Tíminn - 11.12.1964, Qupperneq 8
FÖSTUDAGUR 11. desember 1964
TÍIVMNN
BÖKMENNTIR
Tvær sogur bráðsnjall-
ar en misgott meBlæti
Drengur á fjalli:
GuSmundur Daníelsson.
ísafoldarprentsmiSja er byrju'ð
á heildarútgáfu verka Guðmund-
ar Daníelssonar, og hefur sent
frá sér í þeim búningi tvær æsku-
skáldsögur Guðmundar, Bræðuma
í Grashaga í fyrra og Ilm dag-
atma á þessu hausti. Guðmundur
fylgir henni úr hlaði nú með
þessum orðum m.a. „Ég skrifaði
bókina alla upp, sá mér ekki
annað fært. Söguþráðurínn er þó
alveg hinn sami, og er breytingin
frá frumútgáfunni einkum fólgin
í útstrikunum á málalengingum
og lagfæringum á orðalagi og
setningaskipun. En þc að ég leit-
aðist við að má burt ýn.^a aug-
ljósa vankanta, kappkostadi ég
að láta hinn upprunalega blæ frá-
sagnarinnar haldast. Eftir sem
áður skyldi þetta æskuverk verða
spegilmynd af hugsunum mínum
og vinnubrögðum eins og þau
voru í þá daga — fyrir tæpum
þrjátíu árum.“
Þetta skrif dagsetur Guðmund-
ur í febrúarmánuði 1964, þegar
hann gengur frá handriti að þess-
ari endurútgáfu.
Ég tel hiklaust, að Guðmund-
ur Danielsson hafi hér ófrjálsum
höndum um farið. — Ég get ekki
kallað það annað. Hið sama verð-
ur auðvitað að segja um aðra höf-
unda, sem fremja sömu óhæfu og
luðmundur — að endurrita skáld
v-erk sín til útgáfu í ritsafni.
Auðvitað má segja, að hvert
;káldverk sé höfundi sínum frjálst
:il endurbóta, ef hann þykist sjá
dna skyssu og geta um bætt En
þá á ritið helzt að gelast út að
nýju sem sjálfstætt verk pegar
heildcrfúgáfa er gerð að áiiðinni
| ævi, eíga æskuverkin að birtast
I þar í réttri og upprunalegri
I mynd. Þá eru þau fyrst og fremst
i heimild um þróunarferil höfund-
j arins, og þá heimild er honum
ekki leyfilegt að rangfæra. Skað-
laust er þó að leiðrétta málvill-
ur og prentvillur, en lengra má
helzt ekki ganga. En að „skrifa
bókina alla upp“, eins og Guð-
mundur játar — hamingjan hjálpi
okkur — og taka meira að segja
til greina ýmsar athugasemdir og
aðfinnslur ritdóma frá fyrri tíð
er meira en hægt sé að þegja
við. Hvað er þá orðið af hinum
unga, lífsglaða höfundi, Guð-
mundi Daníelssyni, fiá árunum
eftir alþingishátíðina, þegar ís-
land var að sníða sér lýðveldis-
stakkínn? Á hann nú að birtast
okkur taminn til nýrra kosta af
karlfauski austur á Eyrarbakka á
sjöunda tug aldarinnar? Það verð
ur þokkaleg enduryrking á æsku-
ljóðunum Ég heilsa þér, þegar
þau birtast í heildarsafninu! Ég
vona, að Guðmundur hætti þeim
starfa að yrkja sjálfan sig upp
1 eða umskrifa gamlar Lækur sín-
ar. Auk alls sem að framan grein-
ir veit ég fáa íslenzka höfunda
síður til þess fallna en hann,
sem á þaiin höfundarlöst emna
verstan að brésta þolinmæði og
aga á ritfjörinu, þegar ný verk
fæðast. Hann ætti ekki að stofna
til endurfæðingar?
Þegar ég les Ilm daganna nú,
finn ég gerla, að af þeim er
strokinn einhver ferskur æsku-
blær, sem heillaði mig forðum
daga, en ekki skal ég dæma um
það, hvort það stafar af árunum,
sem færzt hafa yfir mig, eða upp-
skrift Guðmundar. En grunur
minn er sá, að sagan ilmi ekki
lengur með sama hætti í vitum
þeirra, sem ungir eru, og sá heill-
andi blær hafi að nokkru verið
tengdur þeim ungæðisgöllum og
hnökrum, sem á henni voru, og
strokizt af með þeím nú. Ég ef-
ast ekki um, að sagar sé að ýmsu
leyti betra skáldverk en áður, en
hún glitrar ekki lengur af því
kvika lífi, sem æskufólkið fann
í henni forðum daga.
