Alþýðublaðið - 02.12.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.12.1954, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐI® Fimmtudagur 2. des. 1954. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Útgefamli: Alþýðufloffatrittn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: SigvalJi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftt/r Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emtna Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Asþriftarverð 15,00 a manuði. I laiisusölu 1,00. RÁÐHÚSIÐ Oddur Á. Sigurjónsson: SJÁUSTÆÐISMENN ræddu í flokksfélagi sínu á mánudag bæ.iarmálefni Reykjavíkur, og hefur Mofg unblaðið skýrt nokkuð frá þeim umræðum.. Athyglis- verðust er ræða Gunnars Thoroddsens borgarstjóra. - Hann minnist á ýmis mikil væg verkefni bæjarstjórnar innar og lætur þess meðal annars getið. að undirbún- ingi að virkjun Efra-Sogs- ins sé lokíð. Það er þakkar- vert. Stundum hefur bæjar- stjórnarmeiri'hlutinn ekki einu sinni komiö undirbún- ingi í verk. Borgarstjórinn vék einn- ig að ráðíhúsmálinu og hef- ur Morgunblaðið eftir hon- um, að vonir. stanöi til þess, að ibæjarstjórn geti tekið á- kvörðun um staðsetningu ráðhússins á næsta ári. Þó leynir sér ekki, að borgar- stjórinn er dálí.t:ð áhyggju- fullur. Skipulagsnefnd 'hef- ur sem sé verið svo afkasta mikil að benda á 16 hugsan- lega staði undir ráð'húsið, og nú er vandinn að velja. Fyrir þrjátíu árum kom fram sú uppástunga að reisa ráðhús Reykjavíkur uppi á Skólavörðuhæð. Hún var kveðin niður og þótti fjarstæða að fara me'ð ráðhúsið svo langt burtu úr bænum! Þessa lét Gunnar Thoroddsen getið í ræðu sinni á Varð- arfundinum samkvæmt frásögn Morgunblaðsins. Hitt lætur hann liggja í láginni, hver liafi kveðið hugmyndina niður fyrir þrjátíu árum og vanrækt að búa ráðhúsinu stað alla tíð síðan. Það atriði skipt- ir þó vissulega máli. Viðhorfin í Reykjavík hafa gerbreytzt á nokkrum árum, hvað þá þremur ára- tugum. Skólavörðuhæðin er ekki lengur langt í burt frá borginni. Þar hafa.risið upp stórhýsi, en ráðhúsið er ekki meðal þeirra. Ástæðan er sofandaháttur og hug- myndaleysi bæjarstjórnar- meirihlutans. Hann hefur engan áhuga haft á bygg- ingu ráðhússins nema í orði kveðnu fyrir kosningar. Eft ir hverjar kosningar hefur hann lagzt fyrir aftur og haldið áfram að sofa. Nú er svo komið, að stað setning ráðhússins er orðin vandaverk af því að flestar beztu lóðirnar í hjarta bæj- arins eru löngu byggðar. En þetta er bæjarstjórnar- meirihlutanum engin af- sökum. Honum bar skylda til að rá'ða þessu máli til lykta. Lóðina var hægt að ákyfeða áður cn bygging ráðhússins væri tímasett. Ráðliúsinu þurfti að ætla góðan stað, og slíkt val var hægðarleikur allt til þessa. Lóðin stendur held ur ekki í vegi fyrir fram- kvæmdunum enn í dag. Það sést á því, að skipu- lagsnefnd gerir tillögu um 16 staði undir ráðhúsið. En framtaksvilja bæjar- stjórnarmeirihlutans vant ar. og það er mergurinn málsins. íhaldsmenn halda því stundum fram, þegar þeir eru í kosningahug eða há- tíðaskapi, að Sjálfstæðis- stefnan hafi sett svip á Reykjavík allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar og Hall veigar Fróðadóttur. En ætli þau merkishjón yrðu hrif- in af stórhug arftaka sinna, sem hafa vanrækt til þessa dags að koma upp heimili bæjarins og ekki einu sinni komið undirbúningnum í verk? Sjálfstæðisflokkur- inn væri sennilega búinn að týna öndvegissúlunum, ef hann hefði átt að gæta beirra. ‘ ■'] 1 I’Wf Alþýðubiaðið Fæst á flestum veitingastoðum bæjarina. — Kaupið biaðið um Ieið og þér fáið yðui morgunkaffið. ii Alþýðubíaðið ÚTVARPSHLUSTENDUR ‘hér eystra hafa það fyrir satt, að nú hafi verið