Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964 TIMINN 'SP <$■ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: i-órarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrjfstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hvar er auðstéttin? í Sjálfstæðisflokknum eru 90—95% af auðstétt lands- ins. I honum er að finna langsamlega flesta þá menn, sem mest græða á vaxandi dýrtíð og verðbólgu og því skipulagsleysi í framkvæmdum, að það skuli sitja fyrir, sem peningamenn vilja gera, án tillits til þess, hvort það er nauðsynlegt eða ekki. Er það kannski einhver tilviljun, að auðstéttin hefur skipað sér undir merki Sjáfstæðisflokksins? Nei, það er engin tilviljun. Það er vegna þess, að Sjálf- stæðisfokkurinn er stofnaður af henni til þess að gæta hagsmuna hennar og vinna fyrir hana. Þess vegna fylk- ir hún sér um hann. Það er hins vegar ekki vænlegt til fylgis, að þetta sé mjög opinbert. Þess vegna er reynt að leyna þessu með því að kalla Sjálfstæðisflokkinn flokk allra stétta. Þessvegna læst flokkurinn oft fylgjandi ýmsum umbóta- málum og veitir þeim brautargengi, þegar aðrir flokkar eru búnir að afla þeim vinsælda En flokkurinn gætir þess vandlega, þegar alþýðustéttir þá þannig smásneið- ar, að stóru sneiðarnar komi í hlut auðmannanna. Stjörnarstefnan, sem ríkir í landinu í dag, er stefna Sjálfstæðisflokksins. Það er kákað við viss umbótamál til þess að leyna hinum rétta tilgangi stefnunnar, sem er sá, að veita peningamönnunum sem mest frelsi og oln- bogarými til að ná þjóðarauðnum og þjóðartekjunum sem mest í hendur sínar. Þess vegna mæta nú margar nauðsynlegustu fram- kvæmdir afgangi meðan unnið er að mörgu því, sem vel má bíða. Þess vegna er þrengt með hækkandi verð- lagi, vaxtaokri og lánsfjárhöftum að framtaki hinna mörgu efnaminni einstaklinga. Þess vegna gerist það, að kaupmáttur daglauna verkafólks fer minnkandi hér á landi meðan hann eykst stöðugt í nágrannalöndunum, þótt þjóðartekjurnar hafi ekkert aukizt meira þar en hér. Hér geta menn séð hið rétta andlit íhaldsins, þegar búið er að draga umbótagrímuna og allra stéttargrím- una frá því. Til þess að fá rétta hugmynd um stefnu og starf Sjálfstæðisflokksins þurfa menn heldur ekki annað en að spyrja: í hvaða flokki er auðstéttina að finna? Hana er vitanlega að finna í þeim flokki, sem gengur erinda hennar. Áhrifin frá Hitler Þegar veldi Hitlers var mest i álfunm, var hann mjög dáður af ýmsum áhrifamönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir lýstu nazistum, sem mönnum með „hreinar hugsanir". Þeir tóku upp ránfuglsmerki sem flokksmerki að hætti nazista. Þeir stofnuðu málfundafélög verka- manna eftir þýzkri fyrirmynd. Um skeið gengu Heim- dellingar í einkeqnisskyrtum En jafnskjótt og veldi Hitlers hnignaði. hvarf að- dáunin á Hitler, a.m.k. opinberlega. En lengi lifir í gömlum glóðum. Alltaf öðru hvoru ganga aftur í dálkum íhaldsblaðanna áhrifin frá Hitler Sá var áróður Hitlers að kalla andstæðinga sína óþarfa og bvi ætti að láta þá hverfa. Þessi málflutningur Hitlers er nú m]ög stundað- ur í íhaldsblöðunum. Stundum er eins og heilar setn- ingar í áróðursritum hans séu teknar iipp orðréttar. A. m.k. er munurinn svo lítill, að það leynir sér ekki hver uppsprettan er. ERLENT YFIRLIT Nýr forsætisráðherra Japan Líklegur til að verða athafnasamari en fyrirrennari hans. SUMARIÐ 1960 urðu miklar óeirðir