En nóg um þetta. Ég ætlaði
ekki að skrifa hér langt mál um
æskuverk Guðmundar Daníelsson-
ar, heldur minnast á bók þá,
sem ég hef nýlesið — bókina
Drengur á fjalli, smásögur rit-
aðar á síðasta áratug eða svo, og
er nýkomin út.
Ég opnaði þessa bók satt að
segja með nokkurri forvitni. f
mínum augum 'iafði Guðmundur
aldrei verið neinn smásögusnill-
ingur Beztu verk hans eru og
hafa verið viðamiklar skáldsögur,
og ber Sinfjötla þar ianghæst. en
þess mátti þó sjá ýmis sólarmerki,
að hann væri að ná betri tökum
á þeírri listgrein. Tækist honum
að brjóta ísinn í þessari bók?
Að lestri loknum varð ég að
álykta, að svo væri ekki að fullu,
— ekki nema vakir. Að vísu.birt-
j ast þarna ýmsir stórsnjallir smá-
! sögusprettir, en hina skilyrðis-
1 lausu hlýðni við smásöguformið
skortir enn. Fyrsta -agan og sú,
sem bókin dregur nafn af. Dreng-
ur á fjalli hefur áður birzt á prenti
svo sem fleiri sögur í þessari bók,
og hlotið gott lof, svo sem verð-
ugt er. I-Iún er ákaflega vel rituð,
meira að segja af heitari innlif-
un en flest annað, sem Guðmund-
ur hefur skrifað. En form hennar
er ekki stakkur smásögunnar. Hún
er líkari kafla úr lengrí sögu og
sver sig meira í ætt frásögu en
smásögu. Eigin raun mergjar
hverja línu þessarar frásögu, og
nákvæm lýsing á ákveðnu öræfa-
svæði með réttum örnefnum og
allri tilhögun leitar og áfanga í
göngum á þesum aioðum snýrir
drættir frásögunnar enn betur. En
skynjun drengsíns er svo einlæg,
næm og sönn, að allir hljóta að
hvífast með og skilia betur en
áður, hvað fyrstu göngurnar eru
og voru íslenzkum dreng. Lýsing-
in er svo fullkomin hjá Guðmundi
að drengurinn á alla samúð les-
andans, djúpan skilning og Ijúf-
sára hrifningu, sem snertir
streng djúpt í brjóstínu. Margt
hefur verið vel skrifað um göngur
og ævintýri þeirra í augum ungra
drengja. En ég held, að þessi frá-
sögn taki flestu eða öllu fram sem
ég hef lesið um þetta. Drengur á
fjalli mun fá sinn sess í klassísk-
um, íslenzkum bókmenntum, og
hann á sem fyrst að komast i les-
bækur unglingaskóla.
En víkjum þá að hinum sögun-
um. Sumar eru örstuttar myndir,
augsýnilega minningar og um-
hverfislýsingai. en þeim er oftast
ekki aitlaður sá æðri tilgangur að
skýra eða birta ný lífssannindi, ný
viðhorf, sýna nýjan flöt eða nýtt
gildi. Fyrir bragðið eiga þæi ekki
inntaksgildi smásögunnar Þó á
þetta ekki við um allar sögurnar.
Frú Pálína hefur t.d. smásögu-
byggingu og er líklega ætlað það
hlutskipti að birta örlagaþung-
ann í ólíkri skapgerð hjóna, en
atburðarás sögunnar er of „bill-
leg“, ofgerð, ekki nógu hlýðin við
boðun sögunnar.
Guðmundur Danielsson
Fiskurinn mikli og Lokadagur
er afar skemmtilegar veiðilýsíng-
ar, fersk náttúruskyynjun, dýrðar
óður um Ána, en ekki smásögur.
Sögurnar Yfir fljótið og Þú ert
maðurinn, þar sem efnið er sótt
aftur í liðnar aldir. nálgast það
miklu meira.
En þegar kemur að síðustu sög-
unni, Tapað stríð, glaðnar yfir
manni. Guðmundur átti þá væna
rúsínu í keppshorni. Hún er full-
komin smásaga að allri gerð. Þar
er brugðið upp eftirminnilegri
mynd af hörðum, sálrænum átök-
um, en þó hvergi of lýst, atburða-
rásin virkjuð í þágu sögunnar, ef
svo mætti segja, en ekki látin
hlaupa með hana út undan sér í
lýsingagleði og fjörkippum, eins
og Guðmundi hættir stundum til.
