Tíminn - 19.11.1964, Side 5
FlMMTUDAGUR 19. móvember 1964
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstiórar: í-órnrinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur • Eiddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti ■ Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar sknistofur,
sími 18300. Áskriftargjaid kr. 90,00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Einræðisuggine
Eitt hið furðulegasta fyrirbæri í áróðurssöng ríkis-
stjórnarinnar og aðalmálgagns hennar er sú síendurtekna
upphrópun, að Framsóknarflokkurinn sé óþarfur flokk
ur í íslenzkum stjórnmálum. Eins og kunnugt er þá er
Framsóknarflokkurinn stærstur og sterkastur flokkur
stjórnarandstöðunnar og á herðum hans hvílir hin raun-
verulega stjórnarandstaða í landinu. í öllum lýðræðis-
löndum er hlutverk sterks stjórnarandstöðuflokks viður-
kennt mjög mikilvægt í því mundangshófi, sem er aðall
lýðræðislegs stjórnarfars, og það eru réttmæt áhrif og
gagnrýni stjórnarandstöðu, sem öðru fremur greina slíkt
stjórnarfar frá stjórnarháttum einræðis og sjást þess
ætíð ljós merki t. d. í Bretlandi, Norðurlöndum og
Bandaríkjunum.
í einræðisríkjum er þessu öfugt farið. Þar eru stjórn-
arandstöðuflokkar taldir óþarfir, jafnvel svo óþarfir, að
þeir eru bannaðir. Þar er gagnrýni á ríkisstjórn talin
óþörf og fjandsamleg. Þetta er eitt skýrasta einkenni ein-
ræðis eins og allir vita.
Þó að hér hafi ráðið undanfarin ár hatröm íhalds-
stjórn, sem freistar þess að koma á mjög íhaldssömum
stjórnarháttum með gróðahagsmuni sérgæðinga að bjart-
asta leiðarljósi, hefði mátt vænta þess, að lýðræðis-
stjórnarfar væri orðið svo þroskað og stæði svo föstum
fótum á íslandi, að ekki mundi örla á einræðisuggum
í þeirri stjórn. Sú hefur nú samt orðið raunin á. Ekki
hefur það heyrzt, að brezka íhaldsstjórnin teldi verka-
mannaflokkinn ,,óþarfan flokk“ í stjórnarandstöðunni.
Þær raddir hafa ekki heldur heyrzt frá stjórnarflokkum
á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum. Sú rödd hefur
aðeins heyrzt hjá íslenzku íhaldsstjórninni. Hún ein ber
einræðisugga, sem henni tekst ekki að leyna.
Málgögn Sjálfstæðisflokksins bregðast aldrei reiðari
við en þegar á það er bent, að stundum örli hjá þessum
flokki á skyldleika við aðferðir Hitlers eða einræðis-
stjórnir Suður-Ameríku. Samt eru þeir enn margir sem
muna eftir venzlum flokksins við íslenzku nazistana fyrr
á árum. Það var raunar vitað mál, að fvrir 1940 var for-
ystulið Sjálfstæðisflokksins gegnsýrt af anda nazisma,
og ýmsir, sem þá kölluðu hæst „Heil Hitler“ eru enn í
forysturöðum íhaldsins á íslandi. Engan þarf því að
furða, þó að einræðisugginn sé ekki með öllu dottinn af
íhaldinu enn.
Þolir ekki gagnrýni
Það er eitt skýrasta einkenni einræðishneigðar hjá
lýðræðisflokki, sem fer með stjórn, að hann þolir illa
gagnrýni og allra sízt sterkan andstöðuflokk. Þá brestur
hina lýðræðislegu þolinmæði. Þá er farið að hrópa, að
andstöðuflokkurinn sé óþarfur, og slík upphrópun sver
sig greinilega í ætt við bannið.
En hvað er það, sem íhaldinu þykir verst, að Fram-
sóknarflokkurinn skuli gagnrýna? Það er stjórnarstefnan
sjálf. Henni vildi íhaldið helzt geta komið fram með
hlióðlátari hætti, því að það veit, að hún er ekki fallin
til almenningshylli. íhaldið þolir ekki, að Framsóknar-
flokkurinn skuli berjast gegn þeirri fjármálastefnu að
jaka almenning með háum neyzlusköttum og beinum
sköttum — en halda jafnframt dugandi einstaklingum og
samtökum þeirra í lánasvelti til framkvæmda og athafna,
meðan hátekjumenn bera mjög lága skatta og sérgæð-
ingar íhaldsins leika sér að tugmilljónum. -
TÍÍVIINN
Heldur Longo forystunni?
Mikilvægar kosningar á Itaiiu næstkomandi sunnudag.
Á SUNNUDAGINN kemur
fara fram sveitar- og borgar-
stjórnarkosningar í Ítalíu. Úr
slita þeirra er beðið með nokk-
' urri eftirvæntingu. Ástæðan
er sú, að þau eru líkleg til að
leiða í ljós afstöðu almennings
til þeirrar samstjórnar kristi
lega flokksins og vinstri jafn-
aðarmanna, sem farið hefur
með völd undanfarin misseri.
Jafnframt verða þau vísbend-
ing um, hvernig kommúnistum
muni farnast eftir að Togliatti
er fallinn frá, en hann hefur
verið leiðtogi kommúnista í
öllum kosningum, sem hafa
farið fram á Ítalíu síðan síð-
ari heimsstyrjöldinni lauk.
