Tíminn - 15.11.1964, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 15. nóvemher 196
TBMBNN
27
var Alexander Smith, og hafði ég þó ekki efazt um heiðar-
leika hans. Ég varð undrandi, þegar ég sá, að hann var í
flokki Churchills, og það, sem ég sá á þilfarinu, olli því, að
ég gleymdi því, að Alexander Smith var yfirleitt til.
Bligh skipstjóri stóð við sigluna á skyrtunni einni saman
og voru hendurnar bundnar á bak aftur. Christian stóð fyr-
ir framan hann. Hann hélt í bandið, sem Bligh var bundinn
með, en í hinni hendinni hafði hann byssusting. Umhverf-
is hann stóðu margir hásetanna vopnaðir. Meðal þeirra
þekkti ég John Mills, ísaac Martin, Richard Skinner og
Thomas Birkitt. Churchill sagði okkur: — Þið nemið staðar
hér. Við skulum ekki vinna ykkur mein, ef þið ráðizt ekki á
okkur. Svo fór hann.
Við Stewart höfðum álitið, að það væri Churchill, sem
stjórnaði uppreisninni. — Hann hafði sætt þungri hegningu
fyrir flóttatilraun sína á Tahit. Ég vissi, hve innilega hann
hataði Bligh, og það var auðvelt að skilja, að létt væri að æsa
hann til uppreisnar. En að Christian gæti gert þetta hversu
sterkar orsakir, sem til þess kynnu að vera, var meir en ég
hefði getað trúað. Stewart sagði aðeins: — Það er Christian,
hamingjan góða, þá er það vonlaust.
Allt virtist vonlaust. Þeir einu, sem ég sá vopnlausa á þilfar
inu, voru við Stewart og Bligh. Skipið var alveg á valdi upp-
reisnarmanna. Við höfðum verið reknir á þilfar í því skyni,
að aðskilja okkur liðsforingjaefnin, svo að við gætum ekki
sameinaðir hafið gagnárás. Þegar við nálguðumst Bligh,
heyrðum við Christian segja: — Gerið svo vel að þegja, og
ég vil ekki hlusta á yður lengur! Svitinn rann ofan eftir and
liti Bligh‘s. Hann hafði öskrað af öllum mætti: — Morð!
—Föðurlandssvik!
-tt Skipstjóri á mínu skipi! Þvíllkut:«,!!ippi.
Ég skal láta hengja yður! Ég skal láta húðstrýtja yður til
dauða. Ég skal —.
— Þegið þér, annars eruð þér dauður maður.
Christian brá oddi byssustingsins að hálsi Blighs og það
var ekki hægt að misskilja augnaráð hans. Dragið fyrir bark-
ann a nonum, rífið hann á hol, kastið honum útbyrðis! heyrði
ég ýmsa hrópa. Þá fyrst skildi Bligh, hvað ástandið var alvar-
legt. Stundarkorn stóð hann þögull, dró þungt andann og
horfði ráðþrota í kringum sig.
— Herra Christian, lofið mér að tala, sagði hann, og rödd-
in var hás. — Látið mig lausan og leggið niður vopnin. Við
skulum sættast. Ég legg við drengskap minn, að aldrei skal
verða minnzt á þetta mál framar.
— Við treystum yður ekki. Hefðuð þér verið drengskapar-
maður, hefði þetta aldrei skeð.
— Hvað ætlið þið að gera við mig?
— Við ætlum að skjóta þig, bölvaður þorparinn þinn,
sagði Burkitt, og munaði byssuna.
— Það er alltof gott handa honum. Bindið hann á hlera,
og látið hann bragða sitt eigið eitur! Húðstrýkja hann, herra
Christian.
— Fláið af hónum húðina!
— Kyrrir, hrópaði Christian ákveðið. Svo sagði hann við
Bligh: — Við látum yður njóta réttlætis, en það er meira en
þér eigið skilið. Við ætlum að flytja yður í böndum til Eng-
lands.
Margir gripu fram í fyrir honum.
— Til Englands! Það skal aldrei verða.
— Það kemur ekki tl mála, herra Christian.
Nú var allt í uppnámi á þilfarinu, og allir uppr.eisnarmenn
irnir mæltu á móti tillögu Christians. Aldrei var líf Blighs
í jafnmikilli hættu og þessa stundina, en það verður að segja
honum til hróss, að ekki vottaði fyrir ótta í svip hans. Háset-
arnir voru gersamlega óviðráðanlegir, og minnstu munaði,
að hann væri skotinn, þar sem hann stóð, en hann starði bara
á þá, hvern af öðrum, eins og hann skoraði á þá að gera það.