Hér finnur maður hínn þunga und-
irstraum mannlegra örlaga, og
myrkar ástríður hinna fullorðnu
togast á um viðkvæma og sak-
lausa barnssál. Það er ekki í fyrsta
sinn, sem Guðmundur Daníels-
son notar barnssálina sem brenni-
depil stríðandi ástríðna þeirra,
sem eldri eru, og tekst það oftast
snilldarlega.
Sagan Tapað stríð er vægðariaus
og grimm afhjúpun, meira að
segja skelfileg þrátt fyrir mýkt-
ina í stílnum. Segja mætti, að sögu-
lokin væru ofgerð, þar sem hann
lætur föðurinn tæla saklaust barn
sitt til þess að skjóta prestinn í
staðinn fyrir svartan hrafn, en um
þetta er farið svo mjúkum hönd-
um, að lesandanum finnst þetta
Framhald á bts 14.
Þyrlll — olíuskiplð — sem síðar var breytt í sildarflutningaskip með
sildardæiu.
jSíldarflutningaskipin
útbúin með síldardælu
- myndi auðvelda losun og lestun síldveiði-
skipanna og tryggia aukið aflamagn
Á síðustu sumarsíldarvertíð
voru við veiðar um 150 skip að
stærð 70 til 120 rúmlestir. Engum
sem til þekkir dylst að erfitt mun
vera að stunda veiðarnar á ekki
stærri skípum svo langt úti eins
og nú er gert. Veiðarnar hafa far-
ið að mestu fram á svæði, sem er
60 til 80 sjóm. úti og stundum
mikið utar. Gefur það auga leið
að oft mun erfiðleikum bundið að
sigla svo langan veg með drekk-
hlaðin skipin þvi oft getur spyllzt
veður á skemmri tíma en ækur
I skipin að ná til hafnar á svo langri
’ siglingu. Á sama tíma os síldin
hefur fjarlægzt hefur hún dýpkað
á sér, stendur hún dýpra, svo allt-
af þarf dýpri nætur ár frá ári,
verður þetta skipunum ofviða ef
þau þurfa um langan veg að fara
til losunar. Þess vegna þarf að
auðvelda þessum skipum veiðarn-
ar og er þá helzt að taka_ upp
síldarflutninga af miðunum. Á síð-
astliðinni síldarvertíð var gerð at-
hyglisverð tilraun með síldarflutn
inga af miðunum og gaf hún svo
góða raun að við betri árangri
var varla að búast. Með tilkomu
síldardælunnar opnuðust möguleik
ar tíl aðstoðar sem minni skin-
unum er svo nauðsynleg.
Ef hægt er að losa þessi nunni
skip við siglinguna af og á mið-
in í hvert sinn er þau fá síld
opnast þeim leið til þess að nafa
stærri nætur en það er eítt af
því sem þau geta ekki ef þau
þurfa að sigla langa leið með full-
fermi.
Ef hægt reynist að koma ílutn-
ingunum í það horf að það full-
nægi að minnsta kosti minnstu
skipunum er enginn vafi að enn
um sínn verður hægt að nota bessi
skip tii veiðanna. sem ann
ars verða að hætta (bessum veið
um) og ekki svo auðvelt að finna
þeim annað verkefni. Ef af þess-
um síldarflutningum yrði þarf að
undirbúa þá svo vel að ekki bregð
ist þeir þegar verst gegnii. Öll
síldarflutninpaskip þyrftu í fram-
| tíðinni að vera útbúin með dæl-
I um, og auðveldar það geysilega
’ losun og lestun því þau verða ekki
| eins háð bryggjuplássi þegar hægt
; er að leiða um langan veg losun-
arbarka, og ætti það að gefa
j meiri möguleika til þess að fá
skip til flutninganna, heldur en
ef að þurft hefði að notast við
ákveðnar stærðir skipa. Augljost
er að aflamagnið hlýtur að aukast
að miklum mun við það að skip-
in þurfa ekki að yfirgefa veiði
svæðið og er ekki gott að gera
sér fulla grein fyrir því að
óreyndu. Oft hefur komið t'yrir
að skipin, sérstaklega þau minni
i hafa átt í erfiðleikum þegar um
j stór köst er um að ræða, en þegai
! flutningaskipin eru á miðunum
geta þau iðulega hjálpað til við
stói köst og bannig bia'v- ' .m'
| um verðmætum
Auðséð er að am geysilegan
olíusparnað verður að ræða
| hjá flotanum við það að pau geta
Framhald á bls 14.