Tíminn - 22.11.1964, Síða 16

Tíminn - 22.11.1964, Síða 16
1 s* Sunnudagur 22- nóvember 1964 238. tbl. 48. árg. MERKI VANTARÁ 63% ÞJÚDVEGA LANDSINS MB-Reykjavík, 21. nóvember. Skýrslu þeirri, sem sajngöngu málaráðherra hefur lagt fyrir al- þingi um framkvæm.d vegaáætlun ar árið 1964, kemur fram, að enn þá er eftir að setja vegamerki við 63% akfærra þjóðvega á land inu, miðað við kílómetratal þeirra. Auðvitað er ástandið mismun- andi, eftir því hve fjölfarnir veg- í dag er eitt ár liðið frá því Kennedy forseti var myrt- ur í Dallas í Texas, og verður þess minnzt með minningarat- höfnum víðs vegar um Banda ríkin. Á fimmtudaginn afhjúp aði Johnson forseti brjóst- mynd af Kennedy í fundarsal ráðuneytisins í Washington, og verður myndin látin standa þar þangað til hún verður flutt í Kennedy bókasafnið, sem byggt verður í Cambridge. Á myndinni er Euni Shriver syst- ir hins látna forseta. J RJÁTÍU OG EINN MAÐUR FÓRST11 SLASAÐIR OG1ÓMEIDDUR FLUGSLYS SVÍA NTB-Angelholm, 21 nóvember. Mesta flugslys í sögu Svíþjóðar varð í gærkvöldi, er tveggja tveggja hreyfla farþegáflugvél frá sænska flugfélaginu Linjeflyg, hrapaði skammt frá Ángelholm, það er á vesturströnd Svíþjóðar á milli Halmstad og Helsingja- borgar. 31 maður fórst, 11 slös- uðust og 1 slapp ómeiddur. Far- þegar með vélinni, sem allir voru sænskir, voru 39 að tölu, en áhöfnin fjórir menn, þar af einn norskur. Líðan margra hinna slös uðu er mjög slæm. Flugvélin kom frá Stokkhólmi og ætlaði að lenda í Halmstad, en var neitað um lendingu þar vegna veðurskilyrða. Ætlaði vélin þá að lenda á flugvellinum fyrir utan Ángelholm, en þegar hún hafði gert allar nauðsynlegar lend ingarráðstafanir, beygði flugmað- urinn skyndilega til hægri til að komast í rétta lendingarstöðu, fór of lágt og rakst á háspennu- streng járnbrautarstöðvar, sem er skammt frá flugvellinum. Þegar háspennustrengurinn rofnaði heyrðist hár hvellur og eldglæringar sáust í mikilli fjar- lægð frá slysstaðnum. Vélin lenti á hæð í 100 m fjarlægð frá jám- brautarstöðinni og þeyttust hreyfl arnir og vængirnar af henni. Sjálf lagðist vélin saman en aftasti hluti j hennar var svo til óskemmdur. Louise Hoffsten önnur flugfreyj- Ove Andersen an, sem er frá Stokkhólmi, sat aftast í vélinni, og var hún eina manneskjan, sem slapp ósködduð. Slæmt veður var á þessum slóð- um í gærkvöldi og vont skyggni. Herdeild, sem hefur bækistöð í grennd við slysstaðinn, var fljót- lega fengin til hjálpar og sjúkra- bílarnar streymdu að og fluttu lík in og hina særðu í sjúkrahús í Ángelholm og í Helsingjaborg. Nauðsynlegt var að gera upp- skurði á flestum hinna særðu og í dag Iítur út fyrir að þeir munu allir halda lífi. Margir slösuðust í brjósti eða maga, þar sem allir höfðu spennt á sig öryggisbeltin, vegna lendingarinnar. Flugvélin snerist við í fallinu og þegar að var komið héngu margir farþeg- anna í sætum sínum. Vegna skemmdarinnar á há- spennustrengnum varð mjög mikil truflun á allri umferð um vestur- strönd Svíþjóðar í dag. Símasam- band rofnaði líka á mörgum stöð- um. Strax eftir slysið, streymdi fólk úr öllum áttum að slysstaðn- um og hafði lögreglan nóg að gera við að koma sjúkrabilunum áfram. Starfsfólk flugvallarins við Ángel holm var úti á flugvellinum í gær- kvöldi og beið lendingarinnar, en gerði strax viðvart, þegar það sá eldglæringarnar og heyrði spreng inguna. Þegar að var komið, lá flugvélin afvelta á jörðinni eftir að hafa markað i hana 300 m. langt og 10 m. breitt far. Margir þeir, sem lifandi voru, er komið var á slysstaðinn létust í sjúkra- bílunum. Á hádegi í dag höfðu öll líkin þekkzt, en allir utan annars flug- mannsins, sem var norskur, voru Framhald á 15. síðu. irnir eru. Til dæmis er alveg bú- ið að merkja alla þá vegi, sem