Tíminn - 09.12.1964, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 1964
TÍMINN
11
47
Charles Nordhoff og James N. Hall
hendinni í áttina til bátsins, sem lá og vaggaði rótt í
bylgjum flæðarmálsins. Hann reisti byssuna varlega upp við
þóftu og dró félaga sinn síðan upp og lét hann liggja í
botni bátsins sem væri hann dauðtir grís. Síðan ýtti
hann frá landi og stökk um leið léttilega upp í bátinn. Á
næsta augnabliki var hann undir seglum, og litli báturinn
skreið hratt vestur á bóginn, áður en fólkið áttaði sig á
því, sem skeð hafði.
Ég hraðaði mér til hins deyjandi föður og litlu dóttur
hans, en varð brátt ljóst að ekkert var hægt fyrir þau að
gera. Áður en fimm mínútur voru liðnar, voru þau bæði
dáin. Þegar það var víst orðið, að þau væru dauð, varð
móðirin yfirkomin af sorg. Hún þreif til paoniho síns og
skar sig svo voðalega í höfuðið, að blóðið huldi andlit
hennar og axlir. Áhöfnin á báti hennar vopnaðist stórum
steinum og umhringdi mig nú ógnandi á svip. En í því bili
kom Hitihiti. Hann sá strax, hvað um var að vera og hin
villtu reiðióp dóu út jafnskjótt og hann hóf upp hendina
tii merkis um, að hann vildi fá hljóð.
— Þessi maður er taio minn, sagði hann. — Hann er jafn
saklaus og þið sjálfir! Hví standið þið hér og masið eins
kvenmenn? Þið hafið vopn! Setjið fram bátinn! Ég þekki
hvíta manninn, sem myrti húsbónda ykkar. Hann er við-
bjóðslegt dýr, og enginn Englendinganna mun hreyfa
minnsta fingur til að vernda hann.
Þeir héldu strax af stað til þess að veita hinum eftirför,
en ég frétti seinna, að þeim hefði ekki tekizt að ná flótta-
mönnunum. Líkin voru jarðsett um kvöldið. Og Hina og
Tehani gerðu sitt bezta til að hugga veslings konuna, sem
átti heima á Eimeo. Endir á þessum sorgarleik varð hálf-
um mánuði seinna, þegar Tehani og ég héldum heim.
Churchill var hræddur við að taka land á vesturströnd
Tahiti, því að íbúarnir þar voru vinveittir ættbálki þeim,
sem hinn myrti tilheyrði. Hann hafði því stýrt bátnum
gegnum hin hættulegu sund við suðurodda Tairarapu og
hélt nú' áfram til Tantira. Vehiatua hafði álitið, að hann
væri einn af vinum mínum og hafði boðið hann velkom-
inn. En fregnir höfðu borizt um ódáðaverk Thompsons og
allir óttuðust hann. En nú var Churchill orðinn hundleiður
á félaga sínum og óskaði nú einskis annars en að losna
við hann sem allra fyrst. Hann skýrði mér frá þessu, þegar
hann kom og heimsótti mig kvöldið sem ég kom heim.
Hann var með byssu í hendinni.
— Mig langar næstum til að skjóta piltinn, sagði hann
— Henging er honum alltof góð. En ég get fjandann ekki
fengið af mér að skjóta mann með köldu blóði! Ég er fífl,
þegar ég forðaði honum frá þeirri refsingu, sem hann hefði
iengið, ef Matavai-menn hefðu náð honum!
— Þeir myndu hafa afgreitt hann fljótt, sagði ég.
— Það hefði líka verið prýðilegt. Ég er hundleiður á
honum. í dag sagði ég honum, að hann gæti fengið bátinn,
ef hann vildi hafa sig burtu og aldrei koma fyrir augu
mín aftur.
— Fáið hann eyjarskeggjum í hendur. Þeir myndu hafa
drepið hann fyrir löngu, ef hann hefði ekki verið með yður.
