Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964 Jafnvel karlmenn getá saumað flík Hér á landi er stödd frk. Gutarp frá Svíþjóð, og kennir hún ko’num meBferð Husqvarna saumavéla. Ilenni til aBstoðar eru Anna Kristj- ánsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir. Hefur frú Anna lært meðferð þess- ara véla í Canada með það fyrir augum að kcnna konum þar í landi, og datt hcnni sízt í hwg, að atvikin myndu haga því þannig, að hún myndi kenna hérna heima. Frú Erla hefur numið l'istina hjá frænd- um vorum Svíum, og er húsmæðrum víða um land að góðu kunn, því hún ferðaðlst í sumar um Norður- Austur- og Vesturland og sýndi konum meðferð véla þar, og ennfrcmur leiðbgindi þeim á annan hátt með smærri viðgerðir. Slík þjónusta sem þessi mæltist að sjálfsögðu vel fyrir, enda voru fjöldi þátttakanda. Hefur umboðið, Gunnar Ás- geirsson h.f., með hjálp þessara kvenna komið upp smekklegri sýningu á margvíslegum fatnaði, útsaumi og leikföngum, sem allt er saumað í hínum göldróttu vél- um. Og svo sannarlega eru þetta allt saman galdrar. Hvern hefði getað órað fyrir því fyrir 100 ár- um síðan, um þær mundir, sem þessi verksmiðja hóf framleiðslu sína, að handsnúnu vélarnar, sem einungis saumuðu beint áfram, og þóttu slíkur kjörgripur, að þær RITSTJÓRI; olga ágústsdótTir Veljið hentuganj heimaklæðnað' Danskur húsmæðraráSunautur brýnlr fyrir konum að ktæðast skynsamlega við heimilissti'rfin, heilsu sinnar vegna og svo léttir það stðrfin að mun. Gömu! plls, blúsur, peysur, kjólar eða galla- buxur geta svo sem verið nógu góðar vinnufiíkur, séu fötfn hentug til þess að vlnna í.,' Föt sem eru notuð við mikla vlnnu og hreyfingu verða að vera gædd þeim eiginleika að geta tettlð í slg svita húðarinnar. Ekta efni elns og bómull og silki, taka í slg svlta en gervlefni elrií og nylon gera það ekki, og vireast manni þau vera hál Snið fatanna á að vera vitt og þægtlegt — líka undiifatanna. Þröng nærföt valda oft óþæglnd um, það er því hyggilagt að láta bíða með að fara í briósta- höld, magabelti og þessháttar þangað til húsverkin eru af- staðin, viljl maður hreyfa sig óþvlngað við húsverkin. stóðu efst á óskalista hverrar konu, hefðu getað þróazt þannig, að nú er orðið barnaleikur að merkja lök og stoppa í viðkvæm efni á örskömmum tíma. Nú eru góðu og gömlu vélarnar að týna tölunni og' verða sennilega fáir jólakjólar saumaðir á þær í ár. Alls eru þarna sýndar 4 vélar, en sú, sem mesta athygli vakir, heitir Husqvarna 2000. Hún er það einföld í notkun, að karlmenn imir, sem sýninguna heimsækja, víla ekki fyrir sér að setjast nið- ur og sauma í einum hvelli svunt- ur. Þessar svuntur eru þó ekki ætlaðar sem jólagjöf fyrir eígin- konuna, heldur eru þetta litlar syuntur, sem eru ætlaðar framan á gosflöskur. Þessi vél er fullkom- lega sjálfvirk, það er hægt að velja um ótal mynztur, sauma þrefaldan teygjanlegan saum og margt fleira. Frk. Gutarp segir okkur, að ný- giftar konur í Svíþjóð líti ekki einungis á saumavélina sem nauð- synjatæki, heldur einnig tæki til dægrastyttingar. Þeim konum, sem hafa unnið utan heimilisins fullan vinnudag, þykir að vonum tómlegt að vera einar heima, þeg- ar þær vænta fyrsta barnsins, og því festa þær sér kaup á sauma- vél og hefjast handa með að merkja rúmfatnað og handklæði, og sauma barnaföt. í Svíþjóð er mikið úrval af góðum barnafötum í verzlunum, en samt er það svo, að bæði er ódýrara að sauma sjálfur og mikið skemmtilegra. Þá er hægt að velja þann lít og snið sem fellur hverri og einni bezt í geð, og svo fylgir því alltaf ánægja að skapa fallegar flíkur. Umboðið hefur frá öndverðu lagt ríka áherzlu á, að allar