Tíminn - 17.12.1964, Page 12

Tíminn - 17.12.1964, Page 12
T2 TÍM6NN FIMMTUDAGUR 17. desember 1964 Skáidsögyr, sem hBeflð hafa mikið lof ISAFOLD (Smásagan) „Drengur á fjalli 'nun fá sinn sess í klassiskum isl. bókmenntum og hún á sem fyrst að komast í lesbækur unglingaskóla . . . Guðm. Dan íelsson er afburðasnjall rit- höfundur, þar sem honum tekst bezt. Þá skortir hann hvorki stílsnilld. skaphita né hugkvæmni Margt hef ir verið skrifað um göngur og ævintýri þeirra í augum ungra drengja. En ég held að þessi frásögn taki flestu eða öllu fram, sem ég hefi lesið um þetta'’ (Andrés Kristjánsson í Tímanum) „Eg vildi ekki síður vera höfunduir (smásögunnar) Tap- aðs stríðs esi Drengs á Fjalli, en báða'- eru sögurnar óum- deilanlegí ’istaverk Ár- anigur Guðmundar þegar sprettirnit verða geystastir og samræmdastir, skipa honum í meistaraflokk.*' (Smásagan Drengmr á FjalH' er tigin smá saga. þrungin eftirvæntingu. baráttu, sigri, gleði . . .“ Sól Éuóans eftir griska rithöfundinn Pervelakis. Sig A. Maginússon þýddi úr grisku. „Mér þætti ekki undarlegt ef þessi saga ættj eftir að verða áhrifavaldur i isl bókmennt um Það eru engan veginn ógnir blóðhefndarinnar, scm gera mér söguna að hríf andi og eftirminnilegum lestri heldur fyrsi oe irems.t fólkið þamna líf oess tengsl við jörð ina. við tvriin við sögu þjóð ar sinnar sá skemmti- legi samruni fornrar griskar goðatrúar austrænna hug- inynda og hins kristna dóms og minnir mig injög á hlið- stæður með okkur íslendingum. Edda og Saga á annan vegirun, en á hinn Heiiög ritning Hall grímur og m(eistari Jón . .“ (Guðm G. Uagalín í Vísi) Bókaverzlun ísafoldar GLÍMUKAPPIMN Framhald af 3. síðu. á umsagnir þátttakenda sjálfra og blaða og sýnist sitt hverjum, um aðdraganda, förina sjálfa og þátt- töku í lei'kjunum. Deilt er um, hvort Jóhannes Jósefsson hafi í raun og veru veiðbeinsbrotnað hægra megin í grísk-rómversku glímunni við Svíann Anderson eða aðeins tognað í hægri öxl; hvort Jóhannes hafi einn íslendinga bor ið Dannebrog á brjóstinu eða rif ið það af sér strax, og svo mætti lengi telja. Eg legg engann dóm á þessi deiluefni en tel eðlilgt, að allar himildir heima og erlendis verði kannaðar, svo sem kiostur er, því hafa ber það sem sann- ara reynist. Áður en ég sikil við Olympíu- leikana vil ég þó vekja athygli á þeirri frásögn í bók Jóhannes- ar, að hann hafi glímt í 18 mín- útur við Svíann Anderson eftir að hann hafi viðbeinsbrotnað og ekki failið, þó einhendur væri, að- eins vinstri hendi heii. Undir lok Englands-dvalar glímuflokksins, tók hann þátt í nokkrum glímu- sýningum en fór úr liði um oln- bogann hægra megin. Ef hér er rétt frá skýrt er um slíkt karl- mennskuverk að ræða, að í minn um ber að hafa. Heimildir segja, þó að glíma Jóhannesar og And erson hafi át sér stað 24. júlí en íslenzki glímumannahópurinn tvístrast 12. ágúst, svo fljótt hlýt- ur beinið að hafa gróið. En víkjum þá til frásagnar Jó hannesar Jósefssonar af Konungs glímunni 1907 á bls. 137—138. Hann segist hafa glímt tvær fyrstu glimur sínar við þá Hall- grím Benediktsson og Guðmund Stefánsson og fallið fyrir báðum. Síðan segir orðrétt í.bókinni: „En það var, Hallgrímúr 'BSneaikts- son Sunnlendingur sem sígraði í konungsglímunni á Þingvöllum, en ekki Jóhannes Jósefsson, Norð- lendingur Hann hreppti bara ann að sæti.