— Sjá, þarna er hann.
Thompson sat einn á ströndinni, örskammt frá okkur.
Hann leit út sem væri hann glaður yfir illvirkjum sínum.
Byssuna hafði hann á milli hnjánna og strauk hana ánægju-
lega.
— Pilturinn er hálfbrjálaður, rumdi Chruchill. — Þér
hafið byssu, Byam. Það er bezt að hlaða hana og hafa
hana við hendina, unz hann er farinn.
— Hafið þér í hyggju að hafast við á Tantira? spurði
ég eftir nokkra þögn.
— Já. Mér gezt vel að gamla höfðingjanum, tengdaföð-
ur yðar, eða hvað hann nú er. Og svo sýnist sem honum
falli ég vel í geð. Hann er bardagafélagi og það er hinn
höfðinginn líka, Atuanui. Við vorum að ráðgast um svo-
litla herferð í gærkveldi. Hann segir, að ef ég vilji að-
stoða hann, skuli hann gefa mér landræmu og góða konu
í uppbót, En komið með mér. Það er tími til kominn, að
við heilsum upp á hann.
Vehiatua hafði boðið okkur að vera við heiva hjá honum
um kvöldið. Það er næturdansleikur, likur þeim, sem ég
hafði séð á Tetiaroa. Allt svæðið var uppljómað af leiftr-
um kyndlanna og mikill fjöldi áhorfenda hafði safnazt sam-
an. Þegar við höfðum heilsað vinum okkar, settumst við,
Tehani og ég, ásamt ChurchLf, á grasið, yzt í hópnum.
Trumbuglymjandinn var naumast byrjaður fyrir alvöru
— þegar ég heyrði einhvern innfæddan hrópa aðvarandi á
bak við okkur. Rétt á eftir heyrðum við skothvell. Churc-
hill reyndi að rísa á fætur, en féll hóstandi út af við hlið
mér. Byssan féll úr máttvana höndum hans. Konur æptu og
karlmenn hrópuðu í öllum áttum, og ég heyrði Vehiatua
orga, svo að hann yfirgnæfði hávaða allra hinna:
— Já, drepið hann! Drepið hann!
í reikandi leiftrum blysanna sá ég hvar Thompson reif
sig lausan af hálftrylltum mönnum, sem reyndu að halda
honum, og hlaupa síðan þunglamalega áleiðis til strandar,
með hendurnar kreptar sem af krampa um byssuna. Atuan-
ui greip 1 skyndi stóran stein og hóf hann sterkum armi
og fleygði honum á eftir Thompson. Steinninn hæfði morð-
ingjann milli herðabla^áftna, svo hánn vaÍt;,úih'iltoIL,'ogi1lá
spriklandi á jörðinni. Augnabiiki siðar lá Átuahúi' ofan á
honum og marði sundur haus hans með sama steininum
og hann hafði fellt hann með. Þegar ég fór aftur inn í hús-
ið, var Churchill dáinn.
Eyjarskeggjar virtust fara í stríð og hætta við ráðgert
stríð — af ástæðum, sem mér virtust í mesta máta þýðing-
arlitlar. Missir Churchill var af prestum Vehiatua talinn ills
viti, og herferð þeirra, er Eime hafði ráðgert á hendur
þeirra, sem bjuggu á suðurströndinni, var frestað. Ég fyrir
mitt leyti var því feginn, að komast hjá að bera vopn gegn
fólki, sem ég átti ekkert sökótt við. Ég varp öndinni léttilega,
þegar ég gat aftur notið hins rólega heimilislífs og gefið
mig í næði að ritstörfum mínum.
Ég vil ekki lengja þessa sögu með athugasemdum mínum
• •
NYR HIMINN - NY JORÐ
EFTIR ARTHEMISE GOERTZ
að
57
— Þarna sérðu sjálfur, hrópaði
Ulysse frændi.
