Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 11
'CATJGARDAGUR 14. nóvember 1964 jímmn Hann sagði, að sér væri huggun í því að tala við einhvern af vinum mínum. Ég hét honum þessu, og ég hafði látið tímann líða, án þess að efna þetta heit mitt. Mér líður betur eftir að hafa uppfyllt loforð mitt. — Þér megið treysta mér, sagði ég og þrýsti hönd hans. — All right! Það er þá ákveðið. — Gott kvöld, herra Christian, þér eruð seint á fótum. Við snerum okkur við og komum auga á Bligh, sem stóð skammt frá okkur. Hann var berfættur, aðeins í skyrtu og buxum. Hvorugur okkar hafði heyrt hann koma. — Já, skipstjóri, svaraði Christian kuldalega. — Og þér, herra Byam! Getið þér ekki heldur sofið? — Það er svo heitt undir þiljum, skipstjóri. — Ég hef ekki orðið var við það. Góður sjómaður getur sofið í bakarofni eða á ísjaka, ef þörf krefur. § Hann stóð kyrr stundarkorn, eins og hann hyggist við því, að annar hvor okkar svaraði. Svo sneri hann sér skyndilega við og gekk að reiðanum. Þar nam hann staðar andartak og athugaí5i seglin. Því næst fór hanu aftur undir þiljur. Við Christian töluðum saman góða stund. Svo buðum við hvor öðrum góða nótt. Tinkler, sem hafði legið í skugga einnar fallbyssunnar, reis nú upp teygði úr sér og geispaði: — Farið niður, Byam, og sýnir, að þér séuð sjómaður. Skollinn hirði yður og Christian og allt þvaðrið í ykkur! Ég var alveg að sofna, þegar hann kom. — Heyrðuð þér, hvað hann sagði? spurði ég. — Hann bað yður að tala við föður sinn, ef eitthvað kæmi fyrir. Faðir minn hefur ekki beðið mig um neitt slíkt, en það sýnir aðeins það, að hann átti alls ekki von á, að ég-kæmi ,, aftur. Eh ég verð að fá eitthvað að drekka. Ég hef ekki hugs- að um annað en vatn síðasta klukkutímann, og ég fæ ekkert vatn fyrr en snemma í fyrramálið. Hvað mynduð þér gera í mínum sporum. — Peckover er nýfarinn undir þiljur, sagði ég. — Þér gæt uð reynt að nota tækifærið. — Er það? Tinkler spratt á fætur. Hann klifraði eins og köttur upp í reiðann eftir pípunni, fékk sér að drekka og hafði klifrað upp aftur með pípuna, áður en Peckover kom aftur á þilfar. Þegar við fórum undir þiljur var klukkan orðin þrjú. í fjarska heyrði ég hróp varðmannsins. Ég skreið upp í hengirúmið og sofnaði fljótt. IX. Uppreisnin. Skömmu eftir birtingu vaknaði ég við það, að einhver hélt í öxl mér og hristi mig óþyrmilega. í sama bili heyrði ég 26 hávaðasamar raddir, þar á meðal rödd Blighs. Ég heyrði þungt fótatak á þilfari. Churchill, liðþjálfinn, stóð við rúmið mitt með skammbyssu í hendinni. Ég sá Thompson standa við vopnakistuna með byssu með áföstum byssustingi. í sama bili komu tveir menn þjótandi inn í káetuna. Annar þeirra hrópaði: — Fáið okkur vopn, við erum með ykkur. Thompson fékk þeim vopn, og þeir flýttu sér aftur upp á þil- far. Stewart, sem svaf í næsta rúmi við mig, var þegar farinn að klæða sig. En þrátt fyrir öll ólætin, steinsvaf Young enn- þá. — Hefur veriö ráðizt á okkur, Churchill? spurði ég, því að mér datt fyrst í hug, að Bounty hefði rekið aftur að eyjunum. og villimennirnir ráðizt á okkur. — Flýtið yður í fötin, herra Byam, svaraði hann. — Við höfum tekið skipið og Bligh skipstjóri hefur verið bundinn. Ég skildi ekki vel, við hvað hann átti. Stundarkorn sat ég og starði á hann. — Þeir hafa gert uppreisn, Byam, sagði Stewart. — Hamingjan góða, Stewart. Eruð þið fávitar? Vitið þiö, hvað þið eruð að gera? — Við vitum vel, hvað við erum að gera, svaraði hann. — Bligh sjálfur á sök á þessu. Nú skulum við gjalda honum rauðan belg fyrir gráan. Thompson hristi byssustinginn. — Við skjótum hann niður eins og hund, sagði hann — og ef einhver ykkar þessara ungu manna reynir að gera okkur skráveifu, þá verðið þið drepnir! Bindið þá