sérstaklega vel vandað til útvarpsdagskrár innar það sem af er þessum verti. Því fer þó fjarri, að menn hafi átt þess kost að fá vit- neskju um þetta, nema af ein- skærri afspurn, því að enginn kostur er að kynnast því af eigin raun. Undanfarin ár, eða síðan bylgjulengd stöðvanna var brevtt, hefur verið mjög miklum erfiðleikum bundið að fylgjast með útvarpssending- um hér að vetrarlagi, þó að aldrei hafi keyrt eins um þvert bak og nú í ár. Ég hygg. að það hafi ekki komið einn einasri dagur í vetur, sem unnt hefur verið að njóta neins útvarpsefnis, án þess að þurfa jafnframt að þola ótrúlegustu auka- og að- skotahljóð, sem minna langt- urn heldur á ömmiega Tyrkia messu en flutning ræðu eða tónlistar. LANGÞREYTTIR Á AÐ KVARTA Þess verður ekki vart, að nein tilraun sé gerð til að 'bæta •hér úr og má ve^a að það stafi af því, að Austfirðingar eru orðnir langþreyttir á að kvarta yfir. þessum ósórna án þess að útvarpsyfirvöldin eða eigandi útvarpsins, ríkið, rumski af sínu græna eyra. Hér skal ekki lagður dómur á, hversu auðvel teða örðugt kynni að reynast að lagfæra ágallana. Slíkt er sennilega ekki á færi annarra en tækni- mer.ntaðra manna á þessu sviði. En það geíur ekki á neinn hátt ’breytt, eða skotið forráðamönnum útvarpsins undan skyldunni að reyna að hitta ráð. sem, gætu bætt úr þessu ófremdarástandi. SENNILEGA HEIMATILBÚIÐ? Mér er persónulega um það kunnugt, að því fer fjarri, að þetta sé ekki á viíorði tækni- legra ráðamanna þar í sveit, því að ég var viðstaddur, er hringt var um jólaleytið til eins af æðstu mönnum útvarps ins á því sviði og honum lof- að ihlusta á „dásemdina“ gegn- um símann, og var þá óvenju gott símasamband. Torvelt er að hugsa sér ann- að heppilegra ráð til þess að ^era Ijóst hvernig ástandið er í raun og veru, því að þar var og það var lærdómsríkt að at- heyrnin allri sögusögn ríkari huc"a viðbragðið. Því var nefnilega skotið fram, að sennilega væri þetta heimatilbúið allt eíns og auð- velt var að skynja önuglega axlavntingu út af ónæðinu. sennilega frá bví að hlýða á útvarpsdagskrána! RÍVocta sönnun þess, að hér er ekki farið með neinar eet- sakir. er sú. að ekkert, bók- staflegq, ekkert hefur verið gert til úrbóta, og hefur bó mikið vatn til sjávar runnið síðan .þetta skeði. Það er fremur tileaneslítið að segia okkur hér, sð útvarps truflanirnar s.én af völdum rafkerfis í bænum, bar eð við knnnum sæmilega skil á. bví. að ómur af orðum og tónlist. sem heyrist gegnum sendingar íslenzku stöðvanna, er af allt öcrum toga spunninn. Þar að auki eiguni við þess daglega kost að hlýða truflanalaust á erlendar stöðvar. sem staðsett a%. eru austur undir járntjaldi! ANNAÐ LAND? Ríkisútvarpið er nú orðið svo þýðingarmikill þáttur í möguií'jkum fój’ks, einkum 'j strjáibýlinu, til dægrastytting ar og fróðleiksöflunar, að það er fullkomið hneyksli að búa þannig, um hnútana, að lítill kostur sé þess að njóta útsend- inganna í heilum lyndshlutum. Ég skal ekki leggja dóm á, hvort það er útbreidd skoðun meðal ráðamanna ríkisstofn- ána, sem skauzt upp úr einum slíkum, að litið væri á Aust- firði sem „annað land“ og Aust firðinga ,,sem aðra þjóð.