Tíminn - 19.11.1964, Side 7
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1964
Bfflisg TÍMINN
Læknislausum iiéruðum ver
veitt aðstoð til sjúkraflutnin
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra, svaraði í gær fyrir-
spum frá Ásgeiri Bjarnasyni um
hvaða ráðstafanir heilbrigðis-
stjómin hygðist gera til að lækn-
ishéruð landsins verði skipuð hér-
aðslæknum.
Ásgeir fylgdi fyrirspurninni úr
hlaði og greindi frá hinu uggvæn-
lega ástandi í læknismálum dreif-
býU8Ías. 7 héruð væru nú læknis-
laus og tvö auglýst til umsóknar
og víða væru héraðslæknar aðeins
settir. Einkanlega væri þetta baga
legt á vetrum, þegar ófærð haml-
aði samgöngum og þar vfð bætt-
ist, að það fólk, sem byggi í
læknislausum héruðum yrði að
kaupa læknisþjónustuna á marg-
földu verði.
Jóhamt Hafstein sagði, að skip-
uð hefði verið 6 manna nefnd til
að endurskoða læknisskipunarlög-
in og hefði hún skilað áliti og
frumvarpi til nýrra læknisskipun-
arlaga. Væri frumvarpið nú til at-
hugunar hjá ríkisstjóminni og
yrði lagt fram mjög bráðlega.
Ásgeir Bjarnason sagði að frum
varp til nýrra læknisskípunarlaga
yrði áreiðanlega til bóta, en allt
of langt hlyti að líða þar til frum
va pið vrði að lögum og umbætur
þess færu að bera árangur. Strax
yrði að gera bráðabirgðaráðstaf-
anir til að bæta úr brýnustu þörf-
inni í þeim héruðum, sem verst
eru nú sett í þessu efní. Það þyldi
enga bið að gera einhverjar um-
bætur í læknismálum þeirra.
Sigurvin Einarsson kvaðst vilja
vekja athygli á því, að ríkissjóði
TÓMAS KARLSSON RITAR
sparaðist verulegt fé í læknislaun-
um við það, að héruðin væru
læknislaus og 'spurði ráðherra,
hvort ekki væri réttmætt og sjálf-
sagt að nota það fé, sem þannig
sparaðist til þess að greiða fyrir
sjúkraflutningum í þeim héruðum,
sem læknislaus væru og fólk vissi,
að ætti sér aðstoð vísa, þegar
flytja þarf sjúkling til læknis-
hjálpar.
Jóhann Hafstein sagði sjálfsagt
að athuga strax aö veita hinuro
læknislausu héruðum einhverja as
stoð við sjúkraflutninga og kvaðst
vona, að frumvarpið til nýrra
læknisskipunarlaga fengi greiða
afgreíðslu gegn um þingið.
Ekki
ma fresta lengur
að taka ákvarðanir um
Alþingishús
Bjarni Benediktsson svaraði í
gær fyrirspurn frá Þórami Þór-
arinssyni um byggingu Alþingis-
húss.
Þórarinn Þórarinsson fylgdi fyr-
irspuminni úr hlaði og minnti á
Héraðsskóli
að Reykhólum
Þeir Hannibal Vald’imarsson og
Sigurvin Einarsson flytja tillögu
tii þingsályktunar um héraðsskóla
að Reykhólum. f greinargerð, sem
tillögunni fylgir, segja flutnings-
menn:
Tillaga samhljóða þessari var
frumflutt á seinasta þingi og
fylgdi henni þá svohljóðandi grein
argerð:
Allir héraðsskólar em nú yfir-
fullir, og verða ungmenni oft að
bíða eitt til tvö ár eftir því að
geta fengið námsvist í héraðs-
skóla. Þetta er afleiðing þess, að
fenginn nýr héraðsskóli hefur ver-
íð byggður síðastliðin 15 ár. Skóga
skóli mun vera sá yngsti þeirra,
en hann tók til starfa árið 1949.
Hér stappar nærrl, að í óefni sé
komið, því að vissulega verður það
að teljast meðal dýrmætustu
mannréttinda æskufólks að geta
aflað sér nauðsynlegrar almennr-
ar menntunar. Og tvímælalaust er
það ekki rétt stefna að láta löng-
um og löngum undir höfuð leggj-
ast að byggja skóla til almennrar
fræðslu, en þurfa síðan að rjúka
i að byggja marga samtímis. f
þessu efni sem öðru er affara-
sælast að svara kröfum eðlilegr-
ar þróunar með jöfnum skrið.
Sem stendur munu vera starf-
andi 7 héraðsskólar á öllu land-
inu, og getur hver þeirra aðeins
tekið á móti 35-40 nýjum nem-
endum á ári. Það eru því í mesta
lagi 250-300 nemendur, sem nám
geta hafið árlega í öllum héraðs-
skólunum. Þetta er sorglega lág
tala og ber áhuga og skilningi
stjórnarvalda um almenna alþýðu-
menntun ekki allt of fagurt vitni.
