Alþýðublaðið - 18.12.1954, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 18.12.1954, Qupperneq 5
Laugardagair 18. des. 1954. ALÞÝÐUBLAÐIÐ B Guðmundur Gísiason Haga- lín: Blendnir menn og kjarna konur. Sögur og þættir. — Bókaútgáfan Norðri. Prent- verk Odds Björnssonar. Ak- ureyri 1954. BÓKIN flytur tóif smásögur og þrjá þktti, og allt sver þetta fólk sig skemmtilega í Haga- línsættina. Höfundareinkennin gegja glöggt til sín. Beztu sög- urnar eru me&al þess snjall- asta, sem Hagalín hefur skrif- að, og ein þeirra að minnsta kosti kemur til greina sem xneistaraverkið í skáldskap hans fyrr og síðar. > •» Guðm. Gíslason Ilagalín. 'Mávurlnn er skemmtileg og Vel gerð saga, Hagalín lík, spennandi, en athyglisverð, þegar hún er krufin til mergj- ar. Draumur og vaka verður sérstæð mynd. þar sem list- ræn þraut er snilldarlega lejrst og tvíleikurinn spur.ninn af kunnáttu og fjölhæfni. Vor- menn íslands á vafalaust vin- sældir vísar, en þar færist höf undurinn naumast eins mikið í fang og venjulega, lesandan- nm finnst, að Hagalín muni hægðarleikur að skrifa svona sögu. Húsfreyjan í Sæluvik minnir á þátt, en reynist eigi að síður prýðileg smásaga að löknum lestri. Sama gildir um Manninn með hundinn, en þar er myndin þungamiðjan, drætt irnir fáir og sterkir og gaman semin ^kopleg og kaldhæðin eins og Hagalín lætur bezt. I lífsins lander fjallar um efni, sem Hagalín ihefur oft gert foetri skil, en öðrum væri sag- an til mikillar sæmdar. Valds maður og vandræðahrútur er gamansaga, gerð af hugkvæmn islegri íþrótt, en helzt til yfir- foorðskennd. Jólagjöfin hennar mömmu vitnar um nærfærni og hófsemi, en verður manni minnisstæð sem svipmvnd og íúlkun. Ragnhildur á Hraun- hamri er skyldari þætti en smá sögu, þó að öllu sé vel til haga haldið. Elliglöp er ein af beztu smásögum Hagalins, bráð- skemmtileg og slungin galdri frásagnargleði og ádeilu, en úr slitum ræður þó gerð sögunn- ar, sem þolir samanburð við úrvalssögur bókmennta okkar. Konan að austan er þó enn betri, vandgerð og freistinga- söm, en lýtur svo skemmtilega lögmáli sínu. að lesandinn undrast tæknina og hagleik- inn. Undirritaður þorir ekki að fullyrða. að þetta sé bezta smásaga Hagalíns, en vissulega kemur hún til álita. — Bak við söguna dylst önnur og meiri saga, og hana tekst höfundin- um að spegia af sannri list, svo að allt kemur til sk.:Ía e'.ns og rakinn þráður. Verkin hans Jóns lætur lítið yfir sér í fljótu hragði, en þolir vel rækí iégan lestur og ber vilni um meginkosti höfundarins, tækn ina og frásagnargleð.na, þó að öllu sé í hóf stillt, svo að les- andanum géfist tóm til að heyra óg sjá það, sem leynist undir yfirborðinu. Og þá. eru smásögurnar taldar. Þætt'rnir heita Feðginin á Skálará, Hallveig Eyrarsól og Gömul harmsaga. Þeir eru tekja af sama akri og þættirn ir í ,,Úr blámóðu aldanna“. Undirritaður veit ekki, hvort þetta eiga að kallast þjóðsagna þættir eða smásogur, enda skiptir slíkt minnstu máli. Hitt er staðreynd, að hér hefur Hagalín auðgað bókmenntir okkar að fögrum og vandgerð um listaverkum. Sagan af Hall veigu Eyrarsól er kannski gleggsta sönnunin um snilli