Churchill, það er ekki hægt að treysta þeim. \ — Þegiðu, og gættu að vopnakistunni, svaraði Churchill. Flýtið yður í fötin, herra Byam. Quintal, standið við dyrnar! Enginn fær að fara, nema ég gefi honum leyfi. Þegar ég sneri mér við, sá ég Quintal við dyrnar. Meðan ég stóð og starði, kom Samúel í ljós. Hann var aðeins í bux- um. Hárið var ógreitt, og hann var fölari en venjulega: Herra Churchill, hrópaði hann. — Hafðu þig burtu , svinið þitt, annars risti ég á þér kvið inn, hrópaði Quintal. — Herra Churchill, lofið mér að tala við yður, sagði Samú el aftur. — Ýttu honum burtu, sagði Churchill, og Quintal sveifl aði byssuskeftinu svo kröftuglega framan í Samúel, að hann hvarf án þess aö segja meira. , ,\,, \, — Gefðu honum spark í rassinn, Quintal, hrópaði einhver og þegar ég leit upp, sá ég tvo menn lúta yfir lestaopið. Við Stewart gátum ekkert vopnlausir. Við urðum að hlýða skipun Churchilis. Bæði hann og Thompson voru sterkir menn, sem ekki voru á okkar meðfæri, jafnvel þótt þeir væru vopnlausir. Mér varð hugsað til Christians, sem var jafn- fljótur til átaka og hann var fljótur að átta sig, en ég þóttist viss um, að engin von væri til þess, að hanri væri laus. Hann stjórnaði morgunvaktinni og þeir höfðu vafalaust ráðizt á hann og tekið hann höndum fyrstan manna, jafnvel áður en þeir tóku Bligh. Stewart horfði framan í mig og hristi höf- uðið, eins og hann vildi segja: Það er þýðingarlaust, við get- um ekkert gert. Við klæddum okkur í snatri, og Churchill skipaði okkur því næst að ganga á undan sér fram á skipið. — Gleymdu hina í klefanum, Thompson, hrópaði hann. Það stóðu margir vopnaðir menn við káetuna frammi í skipinu. Meðal þeirra EFTIR ARTHEMISE GOERTZ 37 ir í myrkui. Homére var að kveikja á götuljóskerunum. Lækn irinn stóð um hríð og fylgdist með starfi hans. Hvernig hann kleif upp stiga sinn, opnaði smárúðu á ljóskerinu og bar eldspýtu að kveiknum. Því næst fetaði hann niður sígann, lyfti honum á öxl- ina og þrammaði yfir að næsta götuhorni. Hvílík þolinmæði, hvílík fyrir- höfn til að framleiða ofurlitla birtu. 17. KAFLI Um miðjan júií náðu öldur nins nýja tíma, sem nú flæddu ?fir veröldina, loksins til Louis- ana. Þær komu í ljós í dálkum iagblaðanna og fylltu alla hugs- andi menn heilabrotum og ímynd- unum. Enda þótt menn bæru til- hlýðilega virðingu fyrir gufuvél- inni, ritsímanum, talsímanum, raf magnsljósi og bifreiðum voru þeir eigi að síður ofurlítið kviðandi fyrir því, hvað framtíðin kynni að bera í skauti sínu af furðum og fádæmum. — Hvað skyldi verða fundið upp næst? spurði eitt dagblaðanna. — Við höfum uppgötvað kafbáta. Við erum í þann veginn að komast að leynd- ardómum loftsins. Höldum við allt af áfram með sama hrgða, og hvar endum við þá? Einn morguninn náði flóð um- breytinganna alla leið inn fyrir þrepskjöldinn á „Mánaskiní.“ Þangað hafði borizt ábyrgðarbréf frá herra Naquin, og í því var skipun frá heilbrigðiseftirlitinu í New Orleans um, að lok skyldi smíðað yfir alla brunna á eignar- lóðum deRochers í borginni. — Hvað! Nanaine sló þéttings- fast á blaðið með handarbakinu. — Hefur nú nokkur heyrt aðra eins ósvífni. Og þriðja ítrekun. Þó það svo væri hin þrítugasta, skyldi það ekki vera gert.. — Ekki þarft þú að óttast að við fáum þær prjátíu, því það myndi vera búið að sekta okkur eða fangelsa löngu fyrir þann tíma, anzaði Vitor. Nanaine lét ógnun þessa sem vind um eyrun þjóta. — Það var nú eins og þegar 'dð fengum til- skipunina út af heilsuspillandi kjallaraíbúðum Ekki vissi ég ti! að meira yrði úr bví. .Julíen kippti því í lag. — Það er náttúrlega til of mikils ætlazt, að þú takir svari skyldmenna þinna, hreytti Nan- aine út úr sér og glotti háðslega. — Já, það er til of mikils ætl- ast, ef