“ Hvorugt þessara atriða er rétt, bylturnar eða röðin. Öllum heimildum ber saman um, að þeir Hallgrímur Benedikts son, Guðmundur Stefánsson, Jó- hannes Jósefsson og Sigurjón Pét ursson hafi orðið efstir að vinn ingum í Konungsglímunni 1907. Að lokinni glímuumferðinni í keppninni höfðu vinningar þessara manna fallið þannig, að Guðmund ur Stefánsson og Hallgrímur höfðu 6 hvor, en þeir Jóhannes Jósefs- son og Sigur.ión Pétursson 5 vinn inga hvor Innbyrðis féilu vinn- ingar þessara manna þannig, að Guðmundu. feldi Haligrím og Sig urjón en lá fyrir Jóhannesi. Hall- grímur iagði Jóhannes og Sigur jón en féll fyrir Guðmundi, Jó- hannes felidi Guðmund en tapaði fyrir Hailgrími og Sigurjóni, og Sigurjón vann Jóhannes en lá fyrir Haligrími og Guðmundi í annarri umferð urðu þeir að glíma til úrslita um 1. og 2. sæti Guðmundur og Hallgrímur Lá þá Guðmundur. Hallgrímur Bene diktsson hlaut 1. sætið en Guð- mundur Stefánsson 2. sætið. Síð- an glímdu þeir Jóhannes og Sigur ión um 3 og 4 sætið í Konungs- glímunni. Féll þá Sigurjón Hlaut því Jóhannes Jósefsson 3. sætið en Sigurjón Pétursson varð fjórði. — Alls voru þátttakendur 8. en þeir voru auk þeirra. sem þegar hefur verið getið: Guðmundur (Sigurjónsson) Hofdal, Snorri Ein arsson. Árni Helgason og Guð- brandur Magnússon Um glímuröð Jóhannesar Jós- efssonar við margnefnda viðfangs menn sína. þá Hallgrím. Guð mund og Sigurjón benda líkur til að Jóhannes hafi fyrst glímt við Sigurjón og fallið, þá glímt við Guðmund og lagt hann, en síðan glímt við Hallgrím Benediktsson og legið fyrir honum. Af framansögðu má vera ljóst, að ekki er farið með rétt mál um þessi atriði Konungsglímunn- ar 1907 í bókinni Jóhannes á Borg. Til fróðleiks má geta þess, að verðlaun í Konungsglímunni 1907 voru hin glæsilegustu. 1. verðlaun voru kr. 300.00, 2. verölaun kr. 200.00 og 3. verðlaun kr. 100.00. Tii samanburðar skal bent á, að í desember 1907 var lögð fram í Reykjavík útsvarsgjaldskrá borgar anna fyrir árið 1908 og var hæsti útsvarsgjaldandi D Thomsen, konsull og kaupm., með kr 2.000. 00, Hannes Hafstein ráðherra, kr. 500.00 og kr. 300.00 greiddu eftirtaldir aðilar Guðmundur Björnsson, landlæknir, Thor Jen sen, kaupmaður, Jón Þórðarson, kaupmaður, J. Jónasen fyrrv. landl., Sláturfél. Suðurlands, Lárus Sveinbjörnsson, háyfirdómari og Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri. Ekki voru þeir fleiri. Eitt atriði tel ég eðlilegt að fjalla um ennþá. Er það kappglíma i sú, sem Jóhannes skýrir frá að I hafi át sér stað eftir Konungs- I glímuna 1907, þá er þeir komu til Reykjavíkur. Ekki