Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.10.1964, Blaðsíða 15
* *■ ÞRIÐJUDAGUR 20. október 1964 HJÁLPARSJÓÐUR í'raiiitiau at ib siðo Kvíkmyndin Úr dagbók lífsins var sýnd á 26 stöðum í sumar, oft- ast við húsfylli. Alls staðar mætti sjóðurinn miklum skilningi eins og sést á því, hve mikið fé safn- aðist. Þá voru áskriftarlistar send ir til skipa, sem höfðu 10 manna áhöfn eða meira, og frá 50 skíp- um hafa nú borizt um 100 þús. kr., og hafa áskriftarlistar skips- hafnanna verið bundnir í sérstaka bók, sem nefnist Gjafabók sjó- manna til æskufólks. Á næstunni verður svo leitað til stofnana og fyrirtækja, og gefst þá starfsfólki þeirra einnig kostur á að skrá nöfn sín á áskriftarblað fyrirtæk- isins og verða þau síðan bundin inn. Auk þeirra 200 þús. kr., sem í dag voru formlega afhentar bisk- upsskrifstofunni, sem gætir sjóðs- ins, hafa verið greiddar 12 þúsund krónur til styrktar æskufólki, 15 þúsund hafa farið upp í teikningu og prentun jólakorta og 70 þúsund vegna skuldar kvikmyndarinnar, en hún er nú aðeins rúmar 75 þús. kr. í vetur mun myndin Úr dagbók lífsins lítið verða sýnd. Þó er í ráði að sýna hana í nokkrum skól- um fyrir foreldra og gesti þeirra. Tæpir 11 mánuðir eru nú liðnir síðan sýning kvikmyndarinnar hófst. SÍLDIN Framliald af 16. síðu. 142.438 mál og tunnur og var heildaraflinn á miðnætti s. 1. laug- ardag þá orðinn 2.737.244 mál og tunnur. í lok sumarsíldveiðanna í fyrra var heildaraflinn 1.760.774 mál og tunnur. í salt hafa farið nú 353.348 uppsaltaðar tunnur, en í fyrra voru saltaðar 463.235 tunnur. f frystingu hafa farið 41. 062 tunnur, en í fyrra 32.859 tunn ur, en nú hafa farið 2.342.834 mál í bræðslu en í fyrra var bræðshn síldin „aðeins" 1.264.680 mál. í dag var bræla fyrir austan. í þróttir Framhald af bls. 13. er sín fjórðu gullverðlaun og Stouder — hin 16 ára stúlka sín þriðju auk silfurverðlauna í 100 m. skriðsundi, og sundkeppninni lauk einnig með bandarískum sigri eins og hún hófst, og það 1 dýfingum af háu bretti. LEIFUR EIRÍKSSON Framhald at 8. síðu Leifi Eiríkssyni, sem Bandaríkja- þing sendi íslendingum að gjöf á þúsund ára afmæli alþingis ís- lendinga árið 1930. 2) Arið 985 eða 986, sama sum- arið sem landnám íslendinga á Grænlandi hófst, sigldi íslenzkur maður, Bjarni Herjólfsson, frá TÍMINN 15 Eyrum á suðurströnd íslands áleiðis til Grænlands, en hrakti að ströndum áður ókunnra landa vestan Grænlands og leit fyrstur Evrópumanna augum þrjú lönd, sem munu hafa verið Nýfundna- land, Labrador og Baffinsland. Grænlendinga saga, sem Jón heit- ínn Jóhannesson prófessor sýndi fram á með gildum rökum, að er elzta og um margt áreiðanlegasta heimildin um ferðir þessar (rituð fyrir 1200), skýrir frá þessum tíð- indum og bætir því við, að Leifur Eiríksson hafi keypt skip Bjarna Herjólfssonar og siglt frá Græn- landi til hinna nýju landa, er hann nefndi Vínland, Markland og Helluland. Steig Leifur á land í öllum þremur löndum, fyrstur Evrópumanna, svo að vitað sé, sennilega ekki löngu eftir 985— 86. Frásögn yngri heimildar, Eiríks sögu rauða (frá síðara hluta 13. aldar), sem getur ekki ferðar Bjarna Herjólfssonar, en segir, að Leifur Eiríksson hafi fundið Vínland, er hann var á leíð frá Noregi til Grænlands árið 1000, sendur af Ólafi Noregskon- ungi Tryggvasyni til þess að kristna Grænlendinga, er hins vegar mjög tortryggileg, svo sem Jón Jóhannesson prófessor hefur vakið athygli á, þar sem þess er ekki getið í elztu heimildum um Ólaf konung Tryggvason, að hann hafi kristnað Grænlendinga, þótt aðrar þjóðir, sem hann kristnaði, séu þar kirfilega taldar, en aftur á móti beinlínis tekið fram í hinni fornu Noregssögu, Historia Nor- wegiæ, að íslendingar hafi styrkt Grænland með hinni kaþólsku trú. Eru því allar líkur til, að sú frá- sögn Eiríks sögu rauða, að Leifur Eiríksson hafi verið sendur af Ólafi konungi Tryggvasyni frá Noregi til Grænlands og fundið í þeirri ferð Vínland, eigi ekki við rök að styðjast, enda mun reyndar mega rekja þá frásögn til Gunn- laugs munks Leífssonar, eins og Sigurður Nordal prófessor hefur bent á, en Gunnlaugur munkur er einmitt kunnur að því í öðrum tilvikum að spinna upp frásagnir til vegsemdar styrktarmönnum kirkju og kristni. (Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu). Krossgátan * m // /3 /V 17 1221 Lárétt: 1. Líflát 5. Brjálaða 7. Úr- skurð 9. Lausung 11. Gangþófi 12. Stafrófsröð. 