Tíminn - 19.11.1964, Síða 11

Tíminn - 19.11.1964, Síða 11
FIMMTUDAGUR 19. oóvember 1964 TÍMaNN UPPREISNIN ÍÁ BOUNTY Charles Nordhoff og James N. Hall um. Því næst rétti Christian honum sextunginn og bók, sem í voru skráðar siglingatöflur. — Þér hafið yðar eigin kompás, þessi bók er allt og sumt, sem þér þarfnizt — og þetta er minn eiginn sextungur. Þér vitið — að hann er góður. Þegar búið var að leysa hendur Bliglis og hann fékk umráð yfir skipsbátnum, varð hann aftur sjálfum sér líkur. — Þér eruð bölvaður þorpari, hrópaði hann og steytti hnefana í áttina til Christians. — En ég skal hefna mín. Gleymið því ekki, vanþakkláti þorpari. Ég skal láta hengja yður, áður en tvö ár eru liðin, og alla liina svikarana með yður. Sem betur fór, hafði Christian nú um annað að hugsa, en margir uppreisnarmanna, sem stóðu við borðstokkinn, svör- uðu fullum hálsi og það munaði minnstu, að Bligh væri skot- inn. í öngþveitinu hafði ég misst sjónar á Stewart, en við höfð- um fylgzt að, meðan stóri skipsbáturinn var settur á flot, en nú gat ég hvergi fundið hann. Það var bersýnilegt, að margir okkar myndu fá að fara með Bligh. Við Nelson, sem höfðum staðið saman úti við borðstokkinn, hröðuðum okkur nú aft- ur eftir skipinu, en þar gekk Christian í veg fyrir okkur. — Herra Nelson! Þér og herra Byam getið fengið að vera kyrrir um borð, ef þið viljið, sagði hann. — Ég hef mikla samúð með yður, vegna alls þess, er þér hafið orðið að þola, herra Christian, svaraði Nelson — en ég get alls ekki samþykkt þetta. — Hvenær hef ég beðið yður að vera mér sammála? Herra Byam, hvað ætlið þér að gera? — Ég er með herra Bligh. — Reynið þá að flýta ykkur. — Megum við sækja fötin okkar? spurði Nelson. ^ Já, pn flýtið ykkur. ; . _ ' V- a Klefi. Nelsons var rétt hjá klefa. stóðu við stigann, sem lá ofan á miðþiljurnar. Við skilduníi þar, og ég gekk að klefa liðsforingjaefnanna, þar sem Thompson hélt ennþá vörð yfir vopnakistunni. Ég hafði hvorki séð Tinkler né Elphinstone, og ætlaði að leita að þeim í stjórnborðsklefanum. Thompson stöðvaði mig. — Þér þurfið ekki að fara inn i stjórnborðsklefann, sagði hann. — Náið í fötin yðar og flýtið yður burtu. Þegar ég kom inn í klefa liðsforingjaefnanna, lá Young þar ennþá steinsofandi. Hann hafði staðið vörð frá klukkan 12— 4, og þetta var hvíldartími hans. En það var samt sem áður furðulegt, að hann skyldi sofa undir þessum kringumstæð- um. Ég reyndi að vekja hann, en það var alkunnugt, að hann var hin mesta svefnpurka. Þegar mér var það ljóst, að 30 árangurslaust myndi vera að reyna að vekja hann, hætti ég við það, og fór að rannsaka kistuna mína og leita að hinum nauðsynlegustu hlutum, sem ég þyrfti að hafa með mér. í horni klefans var mikið af orrustukylfum, sem við höfðum fengið á Namoka. Þær voru smíðaðar úr járntré, sem bar nafn með réttu, því að það var mjög hart í sér og þungt. Þegar ég sá þær, datt mér skyndilega í hug: Ef til vill væri hægt að slá Thompson í rot með einni af þessum kylfum. Ég gægðist i flýti út um dyrnar. Thompson sat á vopnakistunni með byss una á hnjánum. Hann sá mig, þegar ég leit út og skipaði mér að flýta mér. í sömu svipan kom Morrison eftir ganginum, og tilviljunin hagaði því svo, að um leið var hrópað til Morrisons ofan af þiljum. Ég gat gefið Morrison merki, og hann læddist inn til mín. Ég fékk honum eina kylfuna og tók aðra sjálfur. Svo reyndum við báðir að vekja Young. Við þorðum ekki að tala, en drógum hann nærri því út úr hengirúminu. En við hefð- um getað sparað okkur það ómak. Ég heyrði Thompson hrópa: — Hann er að ná í fötin sín, skipstjóri. Ég skal reka hann strax upp. Morrison tök sér stöðu á bak við hurðina og lyfti kylfunni. Ég stóð hinum megin tilbúinn, því að við bið- um eftir því, að Thompson kæmi inn, til þess að sækja mig. En í þess stað, hrópaði hann: — Komið út, Byam, og flýtið yður. — Ég er að