hefur tekizt að j finna frásagnir í samtíma heimiid \ um ennþá, varðandi þessa kapp- ! glímu eftir Konungsglímuna. Má ' það teijast undarlegt, því örugg- lega hefur þessi glíma þótt við- burður í bæjarlífinu, annars veg- ar Hallgrímur Benediktsson, Skjaldarhafi og sigurvegari í Konungsglímunni og hins vegar Jó hannes Jósefsson, Glímukappi ís- lands. Einnig hefur það aukið á- hugann fyrir glímunni, að þar átt ust við Sunnlendingar og Norð- lendingur, svo landsfjórðunga metnaður hefur líka komið til. Þá finnst mér nokkur ævintýra blær yfir úrslitum glímunnar. Jó- þannes segist hafa lagt Hallgrím Benediktsson í 21 — tuttugu og einni lotu í röð. Fyrr mátti nú gagn gera. Að Jóhannesi hafi tekizt að leggja Hallgrím Bene- diktsson í 21 lotu í röð, án þess að fá eina einustu byltu sjálfur, á ég bágt með að sætta mig við, fyrr en ég fæ staðfestingu á slikum firniim annars staðar frá. Mér hefur verið sagt, að gamla menn hafi rámað í merka kapp- glímu milli þeirra Hallgríms Bene diktssonar og Jóhannesar Jósefs- sonar. Úrsiit þá munu hafa orðið þau, að af fimm lotum, sem þeir glímdu, hafi Jóhannes unnið þrjár en Hallgrímur tvær, eða Jóhannes þrjár í röð og þá hafi þeir hætt. Má vera, að hér sé um sömu kapp- glímu að ræða, eða þá, sem segir af hér á eftir. Ekki getur í bók Jóhannesar Jós efssonar frásagnar af fyrstu viður eign þeirra Hallgríms Benediktss- sonar, sem telja verður, að sé kappglíman 24. maí 1907. Er það í sömu ferð og þegar Jóhannes glímir við Flaaten hinn norska. Glíman fer fram í Iðnaðarmanna- húsinu og eigast þar við Jóhann- es og Hallgrímur, en einnig Jón Pálsson, sem með Jóhannesi var, og Guðmundur Guðmundsson (frá Eyrarbakka). Úrslit urðu þau, að Jóhannes vann í öllum (þrem) glímum þeirra Hallgríms, en Jón vann tvær og Guðmundur eina í þeirra viðureign. Konungsglíman fór fram 2. ágúst á Þingvöllum og hefði kapp glíman því átt að vera glímd ein- hvem næsta dag á eftir. Liggur mér við að halda meðan ég fæ ekki staðfestingu á síðari kapp- glímunni, að hér sé um eina og sömu kappglímu að ræða, sem farið hafi fram fyrir Konungsglím una en ekki á eftir Eru þá líka úrslit Konungsgiimunnar ljósari Hallgrímur sigrar í henni eftir að hafa þreytt kappglímu við Jó- hannes 10 vikum áður og kynnst glímulagi hans. Einnar kappglímu vil ég geta að lokum, sem ekki er frá sagt í bókinni Jóhanes á Borg. Það var í desember 1908, þegar Jóhannes er á leið utan til sýninga við fjórða mann, að þeir Norðanmenn skora á fjóra snjöllustu glímu- menn Ármanns að keppa við sig í íslenzkri glímu og grísik-róm- verskri giímu. Viðureignin fór fram í Bárubúð og á þann veg, að Norðmenn biðu algjörlega lægri hlut í íslenzku glímunni og fóru einnig hall-loka í þeirri grísk-róm versku. Jóhannes Jósefsson fullyrðir í bók sinni, að Glímufélagið Ár- mann hafi gefizt upp við að kenna hina íslenzku glímu, og hafi þess í stað tekið upp kennslu í juóo <sem hann kallar að vísu jújidsú). Er hér um