13. Óþrif 15. Gyðja 16. Fisks 18. Yfirhöfn. Lóðrétt: 1. Gamall 2 Auð 3. N.H.M. 4. Frostskemmd 6. Frumindíánar í Ameriku 8. Gælunafn á strák 10. Ofanálegg 14. Dropi 15. ílát 17. Trall SKIPT UM MÆLA FramhalO at 16. síðu. Eldhúsið fylltist af gufu, sem lagði síðan um mest alla íbúð- Ina, en vatnið flóði þar um allt og niður í geymslur í kjall- aranum. Viðkomandi aðilum þótti ör- uggast að fjarlægja alla heita- vatnsmælana úr húsinu, og unnu pípulagningarmenn að því í dag. Full ástæða virðist til að kanna, hvort slíkir mælar sem þessir séu í fleiri húsum í Reykjavík, og ef svo er hvort hættandi sé á annað en að fjarlægja þá hið bráðasta. Senn samkomulag í Loftleiðadeilunni? KJ-Reykjavík, 19. okt. Fulltrúar utanríkisráðuneytanna í Skandinavíu og á fslandi sátu á fundi í dag, og var þar rætt um ýmis fyrirkomulagsatriði í sam- bandi við fargjaldadeiluna marg- umtöluðu. Fyrir helgina sendu hinir þrír erlendu fulltrúar frá utanríkis- ráðuneytunum í Danmörku, Sví- i þjóð og Noregs greinargerðir um málin út, eins og þau stóðu þá, og . koma svör við þeim væntanlega j hingað til landsins á morgun. Er því að vænta einhverra samkomu lagsfrétta þegar svarskeyti utan ríkisráðuneytanna eru komin og íslenzkir aðilar hafa athugað vænt i anlegar tillögur. VSSSSA Munið GUNNAR AXELSSON \ við píanóið. Opið alla daga Sími — 20-600 Nýr skemmtikraftur. Hin glæsilega söngkona LIMA KIM skemmtir í kvöld með und- irleik Eyþórs combo S iiiiiiiiiiiiiii Tryggið yður borð tíman lega í síma 15327. Matur lramreiddur frá kl. 7. <^> I <^> I <^> I <^> í <^> I I <^>1 — OPIÐ I KVÖLD Hljómsveit FINNS EYDAL og HELENA. Kvöldverður framreiddur frá kl. 7. Simi 11544 Kvennaflagarinn Snilldarvel leikin spönsk kvik- mynd. ROSSANA PODESTA og fl. Danskir textar Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Simi 41985 Synir þrumunnar (Sons of Thunder) Stórfengleg Dráðfyndln og hörkuspennandl ný, itölsk æv intýramynd I Utum PEDRO ARMENDARIZ ANTONELLA LUALDI Sýnd kL 6. 7 og 8,10. Síðasta sinn. \jumm Sim 50184 Sælueyjan DEN TOSSEDE PARADIS Hin vlnsæla danska gaman mynd með DIRCH PASSER Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð bömum. Örfáar sýningar. Slm, 11384 Skyfturnar Sýnd kl 5 og 9. HAFNARBÍÖ Slml 16444 Hjúskaparmítílarinn Bráðskemmtlieg ný litmynd. Sýnd kL 5, 7 og 9. Siml 22140. Myndin, sem beðið hefur verið eftir. Greifinn af Monte Cristo Nýjasta og glæsilegasta kvik- myndin, sem gerð hefur verlð eftir samnefndri skáldsögu Al- exander Dumas. Myndin er í litum og Cinemascope. Aðalhlutverk: LOUiS JOURDAN YVONNE FURNEAUX Danskur tekti. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kL 5 og 8,30. Ath. breyttan sýningartlma. OPIÐ Á HVERJU KVÖLDl. EGILL SIGURGEIRSSON hæstaréttarlögmaður Málf lut rúngsskrif stof a Ingólisstræti 10 — Sími 15958. [WÓÐLEIKHUSIÐ Forsetaefnið eftir Guðmund Steinsson. Lelkstjóri: Benedikt Árnason. Frumsýning miðvikudag 21- október kl. 20. KRAFTAVERKI0 Sýning fímmfudag kl. 20. Aðgöngumiðasaian opin frá kl. 13,15 til 20. Slmi 1-1200. ÍLEIKFMSÍ ^YKíAyÍKDg VANJA FRÆNDr 2. sýning miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sunnudagur í New York 76. sýning. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Siml 50249 Andlitið Ný Ingmar Bergmans-mynd MAX von SYDOW INGRID THULIN Mynd, sem ahr ættu að sjá. Sýnd kl. 9. Bítlarnir Sýnd kl. 7. Slml 18936 Happasæl sjóferð Ný amerlsk kvikmynd 1 litum og Cinema Scope með JACK LEMMON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur textl. GAMLA BIO Sfml 11475 Tvær víkur í annarri borg (Two Weeks in Another Town) Bandarlsk kvikmjmd. KIRK DOUGLAS CYD CHARISSE Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tónabíó Slml 11182. Johnny Cool. Hörkuspennandi og vel gerð, ný, amerlsk sakamálamynd í al- gjörum sérflokkL HENRY SILVA og ELIZABETH MONTGOMERY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. LAUGARAS =3Þ Simar 3 20 75 og 3 81 50. „Eg á von é barnif> Þýzk stórmynd. Þetta er mynd, sero ungt fólk jafnt sem for- eldrar ættu að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð Innan 16 ára. Miðasala frá kl. 4. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.