Þeð getur þannig ekki orðið
ágreiningsefni, að þess er full þörf,
að nýr héraðsskóli — eða jafn-
vel fleiri en einn — verði reist-
ur hið fyrsta.
Flutningmenn þessarar tillögu
teija eðiilegt, að Reykhólar í Aust-
ur-Barðastrandasýslu verði fyrir
valinu sem skólasetur. Þar hefur
verið haldið uppi unglingaskóla
nokkur undanfarin ár af miklum
áhuga og fómfýsi heimamanna, en
sú kennsla hefur nú fallið niður
vegna erfiðrar aðstöðu og brott-
flutnings forgöngumannsins, Sig-
urðar Elíassonar tilraunastjóra.
Nokkur byggð er þegar komin
á Reykhólum, og bendir allt til
þess, að þar rísi á næstu árum
kauptún, er bvggi á landbúnaði
og iðnaði.
Það var á sínum tíma vel ráðið,
er héraðsskólunum var yfirleitt
valinn staður, þar sem gnægð var
jarðhita, og hann nýttur fyrir þess
ar stofnanir, bæði til upphitunar
húsakosts, til sundlauga og á ýms-
an annan hátt. Hefur þetta þegar
sparað þjóðfélaginu ógrynni fjár.
Með tilliti til þessara náttúruauð-
æfa var héraðsskólunum að Laug-
arvatni, Laugum, Reykholti,
Reykjanesi og Reykjum í Hrúta-
fírði valinn staður.
Svo sem kunnugt er, búa Reyk-
hólar yfir miklum auðæfum jarð-
hita, sem hingað til hafa ekki ver-
ið hagnýtt sem skyldi. Meðal ann-
ars með tilliti til þessa eru Reyk-
hólar valinn skólastaður. Þá
mundi skóli vera þama vel settur.
Enginn héraðsskóll er á öllu Vest
urlandi allt frá Reykholti í Borg-
arfirði. Þá mundi skóli á Reyk-
hólum vera merkur liður í upp-
byggingu staðarins, en ýmis fyrir-
heit hafa að undanfömu verið gef-
in af opinberri hálfn nm eflingu
byggðar að Reykhólum, hinu forna
og landkostarika stórbýit og höfð-
ingssetri. s
Margt fleira, sem óþarft er hér
að telja, mælir með því, að al-
mennur æskuKðsskóli verði reist-
ur á Reykhé og er það von
flutningsmar að málinu verði
svo vel tekn á háttvirtu þlngi,
að það fái afgreiðslu á þessu þingi,
svo að skólabygging geti hafizt
strax, er nauðsynlegum undirbún-
ingsframkvæmdum væri lokið.
þingsályktunartillögu, er hann
hafði flutt ásamt fleirum um kosn
ingu nefndar til að gera tillögur
um nýtt þinghús eða stækkun Al-
þingishússins og nefndin skilaði
BILAKJOR
Opel Record ‘64 ekinn 11 \
Iþús. km. i
Taunus 12 M. ‘64
Peugout 403 ‘64.
t Sinca ‘63 j
I Opel Kapitan ‘61, ekinn ein- ;
\ göngu í Þýzkalandi.
í Willys ‘62 lengri gerð, allsk., ■
skipti koma til greina.
Renault R 8, fasteignabv kem !
ur til greina
Volkswagen ‘63 verð 85 þús. \
Mercedes Bens 190 ,57, skipti !
á M.B. 220 60—62 millgj gr. j
strax.
Chevrolet ‘56 skipti á minni
yngri bíl.
Einnig flestar árgerðir og teg-
undir eldri bifreiða. j
Bifreiðir gegn fasteignatr.
skuldabr. og vel tryggðum víxl- i I
um.
Opið á liverju kvöidi t'? kl. 9.
áliti ekki síðar en haustið 1962.
Þessi tillaga var afgreídd með
þeirri breytingu, að forsetum
þingsins var falið málið ásamt
fulltrúum frá þingflokkunum.
Þessi nefnd hefur nú starfað á
fjórða ár, en ekkert frá henni
heyrzt enn. Fór Þórarinn síðan
nokkrum orðum um hin miklu hús
næðisþrengslí þingsins. íslending-
um er gjarnt að halda því ^ lofti
við erlenda menn, að Alþingi sé
elzta starfandi þjóðþing í veröld-
inni, en ræktarsemi okkar við
þeti. ''Hg er ekki til að halda
á lofti. Ivrenn hefur greint á um
það lengí, )u_yt byggja ætti við
Alþingishúsið eða reisa nýtt hús.
Ákvörðun um þetta má ekki drag-
ast lengur og ákvörðun um þetta
mál þarf að taka á þessu þingi.
