Tíminn - 20.11.1964, Page 8

Tíminn - 20.11.1964, Page 8
8 DAGURINN 1 TÍMINN MUlJiUHII FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1964 Þannig er matreitt / íran Frú Mahin Zafari, sem er fyrir- myndar húsmóðir í héraðinu Azarbaijanian býr þannig til kjötbollur. KOOFTEH TABRIZI (íranskur þjóðarréttur) (Tabrizraji meatball): 750 grömm kjötfars 375 gr. gular baunir 1 egg 2 matskeiðar hrísgrjón 1 teskeið salt 1 teskeið turmeric 1 tesk. malað saffron. . Látið baunirnar í kalt vatn, sjóðið og síið síðan. Blandið kjötfarsinu vel saman við baun- irnar og soðin hrísgrjónin, turmeric, salt, pipar og saffron hnoðað saman við og þessu öllu jafnað vel saman. ífylling: 75 gr. kúrennur 150 gr. saxaðar hnetur 2 meðal stórir laukar, saxaðir 4 harðsoðin egg 120 gr. smjör 2 matsk. smjör. Bræðið 1 matsk. smjör, bæt ið kúrennunum í og brúnið í 1 mín., bræðið aðra matsk. smjörs, og þegar það er vel heitt, brúnið laukinn þar til hann er Ijósbrúnn. Blandið kú- rennunum og lauknum nú sam^ an, og skiptið þessu í 4 hluta. Kjötfarsinu er einnig skipt í fjóra hluta, einn þeirra mótað- ur innan í kringlóttri skál, eitt harðsoðið eggi látið í miðjuna, þakið með kjötfarsi og gerð kjötbolla. Eins er fari með hina kjötskammtana. Þá eru brædd 120 gr. af smjöri, bætt við Vi bolla af vatni og látið sjóða í 1 mín- útu. Kjötbollurnar eru nú látnar út í smjörið og brúnað á allar hliðar. Nú er heitt vatn látið aðeins fljóta yfir bolluraar, og látið sjóða í opnum potti í Vi klst. Þá er lokið iátið á og soðið við lítinn hita í klukkustund Súpan af þessu er mjög ljúf- feng, en ef hún þykir ekki nægilega sterk, má bæta í 2 matsk. af brúnuðum lauk og 1 matsk. af hrísgrjónum Þegar hrísgrjónin eru soðin, ausið upp heitri súpunni og boll urnar látnar á disk. Skreytið þær með saxaðri persilju, tómötum, savory, tarragon og fl. grænmeti. Koofteh Tabrizi er líka ágæt- is réttur borið fram kalt. — Buff í káli 400 gr. hakkað nautakjöt .1 bolli hrísgrjón, sem soðin eru meyr í mjólk 1 egg krydd kálblöð smjör lítið kjötsoð Kjötið er hrært með hrís- grjónum, egginu og kryddinu Ein matskeið af deigi er sett á hvert kálblað, sem hefur verið þvegið vel og þerrað og soðið augnablik. Ef kálblaðið er ekki nógu stórt, er fleiri blöðum vafið um hvern deigböggul. Bögglunum raðað í brauð- skúffu, sem áður er smurð. Sett inn í ofn, sem ekki er mjög heitur. Eftir 20 mínútur er eilitlu kjötsoði hellt yfir bögglana, síðan steikt, þar til soðið er. Það er sérstaklega gott, þurfi að sjóða mikið af böggnum, að sjóða þá og steikja í ofnskúffu, eins og að framan er sagt. Steikí kjöt í brauði. Vi kg kjöt 1 1. vatn 2 tsk salt 31/2 msk. nveiti % dl. vatn brauðmylsna (rasp) 1 tsk. salt 2 msk. smjörlíki persilja. Kjötið er soðið i saltvatni, kælt og skorið í þunnan sneið- ar. Einnig má nota soðnar kjötleifar Hveitið er hrært með vatninu. Smjörlíkið brún- að. Kjötsneiðunum velt upp úr hveitijafningnum og brauð- mylsnunni. Steikt brúnt á báð um hliðum. Raðað á fat og grænmetisjafningurinn settur á öðrum megin. Grænmetisjafn- ingurinn er búinn til úr þvi grænmeti. sem er til staðar hverju sinni. Ef sósuafgangur er til, er grænmetið haft soðið eða hrátt. RÉTTUR VIKUNNAR Margt er skrítið í landi keisarans íran er eitt af elztu löndum heimsins, það á sér um sex þúsund ára sögu að baki og stöðugt einræði um meir en tuttugu og fimm alda skeið. Þann 27. febrúar 1963 ávarp- aði keisarinn þjóðarhagfræðiráðstefnuna í Teheran og mælti á þessR leið: „Eins og málum er háttað í landi voru, þá er varla hægt að líta á bændurna, sem eru 75% af öllum starf- andi mönnum landsins, sem frjálsa borgára þessa víðáttu- mikla lands. Þeir ættu allt sitt undir héraðsstjóranum kom- ið, og notaði hann atkvæði þeirra eins og honum sýndist, án þess að ráðgast neitt við undirsáta sína. Annar stór hluti þjóðarinnar — mæður, konur og systur, sem eru um helmingur af íbúum landsins, hafa lítil sem engin borgaraleg réttindi. Á stjórnmálalega svið- inu væi’u konurnar ekki jafnrétt- háar og aðrir meðlimir þjóðar- innar, heldur væru þær settar á bekk með geðveikum og andlega vanheilum. Sú staðreynd að meirihluti þjóðarinnar hafði notið lítillar eða engrar menntunar, svo að vitneskja þeirra um þjóðlegar og félagslegar skyldur og ábyrgð væri lítil sem en^in, og gerði það mögulegt fyrir smáhóp síngjarnra stjómmálamanna að skara eld að sinni köku.