höfundarins, sem minnir á slyngustu meistara þjóðsagn- anna, en svarar um leið kröf- um. frábærrar smásögu. Þetta er að kunna vel til verks. Enn skal það endurtekið, að Hagalín mun hafa samið fleiri góðar smásögur en nokkur ann ar íslenzkur rithöfundur. Og víst er gaman að geta bætt því við, að hann heíur stækkað af þessari ný-ju bók sinni. Jónas Árnason: Fólk. Þættir og sÖRur. — Heimskringla. Prentsmi'ðjan Hólar. Beykja vík 1854. HÖFUNDURINN skiptir bók inni í tvennt, og heitir fvrri hlutinn Börn, en hinn síðari Og annað fólk. AUt eru þetta svipmyndir úr hversdagslífinu, en þær eru sýndar í ljósi góðs skáldskapar. Undirritaður er efins um, að Jónas Árnason hafi enn fundið xorm við sitt hæfi. Kannski æt.ti hann að leggja fyrir sig ljóðagerð? Hitt er engum vafa bundið, að mað urinn er skáld. Jónas gerir sér far um að vera fyndinn — og sennilega um of. Styrkur hans er fólg- inn í satírunni eins og . bezt sést á þættinum um hattinn hans Kristófers Sturlusonar. Jónas 'hæfir í mark, þegar hon um er ádeila í hug, en gaman- semi hans er stu.ndum mis- heppnuð. List hans er hins veg - BRIDGE - Jónas Árnason. ar fólgin í því, að hann kemur auga á sitthvað. sem öðrum dylst, og sýnir þáð í hvössu ljósi, bregður upp skýrum svip myndum, speglar viðburði og túlkar hughrif í yfirlætis- lausrj en lúmskri frásögn. Hann er í tengslum við lifandi líf og hefur gaman af eðlilegu fólki, sem kemur til dyranna eins og það er klætt og segir hug sinn allan. Þess vegna er Jónas skemmtilegnr samferða- maður, þó að stundum hafi hann skrýtnar hugmvndir um, hvar ferðinni eigi að ljúka. En þá er bara að haía vit fyrir honum! Þátturinn af ferðalaginu með Þórbergi Þórðarsyni er skemmtilegasti kafli bókarinn ar og rís u’ji leið hátt að list- rænu gildi. Lesandinn verður förunautur þeirra félaga og skemmtir sér kostulega. Þessa Lilju vildu margur' kveðið hafa. Einni aðfinnslu verður ekki hjá komizt. Hún fjallar um nafnið á bókinni, sem er raunar ágætt, en vinur minn, Jón í Hlíð í Vestmannaeyjum, gaf út skáldsögu með þessu nafni fyrir átta árum. Að öðru ley.ti er ég þakklátur fyrir bók ina og set hana á vísan stað til að lesa hana aftur. Dóri Jónsson: HafiS hugann dregur. Drengjasaga. Bóka- útgáfan Haförninn. Prent- smiðjan Oddi.---Reykjavík 1954. HÖFUNDUR þessarar drengja sögu er áður kunnur fyrir tvær bækur handa bömum og ung- lingum, en þær heita „Vaskir drengir" og ..Áslákur í álög- um“. „Hafið hugann dregur“ er ný sönnun þess, að hér hef- ur barnabókmenntum okkar bætzt góður liðsmaður. Sagan fjallar um dreng, sem þráir að fara til sjós og fær fram vilja sinn. Agnar Ógeigss. ratar í skemmtileg ævintýri, eniþa gerist sagan að verulegu leyti um borð í togara, og þar er ævintýraheimur, sem er S. — H. A. 10. 2 T. A. 4 L. A. K. G. 9 S. — H. G. 9. 4 T. G. 9, 2 L. 8. 5. 2 , S. K. 10. 4 H. D. 6. 5. 3 T. 10. 