þeir hafa á röngu að standa. — Hvað á þetta að þýða? Á röngu að standa? Má ég spyrja hvqrt þeir hafi rétt til að láta eftirlitsmenn sína spígspora inn í hús okkar hvenær sem ei á nóttu eða degi? Eiga þeir með að leyfa sér slíkt í eínkaíbúðum okkar? — Þeir hafa rétt til þess, þegar við látum okkur engu skipta líf og heilsu leigjenda okkar. — Æ, þú talar eins og asni. — Þú mátt ekki misskilja mig. Ég berst ekki fyrir því, að láta loka brunnunum. Það getur að vísu verndað vatnið gegn lirfum og klaki mýrarkölduflugna* en það síar ekki vatníð, sem skolast niður af húsaþökunum í hverri regnskúr. — Þarna sérðu sjálfur. — Svo ég held því fram, að loka eigi brunnunum gersamlega og leggja fullkomna vatnsleiðslu um borgina. — Bæjarvatnsleiðslu. Skólp úr .Mississippifljótinu eða hvað? — Nýju hreinsunarstöðvarnar sjá fyrir því, að svo verði ekki. — Og hvernig var með þetta eíturgas? Frú de Gerbeau hafði einn leigjanda, sem sagði upp, þegar umboðsmaður frúarinnar lagði gasleiðslu í . . . . —Það sýnir einungis, að um- boðsmaður hennar var gáfaðri en leigjandi hennar. — Eða hvað gerðist, þegar kunningi frú Vigée kom fyrir gasljósum í húsi sínu? Gamla kon- an móðir hans slökkti ljósið með þvi að blása á það, eins og hún var vön að gera við lampann og morguninn eftir !á hún látin og stirðnuð í rekkju sinni. — Ég get ekki hugsað mér betri meðmæli en þetta fyrir því, að leiða hér inn rafmagn. — Og hvað svo meira? Gjörðu svo vel að halda áfram. — Baðker og vatnssalerni. — Almáttugur. Heyrið hvað hann segir. Nanaíne ákallaði himnana til vitnis um orðbragð hans. — Hann er öldungis örvita. Og hvað heldurðu að þetta kosti nú? — Peninga eigum við næga. Hvaða gagn er að því að hauga þeim 1 bankana eða henda þeim í fasteignir? Upp á síðkastið höf- um við ekki eínu sinni hirt um að leggja þá irih. Bankahólfið er fullt af skuldabréfum og öðru slíku. t — Eg hætti þessu rifrildi, sagði Nanaine. — Það er föstudagur í dag — þá ætti Júlíen að koma í kvöld. Viktor, fáðu honum þessa ósvífnu tilskipun og segðu hon- um .... í sama bili hringdi síminn upp á lofti og gaf til kynna þann eina sigur, sem hann og hin nýja tækni höfðu unnið á í ,Mánaskini.“ Þegar hann kom upp í stofu Jolivets, biðu hans margii sjúkl- ingar, þeirra meðal Justin Dufour sonur bakarans og frú Naquin með Hippolyte. Hann lýsti ástæð- unni til þess, að hqnn neyddist til að láta þau bíða, og lofaði að koma aftur svo fljótt sem hann gæti. Slysið var alvarlegra en hann hafði haldið. Kolagerðarmaður að nafni Philo Fanchon hafði skað- brennt sig á höndum og fótum og í andliti, er samþjappaðar gas- tegundir höfðu sprungið - nánd við vinnustað hans. Engin hjálp hafði manninum verið veitt önn- ur en venjuiegt hjátrúarrugl, sem betur hefði verið látið ógert. Hann átti heima úti við Bayou Téte l“Ours o^ kvað sér hafa ver- ið ókleift að leita sér læknishjálp- ar inni í bænum, þar sem hann átti engan hest. — Þér hefðuð getað sent mér boð, eins og þér gerðuð orð eftir föður Gichard i morgun. Pilo hreyfði sig ofurlítið, eins og hann reyndi að yppta öxlum. — Svo faðir Guichard hefur þá sagt yður, að maðurinn minn væri svona veikur? mælti kon.i hans. Hún gaut grunsamlegu hornauga til læknisins og tösku hans. — Ef þér takið handlegginn af Philo — þá drep ég yður. Hann er að deyja og hann skal fá að deyja með sinn handlegg á sér. — Halt þú kjaíti, mælti Phlio. — Eigi ég að deyja, vil ég losna við þessar kvalir áður. Skerðu hann bara af læknir, mig verkjar þann djöful í hann. Skaðbrennt andlit hans afmyndaðist af kvala grettu. Upphandleggurinn var ómur- legri á að líta, en læknirinn hafði nokkru sinni vitað til fyrr. Hluti af holdinu losnaði frá með lérefts-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.