Tíminn - 11.12.1964, Qupperneq 11
FOSTUDAGUR 11. desember 1964
T8SV8SNN
49
ágangi sævarins. Þar ei stórt rif. Ef til vill er Tahiti
hvergi jafn þéttbýl og þar. Það var þessi strönd, sem ég
hafði séð, þegar Bounty á sínum tíma nálgaðist ströndina.
Þegar rifinu sleppir taka við grænir klettar, sem bylgjur
Kyrrahafsins gnauða við. Það er óbyggt og hrjóstrugt land,
þar sem eyjarskeggjar álíta, að illir andar búi. Þar sem
rifinu sleppir og klettarnir byrja, lá litla kóraleyjan, um
hálfa mílu vegar frá landi, og þar höfðum við hugsað okk-
ur að eyða deginum.
Við breiddum ábreiður okkar í skugga af stóru tré, og
Tuahu sótti morgunverðinn. Stewart hrópaði til konu sinn-
ar: Komdu með börnin, Peggy, við Byam skulum líta eftir
þeim meðan þið Tehani rannsakið eyjuna.
Við Stewart teygðum makindalega úr okkur í skuggan-
um. Dætur okkar sváfu í vöggum sínum, hreyfðu sig annað
slagið, en opnuðu ekki augun.
— Byam, hvað álítið þér, að sé orðið af Christian?
spurði Stewart. — Stundum dettur mér í hug, að hann
hafi framið sjálfsmorð.
— Það hefur honum aldrei dottið í hug. Hann fann til
svo míkillar ábyrgðar gagnvart samsærismönnum sínum,
að slíkt er útilokað.
' — Ef til vill hafið þér á réttu að standa. Þeir hafa þá
sennilega setzt að á einhverri eyjunni. Mér þætti gaman
að vita. hvar þeir eru.
— Ég hef oft hugsað um það, svaraði ég. — Það kann
að vera, að þeir hafi siglt til Navigator-eyjanna, eða til
einhverrar kóraleyjarinnar, sem við fórum fram hjá í norð-
urleiðinni.
Stewart hristi höfuðið: — Það held ég ekki, sagði hann.
— Þeir staðir eru allir of kunnir. Það hljóta að vera
fjölmargar óþekktar, gróðursælar eyjar í hafinu hér um-
hverfis. Christian hefur áreiðanlega leitáð hér að aðseturs-
stað, þar sem hann hefur mátt vera nokkurn veginn óholt-
ur.
Ég svaraði ekki, og lengi lá ég á bakinu með hendurn-
ar undir hnakkanum. Friður og fegurð eyjarinnar hreif
mig mjög. Fyrir utan hinn hvíta kóralboga gáraðist flöt-
ur Kyrrahafsins. Ég leitaði í huganum að grískri setningu,
og að lokum fann ég hana. Sjórinn dökkur sem vín. Ste-
wart talaði við sjálfan sig í hálfum hljóðum: Þetta er tilval-
inn staður handa einbúa, hér getur hann látið hugann
reika.
— Mynduð þér vilja búa hér? spurði ég.
— Ef til vill. En ég myndi sakna þess að sjá aldrei ensk-
an mann. En þér, Byam, sem búið eingöngu meðal hinna
innfæddu, óskið þér aldrei eftir nærveru manna af yðar
eigin kynstofni?
Eg hugsaði mig um andartak, áður en ég svaraði: — Nei,
þess hef ég ekki óskað ennþá.
stewart brosti. Þér eruð þegar að hálfu leyti orðinn
Tahitibúi. Enda þótt mér þyki vænt um Peggy, myndi
mér leiðast á Matavai, ef Ellison væri þar ekki. Mér er
farið að þykja vænt um þann pilt, og hann dvelur hjá
okkur tímunum samán. Það var hörmulegt. að hann skyldi
gerast uppreisnarmaður.
— Það er ekkert illt í þeim pilti, sagði ég, — og nú
verður hann að sigla burtu ásamt Morrison og eyða því.
sem eftir er ævinnar, meðal mannætna á einhverri eyju
hér vestur frá. Aðeins vegna þess, að hann gat ekki neitað
sér um, að sveifla byssusting við nefið á Bligh.
„Resolution“ verður hleypt af stokkunum eftir sex vik-
ur, sagði Stewart. — Morrison hefur nærri því gert krafta-
verk! Þetta er lítið en laglegt skip og þolir hvaða storm
sem er.
Konur okkar komu nú aftur, og á eftir þeim kom Tuahu,
sem bar angandi blóm, sem þær höfðu bundið í blóma-
vendi.
Ég veitti sérstaka athygli blómi með langa anga og dá-
samlegan ilm. Það var óþekkt á Tahiti og stúlkurnar veltu
því fyrir sér, hvað það gæti heitið.