Sem betur fór, beindist athygli að öðru, því að i sama bili
kom Ellison þjótandi með byssustinginn á lofti. Það var ekk
ert illt í þeim pilti, en samt sem áður gerði hann alltaf ein-
hver asnastrik og var hinn mesti ærslabelgur. Það var ber-
sýnilegt, að hann leit ekki á uppreisnina öðruvísi en sem
meinlaust gaman. Nú kom hann dansandi í áttina til Blighs,
og var svo kyndugur á svipinn, að allir fóru að skellihlæja
og hrópuðu:
— Hæ, Tommi, þú ert líklega með okkur.
— Látið mig gæta að gamla svíninu, herra Christian. Ég
skal leika mér að honum, eins og köttur að mús.
Hann dansaði fram og aftur fyrir framan Bligh og sveifl-
aði vopninu.
— Fjandans þorparinn þinn!. Þú ætlaðir að húðstrýkja
okkur! Þú bannaðir, að okkur væri gefin rommblanda. Þú
ætlaðir að láta okkur bíta gras.
Hásetarnir öskruðu af hrifningu.
— Gefðu honum inn, hrópuðu þeir, rektu úr honum
garninar.
— Þér og þessi herra Samúel yðar, þið eruð þokkalegir
svikarar, það eruð þið. Þið skerið matinn við neglur ykkar!
Þið hafið grætt dálaglegan skilding í félagi.
Þú hefðir átt að vera skipstjóri á sjóræningjaskipi, ég er
•ui hefðir orðið ríkur á svipstundu!
Það var napurlegt fyrir Bligh að þurfa að þola slík orð af
vörum hins lægsta af undirmönnum sínum. En sannleikur-
inn var sá, að þetta var það heppilegasta, sem komið gat fyr-
ir Bligh, eins og á stóð. Á þessari stundu hékk líf hans á blá-
þræði. Og í orðum Ellisons fékk hatur skipshafnarinnar á
Bligh útrás. Ég held, að Christian hafi verið þetta ljóst, þvi
að hann lofaði Ellison að tala. — En eftir ofurlitla stund
þaggaði hann niður í Ellison:
— Búið út litla skipsbátinn! hrópaði hann. — Herra Churc
hill.
— Já!
— Sækið herra Fryer og herra Purchell! Burkitt!
— Já!
— Þér, Summer, Mills og Martin standið vörð um herra
4 Bligh!
Burkitt tók í kaðalendann:
NYR HIMINN - NY JÖRD
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
38
umbúðunum, sem voru gegnsósa
af blóði og vilsu. Undir öllum
venjulegum kringuinstæðum hefði
hann ekki hikað við taka hand-
legginn af fyrir otan olnbogc En
óhreinindin voru svo gííurleg. og
aðstæður svo geysilega erfiðar til
skurðaðgerðar á slíkum stað, að
hann hikaði við Honum varð
ósjálfrátt hugsað til hreinnai og
fullkominnar skuröstofunnar í An
con og ötulla og gáfaðra aðstoðar-
manna þar. Hann renndi augum
eftír sprungnum veggjunum. sem
voru fullir af köngulóarvef. leit
á konuna og óhrein andlit og
óþrifaleg klæði barnanna.
Maðurinn hafði einn möguleika
móti tíu til að komast lífs af, ef
handlegurinn væri tekinn af hon-
um, og nákvæmlega jafn mikla
möguíeika til þess, þótt hann væri
ekki tekinn. Ef hann héldi lífi
við hinn síðari kost, hafði hann
þó höndina, þótt hún yrði honum
kannski ekki til mikilla nota.
Læknirinn gaf honum ópíum og
bjóst til þess eins að berjast við
drep það. sem var að koma í sár-
ið.
— Hvað er þetta? Hann benti
á einkennilega tusku, sem bund-
in var um háls mannsins og virt-
ist hreyfast.
— Það er gfigri, sem forðar
honum frá óhöppum og erfiðleik-
um, svaraði konan.
— Var hann :neð það, þegar
slysið víldi til?
— Já, hann gengur alltsf með
það.
— Nú, þá ....
— Ef hann hefði ekki verið
með það, hefði hann brennzt
miklu meira.
— Hvað er þetta eiginlega?
Hvað er innan í því?
— Það eru níu lifandi loðpurk-
ur, svaraði elzti drengurinn.
— Þær læknuðu systur mína af
kýlunum. Þær lækna allt. Þetta
er nú fínt grigri.
Kýlin á systur hans höfðu auð-
sjáanlega læknazt af sjálfu sér.
Og það voru einmítt slíkar til-
viljanir, er juku stórum vinsæld-
ir grigri.
— Ef við tækjum nú þetta í
burtu og lyfin mín læknuðu föð-
ur þinn, þá væru þau betri en
loðpurkur, heldurðu það ekki?
— Ég veit ekki, svaraði kreng-
urinn íhugandi.
— Ná, svo þú veizt það ekki,
sagði læknirinn. — Þú ert greind-
ur piltur. Komdu nú og taktu
þetta burtu.
— Felix, þú lætur þennan klút
kyrran, þar sem hann er, æpti
móðir drengsins.
