Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. október 1964 TfMINN 9 húsíð? Robert Kennedy sést hér vera að heilsa upp á fylglsmenn sína, er hann var á ferð um götur New York fyrir skömmu. Með honum í bilnum er Hubert Humphrey, öldungadeildarmaður, sem nú er varafor- setaefni demókrata. Hann bendir hlæjandi á nokkra, sem bera Goldwater-spjöld. JHM-New York KOSNINGABARÁTTAN og kosningahitinn eru að ná há- marki hér í Bandaríkjunum, enda eru rétt tæpar þrjár vik- ur til kjördags. Forsetakosn- ingin vekiy skiljanlega mesta eftirtekt, en þar á eftir koma nokkrar öidungadeildar- og rxkisstjórakosningar, og þar er einna eftirtektarverðust bar- áttan á milli Roberts (Bobby) Kennedy og Kenneth Keating hér í New York-ríki. Mikill hiti er í þessari kosn- ingu hér í New York, eins og í öllum öðrum kosningum, þar sem erfitt er að segja til um, hver komi til með að bera sigur úr býtum. Þegar Robert Kenn- edy lét af störfum sem dóms- málaráðherra í sambandsstjórn inni í Washington og gaf kost á sér sem frambjóðandi demó- krata í öldungadeildarkosning- una i NY, þá töldu flestir að hann myndi vinna á mjög glæsi legan hátt. f sjónvarpsdagskrá hér fyrir nekkrum dög- um sagði Kennedy að nú áliti hann sig vera að dragast aftur úr Keating hvað fylgjenda- fjölda snertir. „Það eru þrjár vikur til kosninga“, og ég get enn unnið kosninguna". Þessi kosning er á margan hátt óvenjuleg og á sama tíma er hún „týpísk" bandarísk kosningabarátta. Þau málefni sem fratmbjóðendurnir tveir hafa fitjað upp á í þessari bar- áttu eru mörg og misjöfn, — merkileg, og fela í sér hina ó- líklegustu þjóðfélagshópa og menn. f þessari kosningu, eins og öðrum kosningum í NY, skiptast kjósendur niður í hópa sem eru byggðir á þjóð- emi eða litarhætti; hér er tal- að um pólska kjósendur, þýzka kjósendur, gyðinga-kjósendur, svertingja-kjósendur og jafnvel Puerto Rico-kjósendur. Þetta er nokfcuð, sem maður verður mjög mikið var við í kosning- um hér á austurströnd landsins, en áherzlan á þessi þjóðfélags- brot eninnkar þegar lengra inn í landið er komið. Önnur um- ræðuefni, sem telja má ó- venjuleg, eru áhrif John F. Kennedy á kosninguna, og neit un Keatings að. styðja Gold- water sem frambjóðanda repu- blikana í forsetakosningunni Trúmál skipta hér miklu máli þar sem álitið er að finna megi sérstaka kosningahegðun á með al mótmælenda. kaþólikka. eða Gyðinga. Aldurstnunurinn á milli þess ara tveggja manna eru 26 ár. en þrátt fyrir það eru báðir á’.itnir vera mjög hæfir og góð ir stjórnmálamenn, og báðir hafa glæsilegan feril að baki sér; sem gerir baráttuna mun erfiðari fyrir báða tvo. Kenn- eth Keating er 64 ára gamali New York-búi og hefur eitt mestu af sinni ævi i stjórnmál- um annaðhvort í ríkinu sjálfu eða í Washington. Robert Kenn edy er 38 ára gamall, fæddur í Massachusetts, en hefur eytt sinni starfsævi að mestu í þágu sambandsstjórnarinnar í Wash- ington, fyrir utan þann tíma setn hann stjórnaði forsetakosn ingu bróður síns, John heitins Kennedy. Robert Kennedy gaf kost á sér í þessa kosningu, segja póli tískir sérfræðingar, vegna þess að hann fékk ekki varaforseta- framboð flokksins; í öðru lagi vegna þess að hann vissi að hann myndi ekki verða dóms- málaráðherra áfram; og í þriðja lagi þar sem það er ósk hans að halda áftam í póli- tísku lífi. Slagorð demókrata i New York þesas dagana er: „Robert Kennedy getur gert meira fyrir New York“, en republikanar hafa snúið því við og segja: „New York getur gert meira fyrir Kennedy". — Bæði þessi slagorð hafa nokkuð til síns máls, í fyrsta lagi þar sem það er enginn vafi á að Kennedy yrði góður þingmaður fyrir NY, og ? öðru lagi þar sem hann er ásakaður fyrir að ætla sér að nota NY seim stökk pall upp í Hvíta húsið í Wash- ington. Robert svarar því til að Johnson verði án efa kosinn í ár og aftur endurkjörinn 1968 — þannig að hann sjálfur ætti ekki kost á embættinu fyrr en 1972 og þangað til væri langur tími og margt gott hægt að gera í millitíðinni. Keating hefur japlað mikið á því að Kennedy sé alls ekki New York-búi, heldur hafi hann gert „innrás" inn í ríkið til þess eins að notfæra sér það í eiginhagsmunaskyni. Þó svo að Kennedy hafi verið fædd ur f Massachusetts. þá eyddi hann meir en helming af æsku sinni í New York-ríki, þar sem faðir hans bjó og nú er hann fluttur þangað aftur í tilefni af framboðinu. Þessi ásökun Keatings hefur meira en nokfc uð annað eyðilagt sigurmögu- leika Kennedys að svo komnu máli. Þegar Kennedy afréð að gefa kost á sér, þá var það álitið að hann væri nú frír og frjáís imaður og laus við sfcugga bróð- ur síns, sem hefur fylgt honum hvar sem hann fer. Eins var það álitið að nú myndi reyna eingöngu á hans eigin getu í stjórnmálum. Þessu er nú samt ekki þannig variðx í dag; — skuggi JFK hvílir yfir þessari kosningu og hvar sem Robert Kennedy fer, sér fólfcið mann. sem er mjög líkur hinum látna forseta. Það er ekki nóg me.ð að þeir séu líkir í fasi, heldur tala þeir líka eins og ræðitr þeirra hljóma eins. Það er sannað imál að hinn látni bróð ir Kennedys, á bæði eftir að draga að og hrinda frá kjósend um, og þetta stafar m. a. af eftirtöldum atriðum: 1) Fólk sem kaus JFK 1960 finnur hvöt hjá sér til að kjósa Robert í ár. 2) Warren-skýrslan er ný- búin að rifja upp morðið á for- setanum og mer.n eiga eftir að kjósa Robert vegna sektartil finningar eða samúðar 3) Eins hjálpar það mifcið að heita Kennedy. 4) Sumir eiga eftir að kjósa Keating vegna þess að þeir segja að Kennedy-fjöl- skyldan sé orðin of valdamikil 5) Aðrir segja að þó svo að hann heiti Kennedy. þá hafi hann engan rétt til að gera „innrás" í New York, og svona mætti lengi telja. í síðustu kosningum í New York fengu deenókratar 55% af öllum atkvæðum - í New York-borg, en í ár getur farið svo að Kennedy missi töluvert af þessum atkvæðum yfir til Keatings. Þetta stafar frá þvi að Gyðingamir, sem flestir kjósa demókrata, styðja nú Keating vegna þess að hann hef ur mikið fyrir þá gert. ítalirn- ir, sem einnig eru vanir að kjósa demófcrata, eru enn ekki búnir að fyrirgefa Kennedy fyrir að gera svo mifcið úr yfir- heyrslunni á Mafia-glæpamann inum Valachi á sjónvarpinu s.l. vetur, seim þeir álitlu vera mifc inn álitshnekk fyrir ítali. Þessi ásökun var byggðð upp af Keatingmönnum, en staðreynd in er sú að Kennedy réði hér litlu, heldur var það þingnefnd f Washington sem stjðrnaði vfirheyrslunni, sem heimsfræg er orðin. Keating hefur einn- ig náð . miklu fylgi á meðal Þjóðverja og íra, en Kennedy hefur mjög sterkt fylgi á meðal Svertingja og Puerto Rikana, sem er mjög stór kjósendahóp ur. Kennedy er eKki sá eini sem á við vandamál að etja í þess- ari kosningu, mótherji hans, Keating á einnig við erfið vandamál að