í vegalögum eru nefndir hraðbraut ir, en þeir vegir eru nú táldir 121 kílómetri. Hraðbrautum er skipt í tvo flokka, A og B. A eru þeir vegir, sem áætlað er að 10 þúsund bílar eða fleiri aki um á dag innán 20 ára yfir sumarmán uðina og skal stefna að því að þeir verði með fjórfaldri ak- braut og varanlegu slitlagi. B eru þeir vegir, sem áætlað er að 1000—10000 bílar aki um á dag yfir sumarmánuðina innan 10 ára og skal miða að því að þeir verði með tvöfaldri akbraut úr varanlegu slitlagi. Eru hraðbrautir alls taldar 121 kílómetri, eru það aðalvegirnir út úr Reykja- vík. Þá koma þjóðbrautir. Það eru vegir sem ná til eitt þúsund íbúa svæðis eða meira og skal miða að því að þær verði með malarlagi og tvöfaldri akbraut. Til glöggvun ar má nefna að á Suðurlandi end- ar því þjóðbraut í Vík í Mýrdal. Þjóðbrautir eru alls taldar 2792 kílómetrar og af þeim er búið að merkja 2192 km., eða 78.5%. Eftir eru þá landsbrautir, en það eru þeir þjóðvegir, sem ekki fullnægja áðurnefndum skilyrð- um. Þær eru alls 5715 km og þar er ástandið í merkingamálum Framhald á 15. síðu. Keflavík ■ Suðurnes Framsóknarvist verður spiluð í Aðalveri, næstkomandi miðviku- dag, klukkan 9 síðdegis. Mætið stundvíslega. F.U.F., Keflavík. Reykjan.kiördæmi Formenn Framsóknarfélaganna i Reykjaneskjördæmi eru beðnir um að mæta á stjórnarfund í kjör- dæmissambandinu í Tjarnargötu 26, klukkan 16 í dag, sunnudag. — Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í félagsheim ili sínu Sunnubraut 21 í kvöld klukkan 8.30. Spiluð verður Fram sóknarvist og sýndar kvikmyndir. Öllum heimill aðgangur. Daninn varsleginn Hsím.-Reykjavík, 21. nóv. í blaðinu í gær birtist frá sögn úr BT um leik Damnerk- urmeistaranna í handknattleik, Ajax og Vals, gestgjafaliðs Dana, þar sem einn danski Ieik maðurinn segir frá því að hann hafi verið sleginn af áhorfenda. Því miður virðist þessi frétt á rökum reist eíns og eftirfar- andi yfirlýsing, sem blaðinu barst i gær, ber með sér. „Ég stóð við fyrstu eða aðra súluna, hægra megin í salnum, ásamt bróður mínum, og get fullyrt, að íslenzkur piltur hrinti og sló til eins dansks leikmanns — og öll framkom;. þessa umrædda áhorfenda með an á leinkum stóð var til lítils sóma. Einnig sá ég, að umræddur leikmaður, Ove Andersen, gekk á eftir piltinum og hefur senni lega ætlað að hafa tal af hon um, en pilturinn hljóp á brott. Kom þá einn af fararstjórum liðsins og fékk Ove Andersen með sér — en hann var greini lega mjög reiður. Síðan sá ég eftir leikinn við Hafnarfjörð að þessi íslenzki piltur stóð milli sama fararstjóra og mark- mannsins, Morten Petersen. og voru þeir sýnilega að reyna að fá hann til að koma með sér, c-r; sem fyrr flýði pilturinn“. Kolbrún Karlsdóttir. Stýríshús til Stykkishólms K.J.—Reykjavík, 21. nóv. Það var heldur óvenjulegur flutningur sem við sáum á vöru bíl upp við Þóroddsstaði á föstu dagskvöldið, — eða eitt heljar- mikið stýrishús á fiskibát. Við eftirgrennslan kom í ljós að húsið var á ferðalagi frá Vél- smiðju Björns Magnússonar í Keflavík, þar sem það er smíðað. og vestur í Stykkishólm, þar sem það verður sett á nýjan 60—70 lesta eikarbát, sem er þar í smíðum hjá Skipavík. Björn Magnússon í Keflavík sagði blaðinu, að þeir hefðu gert töluvert af því að smíða svona hús og hvalbaka fyrir fiskibáta, sem síðan eru send út á land. Þetta væri þó í fyrsta skipti sem svona stórt hús væri sent á bí alla þessa vegalengd vestur i Stykkishólm. I fyrsta áfanga var farið til Reykjavíkur. og í dag var ætlunin að komast á leiðar enda. Tafir verða áreiðanlega ein- hverjar á leiðinni vegna síma og rafmagnslína, því eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni þá er húsið ekkert smásmíði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.