Bjarni Benediktsson sagði, að
málið væri í athugun, en erfiðlega
gengi að fá samstöðu um málið
og taldi ekkí ráðlegt að vinna
þannig að málinu, að skerist í
odda. Sagðist hann ekki vilja fjöl-
yrða um málið meðan álit for-
setanna lægi ekki fyrir.
Þórarinn Þórarinsson kvaðst
harma það, að forsætisráðherra
vikí sér undan að svara fyrir-
spuminni. Nefndin hefur starfað
á fjórða ár og hefur fengið nægan
tíma til að athuga malið og taka
um það ákvörðun. Ef nefndin get-
ur ekki lokið störfum, verður að
taka málið upp með nýjum hætti
og gera út um það við atkvæða-
greiðslu í þinginu, hvort byggja
eigi við húsið eða reisa nýtt Al-
þingishús. Málið mætti ekki drag-
ast svona von úr viti. Til þessa
máls eiga þingmenn ekki að taka
afstöðu eftir flokkum — þetta á
ekki verða flokksmál og það má
ekki dragast lengur úr hömlu að
ákvörðun verði tékin.
Rauöará Skúiagötn 55
Shni 15812
Rúmgóð 4ra hcrb.
fbúð
Til sölu
á fallegum stað i Hliðunum,
tvöfalt gler, harðviðar hurðir,
(ljós eik) sér þvottahús Sér
inngangur. Sér hiti. Skóli og
matvöruverzlanir rétt hjá. Stór
lóð ræktuð og gyrt. Útb 400
þús.
Málaflulnir.gsskrifstofa:
Þorvarður K. Þorsteinssoo
Miklubraut 74.
Fasteignavlðsklpti:
Guðmundur Tryggvason
Síml 22790.
Á ÞINGPALLI
★★ Sverrir Júlíusson bar í gær upp í fiarveru Matthíasar Á.
Matthiesen fyrirspum er sá síöarnefndi hafði lagt fram til sam-
göngumálaráðherra um hvað liSi undirbúningi að lagniitgu nýrra
akbrauta frá Reykjavík um Kópavog og Garðahrepp til Hafnar-
fjarðar og hvort væri að vænta frekari bráðabirgðarráSstafana af
hálfu vegamálastjóraarinnar til þess að bæta úr þvi umferðar-
öngþveiti, sem nú ríki á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar.
★★ Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra, sagði það væri ekki
fyrst og fremst fjárskortur, sem hefði tafið framkvæmdir í
þessum málum, heldur hitt að staðið hefur á skipulagi frá
Kópavogskaupstað. Kópavogur hefði átt kost á töluverðu af
vegafé en ekkert verið unnt fyrir það að vinna, vegna þess að
skipulag væri ekki fyrir hendi. Ákveðið hefði nú verið að aSalveg-
urinn frá Reykjavík til Hafnarf jarðar yrði um Miklubraut. Kringlu
mýrarveg á Reykjanesbr. við Fossvogslæk og leiðin óbreytt úr
þvi, sem nú er. Jafnframt er fyrirhugað að nýr vegur verði
lagður úr Blesugróf um Kópavog til Hafnarfjarðar og vonast til
að hann muni létta eitthvað af umferSinni um Reykjanesbraut.
Ákvarðanir um vegagerðina verða teknar á næstunni og vonast
er til að framkv. við Reykianesbr. úr Fossvogi í Kópavog geti
hafizt á næsta sumri. Dómsmálaráðuneytið er nú að athuga
ásamt bæiarstjórn Kópavogs að fjölga í lögregluliði kaupstaSar-
ins og efla umferðargæzlu. Þá vinnur Garðahreppur að því að
koma upp gangbraut frá Silfurtúni að Hraunshólslæk.
★★ Ingólfur Jónsson hafði í gær framsögu fyrir skýrslu um vega-
framkvæmdir á árinu 1964 en skýrslan er Iögð fram skv. ákvæð-
um vegalaga og var útbýtt í þingimi fyrir nokkrum dögum.
★★ Sigurvin Einarsson taldi, að þar sem þetta væri í fyrsta sinn,
sem slík skýrsla væri lögð fram væri líklegt að næstu skýrslur
yrðu sniðnar eftir henni og taldi hann því rétt að hreyfa nokkr- .
um athugasemdum, þar sem skýrslunni væri í mörgum atriðum
ábótavant, einkum varðandi vegaframkvæmdir, sem unnai væru
fyrir lánsfé. Þá væri ljóst af skýrslunni að unnið hefði verið að j
vegum án þess að heimild væri fyrir í vegaáætlun, en það I
væri skýlaust brot á ákvæðum vegalaganna og þyrfti að koma |
þessum málum í það horf í næstu vegaáætlun að slík lagabrot (
þyrftu ekki að eiga sér stað enda auðvelt að koma málum þannig 1
fyrir í vegaáætlun.