörðum, að mörg síldar- skip bíði eftir afgreiðslu. Þó er ekki nema lítill hluti síldarflotans enn á veiðum eystra Þetta sýnir glöggt ,að nauðsvnlegt er að auka móttökuskilyrðin á Austurlandi, og þó einkum bræðsluafköstin. Það breytir engu um þetta, þótt hafnir verði síldarflutningar til fjarlægari staða um hávertíðina í þessu sambandi er sérstök ástæða að benda á það. að tvö kauptún, sem liggja vel við veiðisvaeðinu og taka nú á móti síld til söltunar, hafa engar síldarbræðslur Þessi kauptún eru Djúpivogur og Stöðvarfjörður. Til þess að hægt sé að taka síld tii söltunar, þarf einnig að hafa síldarbræðslu við hendina. Ella fara mikil verðmæti for- görðum. Því er nauðsynlegt. að síldarbræslum verði komið upp á þessum stöðum Hið opinbera verður að greiða fyrir þvi, að þessi mann- virki komist upp Annað væri að láta verðmæti spillast að ástæðulausu. Ótti Mbl. Mbl getur ekki leynt því að það er sáróánægt yfir sigri Verkamannaflokksins 1 Bretlandi Þetta er ekki óeðlilegt, því að sigur Verk'amannaflokksins vekur aukna athygli á því sérstæða íyrirbrigði, að á Norðurlöndum og Bretlandi eru jafnaðarmannaflokkarnir aðalandstæð- ingar íhaldsins, en hér er sá flokkurinn, sem nefnir sig því nafni, undirlægja þess. Það er ekki undarlegt þótt Mbl. óttist, að þettit verði ýmsum óbrevttum liðsmönnum Alþýðuflokksins nokkurt umhugsunarefni. ™Æ\ ISLENDINGAR hafa mikið rætt og ritað um nauðsyn þess. að gera atvinnulíf iandsrnanna fiölbreyttara og minna háð duttlungum náttúruafla, sem við ekkert ráðunr við, en valda velmengun í Iifi landsmanna sum árin en liáifgerðu svelti önnur. Sérstaklega er yngra fólkið. sem erfa á Iandið og ber skylda til að nýta gæði þess, sem bezt og hagkvæmast er að nýta, á hugasamt um þessi mál. Því er Ijós nauðsyn vísindalegrar rannsóknarstarfsemi í þágu at- vinnuveganna. fræðilegrar könn una- á möguleikuni þeinr, sem landið og sjóriun í kring um það hafa upp á að bjóða, og því er umfram allt ljóst, að við. sem lítil þjóð og vanmáttug efnalega verðum um fram- kvæmdir. að bvggja á raunhæfu vali um, hvað skuli hafa for- gang og hvað bíða og þar á ekkert annað að komast að, en tiHitirf til almennra hagsmuna. Ymsum hlýtur þannig að gremjast sú staðreynd. að í pen ingaflóði undangenginna ára skuli íslendingar ekki ennþá hafa talið sig hafa efni á að smíða velbúið hafrannsóknar- skip. svo mikið. sem bjóð þessi á þó líf sitt 00 afkomu undir sjávarafla og öll rannsóknar- starfsemi á göngum ng lifnað- arhát.tum nytjafiska ófullkomin meðan ekkert slíkt rannsóknar. skip er til. Er ég var á ferðalagi f Banda ríkjunum fvrir nokkru lagði ég alllansa iykkiu á leið mína og fó>- til Seattle í Washington- fylki. sem er í Norðvestur horni landsins. fyrst og fremst i heim tilgangi að skoða Fiski- fræðideild Washingtonháskóla í Seattle. sem tvímælalaust. er ein sú hezt útbúna í öllum heimi. SérdeiHs hafði ég áhuga á að kvnna mér lítjllega fisk- eldi og fiskirækt á laxfiski, sem stunduð hefur verið þar un-dir yfirstjórn dr. Lauren R. Don- aldson um áratuga skeið með þeini árangri, að hann er orð- inn víðfrægur maður og þekkt- ur meðal allra þeirra, sem verulcgan áhuga hafa á þessum málum. Dr. Donaldson hefur einu sinni komið hiivgað til lands í stutta heimsóki: og þekkir þvi lítillega til aðstæðna hér, auk þess sem hann hefur starfað í Nnregi og víðar. Ég get ekki í stuttri þriðj" dagsgrein skýrt ítarlega það kynbótastarf á laxfiski, sem dr. Donaldson hefur stjórnað við áðurncfndan háskóla um ára- tuga skeið enda vantar mig til þess næga þekkingu og sér fræðikunnáttu. En á fáar niðurstöður vil ég þó nefna. Árið 1932 hóf dr. Donaldson kynbætur á regnbogasilungi og voru stofnsilungarnir tæp 700 gr. hver og 4 ára gamlir, þegar þeir voru fyrst kynþroska. Með- al hrognafiöldi i þeim var 1000 hrogn. Vaxtahraðinn jókst á næstu árum og fiskarnir urðu yngri kynþroska, heldur en hinn villti stofn. Þannig sýndi dr. Donaldson mér tjörn með 2ja ára regnbogasilungi í, sem hann kvað vera um sjöfalt stærri, en regnbogasilungar er JÓN SKAFTASON, alþingismaður yxu upp við eðlileg náttúru- skilyrði. Þegar kynbæturnar höfðu staðið í áratug, náðu fyrstu sil ungarnir kynþroska tveggja ára og eftir hálfan annan ára- tug hafði hrogriafjöldinn tvö- faldast, eftir 26 ára kynbóta- starf höfðu tveggja ára silung ar fimmfalt fleiri hrogn en forfeður þeirra höfðu 4ra ára 1932. Eg veit, að leservdur skilja af þessu, hversu mikla möguleika íslendingar eiga á sviði fiski- ræktar og fiskeldis, og þá ekki sízt með ýmsar tegundir lax- fisks, mcð allar ár sínar, vötn og mcð fyrirhleðslum á ósum og leirum, þar sem staðhættir leyfa, enda fullyrti dr.