Tíminn - 13.12.1964, Side 19

Tíminn - 13.12.1964, Side 19
SUNNUDAGUR 13. desember 1964 19 hundruð mánaðarlega fyrir ekki neitt. . .“ Þegar Ellen brá honum um fégræðgi varð hann mjög móðg aður. Skyldi hún ekki spaug? Hélt hún að hann væri svik- ari og ævintýramaður? Tæplega var Shaw mjög ást- fanginn, það var honum ekki eiginlegt. Aftur á móti hafði hann yndi af að gera hosur sínar grænar fyrir kvenfólki, sem hann kynntist. Hann hreyf konur með persónuleika sín- um, hann skrifaði þeim ástríðu full og eggjandi bréf, stríddi þeim og móðgaði. Hann eltist við konur án þess að meina neitt með bvi pottum og pönnum diskum og bollum o.s.frv. Shaw var slæmur í fæti og varð að gangast undir marga uppskurði Hann hoppaði um á öðrum fæti og enginn hugsaði um hann. Charlotta sá að við svo búið mátti ekki standa og tók hús á leigu utan við borgina og ákvað að hjúkra honum þar. Hún gerði honum Ijóst, í al- varlegu samtali, að hann ætti á hættu að verða aumingi. Hann svaraði með því að spyrja hana hvort hún vildi giftast sér. G.B.S. hefði ekki verið sá, er hann var, ef hann hefði ekki reynt að láta koma í ljós Charlotte og Bernhard Shaw á götu í London áriS 1932 á leið tll htns nýbyggða lelkhúss, Shakespeare Memorial Theatre. sem þáverandi Prlns af Wales, núv. hertogl af Wlndsor, opnaðl. og Charlotta hafði aðeins gam- an af. Vinkona þeirra hjóna, hin fræga Beatrice Webb skrífar í dagbók sína: „Auðsjáanlega er hún (Charlotte) ástfangin af þessum hrífandi kvennabósa og hann hrifinn af henni á sinn kuldalega hátt.“ Þrátt fyrir að Charlotta væri hrifin og jafnvel ástfangin, var hún ekki ringluð og lömuð eins og í Róm forðum. Hún naut samvistarinnar við hinn mikla rithöfund og hafði ánægju af viðræðum og þeirra sameiginlegu áhugamálum. Ef til v»ll hefði hú'n, samt sem áður, ekki gifst Shaw ef hún hefði ekki haft vissa með- aumkun með honum. Barn- æska hans hafði verið erfið, eins og hennar. Móðir hans sinnti honum lítt og því síð- ur heimílishaldi. Hennar eina áhugamál var hljómlist og uppbúið rúm eða reglulegar máltíðir voru ekki á dagskrá hjá henni. Þegar Charlotta kynntist Shaw, bjó hann með móður sinni og systir, en milli þeírra var lítið samband. Shaw svaf og borðaði í vinnuherbergi sínu og þar ægði öllu saman: bókum og pappír matvælum. broslegar hliðar í málinu. Char lotta hafði sem sé leigt hús fyrir þau þess vegna varð að senda hana eftir leyfisbréfi og hring til að bjarga heiðri henn ar og hann síðan að hoppa á öðrum fæti á hjónavígsluskrif- stofuna með henni. Um sjálfa vígsluna sendi hann nafnlausa frétt til blaðs- ins „Sfjaman" svohljóðandi: „Sá atburður skeði í gær, að er kona og maður nokkur óku framhjá fógetaskrifstofunni í Henriette Street, Covent Gard- en, fengu þau skyndilega löng- un til að líta þar inn. í augna- bliks fljótræði gifti hann þau. Konana var írsk hefðarkona að nafni Miss Payne-Thownshend en maðurinn heitir George Bernhard Shaw . . .“ í fréttinni minnist Shaw á auðæfi brúðarlnnar, en segír: „að vegna þess að hinn ham- ingjusami brúðgumi er gras- æta, hefir það enga þýðingu fyrir hann.“ Og síðan óskar hann þeim langs og hamingju- ríks hjónabands. Og honum varð að ósk sinni, því að þrátt fyrír að þau voru bæði yfir fertugt, entist hjóna- bandið í 45 ár eða þar til Charlotta dó árið 1943. Char Framhald á 22. síðu. TlMINN ÞÁTTUR KIRKJUISINAR StórmenniS í neyð efnns Ehn stendur „gustur geðs og gerðarþokkh' af spámanni Júdeufjalla, sem stundum er kallaður „síðasti spámaðurinn" En sannarlega er hann ekki hinn síðasti, nema þá sem tákn sannleikans og blysbera sann- leikans á hverjum tíma. Gæt- um við ekki fundið eítthvað af Jóhannesi skírara í andleg- um stórmennum dagsins í dag. Eru ekki Luthuli og sr. King minnsta kosti brot af því sama sem hann var, og að vissu leyti eru enn þá stærri enn þá áhrifameiri. Þeirra rödd get- ur