Þegar Togliatti féll frá á
síðastl. sumri, þótti sjálfsagt,
að Luigi Longo yrði eftirmað
ur hans. Hann hafði verið nán-
asti samverkamaður Togliattis
um meira en tuttugu ára skeið
Ymsir töldu hins vegar vafa-
samt, að Longo yrði lengi aðal
foringi ítalskra kommúnista. í
flokknum eru ungir og fram
gjarnir forustumenn, sem eru
honum snjallari áróðursmenn
í ræðu og riti Meðan Togli-
atti lifði, /ar því haldið fram,
að það hentaði Longo betur að
fylgja fram fyrirskipunum en
að marka stefnu. Hið síðar-
nefnda var hlutverk Togliattis
Af þessu var ályktað, að Longo
myndi ekki reynast vel sem
aðalforustumaður þótt hann
hefði reynzv vel sem nr. 2.
Urslit kosninganna á sunnu
daginn geta ráðið miklu um,
hve traustur Longo kann að
reynast í sapti.
SAMKVÆMT frásögn er-
lendra blaðamanna, sem hafa
fylgzt með kosningabaráttunni.
hefur Longo staðið sig frem-
ur vel. Hann er enginn mælsku
garpur á borð við Togliatti
og er heldur þurr í viðmóti.
Hins vegar er hann snjall
skipuleggjari og bersýnilega
vel hygginn. Hann hefur gætt
þess vel að hafa nána sam-
vinnu við flokksstjórnina og
forðazt að taka afstöðu til
meiriháttar mála, nerna í sam-
ráði við hana. í viðtölum við
blaðamenn ■ hefur hann staðið
sig heldur vel, svör hans eru
skýr og umbúðalaus, hann
heldur sér við efnið og lætur
ekki teyma sig inn á neinar
viðsjárverðar hliðargötur.
Ræður hans eru ljósar og því
Togliattl og Longo.
heldur sannfærandi. Hann hef
ur sýnt á ýmsan hátt, að hann
yill láta flokkinn vera sjálf
stæðan, þótt hann hafi nána
samvinnu við rússneska komm
únistaflokkinn. Longo er tal-
nn hafa ráðið mestu' um, að
hin svonefnda pólitíska erfðá
skrá Togliattj var birt Hann
er einnig talinn hafa ráðið því,
að ítalskii kommúnistar hafa
gagnrýnt aðferðina, þegar
Krustjoff var steypt úr stóli,
og hann hefur sjálfur farið
ýmsum viðurkenningarorðum
um Krustjoff eftir fall hans.
Annars reynir Longo að að
ræða sem minnst um tengslin
við Moskvu, en leggur þeim
mun mein áherzlu á innan
landsmálin og svo einstök
sveitarstjórnarmál. Hann hef-
ur gefið til kynna, að þótt
kommúnistar kæmust í stjórn,
myndu þeir fara sér hægt í
þjóðnýtingarmálum. Þeir væru
engan veginn á móti öllum
einkarekstri, en þeir væru and-
vígir einokun og stórgróða
einkaaðila.
ÞÁ LEGGUR Longo á-
herzlu á það í áróðri sínum, að
kommúnistar vilji ná völdum
eftfr lýðræðislegum leiðum
Longo gerir sér bersýnilega
ljóst, að byltingarstefna á ekki
lengur sama hljómgrunn í
Ítalíu og áður. Þess vegna er
kommúnistaflokkurinn að
ýmsu leyti stórum veikari
flokkur nú en hann var fyrir
t.d. 10—20 árum, enda þótt
hann hafi aldrei fengið fleiri
atkvæði en i seinustu kosning-
um. Félagsmönnum í flokksfé-
lögunum hefur fækkað, en
mest hefur fækkunin þó orðið
i æskulýðsfélögum flokksins.
í sumum verkalýðsfélögum eru
kommúnistar á undanhaldi.
Ilins vegar bætti flokkurinn
við sig um 1 millj. atkv. í sein
ustu þingkosningum og hlaut
um 25% allra greiddra at-
kvæða Flokkurin hefur 166
þingmenn fulltrúadeild þings-
ins af 630 alls, og 83 í öld-
ungadeildinni af 320 alls. Fylg-
isaukning tlokksins í kosning-
um á sama tíma og meðlim-
um fækkai i flokksfélögunum,
ber þess merki, að hann safnar
um sig óánægðum kjósendum,
sem ekki eru Wnmúnistar.
Þetta virðist Longo gera sér
ljóst og haga sér i samræmi
við það. Hins vegar eru nokk-
uð skiptar skoðanir um þetta
i flokknum, en Togliatti hafði
svo trausl völd, að hann gat
haldið öllum meiriháttar deil-
um niðri Hætt er við„ að þess
ar deilur olossi uppi, ef ekki
gengur vei í kosningunum á
sunnudaginn. Þess vegna verða
úrslit þeirra mikilvæg persónu
lega fyrir L.ongo Tapi flokkur-
in, œuni sumir vilja taka upp
byltingarstefnu að nýju í kín-
verskum anda, en a.ðrir ganga
enn meira til móts við borgara
leg sjónarmið.
LUGi 1ÍONGO er 84 ára
gamall, kominn af fátækum
bændaættum. Hanr* gerðisi
ungur kommúnisti og tók fljótt
þátt j ólögiegum verkföllum og
ýmsum óeirðum og var hvað
eftir annað fangelsaður, en þó
ekki lengi í einu Þegar borg
arastyrjöldrn á Spáni hófst.
fór hann fl.iótlega þangað sem
sjálfboðnliði og var meðal
hinna seinustu sem hættu
mótspyrnunni gegn Franco
Hanr þótt sýna mikið hug
i'ekk; og mikla skipulagshæfni
í þessum átökum, enda var
hann á eftir kvaddur ti!
Clark hershöfðingi sæmir Longo heiðursmerki.
Framhald á
siðu.