‘ Don- aldson við mig, að þarna væri tækifæri fyrir okkur tii að stofna nýja og arðvænlega at- vinnugrein, og mikill, góður og vaxandi markaður væri t. d. í Bandaríkjunum fyrir lax og silung, auk þeirra tekiva, sem hafa mætti af stangaveiðinni. Eg hefi það einnig eftir áreiðan legurn heimildum, að í Wiscons inríki í U.S.A. sé hverskyns „sportveiði“, önnur stærsta at- vinnugreinin í því ríki, því að stangaveiðimenn þurfa ekki að eins að borga fyrir veiðiréttinn, þeir þurfa húsnæði og mat á veiðistöðunum, þeir þurfa að ferðast að heiman og til vciði- svæðanna svo aðeins séu nokk ur dæmi nefnd og allt gefur þetta tekjur tii íbúa veiði- svæðanna, hvort sem væri hér á íslandi cða i Wisconsin. Mér er tjáð af fróðum manni um þessi mál, að nú megi telja, að til séu um 25.000 stangveiði dagar á ári liérlendis ef bönnuð væri netaveiði. Á næstu 10 árum, fullyrti sami maður við mig, að tvö eða jafnvel þre- falda mætti tölu þessara stang rein veiðidaga, ef skipulcga og á vísindalegan hatt væri unuið að ræktun á laxfiski. Vatnsdalsá liefir verið leigð Bretum fyrir 1.2 milllj. króna á ári ef allt :r talið. íslenzkir sportveiðimenn eru ekki sagðir hrifnir af þeirri ráðstöfun og óttast um sinn hag. En með ræktun- væri hægt að auka svo mjög veiðimögu- leikana að fullnægia mætti þeirra þörfum og mjög veru- legri eftirspurn útlendinga. íslendingar hafa, því miður, verið seinir að koma auga á þá möguleika, sem hér eru til staðar. Þó var hafin á vegum ríkisins á árinu 1961 starfsemi tilraunaeldisstöðvar í Kollafirði undir stjórn Þórs Guðjónsson- ar veiðimálastjóra, sem lært hefir þessi fræði einmitt við Washingtonháskóla undir stjórn dr. Donaldson. Starfsemin í Kollafirði hefir nú staðið í rúm þrjú ár og gengið eftir at- vikum vel. Það sem lielzt háir er, að stöðin er enn þá ekki full byggð né fullbúin tækjum. Mér skilst, að búið sé að veita í stofnkostnað til stöðvarinnar, sem svarar V* hluta þess, sem fullbúin stöð af svipaðri stærð myndi kosta í Svíþjóð og úr þesu verður að bæta. íslendingar mega ekki ensi þá einu sinni falla í þá gryfju, að reyna að efna til nýjunga í atvinnulífinu en skapa svo aL menna vantrú á fyrirtækinu með því að fullgera það ekki eða klípa fjárveitingar til reksturs þess, svo við nögl. að útilokað sé að ná góðum árangri. Ennþá er svo um Kolla fjarðarstöðina, þótt vert sé að meta að verðleikum það merki lega skref, sem stigið var 1961 í fiskeldis- og fiskræktar- málum með stofnun stöðvarinn ar. Það sem gera þarf helzt er betta: . 1. Ljúka þarf byggingu stöðvarinnar og auka verulega fjárveitingar til veiðimála. 2. Stuðla þarf að því, að ung- ir og efnilegir íslendingar sér- mennti sig í þessum málum. 3. Auka þarf þekkingu okk- ar á vatnafiskpm íslenzkum og á lífi í ám og vötnum með rann sóknum. 4. Áreigendur og veiðimenn þurfa að taka böndum saman og vinna með öðrum þeim, sem að vilja vinna, að eflingu fisk Vækt.ar og fiskeldis. Eg er ekki í minnsta vafa um, að verði þetta gert, mun- um við uppskcra ríkulega af því fé, sem veitt er til þessara mála. ÞRIÐJUDAGSGREININ Fyrstu sinfóníutónleikamir Fyrstu tónleikar Sinfóníu hljómsveitarinnar á þessu hausti fóru fram í samkomusal Iláskólans þann 8. október und ir stjórn Igor Buketoff og með Victor Schiöler sem einleikara. Tónleikarnir hófust á forleik Karls O. Runólfssónar að Fjalla-Eyvindi. Verkið er að mörgu leyti áheyrilegt og víða alldramatískt og lætur hug- myndaflug höfundar þar all til sín taka. Hinn stækkaði hljóm- sveitarbúningur verksins hefur samt ekki aukið neinu veru- legu við það, þótt túlkun hljóm sveitarinnar væri í mörgu til- liti góð. Það kann að virðast all- Framh. á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.