koma, svaraði ég og leit aftur út um dyrnar. En mér féll allur ketill í eld, þegar ég sá Burkitt og McCoy koma. Þeir stönzuðu hjá Tompson og fóru að tala við hann. Þeir höfðu báðir byssur. Við höfðum ekkert færi á því að ná vopnakistunni frá Thompson, nema þeir héldu áfram. Örlög- in voru glettin. Við biðum í tvær mínútur, en þeir voru kyrr ir. Ég heyrði Nelson hrópa: — Byam, reyndið að hraða ykk- ur, annars förum við, án yðar. Auk þess heyrði ég Tinkler hrópa: í hamingju bænum, nú verðið þér að koma, Byam Þetta var napurlegt fyrir okkur Morrison. Við slepptum kylf unum, hlupum út og rákumst á Thompson, sem kom inn, til þess að vita, hvað við hefðum fyrir starfni — Skollinn hafi yður, Morrison, hvað eruð þið að gera hér? Við námum ekki staðar til þess að svara spurningu hans, en hlupum eftir ganginum og upp stigann. í fátinu, sem á mér var, rann ég í stiganum og snerist í axlarlið. Ég klifraði upp stigann aftur og hljóp að skipsstiganum. Þar greip Churchill í mig: — Þér eruð of seinn, Byam, sagði hann. Þér getið ekki farið hér eftir. — Hvers vegna? Ég vil Ji ée„gg.„ýtti.honum frá. mér, syo að hann missti $yf&'þ‘$vná?F'örvíta, því að ég sá, að^k'iþsþáfnúm *fur- mefe skiþinu’ én'^ei’nh uþþreisnafmanná' hélt fangalínunni. Burkitt og Quintal héldu Coleman, ryðmeist- aranum. Hann vildi óður og uppvægur fá að fara í bátinn. Morrison slóst við marga menn, sem reyndu að varna því, að hann kæmist að skipsstiganum. Við vorum of seint á ferli, báturinn var hlaðinn nærri því að efsta borði, og ég heyrði Bligh hrópa: — Ég get ekki tekið fleiri, þið skuluð fá að njóta réttlætis, ef við náum nokkru sinni til Englands. Þegar skipsbátnum hafði verið ýtt aftur með skipinu, kast- aði einn skipverja fangalínunni ofan í bátinn. Þeir, sem eftir voru á skipinu, söfnuðust nú út að borðstokknum, og það var með naumindum, að ég gat komizt út að borðstokknum. Ég varð nærri því veikur af tilhugsuninni um það, að ég var orð inn eftir meðal uppreisnarmannanna. Norton stóð í barka NYR HIMINN - NY JÖRD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 41 smitandi. Þrátt fyrir þá staðreynd að strjál tilfelli voru sjaldgæf, og að sjúkdómurinn nær æfin- lega tók fyrir heila hópa, myndi hann þó fara um sem landfarasótt, ef hann væri smitandi. En slíkt hafði aldrei komið fyrir á hinum langa embættisferli Jolivets lækn is. I Hinn ungi læknir hneigðist æ ri' i að þeirri skoðun sem hann ! fi': áður gert sér, um að þótt ! ’ogt væri að setja sjúkdóm inr nmband við maísræktina. væ i 'iiin þó.alls ekki orsök hans. • einu kom ný hugsun að svifar-i; og splundraði einbeitingu hans aí þessu vandamáli. Mönnum skjátlast, þegar þeir halda að það sé hægur vandi að verða ástfanginn, hafði Mirjam sagt. Sannleikurinn er dá, að þeir eru næsta vandfundnir, sem færir eru um að vekja með oss djúpa ástarkennd . . . Það var molluhiti inni. Herberg ið var eins og bakaraofn. Og hann hafði veríð önnum kafinn síðan snemma morguns. Skömmu fyrir dagtííál hafði Gaspard hringt til hans neðan af járnbrautarstöð. Frúin var að fá eitt krampakast- ið. Hann hafði hjálpað henni til að komast yfir það, en var hins- vegar í mikilli óvissu um, hvern- ig fæðingin myndi ganga. Nýtt slitur af orðum Mirjam kom í huga hans . . . Ég held að Romain Rolland hafi rétt fyrir sér. Við ættum að vera þeim þakk lát, sem megna að vekja með oss ástarkennd ... Hann laut yfir nýjar minnís- greinar. Það hamraði í gagnaug- um hans. Systir Cécile í Chinc- uba klaustrinu — hann varð að tala við hana á ný. Hvers vegna er það alltaf nýtt? Hvernig getur það alltaf verið hið sama og þó svo breytilegt . . . Ég hlusta eftir hófataki hests yðar . . . Hann braut blöðin saman. Það hlaut að vera af ofþreytu að hann gat ekkí haldið athyglinni fastri við verl: sitt, skortur á fersku lofti. Hann greip yfirhöfn sína og seildist eftir hattinum. Þ» var biðstofuhurðin