Viktor hristi höfuðið þegjandi.
Ilann sá allt annað í huga sér.
Hann sá veröld, sem var altekin
ofboðslegum gerbreytingum.
Hversu lengi skyldi fjölskylda
hans geta haldið þessari sorglegu
einangrun sinni. Sjón frænda hans
jafnt andleg sem líkamleg var of
dauf til að sjá nútíðina, enn síður
framtíðina, og jafnvel hið liðna
var honum að nokkru hulið vegna
trúarlegrar blindu. Það var þýð-
ingarlaust að fara að deila víð
hann.
— Jæja. Viktor lagði möppuna
á sinn stað. — Nú verð ég að fara.
fara.
— Hvaðsegirðu? Ulysse frændi
setti hönd fyrir eyra. — Ertu að
fara aftur til Isthmus?
— Já, á laugardaginn. Eg hef
pantað far með Cartago.
— Það er ekki til annars en
eyða tímanum og fleygja pening-
um í sjóínn, að vera með þennan
skurð, rumdi í öldungnum.
Hann sneri sér aftur að hinu
umfangsmikla ritverki sínu um
það, hvernig Suðurríkin hefðu get
að unnið borgarastyrjöldina.
Hið fyrirskipaða matarræði,
ávaxtagrautur. brauð og mjólk,
hafði reynzt Alphonse Gaspard
notadrjúgt. Og þótt þessi fáu pund
sem hann hafði bætt við sig, gætu
ekki kallast stórvægilegt, var það
þó allftaf framför. Heilsu hans
fór betur fram en Sófróníu, elzta
barnsins hans. Pellagran hafði að
vísu ekki verið á eins háu stigi
hjá henni, en þó tók hún lækn-
ingunni hægar.
— Ó, en Miche le docteeur ætti
bara að sjá Jóa, manninn hennar
Masúm, sagði Sófrónía. — Ég sá
hann, þegar við vorum að þvo
þvottinn niðri í fjörunni. Hann er
með fleiri kýli en við öll til sam-
ans.
Læknirinn var að gera að hönd-
um Gaspards en leit nú upp.
— Er hann Indíáni?
— Ég hef heyrt, að hann sé af
hvítum í aðra ættina, sagði Al-
phonse. En hann fer svo til aldrei
út. Það er enginn, sem þekkir
hann.
Þessar uppiýsingar vöktu for-
vítni Viktors og gátu haft mikil-
væga þýðingu. Nafn Jóa var hvergi
að finna í dagbókum Jolivets.
Viktor kunni þær allar utanbók-
ar. Hann minntist þess að hafa
veitt því eftirtekt, að pellagra
varð aldrei vart meðal Indíána,
enda þótt maís væri aðalfæða
þeirra. Hann hafði talíð möguleia
á, að einhver sérstök meðferð
þeirra á korninu væri orsök þessa
fyrirbrigðis. En ef þessi Jói hafði
sjúkdóminn, féll sú hugmynd um
sjálfa síg. Það var mjög áríðandi
fyrir hann að fá þetta mál rann-
sakað nánar.
— Mér þætti gott að geta fund-!
ið þennan Jóa að máli, sagði hann.
— Það er ekki þægilegt, en þér
gætuð reynt. Farið bara meðfram
Chinchuba-veginum út fyrir
bryggjuna. Beygið svo niður blið-
argötuna til Fanchons og þegar
þér eruð kominn hálfa leið, ,sjá-
ið þér hús á staurum til hægri
úti í mýrinni. En ekki get ég
sagt yður, hvernig hægt er
komast út að því.
Klukkan fimm lagði læknirinn
af stað út til mýrarinnar. Hann
varð undrandi er hann sá Mirjam
sitja á sínum gamla stað undir
eikinni. Hún kom hlaupandi út
á veginn.
— Ó, hrópaði hún hlægjandi.
— Það hlýtur að vera Heilagur
Expedite, sem hefur sent yður.