5 L. — Spaði er tromp. Suður spilar út og norður og suður eiga að fá 9 slagi. Lausn í siæsta laugardagsblaði. Lausn á þraut í síðasta laugardagsblaði. Suður spilar út tígul ás og norður lætur í tígu] gosa. Sþaða tía er trompuð í norður og síðasta trompi spilað. Ausiur Iætur áttu og suður tíu í lauf, en vestur spaða drottningu. Lauf ás er þá spilað og austur er í kast þröng. burðirnir eru raunar ekki stór brotnir. en bókin einstaklega skemmtileg aflestrar af þvi. að Dóri Jónsson kann þá líst að segja furðusögur hversdags- leikans. Og þetta er ekki að- eins spennandi og vel gerð drengjasaga, heldur glæðir hún einnig manndóm og feg- urðarskyn hinna ungu lesenda, sem eru framtíð landsins. Þess arar bókar skulu synir mínir allir njóta. Ég á víst að þegja yfir því. hver Dóri Jónsson er og birti þess vegna ekki mynd af hon- um, en „Hafið hugann dregur“ verður áreiðanlega kærkominn fengur öllum röskum strákum, sem vilja komast til manns. Það er þakkarvert, að góðir höfundar ræki skylduna við æskuna og eggi hana til dáða með sögum' eins og þessari. Harrison Brent: Systir keís- arans. Skáldsaixa- Thorolf Smith þýddi. Reykjavík 1954. _ HARRISON BRENT er Ástralíumaður. sem gerzt hef- ur 'bandarískur borgari. Árið 1928 var hann staddur á Haiti og datt þá í hug að rita bók um Pálínu Bonanarte, svstur Napoleons mikla Frakka- keisara, en hún hafði búið þar um tíma ásamt fvrri manni sínum, Leclerc hershöfðingja. Bókin hefur vakið ærna at- hygli óg ier nú komin út í góðri þýðingu ThoroUs Smiths blaðamanns. Pálína Bonaparte var mikil heimskona á sínurn tíma. ver- gjörn og duttlungafull, tvígift. en hvorugum bóndanum tr.ú, Seinni maður hennar var Ca- millo Borghese prlns, sem bótti vandræðaskepna. Pálína hefur sætt hörðum dcrmim. en frægust mun hún samt fyrir órofatryggð við Napcleon bróð ur sinn eftir að veraldarmín- röskum strákum að skapi. At- útan fræga var liðin við Wat- S s s s > s s s S- s s * í s s s s V s s s S s V S s s. s s s S' V V s erloo og sigurferillinn á endaí runninn, en ógæfan komin í st.að hamingjunnar. Ævi henn ar er stórbrotið söguefni, og Harrison Brent hefur gert því ágæt skil, Undirritaður las sög una á útlendri tungu fyrir nokkrum árum og varð . hún minnisstæð. Nú eiga Lslenzkir lesendur kost á að njóta henn ar — sér til hneykslunar og fróðleiks. Æsilegar sögur og atburða- hra&r eru stundum kallaðar reyfarar. En skáldskapur þeirra höfunda, se.m reyfarana semja. má sin oftast lítils í samanburði við raunveruleik- ann. Lífið sjálft er mesti reyf- arahöfundurinn. Þetta sannast á bókinni um Pálínu Bona- parte. Hún styðst við stað- reyndir, segir frá því, sem gerzt hefur og órækar heím- ildir eru til um. E.'gi að síður gegnir frásögnin furou eins og hér væri um lýgilegasta reyf- ara að ræða. Hún fiallar um sýndarheim borgaralegrar spill ingar. en í baksýn eru mikil örlög, sigrar og fail, sókn _og flótti, skrauti vafið líf og önv- urlegur dauði. Einn flóðmesti öldugangur veraldarsögunnar speglast í bókinni — hvorkx me!ra né minna. Undirritaður hafði í huga að birta „Systur keisarans“ sem framihaldssögu í Alþýðublað- inu. Nú hefur Thorolf Smitíx kom'ð £ veg fyrir það með framtaki sínu. En lesendurnir eiga bókarinnar völ og verða varla fyrir vonbrigðum. H. S. JON PEMlLSiuíi IngolfestrcPti 4- &mi7776 Þ' ’ — ■ Lesið Ævinlýri li lla tréhest sins Helmskringía.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.