“ Að vísu átti þetta sennilega að vera í gamni mælt og þó öllu gamni fylgir nokkur alvara. ýmislegt bendir til þess, að hér sé ekki farið ýkja lanst frá raunv * mleikanum iað (l' {' er til útlána x'íkisins og ýmissa ríkisstofnana tekur. STENDUR EKKI Á SKATTAKRÖFUM Það er næsta örðugt að sjá, að þeir háu herrar, sem mestu éða öllu ráða, eigi nema eina höndina, „þá þó að þiggja á- vallt en veita aldrei“, því að ekki ber á verulegri tregðu við að krefja allskonar ríkisgjöld og kvaðir, þó að lítið komi á móti úr sameiginlegum sjóðum landsmann eða þjónustu, sem öllum er ætluð og fyrir er greitt ekki síður né treglegar hér en annars staðar. í því máli, sem að ofan get- ur, höfum við þráfaldlega far- ið bónarveg um úrbætur og eins og ég gat um lagt fram óhrekjanleg gögn til rökstuðn ings kurteisislegum ábending- um og beiðnum. Það hefur neyxxzt- vera jþýöingad'.aust). I þetta sinn er það krafa, sem óhætt er að fullyrða, að allii*, sem við ánauðina eiga að búa, standa bak við, að ófrem.dar- ástandið verði lagfært tafar- laust. Vel er mér ljóst, að við höf- um ekki bolmagn til áðgerða, sem við mundum vilja og vert væri, ef við þessu verður ekki snúizt réttiiega., En krafan er hiér sett opiriberlega fram. í þeirri trú, að þeir séu þó til, sem kunna enn skil á siðferð- legum skyldum við landslýð, sem bolmagn hafa og ráð kunna, til þess að knýja úrbæt- ur fram, þótt þessir eiginleik- ar forsvarsmanna útvarpsins hafi daprazt nú um hríð sem að ofan er lýst. Við treystu.m því jafnframt, að þegar málið h'efur nú ver- ið lagt fram umbúðalaust, stöndtim við ekki einir uppi. Neskaupstað, 17. nóv. 1954. Oddur Sig-urjónsson. Yfilýsing frá H Valdimarssyni Alþýðublaðinu hefur bor- izt eftirfarandi yfirlýsing frá Hamiibal Valdimarssyni vegn a samþykktar mið- stjórnar Alþýðuflokksins síðast liðinn mánudag með ósk um birtingu. Yfirlýsing- in fer orðrétt hér á eftir: AÐ GEFNU TILEFNI yfir- lýsingar, sem birt var á for- síðu Alþýðublaðsins i gær um afstöðu Alþýðuflokksins ■ til mín sem forseta. Alþýðusam- bands íslands, vil ég biðja heiðrað blað yðiar að birta eft- irfarandi: Ég hefi verið kjörinn forseti Alþýðusamhands. ísiands af löglegum meirihluta á þingi verkalýðssamtakanna og óska ekki eftir, að neinxi pólitískur flokkur taki ábyrgð á störfum mínum sem forseta sambands- ins. Að kosningum og öðrum undirbúningl alþýðusambands- þings var unnið fvrir opnum. tjöldum á s. 1. sumri, og hafði miðstjórn Alþýðuflokksins lýst yfir því, að afstaða til annax-ra flokka í verkalýðsmálum væri sérmál verkalýðsfélagánna. Þess vegna unnu ýmsir al- þýðuflokksmenn að undirbún- ingi alþýðusambandsþings með það fyrrir augum að myndá þar meiri hluta með stjórnarflokk unum. Ég vann hins vegar að því, að mynduð yrði sterk 'stjórn Alþýðusamfoandsins ineð þátt- töku stærstu verkalýðsfélaga landsins, án tillits til stjórn- málaskoðana forustumanna þeirra. Auðvitað höfðu báðir aðilar jafnan rétt til þessarar afstöðu sinnar og starfsemi. Minnihlutastjóx'n Alþýðu- j flokksins yfir verkalýðssam- t tökunum taldi ég í senn óíýð- ræðislega og m.áttlausa. Miðstjórnarsamþykktir stjórn málaflokka um, að það skoð- ist sem flokksleg hollustu- og trúnaðarbrot, ef fulltrúar á al- þýðusambandsbingi taki þessa eða hiná afstöðu til manna og málefna tel ég óvrðurkvæmi- lega tilraun til skoðanak.úgun- 1 ar og mótmæli slíkum afskipt- um stjórhmál aflokkanna. Samstarf við pólitiska and- stæðinga Alþýðuflokksins um stjórn A.iS.Í. er ekki að hefj- ast nú og. hefur ekki þótt víta- ve^t til þessa. I alþýðusambandi.mi er fólk í öllum stiórnmáiaflokkum, og kemur mér því miög á óvart, ef nauðsynlegt þykir. að for- seti sambandsins starfi aðeins á ábvrgð eins stiórnmálaflokks. Það er þing A&ýðasamfoands Islands, sem með röskum m.eiriihluta atkvæða lxefur fal- ið mér forustu samtakanna næstu tvö ár, og verður sú á- bvrgð að nægja, hvað sem stiórnmálaflokkarnir segja. Gefst þeim óefað tækifærji til að svna í verki, hversu heilir verkalvðsflokkar heir séu. beg ar t.il þeirra verður leitað um stuðning við mál verkalýðs- samtakanna. / Með þökk fyrir birtingxina. Hannial Valdimarsson. (forseti A.S.Í.) J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.