Tíminn - 20.11.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.11.1964, Blaðsíða 12
12 IÞROTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1964 STUTTAR FRÉTTIR i&$iS£ÍÍíKí'ífeívi Roald „Kniksen" Jensen. Fleiri til Skotlands Enn auka skozk knattspyrnu- félög innflutning á erlendum knattspyrnumönnum, og enn eru Norðurlönd aðalmarkaður- inn. Snemma í þessari viku undirritaði einu snjallasti og efnilegasti knattspymumaður Noregs, Roald „KNIKSEN“, Jensen frá Brann, samning við 1. deildar liðið Hearts um að gerast atvinnumaður með fé- laginu. „Kniksen“ fær eldskírn með hinu nýia félagi sínu, þegar það mætir Clyde á heimavelli n. k. laugardag. „Kniksen“ er vel þekktur leikmaður á Norð urlöndum. Ilann hefur leikið með norska landsliðinu — og hann lék með Norðurlandalið- inu, sem mætti Evrópuliðinu í Kaupmanxvahöfn í fyrra. RangerT sigraði Glasgow Rangers sigraði aust urríska liðið Rapid á miðviku- daginn 1-0 í 2. umferð í Evr- ópubikarkeppni meistaraliða. Leikurinn var háður í Glasgow á leikveUi Rangers, Ibrox Park. Vinstri innherji Rangers, Baxt- er, átti mjög góðan leik, og átti l allan undirbúning að markinu, sem vinstri útherjinn Wilson skoraði, en hann lék nú með í fyrsta skipti um langan tíma, og hefur átt við meiðsli að stríða. Síðari leikur félaganna verður í Vín. Þess má geta, að Þórólfur Beck má ekki leika með Rangers í þessari keppni fyrr en eftir tvo mánuði — en sú regla gildir um leikmenn, sem skipta um félag. Úrvals- lið HSÍ ÚrvalsUð HSÍ, sem leika á gegn Ajax í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli á morgun, var valið fyrir skömmu og er Framhald á bls. 13. FH-ingar tóku cfönsku meistarana í kennslutíma Unnu 35:24. Danir kenna dómaranum um Alf — Reykjavík. FH-ingar möluðu danska meistaraliðið Ajax mélinu smærra aS Ilálogalandi í gærkvöldi — og þegar leiknum lauk, mátti sjá á marka- töflunni 35:24 fyrir FH. Geysilegur hraði var í leikmim og að sama skapi var harka á dagskrá, einkum af hálfu hinna dönsku leikmanna, sem kunnu illa mótlætinu. Varð dómarinn, Valur Benediktsson, að vísa dönskum leikmönnum fjórum sinnum af velli. Ragnar Jónsson var í essinu sínu í gærkvöldi og skoraði 13 mörk fyrir félag sitt. Allan tímann var hann mjög virkur og lék hina dönsku mótherja sína grátt. FH-Iiðið byrjaði afar illa og eftir 3. mín. leik var staðan 3:0 fyrir Ajax. FH-liðið var óöruggt og flaustursleg skot voru tíð En þetta var bara á fyrstu mínútun- um. Síðan fór FH-vélin í gang og flíótlega var staðan jöfnuð, 3:3. Um miðjan hálfleik komst FH vel yfir og í hálfleik skildu .3 mörk á milli, 16:13, fyrir FH. í síðari hálfleik hafði FH tögl og hagldir — og bilið breikkaði óðum. Danirnir réðu bókstaflega ekkert við hinn mikla hraða, sem FH hélt uppi — og Ragnar Jóns- son var ofjarl þeirra. Hann skor- aði 5 fyrstu mörkin fyrir FH í síðari hálfleik, sum þeirra meist- aralega skoruð. Þrátt fyrir, að yf- irburðir FH væru ljósir allan síð- ari hálfleikinn, var leikurinn að mörgu leyti spennandi og skemmti legur fyrir hina fjölmörgu áhorf- endur, sem hafa verið um 800 tals ins. Harka var geysimikil af hálfu dönsku leikmannanna og dómar- Ragnar Jónsson — var bezti maður vallarins. inn gaf óspart áminningar og vís aði af velli. Lokatölur urðu 35:24, eða 11 marka munur — og má með sanni segja, að danska meistaraliðið hafi fengið þarna allgóða kennslu- stund. í þetta skipti var ekki ferðaþreytu til að dreifa. Stað- reyndin er einungis, að íslenzkír handknattleiksmenn eru fremri þeim dönsku. En Danir eru „heimsmeistarar“ í afsökunum — og eftir leikinn sögðu þeir við blaðamann Tímans, að dómarinn hefði átt mikinn þátt í sigri FH, Framhald á bls. 13. Kdrfykíiatfleiksmerm taka upp deildaskiptingu í fslandsmótinu Frá ársþingi KKÍ. - Bogi Þorsteinsson endurkjörinn formaður sambandsins. Fjórða ársþitig Körfuknattleikssambands fslands var haldið sunnu- daginn 1. nóvember s.l. í félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg. Formaður KKÍ, Bogi Þorsteinsson, setti þingið með stuttri ræðu og bauð velkomna fulltrúa og gesti, en gestir þingsins