Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. október 1964 TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 ic Ítalía hlaut þrenn gullverð laun á leikunum í gær, tvenn fyrir reiðmennsku, einstaklings og sveitar og ein í hjólreiðum, 1000 m., þar sem ítali varð einnig í öðru sæti. if Finnar hlutu þriðju gull- verðlaun sín í gær, þegar Fentti Linnosvuo sigraði í skotkeppni af 25 rn. færi. Hann setti ólympískt met, hlaut 592 stig af 600 mögulegum. Ann- ar varð Tripsa frá Rúmeníu og þriðji NacovSky, Tékkóslóvak- | íu með 591 og 590 stig. if Beztum tíma í undanrás- ; um kvenna í 800 m. hlaupi í gær náði Dupureur frá Frakk- landi 2:04.1 mín., ólympískt j met. Chamherlain, N-Sjálandi hljóp á 2:04.6 «nín. og er talin , sigurstrangleg. Ensku stúlkurn j ar Parker og Smith komust báð j ar í úrslit — þær einustu í úr slitum frá sömu þjóð. i Gullverðlaun í glímu hlutu ' þessir menn. Bantanvigt Ichiguehi, -Japan, fluguvigt Hanahara, Japan, léttþunga- vigt Alexandrov, Búlgaríu, veltivigt Kolesov, Sovét, létt- vigt Ayvaz, Tyrklandi, þunga- vigt Kozma, Ungverjalandi, millivigt Simic, Júgóslafíu og fjaðurvigt Polyak, Ungverja- landi. Tveir Svíar voru meðal verðlaunahafa. Per Svenson hlaut silfur í léttþungavigt og Bertil Nyström í veltivigt. ir Hennsmethafinn í lyfting- ■um, Juri Vlasov, varð að sjá af gullverðlaununum,. til landa síns Zhabotinskji, sem einnig náði heimsmetinu, lyfti 572.5 kg. Vlasov lyfti 570. Nr. 3 varð Sóhemansky, USA, með 537.5 kg. og fjórði hinn kunni kúlu- varpari, Gary Gubner, USA, með 512.5 kg., þannig að Rúss- arnir tveir voru alveg í sér- flokki. Finnski lögreglumaðurinn Markkanen hlaut önnur gull verðlaun Finnlands á sunnu- dag, þegar hann sigraði í frjálsri skotkeppni með 560 stigum, jafnt ólympísku meti, talsvert á undan Green, USA. Úrslit í kringlukasti kvenna í gær urðu þessi og var aðeins sex sm. munur á tveimur fyrstu. Tam ara Press varð sigurvegari eins og í Róm tneð 57.27 m. en þýzka stúlkan Lotz kastaði 57.21. Man- oliu, Rúmeníu, varð þriðja með 56.97 m. Angelova Búlgaríu fjórða með 55.70 m. og nær sýnilega verstu viðbragöi. Sex gullverðlaun U.S.A. á sunnudag Gullið streymdi til Bandaríkjanna á sunnudag og í ekki færri en sex skipti stóðu bandarískir menn eða konur efst á verðlauna- pallinum. Tvívegis settu þau heimsmet og tvívegis að auki ólympísk met. Mest kom á óvart sigur Schul í 5000 m. hlaupi. Hayes Jones sigraði í 110 m. grindahlaupi, og fern gullverðlaiun unnust í sund- höllinni, í boðsundum, dýfingum og 400 m. skriðsundi, þar sem þrjár bandarískar stúlkur skipuðu fyrstu sætin. En óvæntasti sigurvegarinn á sunnudag var Lynn Davies frá 4000 manna bæ í Wales, sfem sigr aði í langstökki, stökk 8.07 metra, sem er hans bezti árangur. Hann náði þessu stökki í fimmtu um- ferð og þótt heimsmethafanum Boston,, USA, tækist vel upp í síðasta stökkinu, nægði það ekki, 4 cm skildu á milli. Ovanesian, Sov ét, varð þriðji með 7.99 m. og þess ir þrír voru í sérflokki. Mótvind- ur var. Úrslitin í sleggjukasti urðu óvænt og þó. Klim frá Sovét sigr aði með 69.74 m. á undan Zivotsky frá Ungverjalandi, sem lengi vel var fyrstur, en Rússinn náði for- ustunni í fjórðu umferð. Ungur Þjóðverji kom alveg á óvart með því að ná 3ja sæti, 68.09 m., þýzikt met. Heimsmethafinn Harold Con ally átti í erfiðleikum, en tókst í þriðja kasti sínu að ná 65.65 og komst því í úrslitin. Hann náði þá aðeins einu gildu kasti 64.73 m., en 65.65 nægðu ekki nema í sjötta sæti. Rússar áttu fjórða og fimmta mann, Nikulin 67.69 og Bakarinov með 66.72 m. Lokaspretturinn í 5000 m. hlaup inu var geysilega harður og þar tókst Schul að sigra sér miklu frægari hlaupara á 13:48.8 mín. frábær tími við hinar erfiðustu aðstæður. Annar varð Norpoth, Þýzkalandi á 13:49.6 mín. Delling er, USA, var nr. 3 á 13:49.8 og sama tíma hlaut Frakkinn Jazy, sem flestir álitu r-igurstranglegast an. Keino, Kenýa, varð nr. 5 og Baille, N-Sjálandi, sjötti, Hel- land, Noregi, var nr. átta. Sigurtími Hayes í grindinni var 13.6 sek. Lindgren USA varð ann ar á 13.7 sek. og Michalov, Sovét, þriðji á sama tíma. Sjötti maður -hljóp á 14 sek. í sundkeppninni unnu Banda- ríkjamenn 16 