Alþýðublaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 4
1 ALÞYÐUBLAÐTÐ ÞrlSjudagur 1. júsif 1954 Útgeftndi: AlþýCuflokkurlnio. Ritstjóri og ibjTg®smtJE®tsJK Yaldimsrsson MeBritstjóri: Helgi SænraztdssoK. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjélmarsson. BlaBamenm: Loftur Gu8- mundsson og Björgvin GuBmundsson. Auglýsingastjórl: Erama Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- idml: 4906. AfgreiBslusími: 4900. AlþýBuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. ÁskxiftarverS 15,09 i mán. I itusasölœ 1,00. Ottinn við ðfl samfakanna AÐ UNDANFtXRNU hefur verið óró og kvíði meðál leið- andi manna í atvinnurekenda- samtökunum. Þeir liafa hálft í hvoru oúizt vði verkföllum. Maður hefur spurt mann: Hvað gerist um mánaðamótin? Og i gær spur'ðu menn unn- vörpum: Hvað gerist í dag? Verða verkföll írá og með morgundeginum? Þetta virðist þó hafa verið fremur ástæðulítiil og yfír- spenntur ótti. Það voru ekki nema fá félög, sem höfðu lýst yfir verkfalli, ef samningar tækjust ekki. þannig stóðu salör hjá prent- arafélaginu, Bókbinda{rafélag- inu, félagi prentmyndasmiða og Sveinafélagi húsgagnasmíða. Að vísu getur svo farið, að verkfall hefjist í dag hjá ein- hverju þessara félaga eða þeim öllum. En þó er talið líklegra, þegar þetta er ritað, að samn- ingar takist og ekki komi til vinnustöðvunar. Þarf ekki a'ð útskýra það fyr ir neinum, að verði verkfall hjá prenturum og prentmynda smiðum, koma blöðin ekki út meðan á því stendur. Rík’jr því nokkur óvissa um það á þess- ari stundu, hvort blöðin sýna sig á næstunni. J árnliðnaðarmannaf élagið hefur staðið í samningnm að undanfömu og hefur það til- kynnt verkfall frá 9. júní, ef samningar hafa þá ekki tekizt. Hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur renna farmannasamning arn|ir út í dag. Aðilar hafa kom ið sér saman um að fela sátta- semjara ríkisins milligöngu í samningunum og hafa að'Iar veri’ð kvaddir til samninga- fundar í dag. Enn er þess að geta, að síld- veiðisamningar um land allt, hema á Vestf jörðum, ganga úr gildi nm þessi mánaðamót. Fer Alþýðusambandið með samn- ingaumboð fyrir fjölda verka- lýðs- og sjómannafélaga, en ekki er ennþá vitað, hvort þau félög hafa tekið ákvarðanir um vmnustöðvanir. Er þess máske ekki að vænta fyrr en nær dregur síldarvertíð. — Hjá Sjó mannafélagi Reykjavíkúr get- ur trúnaðarmannaráð tekið á- lcvör'ðun um vinnustöðvun vegna síldveiðisamningá. Að öðru leyti höfðu um 20 verkalýðsfélög sagt upp kaup- gjaldsisamningum sínum til þess að fá breytt uppsagnará- kvæðum þeirra. Til þessa hef- ur aðeins verið hægt að segja samningunum unp tvisvar á árt, fyrir 1. maí og 1. nóvem- bei, en að öðrum kosti fram- lengdust þeir um sex mánaða skeið í senn. Á slíkum óvissutímum, sem hú ríkja, þótti verkalýðsfélög- nnurn ráðlegast að geta haft Iausa samninga hvenær ársins sem væri, með eins mánaðar fyrirvara. A'ð því vildu vinnuveitenda' samtökin ekkí ganga, og hefur staðið um þetta nokkurt samn- mgaþóf. Var þó ekki farið fram á neinar kauphækkanir að sinni. Mun nú hafa samizí um það, að samningar verði framlengd- ir um næstu þrjá mánuðjj, en segja megi samningunum upp með eins mánaðar fyrirvara miðað við 1. sepfember, 1. des- ember, 1. marz og 1. júní. Mega þetta kallast viðunandi málalok eftir atvikum. Eitt af því, sem tíðindum þótti sæta í launamálunum, einmitt um þessi mánaðamót, var það, að verkfræðingar hjá hinu opinbera höfðu myndað sitt eigið stéttarfélag og sagt upp störfum frá og með 1. júní. Þarna síanda sakir þannig, að launin eru ekki ákveðin með stéttarfélagssamningum, held- ur samkvæmt launalögum. — Þykir