Tíminn - 20.11.1964, Síða 5

Tíminn - 20.11.1964, Síða 5
I 5 FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1964 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: í'órarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti ?. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar sknístofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Meðan organistinn ieikur sálmalög Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrrum íhaldsflokkur. For- feólfar hans skiptu um nafnið til þess að grímuklæðast Dg villa á sér og honum heimildir. Jón Þorláksson var á móti nafnbreytingunni. Hann vildi að flokkurinn væri heilsteyptur og sýndi sitt rétta andlit. Grímubúningur íhaldsins á íslandi, ásamt tilheyrandi leikbrögðum, hefir blekkt margan til fylgis við Sjálf- stæðisflokkinn. Án grímunnar og leikbragðanna hefði hann aldrei orðið stærsti stjórnmálaflokkurinn, jafnvel þótt máttarstólpar hans leggi stórfé í áróðursstarfið. Fólkið hefir ekki varað sig á því sem skyldi, að gríman er ekki rétta andlitið og yfirlýsingar flokksins um um- bótavilja í þágu almennings að verulegu leyti yfirdreps- skapur. Meðan forkólfar Sjálfstæðisflokksins segja, að flokk- urinn vilji gera allt, sem hann getur almenningi til hags- bóta og heilla, og umfram allt skipta þjóðartekjunum réttlátlega, þá hagræðir ríkisstjórn flokksins efnahags- málum þjóðfélagsins á þá leið, að auknar þjóðartekjur af tækni nýrra tíma fara utan garðs hjá almenningi svo skemmilega, að kaupmáttur launa lækkar, en braskarar græða meira en nokkru sinni. Meðan þeir, sem hafa orð fyrir Sjálfstæðisflokknum, lýsa því yfir með miklum fjálgleik, að flokkurinn hafi einlægan áhuga á því, að almenningur geti stytt vinnu- dag sinn, þá neyðist fólkið til að lengja vinnudaginn, sökum efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar, sem þrengja kosti þess. Meðan hrópendur Sjálfstæðisflokksins básúna, að flokkurinn sé að stórlækka alla skatta og álögur á al- menning, fá meðaltekjumenn á sig þyngri gjaldkröfur en nokkru sinni og sjá ekki ráð til að standa straum af þeim. Þetta og margt fleira minnir á fræga sögu, sem segir frá kirkjuorganista, er lék sálmalög á hljóðfæri kirkj- unnar meðan hann lét son sinn ræna dýrgripum úr alt- arinu. Bækumar birtast Nýju bækurnar birtast okkur hver af annarri þessa dagana. Við höfum beðið þeirra með eftirvæntingu og tilhlökkun, því að þær eru fagnaðarvinir. Miðaldra mað- ur lét nýlega svo um mælt, að hann hefði ætíð tregað íslenzka sumarið og kviðið hausti og vetri, en á seinni árum hefði þetta breytzt eftir því sem hann fór að gefa bókum meiri gaum. Nú hlakkaði hann til haustsins og vetrarins vegna bókanna, sem þá birtust. Bókaflóðið á haustin væri eins og nýr blómatími ársins. Fyrir hvert bókaskeið bíða menn þess með eftirvænt- ingu, hvort nýir og efnilegir höfundar komi fram, ný ljóðskáld, nýir skáldsöguhöfundar, sem binda megi mikl- ar vonir við, menn, sem líklegir séu til þess að auðga íslenzkar bókmenntir eða halda vel á lofti merki okkar sem bókmenntaþjóðar. Varla munu þess sjást augljós merki, að slíkur maður hafi fram komið á þessu hausti. Einna mesta athygli munu enn vekja aldnir laukar, og mun bera efnna hæst, að þessa dagana kemur út bók eftir Laxness með sjö sögum. Hennar munu áreiðan- lega margir bíða með mikilli eftirvæntingu. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Foringjaefni ungra republikana John V. Lindsay vann stærsfa kosningasigurinn. John V. Lindsay ÞAÐ HEFUR jafnan þótt vænlegt til frama í Bandaríkj- unum að gegna . háttsettri stöðu í New York-ríki, sem frá upphafi hefur verið fjölmenn- asta ríkið í Bandaríkjunum þar til nú, að Kalifornía er að taka forustuna. Forsetaefni flokkanna liafa oft verið menn, sem hafa verið búnir að sýna í New York-ríki, að þeir væru vænlegir til kjörfylgis. Það var því ekki út í bláinn, að Robert Kennedy sóttist eftir að verða öldungadeildarþingmaður þar. Sigur hans hefur vissulega fært hann nær .forsetastólnum, þótt hann eigi vafalítið enn eftir ýmsar torfærur á þeirri leið. Ástæðan til þess, að Nelson Rockefeller þótti um skeið sig- urvænlegasta forsetaefni re- publikana, var fyrst og fremst