Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964 8_____________________TIMINN MHMMHMIMWMIMMMMMIMMaWMmHMa Surtsey er orðin ársgcmul. Hún lyftist úr hafinu suður af Vestjnannaeyjum röskum klukkutíma eftir rismál 14. r.óvember í fyrra og heíur hald ið áfram að vaxa og dafna síð an. Ef frá er skilið tæplega tíu vikna sumarleyfi í júr.i og júlí, ftafa Surtur og aðrir gígar spúið eldi árlangt eða þvi sem næst, og sér enginn fyrii end ann á þeim litríku uppsölum, sem óteljandi fóK> á óllum aldri hefur glaðzt við að horfa á, nótt sem nýtan dag Eng- inn hefur þó fylgzt betur með uppvexti þessa náttúrufyrir bæris en Sigurður jarðfræðing ur Þórarinsson. Helzt hefði hann viljað vera viðstaddur fæðinguna. En hann var kom- inn á vettvang jöfnu bæði dag mála og hádegis, og á þessum slóðum hefur hann löngum ver ið á vakki síðan. einu sinm eða oftar í viku hverri, siglandi eða fljúgandi í kring, einu sinni færðist hann í kat í flæðarmálinu, þegar átfi að freista landgöngu. Þá léi Surt ur ófriðlega, hrifsaði af Sigurði ljósmyndavéi og fleiri dýrind istól. fékk fyrst skottið af húf unni góðu, sem fylgt hefur Sigurði í marga svaðilför og gleypti síðan húfuna a!la Síð an gerðist Surtur spakari og sofnaði séinast, en bræður hans tóku við goshiutverkinu Dr. Sigurður og margir fleiri vís- indamenn hafa kannað Surts- ey talsvert hátt og lágt, og það- an var Sigurður enn nýkominn, þegar ég komst í kallfæri við hann til að biðja hann að þylja fyrir okkur annál Surts- eyjar í tilefni ársafmælisins. Sigurður á bágt með að neita manni bón, þótt sannarlega hafi hann öðrum hnöppum að hneppa. og hálfgert á hlaup um sagði hann mér undar og ofan af því helzta, sem þarna hefur verið að gerast suður í hafinu síðastliðið ár. — Það var um kl. 7 15 að morgni 14. nóvember, sem m b. ísleifur II. úr Vestmanna- eyjum var að leggja línuna á miðum þarna langt suðui af Eyjum, og þá sá kokkuriim Ól- afur Vestmann, fyrstur roanna reyk stíga upp úr sjónum enn miklu sunnar og tilkynnti skip stjóranum það þagar. F'yrst gizkuðu menn á, að þar væri skip að brenna. Þeir náðu sam bandi við Vestmannaeyja Rad- io, sem ekki höfðu fengið neina tilkynningu um brennandi skip. Þá sigldu þeir á ísleifi nær þessu og þá leyndi sér ekki, hvað var á seyði. Þeir höfðu hraðann á, tilkynntu hingað til Reykjavíkur, hvað fyrir þá hafði borið og við vorum komnir þangað í loftinu á ellefta tímanum, jarðfr'æðing- ar og blaðamenn í býtið rr.org uninn eftir var komin þarna eyja upp úr sjónum. Þetta hlýtur að hafa byrjað nokkr um dögum fyrr Enda þóttust menn í Vestmannaeyjum hafa fundið brennisteinsþef nokkr um dögum áður en þetta sást, og eins í Vík í Mýrdal fundu menn þef, sem þeir töldu að gæti, sökum vindáttar, ekki komið frá Fúlalæk. Og togar inn Þorsteinn þorskabítur. sem var að sjórannsóknum á þess- um slóðum sólarhring áður, mældi tveggja stiga hitaaukn- ingu, þegar þeir sigldu yfir þennan stað, en svo lækkaði hit inn aftur, þegar þeir fjarlægð ust staðinn. Eftir því að dæma hefur þá verið kominn upp einhver hiti frá sprungunni. Þetta hækkaði mjög fljótt, sem sést á því, að mökkurinn var kominn upp í átta kílómetra á öðrum degi og sást annnð veif ið frá Reykjavík. Þetta byrjaði á sprungu, sem lá, eins og tíðkast um sprungur sunnan- lands, frá norðaustri tii suð- vesturs, og voru tveir eða þrír gígir á sprungunni og gusu á víxl, stundpm allir í einu. fyrst voru varla nokknr af- mörkuð gígop, heldur lék þetta svona eftir sprungunni Vindur var á norðan í fyrstu. og þá lokaðist eyjan að sunnan á meðan og þannig hé’zt það fram ti! 23. nóvember, þá fór