Læknirinn tók sótthreinsuð
skæri upp úr tösku sinni og
klippti sundur óhreina snúruna.
Síðan tók hann klútinn með inni-
haldinu á skæraoddinn, gekk yfir
að ofninum og fleygði öllu samari
í eldinn. Eftir bað þvoði hann
heldur sínar úr vínanda.
Philo var orðinn of máttfarínn
til að mótmæla þessu. Hann var
nær því meðvitundarlaus af deyfi-
lyfinu.
— Það er langt síðan hann hef-
ur sofnað svona, tautaði Felix.
— Hann er dáinn. Dáinn, æpti
konan. — Grigri tekið burtu og
_______________________________11
hann deyja. Öll bömin tóku að
góla, hvert í kapp við annað.
— Haldið ykkur saman. Felíx
hafði líkan róm og faðir hans.
— Hann dregur þó andann enn-
þá.
Læknirinn tók þegar til við
starf sitt. Litli hópurinn, sem stóð
yfir við vegginn, varð rólegri og
fylgdist með af miklum áhuga.
Þegar hann var búínn, þvoði hann
sjúklingnum i framan og úðaði
uppleystri sútunarsýru yilr
brunasárin.
— Ef eitthvað svipað skyldi
koma fyrir aftur, verðið þér sam-
stundis að leita læknis, sagði hann
við konuna, meðan hann tók sam-
an áhöld sín.
— Hún leit á hann ir.eð sýni-
legri móðgun í svip.
— Þú skalt aldrei trúa á neins
konar grigri, sagði hann við dreng
inn. — Þú sást sjálfur, hvaða
gagn var að því, var ekki svo?
Felix dró aðra öxlina upp að
kinn og setti stút á munninn.
— Læknir kosta peninga. Grigi)
með loðpurkum ekki kosta neitt
Lækninum féllu snöggvast
hendur og hann starði lengi á
piltinn. Hér átti fjárhagslegt at-
riði i baráttu við hjátrúna. Til
þess hafði honum alls ekki orðið
hugsað.
Hægra megin /ló brautlna,
sem lá niður tíl borgarinnar, stoð
Chinchuba klaustrið, sem var í
eigu Notre Dame systra. Þær ráku
skóla fyrir mállaus börn, hvaðan-
æva úr Suðurríkjunum. Til vinstn
handar, skömmu fyrr en komið
var að Chinchubabrúnni, lá mýr-
arflákinn mikli í allri sinni fram-
andí tign og einsemd. Hinum meg
in við brúna var svo skógarflák-
inn með eikum og gúmtrjám. í
rjóðri nokkru þar nærri bjó Alph
ons Gaspard mosatökumaður.
Þar tóku aftur við furuskógar,
sem mikið var unnið úr af trjá-
kvoðu. Hvarvetna á trjánum sáust
oddmynduð sár, en úr þeim
lak f fötur, sem bundnar voru við
stofnana. Þennan hluta skógarins
átti Bidault borgarstjóri, en i hon-
um hafði hann látið reisa terp-
entínuverksmiðju, sem sást af veg-
inum.
Hestvagn læknisins skrönglaðist
skröltandi yfir brúna. Vatnið í
víkinni var heillandi eftir veruna
inni í fúlli og loftlausrí stofu
Fanchons. Þetta hafði verið ógeðs-
leg og óþrifaieg aðgerð, og hnnn
hafði ekki getað þvegið hendur
sínar. Það hafði verið honum íull
erfitt, að fá vatn og sápu fyrir
sjúklinginn.
Hann lagði frá sér taumana,
steig níður úr vagninum og gekk
ofan í fjöruna. Þar laut hann nið-
ur, tók lófa sína fulla af vatni og
skolaði af sér svitann og götu-
rykið með ósegjanlegri velþókn-
un.
— Má ég ekki bjóða yður
þurrku?
Hann hrökk við, en þekkti þó
röddina. Hún kom innan úr skóg-
inum. Halti hundurinn stóð hjá
honum og dinglaði rófunní vina-
lega. Einn fótur hans var enn meö
umbúðir. Hundurinn hljóp til
baka út með vatninu og nú kom
hann auga á Mirjam. Hún sat við
málaragrind sína í forsælu af eik-
artré. Stofninn skyggði á hana frá
veginum að sjá.
Hann fann hvernig vatnið
draup níður af höku hans og hár-
tjásur lágu niður í augun. Hann
tók við þurrkunni og þerraði sig
í framan.
— Greiðu?
— Kærar þakkir. Þér eruð
mjög alúðleg.
Hún tók bolla úr agat upp úr
tösku sinni, gekk að lind,, sem
var þar hjá og kom aftur með
hann fulllan á barma.
— Drykk, spurði hún brosandi.
Hann hló. — Ég verð að segja,
að þér eruð vel útbúin, af skóg-
argyðju að vera.
— Ég er bara vinnustúlka, svar
aði hún og benti á hálfgerða