gullverðlaun af 22 — Ástralía fékk fern, en Sovét og Þýzkaland ein hvor. Banda- rísku sveitirnar settu heimsimet ! á sunnudag í 4x200 m. skriðsundi og einnig í 4x100 m. skriðsundi ! kvenna. Þar hlaut Don Schulland Framh a 15 síðu Ungverjar sigruðu ! á broti úr marki Eftir marga leiki og mörg reikning að markahlutfall þeirra I mörk í sundknattleikskeppmnni var 1/10 úr marki betra en Júgó ' var það markahlutfall, sem réð ! slafa. , ... • ! S. á 10.0 sek. Hann er lengst til hægri Verðlaun Skipting verðlauna á Ólympíu leikunum eftir keppnina í gær var þannig: G s B Bandaríkin 31 21 19 Sovétríkin 16 13 19 Ungverjaland 7 5 3 Japan 6 0 5 Ítalía 5 6 2 Ástralía 5 2 8 Þýzkaland 3 13 11 Bretland 3 9 0 Pólland 3 4 5 Búlgaría 3 4 1 Finnland 3 0 0 Tyrkland 2 3 1 Tékkóslóvakía 2 2 3 Rúmenía 2 2 3 * Belgía 2 0 (P Holland 1 3 3!: Kanada 1 1 l; Júgóslavía 1 1 0' Danmörk 1 0 0 Nýja-Sjáland 1 0 0 Frakkland 0 3 4 Svíþjóð 0 1 3 Trinidad 0 1 1 Kúba 0 1 0 Argentína 0 1 0 Kórea 0 1 0 Túnis 0 1 0 fran 0 0 0 2 Kenya 0 0 1 Sviss 0 0 1 úrslitum og gullið féll enn einu1 sinni í hlut Ungverja, því það kom í liós eftir nákvæman út- RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON f úrslitaleiknum á sunnudag urðu Ungverjar að sigra Rússa með yfirburðum og á ótrúlegan hátt tókst það. Fyrr um daginn hafði Júgóslafía unnið Ítalíu 2-1 — meistarana 1960 — og voru þar með efstir á töflunni með 5 stig. Ungverjar höfðu fyrir síðasta leik 3 stig og þegar þeir höfðu unnið Rússa 5-2 var stigatalan jöfn, en markahlutfall 1.7 á móti 1.6 hjá Júgóslöfum. Harðari keppni get- ur varla í sögu Ólympíuleikjanna. Ungverjar unnu eftir mjög harð an lei'k við Rússa. Það var fyrst í 4. lotu, þegar staðan var 2-2, að Ungverjar með frábærum leik náðu taki á mótherjum sínum og skoruðu þrjú mörk. Rússar urðu í þriðja sæti, ítalir í fjórða. Þetta er í 5. sinn, sem Ungverjar verða meistarar í sundknattleik. Þeir unnu 1932, 1936, 1952 og 1956. Ákurnesingar og KR enn í úrslitum Enn lenda Akurnesingar og KR í lirslitum bikarkeppninnar, því að á sunnudaginn sigruðu Akurnes- ingar Fram með 2-0 í leik, þar sem Fram lék betur en tókst ekki að skora mark, þrátt fyrir lát- lausa sókn allan fyrri hálfleikinn, er liðið lék undan sterkri golu, sem stóð beint á nyrðra mark Melavallarins. Helgi Daníelsson varði þá í nokkur skipti mjög vel og lagði þar með grundvöll að sigri liðs síns og í önnur skipti fóru leikmenn Fram illa með góð tækifæri. f síðari hálfleik snerust hlutirn- ir nokkuð við. Akurnesingar skor- uðu strax á 1. mínútu, þegar auka spýrna var dæmd á Fram á víta- teigslínu og Halldór Sigurbjörns- son lyfti knettinum yfir varnar- vegg Fram og hann smaug efst í vinkilhorn marksins — millimetra frá stöng og þverslá og hönd Geirs markvarðar. Glæsilegt mark, en vissulega á vörn og markvörð- ur að geta séð við slíku, því að spyrnan var laus. Fyrst eftir mark ið héldu Akurnesingar uppi mik- illi sókn og Eyleifur átti tvö falleg skot, en fram hjá og nýliði á kant- inum spyrnti fram hjá fyrir opnu marki. En leikurinn jafnaðist aftur og þótt Fram ætti móti vindi að sækja, náði liðið sæmilegum upp- lilaupum og framlínumennirnir komust meira að segja í upplögð færi, en allt kom fyrir ekki, leik- menu Iiðsins gátu ekki skorað. Og er hálftími var af leik, skoraði ný- liðinn Svavar Sigurðsson annað mark Akurnesinga með skalla eft- ir góða hornspyrnu Eyleifs. Þar með voru úrslit ráðin og vissulega hart fyrir Fram að tapa leik sem slíkum, en fyrir bikarkeppnina fannst mér lið Fram sigurstrang- legast. En lið, sem getur ekki skor að mörk úr slíkum tækifærum, sem buðust í þessum leik, getur einskis vænzt. Akurnesingar sýndu líka oft skemmtileg tilþrif, einkum Helgi og Sveinn og Donni lék fyrir áhorfendur. Dómari var Baldur Þórðarson og yfirsást ým- islegt, m. a. vítaspyrna á Helga Dan. í fyrri hálfleik, þegar hann hrinti Grétari Sigurðssyni illa inn an markteigs, en Grétar var þar einn með knöttinn. Og á sunnu- daginn verður úrslitaleikurinn og enn einu sinni verða það hinir gömlu mótherjar, sem eigast við, Akranes og KR. ; 'S V 1 %. «. * é- Íí • . 4 4 4 o. <- <* f «► >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.