Ég hef tekið hann mér fyrir vernd
argrip. Hún benti á litla styttu,
sem hékk efst á málaragrindinni.
— Ég skal segja yður — Narcisse
er ekki kominn. Það er sunnudag-
ur og Bíbí hans fékk frí af því,
að frú Vigée ætlaði í veizlu unn-
ustu yðar. Ég býst við að Narcisse
hafi gleymt mér.
Læknirinn leit upp í loftið. Aft-
ur var óveður í aðsigi úr purpura-
litu skýjunum í norðvestri. Síð-
an í fárviðrinu á miðvikudaginn
höfðu .sífellt skiptst á helliskúrir
og ofsarok eða sólskin og logn.
Ef til vill myndi óveðrið fara
framhjá.
— Ég er í stuttri læknisvitjun.
Þegar ég kem til baka skal ég
aka yður tíl bæjarins, sagði hann.
Hún brosti af tilhlökkun. — Þá
er ég ekki lengur reið við Nar-
cisse.
f þessum svifum leiftraði eld-
ing er sundraði skýjunum og á
eftir kvað við drynjandi þrama.
— Það lítur út fyrir að vera að
skella á, sagði hann. — Og verður
víst bezt fyrir yður að koma með
mér. Hér er hvergi skjól að finna.
— Ætlið þér til Fanchons?
. — Nei, ég er á leið til Jóa.
— Ó, konan hans kom hérna
um daginn, og ég fékk talið hana
á að sitja fyrir hjá mér, svo ég
gæti lokið við myndina. Ég varð
að boi'ga herini helmingi meira
en áður, annars hefði ‘ ég ekki
fengið hana tíl þess.
— Það er maðurinn hennar,
sem ég þarf að tala við.
— Ó, já. Maður hennar. Þess
vegna vill hún fá nonlrma Eyrir
tóbaki handa honum.
Þau hjálpuðust að, við áð bera
málaragrindina, stólinn og annað
út að vagninum og komu því fyr-
ir undir sætinu. Dixí lagðist við
fætur hennar og síðan óku þau
af stað.
Þegar þau fóru fram hjá klaustr
inu, mælti hún döpur í bragði:
— Hún varð því miður nokkuð
skammvinn tilsögnin mín. Klaust-
urstýran skýrði mér frá því á;
fimmtudaginn, að litlu mál-
leysingjarnir hefðu því miður ekki
tíma til að læra teikningu. Það
tæki of mikið frá öðru námi.
Hann sló fram setningu í spaugi
til að leyna gremju sinni.
— Ef Narcísse gerði sér það
að vana, að vanrækja yður, væri
það kannski bara gott.
— Nema ef Heilagur Expedite
yrði mér álíka náðugur og nú í
dag.
— Ég ætla að fara á laugardag-
inn kemur, ungfrú Mirjam.
— Ó, það var eins og hún sypi
hveljur.
Bifreið þaut framhjá. f henni
sátu tveir píltar, það var Leon
og vinur hans, Marcel Lavalle.
Viktor var ekki um það gefið að
vita af Leon í hinu forboðna ná-
grenni við Coco, en varð þö' ró-
legri við að vita Marcel hjá hon-
um.
Rétt í þessu kvað við dynjandí
þruma. Himininn sortnaði og
óhugnanlegum glampa sló á veg-
inn framundan þeim. Þegar þau
beygðu inn á hliðargötuna heim
að húsi Fanchons kolagerðar-
manns, kom Felix innan úr skóg-
ínum með byssu sína og tösku
úr fléttuðum pálmaviðjartrefjum
um öxl. Hann nam staðar, er hann
kenndi vagninn og hestinn.
— Miché le docteur kemst ails
ekki heim tfl okkar eins og er.
Pflturinn varð að hropa til þess
að rödd hans yfirgnæfði storm-
inn. sem nú var skollinn á og
sveigöi greinar trjánna. Lann