kon- ur, sem eignast Husqvarna sauma- vél, fái kennslu.og hefur kennslu- kort fyrir 6 klukkustundir fylgt með vélinni og er ætlazt til, að allar konur notfæri sér þetta. Þótt vélarnar séu einfaldar í notkun, er aldrei svo, að ekki megi læra eitt- hvað nýtt hjá vanri kennslukonu, sem hefur lagt sig niður við að finna ýmsar nýjungar, sem vélin getur gert. í skólum hérlendis voru hand- snúnar eða fótstignar vélar al- mennt notaðar við kennslu og þótti varla þörf á öðru, en seinni árin hafa skólarnir tekið upp þessar nýrri gerðir saumavéla, sem auk þess að sauma venjulegan saum zik-zakka og stoppa í flíkur. Sum- ir skólar hafa þó lítíllega farið að kenna á þessar sjálfvirku vélar og læra því ungu stúlkurnar í dag fljótlega handbrögðin á hinar nýrri og fullkomnari vélar. Sýning þessi verður opin í dag og á morgun fyrir almenning að Suðurlandsbraut 16. Ungfrú Gutarp frá Svíþjóö synlr barnafatnað. Ljósmyndi TÍMINN-GE. RÉTTUR VIKUNNAR Eigum við að þvo eða hreinsa fiíkina? Þetta er oft og tíðum mikið vandamál, en samkvæmt upplýs- ingum frá sérfræðingum á þessu sviði, þá hefur komið í ljós að þvottur er betri en hreinsun Sé blandað þvottadufti í vatnið þá þvæst í burtu óhreinindi, feiti mat arleifar og því um líkt. Sé flíkiri hreinsuð þá leisast einungis Upp óhreinindin. En þvotturinn hefur þá galla, að flíkin vill oft upplit- ast, hlaupa eða teygjast og þess vegna verður hreinsunin í flestum tilfellum lausnin. Þættinum hafa borizt nokkrar góðar vöffluuppskriftir, sem við birtum hér með. Eggjavöfflur. 2 egg 21/2 dl nýmjólk 2 msk. smjörlíkí 21/2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft Þeytið saman eggjagulurnar og mjólkina, hrærið hveitið, blandið lyftiduftinu saman við. Bætið bráðnu smjörlíkinu út í. Stífþeyt- ið hvíturnar og blandið deiginu. Látið jámið hitna og smyrjið það. Bakið vöfflurnar í ca. 1 mínútu og leggið á grind. Framreiðið vöfflurnar með sykri og ávaxtamauki eða með smjöri, sykri og kanel. Veizluvöfflur. 2 egg 1y> dl vatn 2 dl hveiti 3 msk. bráðið smjör 3 dl þykkur rjómi (súr eða nýr) (flysjaður sítrónubörkur) Þeytið saman hveitið og vatnið. Þeytið eggin niður í deigið. Bætið i bráðna smjörinu út í og sömuleið- is stífþeyttum rjómanum. Hitið upp vöfflujárnið (ca. 5 mín.) og smyrjið. Bakið vöfflurnar þar til þær verða gulbrúnar (2y2 mín), og leggið á grind, svo að þær mýk- ist ekki. Framreiðið vöfflurnar með sykri, ávaxtamauki og þeyttum rjóma. Rúsínukökur. 2 bollar haframjöl 21/2 bolli hveiti 2 bollar púðursykur 1 bolli smjörlíki 1 tsk. natron 1/2 tsk. salt 1 bolli saxaðar rúsínur 2 egg Hveiti og natroni sáldrað, þar í blandað haframiöli og salti. Smjör líkí mulið i og rúsínur settar út í, vætt í með eggjunum. Ilnoðað þar til deigið er jafnt. Rúllað í lengj- ur, sem skornar eru í jafna bita, sem rúllaðir eru í kúlur og press- aðar flatar milli handanna. Settar á smrirða plötu og bakaðar ljós- brúnar. Tvíbökur. 250 gr hveiti 75 gr smjörlíki 3 tsk. lyftiduft 1 msk. sykur 1 dl mjólk Kardimommur Hveitinu og lyftiduftinu sáldrað á borð. Sykur og kardemommur blandast saman við. Smjörlíkið mulið í hveitið. Vætt í með mjólk inni. Hnoðað saman, Unz deigið er slétt. Búnar til úr því sívalar lengj ur, sem skornar eru í jafnstóra bita. Bitarnir hnoðaðir milli hand- anna í sprungulausar kúlur. Látn- ar á smurða plötu. Bakaðar Ijós- brúnar. Skornar í sundur með volgum borðhníf (sem hitaður er yfir vél). Raðað hverri ofan á aðra, tveimur og iveimur, sárin snúa út. Þurrkaðar við vægan hita. Borðaðar með sætum súpum og kaffi. trúlofunarhrlngar Hverfisgötu 16 Simi 21355

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.