furðulega staðhæfingu að ræða í garð elzta glímuféiags í landinu. Vísa ég þessu algjöriega á bug, enda tugir ungra manna og drengja, sem æfa hjá félaginu á hverjum vetri. Þessi fullyrðing og fleiri í sama dúr, eru augljóslega settar fram af vanhugsuðu máli, og bók ina setur niður fyrir það. í framhaldi þessa gefst samt tækifæri til umræðna um islenzku glímuna almennt og þróun hennar síðustu áratugina Finna þarf um- mælum. eins og þeim sem hér er getið að framan stað eða hrekja þau. Mönnum verður að skiljast, að þó alltaf iíði iengra og iengra frá hinum „gömlu góðu dögum“ glímunnar, sem eru þeim ef til vili í barnsminni. þá þarf glíman ekki að sama skapi að hafa versn- að. Lægðir og glæsitímabil skipt ast á í íslenzku giímunni. eins og öðrum íþróttagreinum. Hér verður málið ekki frekar rætt en fýsilegt þætti mér að taka það til umræðu síðar. Um útgáfu bókarinnar er það að segja, að þar hefði mátt vanda betur til. Bókin er skakkt sfcorin, og illa bundin, kjölur brotinn og saumur linur. Prentvillur nokkr- ar og línur tvísettar eða vantar alveg í texta. í upphafi gat ég þess, að bókin teldist ekki söguleg heimiid. Fyrir þeim orðum hef ég fært rök hér að framan Bókin er engu að síð- ur sikemmtileg persónusaga, mjög læsileg og flytur hraustlegar at- vikalýsingar Er fróðleg þjáifun- ar- og þróunarsaga kaprgiarns hraustmennis og gæti orðið ieiðar vísir ungra íþróttamanna til ein- beitingar að settu marki. Lý4'1' glæsileguim sigrum á ævlntýra- braut sýningarmannsins. Hafið þök fyrir, Jóhannes á Borg og Stefán fréttamaður, þó skrásetjara virðist sýnna að gera bókina að söluvarningi á jóla- markaði en leita heimiida fyrir endurminningum hins aldna garps, svo ekki skeiki. Hörður Gunnarsson. Heimildir: 1. Skjardargliman, afmælisrit 50. Skjaldarglímunnar 1962. 2. Árbók íþróttamanna. 1946— 1947. 3. Árbók íþróttamanna 1951. 4. Glímiulög fþróttasambands íslands ,1951. 5. Glímubók Í.S.Í. 1916. 6. Icelandic Wrestling, 1908. 7 íslandsferðin 1907, Reykjavík 1958. 8. Öldin okkar 1901—1930. 9—11. ísafold, 1907, 1908, 1912 12.—14. Ingólfur, 1907, 1908, 1912, 15.—16. Norðurland, 1907, 1908. 17. Enginn ræður sinum nætur- stað, 1962. 18. Gjörðabók Glímudeildar Ár- manns, 1906—1924, 1960—. PUSSNINGAR SANDUR Heimkevrður pússninsar sandur og mkursandui ugtaðui eða osigtaðui við núsdvmar eða kominn upr á hvaða næð sem er eftii óskum kaupenda Sandsalan við Elliðavog s.t •íimi 41920 löetræfliskrítstotan rSnaðar&ankahúsinu IV. hæð. rómas Árnason og Vilhjálmui Arnason. Vélrítnn — fjölritun prentun Klapparstig 16 Gnnnars Drani 28 c/o Þorgrlms prent), arunatrygglngar FerSaslysatrygglngar Sklpalrygglngar Slysalrygglngar Farangurstrygglngar Aflatrygglngar Abyrgíarlrygglngar Helmlllslrygglngar Velíarfæratrygglngar j Lyvgffi Vörulrygglngar Inntúslrygglngar Clertrygglngar líRY G GIN GAFÉLAGIÐH EIMIR ?| IINDARGAIA 9 REYKJAVlK SIMI 21260 SlMNEFNI,SURETY

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.