Alþýðublaðið - 02.06.1954, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.06.1954, Blaðsíða 1
 íslenzk alþýða! ! H ® fflPffl ÍB fll § ffl í H a|| S Hlffl 1S 3 tflft1 ÉIB W i 1 - Sameinaðir sföndum vér! Sundraðir föllum vér! Sýndu mátt þinn og einingu í sókn og vöm, Samheldnin er máttur alþýðusamtakanna. XXXV. árgangnr Miðvikudaginn 2. júní 1954 1 121. tbl. Meiri humarveiðar í sumar en undanfarið Sex bátar munu stunda þær, og leita að nýjum miðum við suðurströndina. Hanoi að hefjasi UPPBEISNARMENN í Indó kína nálgast nú óðfluga Hanoi. Virðist sem orustan um borg- ina sé skammt undan, enda bcfur franska setu’ið'ð í borg- inni unnið ötullega að því að hefjast. treysta varnir hennar undan- farið. Uppreisnarmenn. sóttu enn fram að borginni í gær og .náðu smábæ skammt frá. Einn ig tó-kst hsim í gær að rjúfa að aljárn.brautarlínuna, til borgar innar. HUMARVEIÐAR verða meiri í sumar cn undanfarin ár. Virðast sölumöguleikar góðir og meira hcfur verið pantað hér af þeirri vöru en síðustu ár. Sjómenn telja, að humarmið séu víðar en áður hefur verið haldið, og er ætlunin að leiía að nýjunt í sumar. Humai'vieðarnar eru nú að Er hraðfrvstihúsið í VFIÐA VIÐ ELDEV Þessi fyrsti fóður var farinn Höfnum, sem hefur undanfarin | norðvestur fyrir Eldey, þar ár verið eitt um nýfingu hum- j sem eru humarmið, en einnig ars. t'lbáið að taka á móti afla. ! er veitt sunnan við Reykjanas og austur á Tveir bátar eru byrjaðir veiðar fyrir það, íslendingur, sem ei um 27 tonn að stærð, og Aðal- ’ojöfg. sem er um 22 tonn. Innhrof á hílaverksM í íyrrinófí. INNBROT var framið í fyrri nótt á verkstæði Skodaumboðs ins við Kringlumýrarveg. Var þaðan stolið 850 kr. úr skrií- stofulherbergi. EINN KOÐUR OG HELDUR TRF.GT Þessir tveir bátar fóru fyrsta róðurinn á föstudaginn var, en afli var heldur tregur, fékk hvor þeirra 75 körfur. Síðan hefur þeim ekki gefið á sjó.. en nauðsynlegt er að veður sé. gott og bjart. Bráðiega byrja tveir aðrir bátar humarveiðar fyrir frystihúsið í Höfnúm. Níu stúlkur brauískráðar úr Hus- mæðrakennaraskóla Islands í gær HÚSMÆÐRAKENNARASKÓLI ÍSLANDS Iauk störfum í gær. Skólaslit fóru fram í hátíðasal Háskólans að viðstaddri ríkisstjórn, háskólarektor og f.jölda gesta. Var hátíðasalurinn fullskipaður og fór skól.aslitahátíðin fram með mikilli viðhöfn. (Skóla-stjórinn, frk. Helga Sig urðardóttir, flutti skólaslita- ræðu, gerði grein íyrir störf- um skólans, bæði hér og á Laugarvatni, en bar starfar 'hann yfir sumarmánuðina. Þar stunda kennaraefnm m. a. garð yrkjunám, og framleiðir skól- inn þannig allt það grænmeti, sem hann þarf til vetrarins og stundum meira en hann þarf á að halda. Að þessu sinni útskriíaði skólinn níu húsmæðrakennara, allar með fyrstu einkunn. Eru þær þessar: Áslaug Sigurgrímsdóttir, Dóróthea Guðmundsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, 'Guðrún Hrönn Hilmarsd., IHanna Kjeld, Hjördís Hjörleifsdóttir, Jóhanna Ingólfsdóttir, iSigríður Einarsdóttir. iSólveig Ásgeirsdóttir. Miklu sáð a! plrótum á Eyrarbakka. EYRARBAKKA