— Þetta blóm er algengt á eyjunum vestur frá, þar sem
mannæturnar búa, sagði Tuahu. — Ég sá breiður af þessum
blómum á Anæa, þegar ég var þar í fyrra. íbúarnir á
Anæa hafa gefið þessu blómi nafn, og það höfum við líka,
en ég man hvorugt.
— Tafano, hrópaði Tehani allt í einu.
— Já, það er víst nafnið, sagði bróðir hennar, og ég
skrifaði hjá mér nafnið til þess að hafa það með í orðabók-
inni.
Við sóttum matarílátin fyrir stúlkurnar, en þvi næst vik-
um við karlmennirnir okkur afsíðis, að sið Tahiti-búa, með
an við mötuðumst. Þegar máltiðinni var lokið, og við höfð-
um öll hreiðrað um okkur i skugga trjánna, sagði Tiíahu
okkur þjóðsögu um eyjuna.
— Langar ykkur til þess að heyra, hvernig á þvi stend-
ur, að hér búa engir menn? Það er vegna þess, að það er
hættulegt að dvelja hér á nóttunni, hóf hann máls. — Oft
hafa menn reynt að sofa hér til þess að reyna hugrekki
sitt, eða vegna þess, að þeir vissu ekki, hvað það var hættu-
leg't að sofa hér. En allir hafa þeir komið til Tahiti að
morgpi þöglir og niðurbrotnir og þeir hafa eftir á annað-
hvort dáið eða brjálazt. Frá því menn fyrst muna hefur
komið hingað kona á hverju kvöldi, þegar sól er hnigin.
Hún er fegurri en allar aðrar konur undir sólunni, hefur
hreimfagra rödd, sítt, fagurt hár og ómótstæðileg augu
Hún leikur sér að því að tæla mennska menn, en faðmlög
hennar gera menn vitskerta.
Stewart kinkaði kolli. Hann sleit upp tvö strá, annað
langt, en hitt stutt, svo rétti hann þau í áttina til mín, gaf
stúlkunum hornauga og sagði: — Við skulum draga um
það, hvor okkar á að dvelja þar í nótt.
Tehani greip stráin úr hendi hans. — Þú mátt vera
hérna í nótt, ef þú vilt, sagði hún við Stewart, — en Byam
kemur í land Ég vil ekki láta neinar töfrakonur tæla hann.
Stewart sigldi til Matavai daginn eftir þessa skemmtiferð
okkar, og fjórir mánuðir liðu, áður en ég sá hann aftur.
NYR HIMINN - NÝ JÖRÐ
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
59
Narcisse hafði gleymt að koma
með vagninn.
— Hví skyldi hann koma með
vagninn, þegar þinn vagn er þægi
legri?
— Ég tók hana upp í vagninn
vegna þess, acr nún komst ekki
heim á nokkurn hátt öðruvísl.
— Var það kannski vegna þess,
að þú ætlaðir heim með hana, sem
þú ókst upp eftir veginum í átt
frá bænum? Gerði hann það ekki,
Marcel?
— Jú. svaraði Marcel hásum-
rómi.
— Ég var í sjúkravitjun. Ég gat
ekki skilið hana eftir, þar sem
hún var. þegar að gekk með ofsa-
veður.
— Já, einmitt. Sjúkravitjun úti
í mýrinni. Sjúkur krókódíll senni-
lega? Þú heldur þó líklega ekki,
að við höfum ekki séð þig fara
beint til stefnumótsins í kofanum.
— Við leituðum þangað til að
standa af okkur óveðrið.
Leon hló.
— Vorum við alein þar. Segðu
systur þinni frá því. Vorum við
ein?
— Ég veit ekkí hvort ég á að
telja hundinn með. sem átti að
vara ykkur við, ef eínhver kæmi?
— Þú veizt vel, að Felix dreng-
urinn var með okku
henni það
Leon hló hæðnislega. - A eg
líka að segja henni frá því, að
þú borgar honum fyrir lánið á
kofanum og fyrir að standa vörð
með byssu til taks?
Lækninum fannst hann ætla að
kafna af reiði. Hann hefði getað
tekið unga manninn og slegið
honum upp við vegginn. Hann
kreppti hnefana. Kóletta stóð
hreyfingarlaus ein og höggmynd,
sagði ekki orð. Hún fylgdist með
orðaskiptum þeirra eins og ann-
ars hugar og leit til þeirra á
víxl. Hið eina, sem bar þess vott,
að þetta fengi á hana, var eld-
heitur roði i vöngum hennai
En hún gat ekki trúað bróður
sínum. Hún hlaut að ímynda sér,
að hann hefði ætlað sér að slá
tvær flugur í einu höggi, hefna
sín á lækninum og herja út vasa-
peninga. Viktor sneri sér að
henni og mæltí rólegri röddu:
— Kóletta, trúir þú þessu öllu?
Varir hennar titruðu. eins g
henni lægi við gráti.
— Já, svaraði hún.
— Komdu Marcel, sagði Leon.
