Tíminn - 19.11.1964, Blaðsíða 2
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1964
Miðvikudagur, 18. nóv.
NTB-Saigon. Hersveitir rík-
isstjómarinnar í S.-Vietnam
tgerðu í dag einhverja þá
mestu árás, sem þær hafa gert
á hinar kommiinistísku li'ðsveit
ir Viet Congs. 115 bandarísk-
ar þyrlur voru not/aðar til a®
setja 1000 fallhlífarhermenn
niður á árásarsvæðið, sem er
50 km. fyirir norðvestan Saigom
Sprengjum var varpað yfir lið-
sveitir Viet Cong og skotið á
þær úr vélbyssum.
NTB—Washington. Vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna
tiikynnti á blaðamamnafundi í
dag, að bandarísk herflugvél
af gerðinni F-100 hefði verið
skotin niður yfir S.—Laos i
tgæTkvöldi. Ráðherrann sagði,
að fiugvélin hefði verið í reglu
bundinmi eftirlitsferð fyrir til
stilli ríkisstjórnarinnar í Laos.
Árásin var gerð á því svæði,
sem hersveitir kommún'ista
ráða yfir.
NTB—San Francisco. Einn aí
sérfræðingum Kennedys heit
ins forseta í málefnum Austur
landa, Roger Hilsman, sagði
í dagi að Randaríkin mættu
gjarnan taka upp nokkuð frjáls
lyndari stefnu gagmvart Kína,
ríkisráðherra í stjórn Kenne-
dys, sagði e'innig, að Banda
ríkin yrðu að endurskoða af-
stöðu gagnvart Kína í vrrzlun
armálum.
NTB—Moskva. Sovéski utan-
ríkisráðherrann, Andrej Gro-
myko, sagði Bandaríkjam. í dag,
að sovétríkin myndu ger? sitt
ýtrasta til að slaka á spennunni
á milli þessara tveggja stór-
velda. Hann sagði þetta um
leið og undirritaður vair 9amn
ingur milli USA og USSR um
tveggja ára samvinmu við rann
sóknir á vinnslu ferks vatns
úr saltvatni. Kjarnorka er not
uð i sambandi við þessar rann
sókir. ______________
TIL SOLD
Amerískur Kay rafmagns-
gítar og magnari, svefn-
sófi og 2 stólar, sófaborð,
útvarpstæki og plötuspilari
plötur fylgja, vandað gólf-
teppi. 3 stoppuð sæti hentuf
í sendiferðabíl eða jeppa.
Sími 2 38 89 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Pólitískar hreinsanir framundan
NTB-Moskvu, 18. nóvember.
Talið er að víðtækar pólitískar
hreinsanir standi fyrir dyrum í
Sovétríkjunum, og sá maður, sem
bak við þær standi, sé Nikolaj
Podgormi, sem nú sé orðinn ann
ar valdamesti maður kommúnista
flokksins í Sovétríkjunum.
Podgornij er 61 árs Úkiaínu
maður, og sterkur orðrómur hef-
ur verið á kreiki eftir fall Krúst
joffs um að vegur hans innan
flokksins færi mjög vaxandi og
nú eru fréttamenn í Moskvu þeirr
ar skoðunar að hann sé orðinn ann
ar valdamesti maður flokksins að
eins Bresnév sé valdameiri
Þá telja kunnugir menn að
Podgornij stjórni nú orðið skipu-
B R I D G E
Framhald af 12. síðu.
6. Hilmar Guðmundsson —
Jakob Bjamason 1047
7. Jón Arason — Sigurður
Helgason 1041
8. Ólafur Þorsteinsson —
Sveinn Helgason 1029
Alls taka 24 pör þátt í keppn
inni. Lokaumferðin verður spil
uð n.k. þriðjudagskvöld í Silf-
urtunglinu.
UB
STRANDIÐ
Framhald af 1. síðu
Skipsmenn vildu ekki yfir-
gefa skipið að sinni. því
vonir stóðu til að takast
mætti að ná því út. And-
ey úr Keflavík andæfði fyr-
ir utan, svo og Eldingin.
Um hádegið fór helmingur
skipshafnarinnar í land.
Þegar fór að falla að hvessti
og versnaði í sjó. Hafsteinn
á Eldingunni hjálpaði þá
til við að koma vírum úr
Andey í Báru, en tilraun til
að draga bátinn á flot mis-
heppnaðist. Var báturinr. þá
orðinn mikið brotinn og
sjór kominn í hann. Klukk-
an hálf þrjú fór skipstjóri
og vélstjóri og tveir hásetar
í land. Engu var bjargað úr
bátnum og má búast við að
hann eyðileggist í óveðri í
nótt. Skipsmenn dveljast í
nótt á Gufuskálum. Björg-
unarmenn héðan fengu
mjög þunga færð til baka
og misstu einn bíl út af og
ofan í gjótu og urðu að
skilja við hann þar.
Vélbáturinn Bára var 78
brúttólestir. smíðaður úr
eik í Svíþjóð árið 1948 en
endurbyggðui 1962—63.