í gær. MEIRA he’fur verið sáð af gulrótum í vor en undanfarið. Er t. d. sáð gulrótum í kartöflu garðana, þar sem hnúðormsins varð vart í fyrra. Minna er hins vegar sett niður af kart- öflum. Þegar þessi árgangur hóf nám í skólanum fyrir tveimur árum voru námsmeyjarnar 12. Hafa nemendur ofíast verið 12 —14. en flestar hafa þær verið 16. Nú hafa 19 stúlkur sótt um námsvist í skólanum næsta vet ur. NEMENDUR HLJÓTA VIÐURKENNIN GU Guðrún Hrönn Hilmarsdótt- ir, Reykjavík, hlaut minnis- pening sem viðurkenningu fyr- ir námsafrek. Áslaug Sigurgrímsdóttir frá Holti í Stokkseyrarhreppi fékk bókagjöf sem viðurkenningu. fyrir bezta grasasafnið. Erna Þórarinsdóttir frá Laug arvatni hlaut peningavei'ðlaun fyrir bezta matreiðslueinkunn TVEIR FASTIR KENNARAR Við skólann starfa tveir fast- ir kennarar og sjö stundakenn- arar. Meðan frk. Helga Sigurð- ardóttir dvaldist í Bandaríkj- unum á s.l. vetri, annaðist frk. Stefanía Árr’adóttir stjórn skól ans. Nú lætur frk. Stefanía af starfi við skólann. Við skólaslitaathöfnina flutti Bjarni Benediktsson mennta- málaráðherra ræðu og árnaði skólanum heilla. — Að lokum talaði skólastjóri, þakkaði ráð- herra komuna og bað nemend- um sínum gæfu í framtíð og blessunar í starfi. Sagði frk. Helga síðan skólanum slitið. Selvogsbanka. Humarinn heldur sig á blett- um. þar sem leirbotn er. og þarf nokkra nábvæmni til að hitta á bá. MUMARMID AUSTUR MEÐ ALLRI STRÖNDINNI Humarmið eru auk þessa talin austur með suðurströnd- inni víðs vegar. En þau eru lí+- ið könnuð. Talið er, að humar sé fyrir austan Stokkseyri og iafrvel austur við Hornafjörð. Tveir bátar frá Eyrarbakka munu bráðlega, eins og Alþýðu blaðið hefur skýrt frá, hefja humarveiðar, senniiega aðal- leg^ á Selvogsbanka. Það er meðalstór humar, sem veiddist á föstudaginn. Fara 10—15 stykki í pundiö. Mikil vinna er við verkun hum arsins, og gerir verkstjórinn í hraðfrystihúsinu í höfnuSc ráo fvrir. að bar verði 30—35 rnanns, er fjórir bátar eru farn ir að veiða. Sigmaður í Drangey varð fyr- !r grjóthruni og slasaðisf 4 menn fengu egg fyrir 15000 kr. og 1500 fugfa á átta dögum. Fregn til Alþýðublaðsins. Sauðárkróki í gær. ÞAÐ SLYS varð í Drangey f-yrir fáum dögum, að sigmað- ur í eggjatöku og fuglaveiðiflokki varð fyrir grjóthruni úr berg- inu. Lenti grjót á læri hans og meiddi hann svo, að hann varði' að hætta að síga. Má þó telja mildi, að slysið varð ekki alvar- legra, því að mikil lífshætta er alltaf í berginu, er grjót tekutf að hrynja. Bléðsélt í lömbum Málmey. HOFSOSI í gær. SAUÐBURÐUR gengur vel í Málmey, nema þar hefur orð- ið vart blóðsóttar í lömbum, en lambaserum er væntanlegt að sunnan. Þeir feðgarnir gæta fjársins, og hefur ekkert sögulegt gerzt. þótt þessi fjárgæzla sé nokkuð óvenjuleg, þar sem fé, er slátra á öllu, er geymt einangrað í eyðiey. Sigmaðurinn er Maron Sig- urðsson frá Sauðárkróki. Hann er alvanur sigmaður og hefur sigið árum samar.. Eitt sinn fékk hann stein í höfuðið, er hann var niðri í herginu, og var honum bá ekki lengi hugað