Hann tók í handlegg hins vand-
ræðalega vinar síns. Ég er þyrst-
ur.
Læknirinn hrofði á Kólettu, orð
laus yfir vantrausti hennar á hon
um.
Hann hafði alltaf verið sann-
færður um, að skapgerð hennar
væri of nætn til þess, að húr léti
slúðrið hafa minnstu áhrif á sam
band þeirra og þessi óvæntu am-
skipti í framkomu hennar fengu
mjög á hann. Hún horfði á hann,
hnarreist og kuldaleg, og allt í
einu var sem eitthvað minnti
hann á hörku og drembílæti
frænku hans og hið stingandi,
hvassa augnaráð afa hans á mál-
verkinu uppi yfir arninum. En
j aldrei hafði hún þó verið feg"
len einmitt nú. Kjóll hennar
_______________________________n
fleginn, svo fagurskapaðar axlirn-
ar voru naktar ásamt nokkru af
bolnum, og hún bar hið forna
hálfsmen, sem hann hafði gefið
henni. Honum varð hugsað til
þess, hversu ólíkur fundur þeirra
þann dag hafði verið pví, sem nu
var að gerast. Og hann óskaði þess
innilega að geta vakið með henni
sömu tilfinningar nú og á því
augnabiiki, er hann hafði iagt
menið um háls henni.
— Kóletta, hann gekk til henn-
ar, ég get sannað . .
— Hef ég beðið þig um nokkr-
ar sannanir? spurði hún kulda-
lega. — Hefi ég nokkurn tíma
beðið þig um þær? Þegar ég frétti
um ferðir þínar út í skóginn —
þegar ég frétti um fundinn í lækn
ingastofu þinni — bað ég þig þá
um sannanir fyrir því, að það
væri ekki satt? Ég met ætt okkar
allt of mikils, til þess að láta einn
meðlim hennar bletta hana með
fölskum fullyrðingum.
Svona hafði hann aldrei séð
hana fyrr. Allur sá hofmóður, er
gagnsýrt hafði þá ættliði, sem á
undan henni höfðu lifað, virtust
sameinast í logandi augnaráði
hennar
Honum fannst hann gersamlega
varnarlaus gagnvart henni ....
og — guð mínn góður, hvað hún
var nú falleg — þessi unga stúlka,
sem ákveðið var, að yrði brúður
hans. .
— Kóletta — hlustaðu á mig,
mælti hann í bænarrómi. — Ég
get fengið Felix, dregninn, til
að . .
Hún sneri við honum baki.
— Og borgað honum fyrir að
samþykkja söguna, er það ekki?
— Kóletta.
Það sló í ömurlega þögn á
milli þeirra. — Svo sagði hann.
— Ef þú trúir þessum lygum um
mig, þá getur þú ekki elskað mig,
Kóletta.
— Jú, ég elska þig ,.-r- heyrirðu
það? Það er einmitt vegna þess,
að ég elska þig, sem betta fær svo
mikið á mig.
— Hér er ekkert, sem er ann-
að né meira en ímyndanir Leons.
Svívirðing sú, er hún hafði varp-
að framan í hann birtíst í hverj-
um andlitsdrætti hans.
Skyndilega brast hún í grát, og
hún varð aftur sú Kóletta, sem
hann þekkti, blíð og eftirgefanleg,
full af ástúð og skilningi. Hún
fleygði sér í faðm hans.
— Ó, Vik. Ég er ekki nema
manneskja. Ég get ekki að því
gert, þó ég sé afbrýðissöm. að
er svo margt smávegis, slúðrið í
fólkinu, hvernig þú dansaðir við
hana um daginn, þú veizt, og þú
komst henni fyrir við kennsluna
í klaustrínu ..... þeir verða svo
stórir, þessir smámunir, þegar
maður raðar þeim saman. Ó Vik,
mér líður svo illa . . .
Hann hallaði höfði hennar að
brjósti sér og þerraði vanga henn-
ar með vasaklút sínum.
—- Ég verð að biðja þig að fyr-
irgefa mér, sagði hann. — Ég
hefði átt að vera varkárari. Ég
skil mætavel nú, hvemig það mun
hafa litið út.
Hún reyhdi að brosa.
— Mér leiðist, að ég skyldi
verða svona afbrýðisöm.
— Og mér þykir vænt um það.
Það sýnír aðeins, að þú elsk-
ar mig.
— Elskar þú mig?
— Já. Hann kyssti hana blíð-
lega á kinnina. — Já, já, Kóletta.
— Jæja, — ef þú vilt endilega
fá að sanna eitthvað, mælti hún,
— þá sannaðu mér það.
— Já, á hvern þann hátt. sem
þú helzt villt.
— Ætlarðu að iofa mér því?
Hún lagði handleggina um háls
honurn.
— Ég lofa öllu.
— Þá ætlarðu ekkí að fara frá
mér Þá ætlarðu ekki að fara aft-
ur til Panama á laugardaginn Þá