í Japan í tilefni af því, að gerður hafði verið varnar- samningur milli Japans og Bandaríkjanna til 10 ára Það voru aðallega stúdentar, er stóðu fyrir mótmælum gegn samningnum. Þáverandi for- sætisráðherra Japans, Nobus- uke Kishi, hugiðst í fyrstu að bæla þessar óeirðir niður með harðri hendi. Harka lögi eglunn ar mæltist hins vegar svo illa fyrir, að endalokin urðu þau, að Kishi varð að segja af sér. Þá varð forsætisráðherra Hay- oto Ikeda, sem sagði af sér nú um mánaðamótin vegna heilsu brests. Atburðirnir, sem leiddu til fráfarar Kishis, hafa rifjast upp vegna þess, að það er bróðir hans, Eisaku Sato, sem hefur tekið við embætti for- sætisráðherrans af Ikeda. Hann tók við embættinu síð- astl. mánudag. Sama daginn hófust í Japan miklar mótmæla göngur og mótmælafundii und ir forustu stúdenta vegna þess, að kjarnorkuknúinn bandarísk ur kafbátur heimsækir nú hafnir í Japan. Mótmæli þessi hafa farið friðsamlega fram, enda hefur lögreglan haft fyr- irmæli um að fara gætilega. Sato er þó yfirleitt harðskeytt ari en bróðir hans, en sennilega lætur hann fall hans sér verða til varnaðar. ÞAÐ mun vekja undrun ýmsra, að þeir bræður bera ólík nöfn. Þetta stafar> af venju, sem sennilega er bund- in við Japan. Ef maður giftist konu, sem er einbirni, tekur hann venjulega nafn hennar, þar sem nafn ættarinnar myndi annars falla niður. Þeir bræð ur eiga það sem sagt sameig- inlegt, að þeir hafa gifzt kon- um, sem ekki eiga nein systkini. Kishi þótti vera hörkutól en margir telja Sato enn harðskeyttari. Einkum sé hann þó líklegur til að verða harð ari í skiptum við andstæðing- ana. Þeir Sato og Iketa höfðu verið vinir frá banræsku, en en þó bauð, Sato sig fram gegn honum í júlímánuði síðastl, er það kom til atkvæða í viðkom- andi flokksráðum, hvort Ikeda ætti að vera forsætisráðherra áfram. Sáralitlu munaði á fylgi þeirra. Stao hélt því fram, að vinátta mætti ekki hafa nein SATO áhrif á þessi mál. Hann deildi einkum á Ikeda fyrir það, að hann væri of linur í skiptum við andstæðingana, einkum þó kommúnista. Þá væri hann ekki nógu sjálfstæður í skiptum við Bandaríkin. Sato hefur þó jafan eftir síðari heimsstyrjöldina, lýst sig fylgjandi góðri samvinnu við Bandaríkin og talið samvinn una við þau einn hornstein japanskrar utanríkisstefnu. Hann er hinsvegar talin lík- legur til að sækja það mun fastar en fyrirrennarar hans, að Japan fái aftur yfin-a.j yf- ir Okinava. Þá er Sato talinn í hópi þeirra stjórnmálarnanna, er vilja stórauka verziun við Kína. Sato segir, að halda eigi verzlun og stjórnmáluni að- skildum. SATO verður 63 ára gamall í marzmánuði næstkomandi. Hann er kominn af þekktri ætt. Að loknu lögfræðiprófi gekk hann í þjónustu járn- brautanna og var orðir.v, for- stjóri þeirra, þegar síðari styrjöldin hófst. Hann þótti sýna í því starfi, að hanr, væri bæði góður skipuleggjari og traustur stjórnandi. Eftir styrj öldina gerðist Sato starfsmað- ur hjá Yoshida, er var forsæt isráðherra um sjö ára skeið. Yoshida fékk svo mikið álit á honum, að hann vildi gera hann að ráðuneytisstjóra sín- um. Bandarísku yfirvöldin neit uðu þessu í fyrstu, þat sem Kishi var þá undir ákæ.