“ Ekki vitum við hvernig þessari ræðu keisarans var tekið þar í landi, af stjórnmálamönnum, en áður en langt um leið var búið að stofna fjölda klúbba, sem áttu að efla jafnrétti kvenna- Þó að meirihluti kvenna væri menntun- arsnauður, þá höfðu dætur efn- aðra manna fengið skólamenntun o^ margar þeirra erlendis. Þær voru kennarar. hjúkrunarkonur og störfuðu við margvísleg verzl- unarstörf. Samt sem áður var litið á þær, eins og aðrar konur sem 2. flokks þjóðfélagsþegna. Þann 17. september 1963, gengur kon- ur í fyrsta sinn til kosninga í íran, og árangurinn varð -sá, a<5 þær fengu d konur kjörnar á þing, 6 í neðri deild og 2 í efri deild. Sveitabrúðkaup. Þegar efnilegur, ungur maður hefur valið sér konu, fara æðstu menn þorpsins til foreldra konu- efnisins, og færa þeim gjafir og bera upp bónorð hans. Ef for- eldrarnir eru ráðahagnum sam- þykkir, er brúðkaupsdagurinn á- kveðinn. Nokkrum dögum áður en brúð- kaupið fer fram, eru veizlur haldnar fyrir þorpsbúa til heiðurs hinum verðandi brúðhjónum. Sjálf brúðkaupsveizlan stendur yfir í 5—7 daga og nætur, allt eftir efnum og ástæðum. Nætur- og daglangt er setið við drykkju, dansað og sungið, og reglulega notið þeirra krása. sem fram eru bornar. Allan þennan tíma hafa brúðhjónin ekki sézt, en árla morguns síðasta dag veizluhald- anna, kemui brúðguminn til heimilis brúðarinnar ásamt nokkrum vinum sínurrr og situr veizlu með foreldi'um brúðarinn- ar. Þegar öllum kurteisisreglum hefur verið fyigt og brúðguminn hefur þakkað tengdaforeldrunum fyrii samþykki þeirra og veizluna, fer hann aftur heim til sín með félöguun sínum. Á meðan taka Framhald á Dls 13. ssasias* Snyrting augna §g augnaumbúnaðar í, nútíma-snyrtingaraðferð er einkum lögð áherzla á augna- úmbúnaðinn og því er að kvöldlagi hægt að gera smá- galdra með augnabrúnablýanti. Það er gert á þennan hátt: Með mjúkum, orúnum augnabrúna blýanti (það eru aðeins aive§ svarthærðai konur, sem geta notað svartan blýant) eru brúnirnar teiknaðar í hinum eðlilegu bogum Séu brúnirnar mjög mjóai. má fara með blý antinum örlítið útfyrir eðlilega bogánn, bæði að ofan og neð- an, og jaínvel lengja brúnirn ar lítið eitt. Það gefur snyrti- legt útlit. Séu brúijirnar oí breiðar, eru augnaliárin fjar- lægð með pinsettu. Það má gera næstum sársaukalaust, ef hárin eru fyrst núin með ögn af fitu Loks er rétt lögun burstuð á orúnirnar með litlum. stinnum oursta sem ögn af briljantíni_ er borin á. Við það jafnast bíýantsstrikin og brún irnar verða eðlilegar. Sé notaður augnaháralitur verður alltaf að bera hann á með heilum nreinum bursta, sem ekki má vera of votur, því að þá er hætt við að augna hárin límisi saman. Setjið speg ilinn á borðið meðan liturinn er borinn á það gefur betri árangur jg maður kemst hjá að hrukka ennið. Berðu aldrei lit á neðri augnahárin, því að það gefur andlitinu hörkusvip Notkun augnskugga er orðin algeng. Við blá, grá og græn augu er notaður dökkgrár augnskuggi. og við brún og svört augu brúnn augnskuggi Berið aldrei fitu á augnalokin því hún gerir þau aðeins meira áberandi. Augskugginn ei allt af borinn á áðui en púðrað ei og alltaf á mið augnalokin, 'og síðan er honum strokið létti lega skáhallt upp á við að augnabrúnunum og dreift úi honum, svo að engin mörk verði séð Púðurkvastanum ei þrýst þétt á augnskuggann, til þess að milda litinn. Augn skuggi, sem lagður er á þannig gefur augunum ljóma án þess að nokkuð berí á honum. y

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.