Hann var eign Hraðfrysti-
stöðvarinnar í Keflavík, en
gerður út af Hraðfrystistöð-
inni í Pveykjavík.»Á bátnum
voru átta menn, skipstjóri
var Guðjón Ólafsson.
Lyf-Gard ætt § að
draga úr slysum
EJ-Reykjavík, 18. nóvember
Nýtt tæki, sem draga ættí til
muna úr slysahættunni í umferð
inni, hefur um skeið verið á mark
aðnum. Kallast þetta tæki LYF-
GARD og er sett í samband við
hemlakerfi bifreiðanna.
Tæki þetta vinnur þannig, að
það skiptir hemlakerfinu ’ tvo
hluta, sem þó vinna saman, þar
til bilun verður í öðru kerfinu.
lagsdeild flokksins einn, eða með
Bresnév, og hafi þvi umsjón
með skjalasafni flokksins, en með
hliðsjón af því eru starfsmenn
flokksins út um allt landið ráðnir.
Á mánudag var rætt um skipu-
lagsmál flokksins í miðstjórninni
og þar lagði Podgornij fram til-
lögur um skipulagsbreytingar og
skýrslu um skipulagsmál. Á þess-
um fundi var ákveðið að leggja
niður deildaskiptingu flokksins í
iðnaðar- og landbúnaðardeiidir,
sem Krústjoff kom á á sínum
tíma og einnig ákveðið að í nsesta
mánuði skyldi velja nýja for-
ingja fyrir flokksdeildirnar í 73
þýðingarmestu héruðunum í Sov
étríkjunum. Öll þessi 73 héruð
hafa hingað til kosið tvo menn í
miðstjóm flokksins, einn fyrir
iðnaðarfólk og annan fyrir land-
búnaðarfól'k, en nú verður að-
eins einn fulltrúi frá hverju hér-
aði. Þá er einnig talið líklegt að
valdir verði flokksritarar i þeim
40 héruðum, þar ,sem hinni áður
nefndu skiptingu hefur ekki verið
komið á. Er búizt við, að mörgum
þeirra 170 manna, er Krústj kom
inn í miðstjórnina, verði nú vikið
frá að undirlagi Podgornij. Þótt
flokksritararnir séu að nafni til
valdir af viðkomandi flokksueild-
um, er aðeins einn í kjöri. Hann
er valinn í Moskvu og þar getur
verið aS Podgornij hafi nú mest
að segja í þesum efnum.
Sendiráðsmönnum vísað úr
landi vegna kassamannsins
ENGIN ÁKÆRA
Framhald af bls. 1.
ákærurnar. En þótt engar ákærur
hafi komið fram, hvorki frá varn-
arliðinu eða Íslendíngum, getur
saksóknari ríkisins fyrirskipað
málssókn, þyki honum rannsókn
hafa leitt í ljós misferli.
Almenningi mun hafa skilizt, að
þetta mál snerist m. a. um nafna-
fals til að hafa fé út úr varnarlið-
inu. En óneitanlega þarf engan að
undra, þótt málið dragist á lang-
inn, fyrst enginn sá aðili fyrir-
finnst, sem hefur yfir neinu að
kvarta við verktakafyrirtækið G.
Jónsson og Co.
NTB-Róm, 18. nóvember.
ítölsku yfirvöldin hafa nú vís-
að úr landi tveimur starfsmönnum
við egypzka sendiráðið í Róm.
Lögreglan í Róm handtók þessa
tvo menn í gærkvöldi í sambandi
við það, að starfsmaður Fiumicino
flugvallarins uppgötvaði rnann í
vöruflutningakassa, sem sendast
átti til Cario. Annar mannanna er
talinn vera ritari egypzka sendi
ráðsins í Róm, en lögreglan náði
hvorugum þeirra, fyrr en eftir
mikinn kappakstur.
Tollmenn á flugvellinum heyrðu
stunur innan úr kassanum, sem
merktur var sem hljóðfæri. Fyrst
þegar maðurinn fannst, var haldið
að hann væri þýzkur nazisti, sem
Gyðingar hefðu rænt og ætluðu
að smygla til fsraels, en síðar
kom í ljós, að maðurinn í kass
anum heitir Joseph Dahan og er
30 ára gamall Marokko-búi. Hann
gaf þá skýringu, að honum hefði
verið rænt í Róm á mánudaginn.
Arabiska sambandslýðveldið hef
ur neitað því, að eiga nokkurn þátt
í þesum atburði Dahan fannst
deyfður, bundinn og keflaður í
kassanum, sem var sérstaklega
Þá lokar það á sjálfvirkan hátt fyr
ir þann hluta kerfisins. sem bilað
hefur, og útilokar þannig, að um
algjört hemlaleysi sé að ræða í
einni svipan.
Framleiðendur telja þetta tæki
nokkuð öruggt, enda mun nokkur
reynsla á það komin, og gæti
þetta því mjög dregið úr þeim
mörgu og tíðu umferðaslvsum,
sem eiga sér stað hér á landi.