nú fuUvíst, að verkfræð' ingarnir hætti allir störfum, en ekkert hefur heyrzt um það ennþá, hvað ríkisstjórnin ætl- ist fyrir til að afstýra því að verkfræðrngamir gangi úr þjónustunni og ráði sig til ann arra starfa eða jafnvel úr Iandi. Vísir segir í gær, að verka- lýðurinn hafi nú aíls enga löng uh-til að hefja verkfall. Samn- ingsuppsagnirnar séu bara voít ur þess, að „foringjunum þyki varhuga vert að halda of lengi í senn frið í verkalýðstnáhmúm“. Þessí ummæli sýna vel skiln ing heildsalablaðsins á verka- lýðsmálum. Þetta „brölt“ er svo sem ekkí að vilja verkalýðs ins, heldur eru foringjarnir bara að splílla friði og tefla at- vinnulífinu í óvissu af eín- skærri illgirni! Mundli það þá ekkí vera þannig, að verkfræðingamir í þjónustu ríkisins finni sjálfir enga þörf fyr,'r kjarabætur, heldur séu þeir aðeins ginn- ingarfífl einhverra vondra manna? Sannast að segja er listin sú, að lifa af venjulegum embættslaunum, og þá enn fremur af verkamannatekjum, orðin nokkuð erfið. Og hrein- asti galdur, ef nokkurn tíma fellur verk úr hendi. — Um hessi mánaðamót áttu sér eng- in stórátök stað x verkalýðsmál unum. Félögin sýndu varfæmí, sanngimi og hófsemi í kröfum. Þau fengu lagfæringu á ýms- um sérkröfum, sem ekki er hægt að ná með í heildarsamn ingum os þau hafa dreet'ð nokk uð úr þexrri kjaraskerðingar- hætíu, sem vofað gat vfjr vesrna aðgerða stjómarvald- anna. íþróttir: Auglýsið í Alpýðuhlaðinu FYRSTA opinbera frjáls- íþróttamót sumarsins hér í Reykjavík fór fram um síðustu helgi. Veður var gott, hlýtt, en örlítill andvari. Það sem ein- kenndi þetta mót var fyrst og fremst spennandi keppni. all- góð þátttaka, en ailtof fáír á- horfendur. ÁRANGUR KEPPENDÁ. í 100 m. hlaupinu var keppn- in geysilhörð og mjög erfitt að skera úr um það, hver sigraði, en tímaverðirnir úrskurðuðu 'Hilmar Þorbjörnsson sigurveg- ara, þar sem enginn markdóm- ari var viðstaddur kepprsina. Slíkt er vítavert kæruleysi og má ekki koma fyrir aftur. Guð- mundur Vil'hjálmsson fékk sama tírna og Hilmar 11.0 sek. Þórir Þorsteinsson sigraði bæði í 200 og 400 m. Þórir er mjög efnilegur hiaupari og á eftir að verða einn bezti milli- vegalengdarhlaupari okkar. —; Björn Jóhannsson frá Keflavík, j sem varð annar í 400 m.5 hljóp einnig r.J|lvel og náði sínum bezta árangri. Hann er aðeins 17 ára. í 800 og 1500 m. háðu Sigurð ur Guðnason og Svavar Markús son mjög harða keppni. Hvorki Sigurður eða Svavar hafa náð þetta góðum árangri í 1500 m. svona snemma. Árangur Svav- ars er nýtt unglingamet, og bætti hann það gamla um eina sek. Mjög miklar líkur eru til Jþé'ss, að þessir ágætu hlauparar hlaupi á betri tíma en 4 mín. í sumar. Árangurinn í köstunum var yfirleitt góður, Jóel hefur allt- af sömu yfirburðina í spjótkast inu, þó að hann sá að verða brítugur, annars er þetta 15. keppnissumar Jóels, og á hanr heiður skilið fvrir ræktarsemi við Jþrótt sína. Guðmundur Her mannsson kom nokkuð á óvart í kúluvarpinu, því að fyrir keppnina bjóst hann varla við að varpa yfir 14 m. Löve sigr- aði í þetta skipti í kringlukast- inu, en annars skíptast þeir á um sigurinn: Friðrik. Hallgrím ur og Löve. Þórður B. Sigurðs- son náði sæmilegum árangrj í sleggjukasti og einnig næsti maður, Pétur Kristbergssön, er bæði stór og sterkur. Þessir tveir menn kasta að öllum lík- indum yfir 50 m. í sumar. Margir bjuggust við, að Torfi myndi stökkva hærra en fjóra metra, en þetta er nú aðeins fyrsta keppni sumarsins og svo var atrennúbrautin í mjög slæmu ásie'komulagi. Litlu mun aði að Valbjörn og Biarni færu vfír 3,60 m. Hástökkið var lé- leet og langstökkið einnig, en Valdimar átti ógilt