það að snúast við, og ?vo var hún lengst upp frá opin til suðvesturs meðan sprengigosin héldust og þessi gígur var i gangi, sem fékk nafnið Surtur. Þótt hún lokaði sér. reif sjór- inn hana upp aftur. Gosin breyttust. Þegar eyjan var op- in voru stórar tianastélsspreng ingar, sem þeyttu upp grjóti og urðu gráhvítar af gufu. En þeg ar lokaðist. komu gos með gjalli og ösku. Þetta va- um 26. nóvember, og þá kom ösku fall í Eyjum, sem hélzt nokkuð að staðaldri með vestanáttinni. Ekki gerði það teljandi tjón, aðalóþægindin urðu á neyzlu vatninu, sem bar er t.ekið af húsaþökunum. — Hvað fór eyjan ört hækk- andi? — Þann 16. nóvember er hæðin þegar orðin 40 metrar, 19. er hún 60 m. há og um 600 m. á lengd. Gosin komu rykkj ótt á meðan sprengigosin héld ust, lágu alveg niðri stund og stund, komust upp í 16 klukku tíma þann 16. desember Þé fór ég þar í land í fyrsta sinn með Þorbimi prófessor Sigurgeirs- syni. Þá hafði tvisvar verið far ið þar í land áður Fyrstir urðu Fransmennirnir, sem stigu á land 6. desember, og svo ungir Vestmannaeyingar um viku seinna. Svo 28. des fóru að sjást merki þess að gos væru byrjuð milli eyja og lands, svona mitt á milli Vestmannaeyja og Geirfugla- skers, þar komu upp gos á þrem stöðum á sprungu í sömu stefnu. Menn bjuggust við að þar mupdi koma upp ný eyja ,en sú varð bó ekki dr. Sigurður Þórarinsson. raunin, heldur myndaðist að- eins neðansjávarhryggu? Þetta stóð yfir í nokkra daga. fram- an af janúar, þá lá Surtui að mestu niðri á meðan, en siðan færðist hann fljótt í aukana, og 16. janúar er eyjan orðin 160 metra há og í janúarlok 174 metrar og 1300 m. í' þver mál, og hefur þá vaxið rúma þrjú hundruð metra frá sjávar botni á einum og hálfum mán uði, því að dýpið þarna er nærri 130 metrar. Þá hætti gos ið í Surti alveg, en 1. febrúar fundust kippir i Eyjum og um kvöldið byrjaði gos norðvestan við Surt, færðist fljótt >’ auk- ana og myndaðist gígkeila sem áður en langt leið var orðin álíka há og stór um sig og sú gamla. Samtímis sem sjórinn braut niður að suðaustan byggð ist þetta upp og áfram í norð vestur. Þessi sprunga kom hornrétt á gömlu sprunguna, svo nú liggja gígirnir ekki frá norðustri til suðvesturs eins og venjulega á Suðrlandi held ur frá norðvestri til suðsust- urs Þessi hver gaus sprengi- gosum með líkum gangi og hinn hafði áður gert, þangað ti! 4. apríl, þá byrjuðu hraungosin og síðan hafa ekki orðið sprengi gos Sú breyting gerði gæíumun- ínn. Fyrr var ekki hægt að búast við því að eyjan vrð' var- anleg en hraun færi að renna. Hversu Iengi það stendui úr þessu, er ómögulegt að segja, það hefur ekkert lát verið á gosi nú mánuðum saman Hin mikla breyting varð fyrir utan aðkomandi áhrif, að gígurinn lokaðist og sprengigos breyttist í hraungos, en innri aðstæður héldust í raun óbreyttar Fyrst hélt það óslitið fram ti! 23. apríl og síðan nokkuð stöðugt mánuðinn á enda, en hætti þá. Svo lá það alveg niðri, var aðeins hrauntjörn, til 9 júlí, en þá komst það aftur á strik og hefur hraunrennsli haldizt síðan, ekki þó ailtaf flætt yfir gígbarmana, heldur stundum eftir alls konar rásum út að sjávarmáli. Eyjan hefur ekki hækkað i sumar og gerir ekki, frekar að hún lækkaði eða sigi, en hún stækkar stöðugt og er líklega nú orðin tveir og hálfur ferkílómetri. Landmæl- ingar íslands mæla hana með svo sem mánaðar inillibili, síðast var hún 2,2 ferkílómetr- ar, 1800 metra löng. Það þarf ekki að búast við því að þetta gangi örar þvi þetta þarf að fylla upp í 130 metra djúpan sjó áður en landið stækkar. Allt Tímamyndtr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.