opnuð. Þetta var Leon. Rúðóttu fötin hans voru óhrein og krumpuð, önnur buxnaskálmin rifin á hnénu. Hár hans var í óreiðu og snyrting hans á yfirskegginu fok- in út í veður og vind. Um vinstri klút. höndina hafði hann vafið sem var gegnvotur af blóði. — Ég sá hest þinn og vagn hérna niðri á götunni. — Hvað hefur komið fyrir þig? — Það var hundfjandi, sem beit mig. — Lofaði mér að sjá. —Læknirinn skoðaði hönd- ina. — Þetta er svei mér myndar- legt bit. Hvaða hundur var þetta? Hann gekk að lyfjaskápnum og kom aftur með saltpétursupp- lausn og sárabindi. — Það var hundur. Leon út- skýrði það ekki nánar. — Eg held ekki þurfi að sauma það saman. sagði læknir. — Var nokkuð víð dýrið. sem gæti bent til hundaæðis? — Var hvað? Leon gretti sig ________________________________11 þegar rótsterk sýran draup niður í sárið. — Var hundurinn óður? — Út i mig, já — helvítis mell- an! — Var það tík? Þær eru ekki vanar að vera svo grimmar. Réðst hún á þig, án þess þú gæfir til- efni til? Leon svaraði ekki, en lét sér nægja að horfa móðgaður á, með- an læknirinn bjó um höndina. — Ég var að spyrja. hvort hund urinn hefði ráðizt á þig án tilefn is frá þinni hálfu? endurtók lækn irinn þegar hann var búinn. — Það kemur þér ekkert við. — Jú, þú verður að afsaka, en það kemur mér mikið við, anzaði Viktor rólega. — Sé dýrið með hundaæði, verður þú að leggjast á sjúkrahúsið og ganga undir að- gerð. Ef nokkur minnsti grunur er um það, verð ég nauðsynlega að fá höfuð hundsins. Hver á þennan hund? — Það var hundurinn frá Fagranesi. — Sem ungfrú Mirjam á? — Já. — Svo þú hafðir farið út að Fagranesi? — Hvað kemur það þessu máli við? — Rétt hjá þér, samsinnti Vik- tor. — Það kemur því ekkert við. Hann sá. Dixie daglega. Hundur- inn var hraustur og heilbrigður. — Undir eins og sárið fer að gróa, skal ég fara yfir það ineð vítissteini og sjá til hvort ekki er hægt að komast hjá mjög stóru öri. Það væri afleitt, ef hinar snyrtilegu hendur Léons ættu eft ir að afskræmast. — Þú þarft ekki að segja þeim heima frá því, að ég hafi farið út að Fagranesi, mælti L,eon, sem gat vel hugsað sér móttökurnar hjá móður sinni. — Enda hef ég ekkert komið þangað. Ég var úti hjá Chincuba — Hvaða erindi áttir þú þang- að? spurði Viktor. Naumast gat hann hafa verið að heimsækja klaustrið. — Ég var i ökuferð. Hefur þú nokkuð við það að athuga? — Og svo stökk hundurinn ó- ; vörum upp i bílinn, um leið og þu brunaðir framhjá? spurði Vik tor kaldhæðnislega. — Nei. Leon horfði ögrandi á ! hann. — Ég sá telpuna og steig i út úr vagmnum. Eg geri ráð fyrir ! að þú svæfðir kvikindið fyrst, í hvert sinn er pu ætlar að kyssa hana? Eða hetur hún lcannski ekk ert á móti þvx? Hún skipar hund- inum kannski inn í kjarrið á með an. i Viktor sá yfirleitt ekki framan í Leon á þessari stundu. Hann sá bara rauða þoku. Hann furðaði sig á því, að hann skyldi hitta svo nákvæmlega, sem i-aun varð á. Leon hentist yfir að hlifinni, sem féll á gólfið og hann á hana ofan. — Þú villt líklega vera sá eini, sem gengur um skóginn með henni, eða hvað? Hann reyndi að rísa upp með því að taka heil- brigðu hendinni um fótinn á stól þeim er Viktor lét sjúklinga sína setjast í, en það tókst ekki, — Út með þig! sagði læknirinn. — Samstundis! hann greip í krag ann á treyju Leons og kippti non ; um á fætur. — Ef ég hefði heila höndina. — Það er ekkert að hægri hend inni á þér. Leon gerði lélega tilraun ti! að teygja úr sér, sem ekki heppnað- ist, né heldur tókst honum að setja upp sinn venjulega vfirlæt- issvip. — Fjölskyldan nefur sjálfsagt áhuga fyrír hinum ýmsu starfs- greinum þínura! sagði hann. Yfir bragð hans var svo kæruleysislegt, sem honum var unnt að taka á sig. Eitt nafnið enn á skrána yfir óvini mína: Leon Roussel frændi minn. Reiðin hjaðnaði í Viktor smátt og smátt. Han hafði ekki I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.