voru Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, og Hermamn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri ÍSÍ. , Mörg mál voru tekin til með- ferðar á þinginu og merkar laga breytingar gerðar. Má í því sam bandi nefna, að körfuknattleiks menn ákváðu að taka upp deilda- skiptingu í íslandsmóti og kemst sú nýbreytni í framkvæmd á næsta keppnistímabili. Verða þá framvegis 5 lið í 1. deild — og allt að 6 lið í 2. deild, en verði um fjölgun að ræða breytast þessi hlutföll. Á þinginu var ákveðið að fela stjórn KKÍ að koma á fót bikar keppni, en með henni er stefnt að því að auka þátttöku utanbæj- arliða. Verður um útsláttarfyrir komulag að ræða, líkt og í knatt spyrnunni. Bogi Þorsteinsson flutti skýrslu stjórnar og sagði m.a., að hús- næðisskortur væri mikil] og hái það starfseminni Hann sagði, að t.d. yrði landsliðið að fara tvisvar smnum i viku 100 km. leið til æfinga, en þrátt fyrir þessa erfið leika hefðu orðið gífurlegar framfarir. Þá ræddi hann um þjálfaraskortinn og erfiðleikana á að fá kennara fyrir utanbæjar liðin. Formaður skýrði frá því, að á 100. fundi stjórnar KKÍ hefði verið rætt um nauðsyn þess, að koma upp æfingamiðstöð Sagði hann, að körfuknattleikur ætti í vök að verjast vegna á- róðurs ýmissa manna. Taldi hann, að hin góða frammistaða íslenzkra körfuknattleiksliða erlendis hafi vakið mikla athygli, og þakkaði að lokum meðstjórnendum sínum fyrir gott og gæfuríkt samstarf á liðnu starfsári. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, flutti ávarp á þinginu. Hann hóf mál sitt á því að færa KKÍ beztu árnaðaróskir og kveðjur og þakk aði góða samvinnu á undanförnum árum. Taldi hann ánægjulegt að sjá mikla framför í körfuknatt leiksmálum undir stjórn KKÍ og! að körfuknattleikur hafi náð langt, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. [ Taldi hann bjartara framundan,| þar sem stefnt væri að því að , byggja stærri fimleikasali við ! alla skóla í framtíðinni og von-, | aðist hann til að það yrði til þess ( að örfa enn frekar áhuga fyrir ! körfuknattleik í landinu Þá sagð ist hann vona að samvinna við | KKÍ yrði eins góð í framtíðinni og hingað til, sagði framkvæmda- stjórn ÍSÍ vinna að því að létta á störfum stjórna sérsambanda, meðal annars með því að fjölrita og sjá um dreifingu á ýmsu, er til félli fyrir sérsamböndin. For- seti skýrði ennfremur frá því, að ÍSÍ hefði komið á fót fræðslu- og útgáfuráði, er aðstoða skyldu sérsambönd á þýðingum og út- gáfum ýmissa bæklinga. Þá sagði forseti, að í athugun væri að reisa æfingar’miðstöð eða búðir og yrðu sérsamböndin að standa einhuga með ÍSÍ, svo að úr mætti verða. Að lokum sagðist forseti vona, að þingið mætti ganga að óskum (og að KKÍ mætti blómg- ast og blessast, körfuknattleiks- íþróttinni til framgangs, um allt land. Að lokum fór fram stjórnar- kosning. Bogi Þorsteinsson var einróma endurkjörinn formaður sambandsins. Aðrir í stjórn voru kosnir Magnús Björnsson, Gunn- ar Petersen, Halldór Sigurðsson, Þráinn, Scheving, Gunnar Hanns- son og Helgi Ágústsson. íngSmd vann 2:1 England sigraði Wales á miðvikudag í landsleik i knattspyrnn 2:1 á Wembley-Ieikvanginum í Lundúnum í mjög lélegum leik. Mikið vair um nýliða í enska landsliðinu og miðherjinn Wignall frá Nottm. Forest, sem lék sinn fyrsta landsleik. skoraði bæði mörk Englands og var bezti maður liðSins ásamt félaga sínum frá Nottm. Forest, Hinton, sem Iék á vinstra kanti. Greaves og Moore léku ekki með vegna meiðsla og komu Hunt, Liverpool og Young Sheff, Wed. í þeirra stað Þá má geta þess, að Alf Ramsey valdi ekki Bobby Charlton. Manch. Utd., þrátt fyrir, að hann hafi sýnt frábæra leilci að undanförnu með félagi sínu, skoraði t.d. þrjú mörk gegn Borussia, fjortmund, á dögunum. Jones, Tottenham skor að mark Wales og lagaði mark- töluna í 2:1 um miðjan síðari hálf leik. Eftir það hélt Wales uppi mikilli pressu með Rees Conven- try sem bezta mann, en ensku vörninni tókst að standast ahlaup in. Enski markvörðurinn. Waiters, varði nokkrum sinnum mjög vel í leiknum. »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.