-n fyr- ir stríðsglæpi og ekki þótti því skynsamlegt að veita bróð ur hans mikil völd. Svo fór að ákæran gegn Kishi var látin falla niður og fékk Yoshida þá leyfið til að gera Sato að ráðu- neytisstjóra. Því starfi gegndi hann í nokkur ár 03 hlaut þannig mikinn kunnugleika er mun nú koma honum að góðu gagni. Jafnframt hóf hann af- skipti af stjórnmálum og gekk í Frjálslynda flokkinn, sem Yos hida tilheyrði, en hann er einn helzti aðili þeirrar flokkasam- steypu, sem nú fer með völd í Japan. Sato komst þar brátt til valda, var. kjörinn þingmaður og hlaut ýmis mikilvæg trún- aðarstörf. Hann er talinn hafa átt mestan þátt í því, að Kishi bróðir hans var kjörinn for- sætisráðherra á sínum tím.a, en Sato varð fjármálaráðherra í stjórn hans í stjórn íkede var Sato verzlunarmálaráðherr;:, en siðan vísinda- og tækrimála- ráðherra. MIKIL átök urðu nú um það að tjaldabaki, hver skyldi verða eftirmaður Ikeda Sjálf- ur er Ikeda talinn hafa helzt kosið Ichiro Iíono, sem hefur undanfarið gegnt sérstöku'ráð- herraembætti, er það heyrði undir að sjá um Ólympíuleik- ana. Það réð hins vegar bagga muninum,! að bæði Yoshida og Kishi studdu Sato. Niðurstaðan varð því sú, að Ikeda mælti einnig með Sato og 'hann var síðan tilnefndur samhljóða af flokkasamsteypunni. er stend ur að ríkisstjórninni. Margt þykir benda til, að Sato muni reynast traustur forustumaður. Það eykur m a. tiltrú til hans, að hann er þekktur fyrir að eiga ýmis á- hugamál utan við stjórnrrálin. Hann iðkar golf og fulglaveiðar í tómstúndum og tekur þátt í ýmsum fornum venjum, t. d. sérstakri tedrykkju. Hann hef ur mikinn áhuga fyrir kvik- myndum og þykir vel dómbær á listrænt gildi þeirra. í kynn- ingu þykir hann aðlaðandi. enda glaðvær spaugsamur og orðheppinn Hann vinnur sér fljótt traust þeirra, sem hann starfar með Hins vegar er hann ekki alltof laginn samningamaður þvi að hann vill ráða. Þess vegna er því spáð, að stjórn hans sé líkleg til að valda breytingum á ýmsum sviðum, en stjórn Ikeda hefur verið fundi? það mjög til foráttu, að hún hafi verið aðgerðalítil Þ.Þ. J Nýtt heftí af kefand Review NÚ ER KOMIÐ nýtt hefti af Iceland Review, ársfjórðungsrit- inu, sem hér er gefið út á ensku. Þetta síðasta hefti er 60 blaðsíð- ur að stærð, vandað að efni og öllum frágangi sem fyrri hefti rits ins, mjög myndskreytt og prentað á góðan myndapappír. fslenzku utanríkisþjónustunni eru m. a. gerð sérstök skil í þessu hefti, sem hefst á ávarpsorðum utanríkisráðherra, Guðmundar í. Guðmundssonar. Agnar Kl. Jóns- son, ráðuneytisstjóri, skrifar um utanríkisþjónustuna og þróun henn ar, Pétur Thorsteinsson, sendi- herra, um ísland í NATO og OECD — og Thor Thors, sendi- herra, skrifar um ísland í Sam- einuðu þjóðunum Myndir eru af öllum sendiherrum íslands erlend is, skrá yfir sendiráð, ræðismenn og vararæðismenn íslands. Enn- fremur eru í þessu hefti myndir frá fundi fastanefndar þingmanna sambands NATO, seim haldinn var hér i sumar. Sigurður A. Magnússon, blaða- maður, skrifar um íslandsheim- sóknir ensk-ameríska ljóðskálds- ins W. H. Auden og birt eru tvö ljóða hans um ísland: Journey to Iceland", úr fyrri ferð hans hing að — og „Iceland Revisited", sem Auden orti eftir íslandsferðina í sumar. Steingrímur Hermannsson skrif ar um vísindarannsóknir á ís- landi og birt er myndafrásögn af heimsókn hertogans af Edinborg til landsins i sumar. Þetta eru myndir, sem Ólafui K. Magnús- son tók af hertoganum, m. a. við laxveiðar í Borgarfirði. Þá er mynds'kreytt grein um bjargsig í Drangey eftir Þorstein Jósepsson Framhald á 3. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.