stökk um 6.60. Það hafa fáir öfundað þrí stökkvarana að stökkva, bví að atrennubrautin var lítið mýkri en gatan, árangurinn var líka eftir því. FRAMKVÆMD MÓTSINS. Ekki er hægt annað en gagn- rýna framkvæmd mótsins ör.' lítið, en hún var ekki sem bezt, Það sagði t.d. við mig maður, sem aldrei hefur komið á frjáls íþróttamót hér í höfuðstaðnum: „Ég er ekki hissa á því, hvað fátt áhorfenda er á frjálsíþrótta mótum, ef framkvæmd mót- anna er alltaf, eins og hún er á þessu móti“. Ég er ekki að gagnrýna KR sérstaklega fyrir þetta mót, heldur frjálsíþrótta- þessvegna ekki hafið keppni j fyrr en mótinu áRi að vera I lokið. Fvrst að ekki eru til tvær stökkgryfjur, sem væri bezta lausnin, er ekki um annað að ræða, en þeir lélegri í stangar- stökkiru hefii keppni ca. hálf- tíma á undan betri mönnunum, ' annars dregst stökkkeppnin of ■mikið á langinn. Hitt atvikið ' er viðvíkjandi 1000 m. boðhlaup inu, þegar keppni var að hefj- a=t. uppgötvar einhver að ekki er rétt mælt fyrir skiptingum, og fieira í sambandi við boð- hiaupið og þurfti því að hefja endurmælingu. Fieira mætti ræða um í þessu sambandi, en þetta verður látiið nægja að s:nni. Það skal að lokum endur tekið, að þessar aðfinnslur eru ekki skrifaðar af illkvittni. held urtil að reyna að lsggja frjáls- um íþróttum og frjálsíbrótta- mótum eitthvert lið, því að á- horfendur leggja ekki leið sina , á völlinn til þess að horfa á frját.1 j/iróttamcyy nema fram- kvæmd mótanr.a sé góð og allt- af eitthvað að gerast. Ö. E. Torfi Bryngeirsson. Sigurður Guðnason. Þórður B. Sigurðsson. mót yfirleitt. Við skulum taka tv*ö atvik sérstaklega fyrir. — Þegar stangarstökbskeppnin var að hefjast, kom í ljós, að mælingatækin voru ekkj í lagi, tók þá um 10 mín. að lagfæra þetta og' hófst nú keppnin. — Keppendur í stangarstökkinu eru mjög misjafnir og var því eiginlega um tvær keppnir að ræða, því að Torfi byrjaði fyrst þegar hinir voru að ljúka sér af, enda var stangarstökkið ekki búið fyrir kl. 3,30, en sam kvæmt tímatöflu átti mótinu að vera lokið um það leyti, en þar sem aðeins ein stökkgryfja er á íþróttavellinuna er ekki hægt að keppa nema í emu stökki í einu. Þrístökkvararnir gátu 100 m. hlaup: sek. Hilmar Þorbjörnsson. Á, , 11,0 Guðm. Vilhjálmsson, ÍR. 11,0 Pétur Fr. Sigurðsson, KR 11,1 Vilhjálmur Ólafsson, ÍR 11,2 200 m. hlaup: Þórir Þorsteinsson, Á. 23,3 Guðm. Valdimarsson, KR 23,8 Vilhjálmur Ólafsson, ÍR 23,8 400 m. hlaup: Þórir Þorsteinsson Á 52,0 Björn Jóhannsson, UMFK 53,4 Sigurður Gíslason, KR 54,3 Jóihann Helgason, ÍR 57,5 800 m. hlaup: mín. Sigurður Guðnason, ÍR 2.00,9 Svavar Markússon, KR 2.01,5 Rafn Sigurðsson, TJÍA 2.05,1 Þórh. Guðjónss., UMFK 4:29,2 1500 m. lilaup: Sigurður Guðnason, ÍR 4,06,8 Svavar Markússon, KR 4.07,4 Hafst. Sveinsson, UMFS 4.28,0 Þórh. Guðjónss., UMFK 2-11,5 4x100 m. boðhlaup: 'A-sveit ÍR 44,9 sek. | Sveit Ármans, 45,4 sek. A-sveit KR 45,9 sek. A-sveit ÍR: Viihjálmur Ólafs sin, Helgi Björnsson, Valdimar Örnólfsson og Guðm. Vilhjálms 1000 m. boðhlaup: Sveit Ármanns, 2.05,0 mín. A-sveit ÍR, 2.06,4 mín. Sveit KR, 2.09,4 mín. Sveit Ármanns: Iljörl. Berg- | steinss., Hilmar Þorbjömsson, j Hörður Haraldsson og Þórir Þorsteinsson. Langstökk: sn. Valdimar Örnólfsson, ÍR 6,42 Einar Frímannsson. UMFS 6,37 Helgi Biörnsson, ÍR 6,33 Guðm. Valdimarsson, KR 6,18 Hástökk: Gísli Guðmundsson, 1,75 Birgir Helgason, KR 1,70 Ingólfur Bárðarson, UMFS 1,65 Sigurður Lárusson, UMFSk 1,65 Stangarstökk: Tbrfi Bryngeirsson, KR. 4,00 Valbjörn Þorláksson, KR 3,40 Bjarni Linnet, ÍR 3,40 Heiðar Georgsson, Reynir 3,00 Frh. á 7. sxðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.