sú, að hann var ríkisstjóri í New York-ríki. Hann hefði vafalítið orðið forsetaefni re- publikana 1964, ef giftingar- mál hans hefði ekki spillt fyrir honum. Fram að þeim tíma, átti hann að fagna miklu meira fylgi innan flokksins en Gold- water. Nu virðist Rockefeller alveg úr sögunni sem forseta- efni. Meira að segja er talinn vafi á því, að hann haldi sæti sínu sem ríkisstjóri, -ef hann sækir um endurkjör eftir tvö ár. Talsvert er nú rætt um, að hann ætti að draga sig til baka og láta Javits öldunga- deildarþingmann koma í stað- inn, en hann er nú vinsælasti leiðtogi republikana í New York-ríki. Hins vegar er lítt talað um hann sem hugsanlegt forsetaefni Yfirleitt eru horfur repu- blikana nú taldar þungar í New York-ríki. Þeir hafa unnið þar hvern sigurinn öðrum meiri undanfarin ár, þegar undan er skilið borgarstjóra kjörið í New York. Með kosn- ingu Kennedys lauk þessari sigurgöngu. Við það bættist svo, að demokratar fengu .meirihuta á ríkisþinginu í New York, en peir hafa verið þar í minnihluta um langt skeið. í ÞESSUM raunum republik- ana í New York-ríki, er þeim það vafalítið nokkur raunabót, að efnilegasti ungi maðurinn í þeirra hópi, John V- Lindsay. vann mesta kosningasigurinn, sem einstakur frambjóðandi vann í kosningunum í haust. Áður var farið að ræða um, að hann ætti sér framtíð sem rík isstjóraefm og jafnvel forseta efni Sigui hans nú hefur mjög aukið þetta umtal. Hann hefur líka aldui til að bíða nokkur ár enn, en a.m.k for setaefni verður hann ekki méð an Goldwateristar ráða flokkn um. Hann tilheyrir nefnilega frjálslyndari armi flokksins og var einn þeirra frambjóðenda republikana, er neitaði að styðja Goidw'ater. JOHN V LINDSAY er 43 ára gamaii Föðurafi hans var innflytjandi frá Bretlandi, en faðir hans var efnaður banka maður. Lindsay var rétt byrj aður á laganámi við Yale-há skólann, þegar styrjöldin hófst, og gekk 'nann þá í sjóherinn, þar sem hann vann sér háar veg tyllur og mikla viðurkenningu. Að stríðinu loknu, sneri hann sér að laganáminu aftur og lauk prófi frá Yale 1948. Hann gekk síðan í þjónustu þekktrar lögfræðiskrifstofu í New York og byrjaði um líkt leyti að taka þátt í flokksstarfi republikana. Árið 1951 var hann formaður í félagi ungra republikana og fór sem slíkur í ferðalag til Evrópu í þeim erindum að heimsækja Eisenhower og lýsa stuðningi ungra republikana við væntanlegt framboð hans Árið 1955 vann hann skamma hríð í Washington sem aðstoð armaður Brownells dómsmála- ráðherra. Hann fór aftur til New York 1956 og bauð sig fram tveimur árum síðar til fulltrúadeildai Bandarikja þings. Demokratar og republik anar voru þá taldir álíka sterk ir í því kjördæmi; þar sem hann bauð sig tram en Lind- say tókst að sigra með 7 þús. atkvæðamun. Árið 1960 sigr- aði hann með 27 þús atkvæða mun, árið 1962 með 53 þús. atkvæðamun og nú í haust sigraði hann með 90 þús. at- kvæðamun Kjördæmi hans er á Manhattan, þar sem demo- kratar eru yfirleitt mjög sterk ir. Hann hefur þvi bersýnilega ekki síður unnið fylgi þeirra en republikana. Vcgna þess, að hann neitaði að styðja Gold- water, buðu íhaldsmenn sér- staklega t'ram gegn honum. Það virðist síður en svo hafa spillt fyrir honum. LINDSAY hefur unnið sér orð sem mjög starfhæfur og frjálslyndur þingmaður. Hann hefur á ýmsan hátt orðið merk- isberi hinna frjálslyndari re- publikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann hefur sinnt þingstörfum mjög sam vizkusamlegá. Hann er ræðu- maður ágætur, skýr í viðtölum við blaðamenn, myndarlegur í sjón og aðlaðandi í viðkynn- ingu. í tómstundum sínum les hann mikið. Hann iðkar og nokkuð íþróttir, aðallega skíða- og skautaferðir. Hann er kvæntur og fjögurra barna faðir, Á síðari árum hefur hann ritað' talsvert af greinum um stjórnmál, er birzt hafa í víðlesnum viku- og mánaðar- ritum. Lindsay fer ekki dult með það, að nörð átök séu fram- undan í flokki republikana. Hann gerir sér von um, að fyrr en síðar verði Goldwater- istar að láta undan síga. Hann verður vafaiaust virkur í þeim átökum. Hinir yngri menn í frjálslyndan armi flokksins líta nú cil hans sem helzta foringja síns. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.