hljómað um alla veröldina á einum sólarhring eða nokkr- um andartökum. Jóhannes tal- aði vart yfir fleiri en nokkr- um hundruðum eða þúsundum í eínu. En hann átti góða áheyrendur. Meira að segja hver prestur og boðberi fagn- aðarboðskapar Krists gæti fundið eitthvað sameiginlegt með sér og sínum starfsferli við þennan brautryðjanda Kriststímabilsíns. Já, gætum við ekki öll, eða hvert ein- stakt okkar, sem á annað borð eigum einhverja andlega_þrá eða hugsjónaglætu fundið skyldleikann við stórmenni að- ventunnar. Og í frásögn dags ina í dag er hann smár, fullur efa og geig. Og væri það ekki einmitt þar, sem við finnum bezt skyld leikann við hann. Satt að segja er eitthvað gott við þetta. Hví ættum við að skammast okkar fyrir smæð og auðmýk- íngu, þegar þessir stóru eins og Jóhannes skírari og Jesús Kristur sáu ástæðu til að barma sér? Og unga fólkið ætti að minn ast þess, að Jóhannes er tákn æskunnar á hverri öld með hverri kynslóð. Hann er storm- urinn, sem gjörði uppreisn gekk ríkjandi síðum og regl- um, laut hvorki kóngi né trú, gekk með herðasítt bítlahár. át hvorki né drakk að tízku- siðum hinna heldri og viður- kenndu, og lét sig þeirra orð og aðstöðu einu gilda. En svo skílur á um leiðir. og þó ef til vill ekki svo mjög. Unga fólkið ætlar alltaf hærra og lengra, þótt því kunni að missýnast um takmarkið. Og Jóhannes ætlaði líka að lyfta heiminum hærra og lengra. Og hann hafði valið sér hugsjón, fyrírmynd og takmark. En það var ungur frændi hans, sem átti að koma því í framkvæmd, sem hann hafði dreymt um, þennan prestsson úr auðninni. Og svo — jú, hann talaði með krafti og eldmóði um komandann aðventuherrann undursamlega. Og að hann væri ekki einu sinní verður að leysa skóreimarnar hans. Rödd hans var eins og norð- anstormur, sem „gráfeysknu stofnana bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og hann þýtur“. Þar var engin miskunn. „Þér nöðruafkvæmi", segír hann við höfðingjana og heldra fólkið. Hann á ekki handa því snefil af virðingu. Svo talar hann um það svo sem visin tré og fúaspækjur, sem verði höggvið upp eins og drasl og kastað á eld til að rýma fyrir því, sem kem- ur hínu nýja, hugsjónum sem verða að veruleika, spámanns- draumum, sem rætast. En í dag er hann kominn í helgreipar efans. Felldur í fjötra. Fluttur í fangelsi. Rödd hans er byrgð bak við þykka múra dýflissunnar. En þeim mun hærra hljómar önnur rödd. Sú raust er tregaþrung- inn seiður efans og uppgjaf- arinnar í hans eigin barmí. Var þetta ekki allt til einsk- is? Til hvers var eiginlega allt hans brambolt? Allar ræðurn- ar, allt kappið, sjálfsafneitun- ín, erfiðið, uppeldið, þegar hann beið þess í fjötrum ef- ans og fangelsisins að deyja fyrir kóngsins mekt. Hann fann, að raunverulega hafði enginn tekið mark á þessu gjálfri hans, hvort sem það var til lofs eða lasts. Eng- inn kom að hjálpa. Öllum virt- ist nú á sama standa. Og ætli þessi vinur og frændi sem hann hafði vígt til starfs í fljótinu helga, yrði nokkurs meira megnugur? Hann sem meira að segja sat í veizlum með FariseUm og tollheimtu- mönnum á víxl, klæddist eins og fínt fólk og át og drakk eins og eðlilegur maður? Hann mundi svo sannarlega hverfa í fjöldann óðara en varði. Hann hugsaði ekki einu sinnu um að lifa eins og spá- maður. Þeir höfðu þó alltaf reynt að hefja sig út og upp yfír fjöldann. Eitthvað líkt þessu hugsar brautryðjandinn mikli. Og sannarlega fann hann rödd sína deyja út eins og veikt bergmál í eyðimörk efasemdanna. Og þá sendir hann vini sína til að spyrja: „Ert þú sá sem koma skal? Eða eigum við að bíða eftir öðrum?