líf. FUGLINN VERPIR SEINNA EN VENJULEGA Þessi eggjatöku- og fugla- veiðiflokkur er af Reykja- strönd, þótt sigmaðurinn sé frá Sauðárkróki. Eru fjórir menn í flokknum og eftir átta daga útivist komu þeir með egg fyr- ir um 15 000 kr. og 1500 fugla. Fuglinn verpir seinna en venju lega, og þvkir það furðulegt, er þess er gætt, að tíð er nú betri og fyrr hefur vorað en að jafn- aði. Mokafli á Hofsósi HOFSÓSÍ í gær. FEIKNA mikill fiskaflf hefur verið hér undanfarna daga. í dag kom einn trillu- bátur með 6700 pund eða yfir 3 tonn á fiski, sem fékkst á aðeins 15 stokka, og segja menn, að aldrei hafi svo milc ill afli fengizt á jafnstiitt.u lóð. Báturinn gat ekki flutt allan aflann it'l hafnar i eima og varð að tvíhlaða. Fiskur er liér skammt undan landi. Þetta er vænn fiskur. Hana er hertur, en frystihúsið fer nú að taka til starfa. Þýzkur rilhöfundur safnar efni 20 útvarpsþætfi um Isiand Vinnur fyrir 30 þýzkar útvarpsstöðvar HINGAÐ til Reykjavíkur kom í gær með millilandaflugvél Loftleiða frá Hamborg þýzki rithöfundurinn M. J. Tidick. Hanu er kunnur í lieimalandi sínu fyrir bækur þær, sem hann liefur ritað, blaðamennsku og útvarpsfyrirlestra. Undanfarin 6 ár hefur hann verið í þjónustu samsteypu þeirrar, er Súdvestíunk 'heitir, en í henni eru 30 útvarpsstöðv ar víðs vegar í Vestur-Þýzka- landi, og er miðstöðin í Bad- en-Baden. Tidick hefur ferðast víða um heim og safnað efni í Hópur farfugla hyggst fara hjólandi um Noreg í júlí nk. HÓPUR farfugla hyggst fara 3ja vikna för til Noregs í júlí i surnar. Hyggjast farfugl arnir ferðast hjólandi um Noreg og koma við á helztu stöðum þar í landi. DVELJA Á FARFUGLA- HEI/iILUM Allmörg farfuglaheimíli eru víðs vegar um Noreg. Er gisting á þeim heimilum mjög ódýr og bví ódýrt fyrir farlugla að ferðast þar sem mj’kið er um slík heimili. Hyggjast hinir íslenzku far- fuglar notfæra sér farfugla- heimilin og dvelja á þeim á flakki sínu um Noreg. 12—13 FARFUGLAR Ekkert er enn endanlega afráWð liversu mavgir íslenzk ! ir farfuglar munii taka þátt í flakkför þessari um Noreg. En líklega verða þeir 12—13 talsins. Munu þeir væntan- lega halda utan seinni hluta júlímánaðar. Farfuglarmr hyggjast einkum ferðast um Noreg, en einnig getur kom- ið til greina að þeir bregði sér til Danmerkur. Þú peykir eins oS erindi sín, sem útvarpað hefur verið frá þessum stöðvum. SENDIR ÞÆTTINA JAFNÓÐUM Hann gerir nú ráð fyrir að dveljast á íslandi í þrjár vikur og safna hér efni í 20 útvarps- þætti. Nokkrir þeirra verða 5 —10 mínútna þættir, en sumt 20—25 mínútna erinái. Tidick hefur sjálfur meðíerðis upp- tökutæki og sendir þættina jafnóðum héðan og þeir eru fullgerðir. VIÐTAL UM LOFTLEIÐIR Fyrsti þátturinn, =em verður um starfsemi Loftleiða, mun fara héðan í dag, en þar rekur Tidick sögu félagsiiis, rabbar við umboðsmann þess í Ham- borg, segir frá freðalaginu til íslands og lýkur erir.dinu með því að heilsa upp á starfsmenn Loftleiða í Revkjavík. Veðriðidag SA-gola; skýjað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.