glíma. Hann er að ljúka við fyrsta kjörtímabil sitt í öldungadeildinni, þar sem hann hefur staðið sig mjög vei og getið sér orðs í málum eins o.g * d. jafnréttindafrumvarp- inu og hann vai fyrsti þingmað urinn sem spurði opinberlega um eldflaugastöðvar Rússa á Kúbu, sem síðar leiddi af sér Kúbumálið. Keating þótti vera heldur íhaldssaimur á sínum tíma, en síðan hann var kjör- inn í öldungadeildina hefur hann orðið mjög frjálslyndur í srðum og gjörðum, sem hann varð að vera til að ná kosningu i New York-ríki Hans versta vandamái í þessum kosningum er það að hann neitaði að stvðja framboð Goldwaters, og hótaði að segja sig úr flokkn- um ef Goldwater næði útnefn ingu. Að vísu sagði Keating sig aldrei úr flokknum, en hann cfc’tar enn að styðja forseta- efni flokksins Keating út- skýrði þetta ■< sjónvarpsfundi með blaðamönnum á þessa leið: ..í'e álít skoðanir hans (Goid- waters) á alrnennings- og al- þjóðavandamálurr vera svo frá brugðnar mínum eigin skoðun um að ég sé ekki hvernig ée gæti stutt hann (Goldwaterl — við erum að öllu leyti mjög ó sammála" Hér í New York er sá orðrómur uppi að Keating ætli nokfcrum dögum fyrir kosningar að lýsa yfir stuðn ingi við Goldwater Hann hef- ur þverneitað þessu og segir að þetta sé tómur demókratan i-óður ne hað af vprsta tatrf Meðan Keating þjanmar að Kennedv með að segja að sá síðarnefndi hafi eert ,.innrá=“ ' New York oa ætli sér að vinna á gamalli frævð- un notar Kennedv tækifærið og minnir fólk stöðugt á klnfriinginn inn an renuþlikanafiokksins og neitun Keatings að stvðia Gold water Keatina kvartar undan þvf að Kennedv vilji ekki ræða um gjörðir sínar sem öldunga- deildarmanns. heldur tali hann eingönau um forsetakosningarn ar. Þetta er að vissu leyti satt. bar sem Kennedv hefur átt erf- itt með að finna að þing- mennsku Keatings. þar sem sá síðarnefndi hefur staðið sig vel að áliti CJew York-búa. — Kennedv reynir allt hvað hann getur til að draga Goldwater inn í kosningi:na á sama tíma og Keating bverneitar að tala um forsetafcosnin?arnar. en heiimtar aftur k móti að mót- herji sinn ræði eingöngu um mál. sem varða New York-ríki Á sama tíma og þeir rífast um ofangreind málefni. þá líða þeir og fyrir þá staðreynd að þeir eru of mifcið sammála um efni, seim eru mjög áríðandi í þessum kosningum. Á meðal þessraa mála eru t. d.. tillaga til lækkunar á kosningaaldri frá 21 árs niður í 18 ára: jafn- réttinda og samþúðarmál: báðir vilja þeir ríkisaðstoð til al- mennings- og einkaskóla. og eins eru þeir sammála um mörg önnur málefni sem varða NY-ríkið sjálft Eins og málin standa í New York í dag þá er svo til óimögu- legt að segja til um hvor þeirra beri sigur af hólmi. Kennedy byggir sigurmöguleika sína mifc ið til á sigurmöguleikum John- son i rfkinu, (en það er álitið að hann fái 1,5 milljón fleiri atkvæða þar en Goldwater). Keating hefur aftur á móti góð ar vonir um að kjósendur „kljúfi atkvæðaseðilinn". en það gerist þegar menn kjósa t. d. demókrata í forsetakosn- ingunni, en republikana í öld- ungadeildarkosningunni Þessi kosning er tvimælalaust ein hver sú merkasta í þcssuro kosningum. sem nú eiga sér stað hér í Banaaríkjunum, þar sem svo til ómögulegt er að spá á einn eða annan veg um úrslitin f gæ- var þa? Kenn edy. en í dag er það Keatino og á morgun hver veit? £

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.