“ Og við þurfum víst ekki að vera spámenn til að skilja Jóhannes, hafa meira að segja reynt eitthvað svipað. Til hvers er þetta allt? Ég sagði við ykkur um daginn, eitt kvöldið hérna í kirkjunni, að skýrslur mundu sanna, að hæsta lagi 10 af hverju hundraði manns hér í söfnuð- inum fyndi þörf hjá sér til að koma inn fyrír dyr í kirkju sinni einu sinni á ári. Og það mun láta nærri, að einn af hverju þúsundi sæki messur safnaðarins að jafnaði. Það hefur flogið fyrir, að þetta muni samt vera einn kirkju- ræknasti söfnuður borgarinn- ar. Hvað er þá um kirkjur fs- lands og kristilega trúrækni yfirleitt. Gætum við ekki margir prestarnir á þessum aðventu- tíma tekið undir með þessum stóru spámönnum og haft að yfirskrift orð Jesú þegar hann telur með engu hægt að gera fólkinu til hæfis, að minnsta kosti ekki fyrir hann og Jóhannes. Hann segir: „Við höfum spilað fyrir ykkur, en þið viljið ekki dansa. Við höf- um sungið sorgarljóð en þið hafið ekki grátið. Honum finnst fólkið eins og óþekk börn, sem ekki fáist- til að Ieika sér, hvað svo sem reynt sé að gera fyrir þau. Og seinna átti hann eftir að segja við lærísveina sína, þegar allir voru að yfirgefa hann: Af hverju farið þið ekki líka? Þannig getur efinn leikið alla. Við verðum að vinna þetta allt í trú, þótt enginn árang- ur sjáist. En er það nú víst? Er söngnum, bænunum, ræð- unum, gjöfunum, erfiðinu, pen ingunum, stundunum, æfingun um, er þessu öllu kastað á glæ? Ætlum við að loka kirkj- unni? Hvaða svar fékk Jóhann es? Blindir fá sýn, haltir ganga, daufir heyra, líkþráir hreinsast, dauðir fá líf að nýju. Og var ekki einn lærisveinn eftir sem sagði við Jesús. Til hvers ættum við að fara ann- ars. Þú einn hefur orð lífs- ins: Einn ^r nóg. Eitt ljós, og ÖH hin geta af því tendrast. Jólaljós kristilegrar menníng- ar. Árelíus Nielsson. BRÉF TIL BLAÐSINS Tíminn 12. nóvember 1964 greinir frá því, að þingmenn Framsóknarflokksins í Suður- lands- og Austfjarðakjördæmum flytji nú þingsályktunartillögu um akvegasamband um Suðurland milli Austfjarða og Reykjavíkur. Tillagan beinist að því, að full- komin rannsókn fari fram á vegastæði og vegagerð á þessari leíð og verði framkvæmd hið fyrsta. Enginn vafi leikur á því, að þarna er fitjað upp á miklu nauð- synjamáli og vonandi sér Alþingi sér fært að samþykkja þessa tíma- bæru tíllögu, svo hægt sé að ganga úr skugga um, hvort mögulegt sé að leggja akveg yfir Skeiðarár- sand. Eg hef oft heyrt talað um það, að þýðingarlaust sé að brúa Skeiðará vegna hlaupa, sem koma með fárra ára bili úr Vatnajökli og sópa öllu með sér, sem á vegi þeirra verður. Eg vil engan dóm leggja á slíkt, til þess skortir mig kunnugleika og þekkingu, en verði þessi möguleiki rannsakað- ur af þar til hæfum mönnum, hlýtur hið sanna að koma í ljós. Reynist fært að leggja akveg sunn an við Vatnajökul frá Reykjavík til Hornafjarðar, er til nokkurs að vinna þar sem leiðin milli þeirra staða mundi styttast um ca. 480 km. Það svarar til einnar dagleiðar. Telji yfirstjórn vega- mála hér á landi aftur á móti ekki fært að leggja í slíka vegagerð að lokinni rannsókn, vil ég benda háttvirtum alþingismönnum, Aust firðingum svo og öðrum, sem hlut eiga að máli, á að leggja Aust- fjarðaveg um Sprengisand. Miðað við Egílsstaði á Fljótsdalshéraði, styttir það leiðina frá Reykjavík um 250 km. frá því sem nú er. Til Vopnafjarðar styttist leiðin á- móta mikið. Meiri verður þó stvtt- ingin, ef miðað er víð leiðina sunnan Vatnajökuls. Samkvæmt núgildandi leiðabók er Reykjavík — Egilsstaðir um Suðurland 750 km„ en leiðin um Norðurland er talin 730 km. til Egilsstaða. Leið- in um Sprengisand er lauslega áætluð eftír landabréfi 480km. til Egilsstaða. Þessi vegur mundi væntanlega liggja upp frá Galtalæk á Landi, yfir Tungnaá á Haldi, norður með Tungnafellsjökli að vestan, austur norðan við Trölladyngju, sunnan við Dyngjufjöll, norðan Vaðöldu og Upptyppinga, þar yfir Jökulsá á Fjöllum og Kreppu og norður á þjóðveginn rétt austan við Möðrudal. Vegarstæði er viða gott á þessari leíð. Mikill meirihluti Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.