Smiðjuholt við Reykholt
Borgarfirði, er til sölu. Eignin er: Einbýlishús,
106 ferm., ein hæð, 3 herb., skáli, eldhús, búr og
bað. Tvöfalt gler í gluggum. Teppi á göngum og
stofum. Iðnaðarhúsnæði, 135 ferm-, frágengið inn-
an o gutan. Mætti innréttast fyir íbúð. Húsunum
fylgir 1600 ferm. lóð, ræktuð og girt. Húsin eru
. upphituð með hverahita. Ennfremur fylgir eign-
inni 6 hekt. lands, óræktað. Hluti af því er með
varma, og er því mjög hentugt fyrir garðyrkju
og gróðurhúsaræktun. Beitarréttindi í Reykholts-
landi. 3ja fasa rafmagn frá Andakílsvirkjun er 1
iðnaðarhúsnæðinu. Mikil og löng lán fylgja við
sölu. Frekari upplýsingar veittar á skrifstofunni.
Bankastræti 6 — sími 16637-
ÍSTORG auglýsir!
”WING SUNG"
Kínverski sjálfblekungurinn „Wing Sung“ mælir
með sér sjálfur Hann kostar aðeins 95 krónur.
Einkaumboð fyrir tsland:
ÍSTORG H.F.
Hallveigarstíg 10, pósthólf 444,
Reykjavík.
Sími: 2 29 61.
smíðaður. Lögreglan í Róm, Napolí
og Frankfurt vinnur nú að því, að
upplýsa fortíð Dahans. f kvöld yf-
irheyrði lögreglan í Napolí unga
stúlku, sem talin er trúlofuð Da-
han og alþjóðalögreglan er að
reyna að staðfesta þær upplýsingar
Dahans sjálfs, að hann hafi dval
izt í lengri tíma í Frankfurt. Sam
kvæmt upplýsingum ítölsku frétta
stofunnar ANSA er Dahan fæddur
í Marokko og hefur israelskar, rí'k
isborgararétt. Sum ítölsku dag-
blaðanna hafa látið að því liggja,
að Dahan sé njósnari og kvöld-
blaðið Momento Sera segir hann
vera tvöfaldan njósnara, annars
vegar fyrir ísrael og hins vegar
fyrir Arabíska sambandslýðveldið.
Styður það þá kenningu, að Da-
han talar 10 tungumál reiprenn-
andi.
Egypzka sendiráðið í Róm hef-
ur sent út yfirlýsingu, og neitar
því að hafa haft nokkra hug-
mynd um innihald hins stóra,
hvíta kassa, sem áskrifaður var til
egypzka utanríkisráðuneytisins.
Hinir tveir starfsmenn sendiráðs-
ins, sem gerðir voru landrækir,
segja, að kassinn, sem Dahan
fannst í sé ekki sá sami og
sendur var frá sendiráðinu. Da-
hann var með marokkans'kan pass
á sér, sem útgefirin var af mar-
okkanska sendiráðinu í Damaskus.
Bæði ísraelska og marokkanska
sendiráðin í Róm hafa neitað því
að þekkja nokkuð til manrsins.
ítölsku yfirvöldin hafa mótmælt
i þessum atburði við egypzka sendi
í herrann, en hann segist ekkert
vita um þetta mál.
Sl. sunudag gaf Dahan þær
upplýsingar á hóteli sínu í Napolí,
að hann ætlaði til Formiu, sem er
mitt á milli Napolí og Róm. Hann
kom aftur til hótelsins um nótt-
ina, en sagði síðari hluta mánu-
dags, að nú ætlaði hann til Form-
iu og þaðan til Róm, þar sem
hann ætlaði að heimsækja marokk
anska sendiráðið. Lögreglunni
sagði hann síðar, að hann hefði
ætlað til Róm til að hitta mann,
sem ætlaði að láta hann hafa mikla
peningaupphæð, en á mánudags-
kvöldið, þegar hann var á leið-
inni, var ráðist á hann. Hann var
sleginn í höfuðið, settur inn í
bíl og ekið með nann til einhvers
óþekkts staðar. Þar var hann hafð
ur í haldi alla nóttina, síðan fékk
hann sprautu, var bundinn og
keflaður og settur í kassann Sam
kvæmt upplýsingum frá AP fi étta
stofunni sagði Dahan lögreglunni,
að hann hefði um nokkurn tíma
unnið fyrir egypzka sendiráðið í
Róm og á þeim tíma hefði hann
komizt yfir mikilvægar upplýsing
ar.
Samkvæmt síðustu fregnum hef-
ur lögreglan í Róm gefið upplýs-
ingar um það, að maðurinn heiti
alls ekki Joseph Dahan Hann hafi
búið í ísrael fram til ársins 3961,
þar er hann giftur og á fjögur
börn og þekktur sem afbrotamaö-
ur. Hann hafði verið þvingaðrir
inn í egypzku njósnaþjónustuna,
sagði ísraelska lögreglan, þegar
hann fór yfir landamærin.