Alþýðublaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. janúar 1955.
ALÞYÐUBLAP1^
3
Nauðungaruppboð
verður baldið að Brautarholti 22 hér í bænum eftir kröfu
tollstjórans í Reykjavík, fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 2
e.h. og verða seldar eftirtaldar bifreiðar.
R 452, R 1111, R 1720 R 1928, R 2033, R 2755,
R 2828, R 3154, R 3767, R 3795, R 4544 R 5229,
R 5433, R 5762, R 6378 og R 6790.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
lUr ölluml
áflum
í
SKATTAFRAHTOL
daglega á tímabilinu kl. 5—9 e.h.
JÓN P. EMIL5, hdl.
Ingólfsstræti 4. Sími 7776.
'HANNES Á HORNINU--
Vettvangur dagsins
Davíð Stefánsson talar til þjóðarinnar — Spá-
mannleg orð sem þurfa að ná til allra.
MARGT VAR vel sagt í sam
foandi við sextugsafmæli þjóð
skáldsins, Davíðs Stefánsson-
ar. En þó að ég vilji ekki gefa
þeim, sem til máls tóku í
ræðu eða riti, einkanir, þá
Eannst mér ræða Þórarins
Björnssonar skólameistara á Ak
ureyri bera af. Þá ræðu flutti
skólameistarinn í veizlu þeirri,
sem skáldinu var haldjn á laug
ardagskvöld.
SKÓLAMEISTARI GREINDI
skáldskap Davíðs og skáldið
sjálft nokkuð, en allt of lítið
er gert af því að skýra listir
. og listamenn, en það getur opn
að almenningi nýja sýn og
skilnjng, sem hann hefur ef til
vill fundið með hjartanu og til-
finningunni en ekki gert sér
fulla grein fyrir. Þetta er
mjög tíðkað erlendis og gera
Svíar það til dæmis oft og gefa
út frábær rit, sem birtir slíkar
E-itgerðir „Studiekammeraten“.
ÉG VONA, að eitthvert tíma
rit okkar fái til birtingar ræð
iur þeirra, sem helzt komu
fram: Þórarins Björnssonar,
Steinigríms Þorste'inssonar og
Kristjárns Eldjárns, því að all
ar þessar ræður voru hinar
merkustu og þurfa að koma fyr
ir almenningssjónir.
ÞJÓÐSKÁLDIÐ FLUTTI
sjálft afburða snjalla og ein
læga ræðu um sjálft sig og
i Nýja sendí-. *
i Sflastöðln h.f.
5 hefur ■Jgrelðilií 1 Bsejar- •
£ bílaitöðinni í ACalctmf !
E 1«. OpiS T.ðO—2S. á:
| numudðgmn 10—11. —;
g Bími 1895. J
uuuiuuuuiu tuurfluranHa
skáldskap sinn. Minnist ég
ekki að hafa hlustað á jafn
hreinskilin orð af vörum lista
manns um sjálfan sig og verk
sín. Ég veit, að þessj ræða mun
í framtíðinni verða metin sem
menningarlegur fjársjóður.
Þarf hún því að geymast á
prenti eða í handriti skáldsins.
Hef ég grun um, að skáldjð
óski ekki eftir birtingu hennar
að sinni — En gott er að eiga
hana á vissum stað.
DAVÍÐ STEFÁNSSON tal
aði um einfaldleikann, hrein-
skilnina og upprunann. Hann
kleip ekki af orðum sínum og
þau voru ekki kaldhömruð
heldur eins og ljóð hans; hrein
og tær svo að hvert manns-
barn gat skilið, en þáð er aðals
merki tærs skáldsskapar. Hann
minntist á það, sem hann
nefndi „ískalda skynsemi“ og
ber saman við óð hjartans og
drætti einfaldleikans.
ÞEGAR HANN RÆDDI um
þetta var eins og maður hlust
aðí á spámann, sem mælti
fleyg orð í óðum heimi efnis
hyggju og ískaldrar stærð-
fræði. Það var og bersýnilegt,
að hér var um boðskap að
ræða, sem greip áheyrendurna
föstum tökum, enda höfðu marg
ir þeirra einmjtt orð á þessu
að ræðunni lokinni.
EN ÞESSI boðskapur felst og
í ljóðum þjóðskáldsins. Davíð
birti hann líka í nýja kvæðinu:
„Seglð það móður minni“, sem
hann flutti í útvarpið að kvöldi
afmælisdagsins. •— Og það mun
einmitt vera þetta, sem gert
hefur hann að ástamög allrar
þjóðarinnar, hárra sem lágra.
Hannes á horninu.
í DAG er miðvikudagurinn
26. janúar 1955.
Næturlæknir: Slysavarðstof- •
an, sími 5030.
Næturvarzla: Reykjavíkur
apótek, sími 1760. Apótek
Austurbæjar og Holtsapótek
opin til kl. 8 síðd., nema laug-
ardaga til kl. 4 og Holtsapótek
kl. 1—4 á sunnudögum.
FLUGFERÐIR
Flugfélag íslands.
Millilandaflug: Sólfaxi fer
til Kaupmannahafnar á laug-
ardagsmorgun. Innanlandsflug:
I dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar ísafjarðar, Sands,
Siglufjarðar og Vestmanna-
eyja. Á morgun eru ráðgerðar
flugferðir til Akureyrar, Egils
staða, Kópaskers og Vest-
mannaeyja.
Loftleiðir.
Edda, millilandaflugvél Loft
leiða, var væntanleg til Rvík-
ur kl. 7 í morgun frá New
York. Áætlað var að flugvélin
héldi áleiðis til Stafangurs,
Kaupmannahafnar og Ham-
borgar kl. 8.30.
SKIPAFRÉTTIR
Ríkisskip.
Hekla er I Reykjavík. Esja
er í Reykj.avík. Herðubreið er
í Reykjavík. Skjaldbreið er í
Reykjavík. Þyrill er í Reykja
vík. Skaftfellingur fór frá
Reykjavík í gærkveldi til Vest
mannaeyja. Baldur átti að
fara frá Reykjavík í gærkveldi
til Breiðafjarðarhafna.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell fór frá Grange-
mouth í gær .áleiðis til Ár-hus.
Arnarfell er væntanlegt til Re
cife 28. jan. Jökulfell fór frá
Hamborg 24. þ. m. áleiðis til
Ventspils. Dísarfell lestar og
losar á Austfjörðum. Litlafell
er í olíuflutningurn. Helgafell
fór frá New York 21. þ. m. á
leiðis til Reykjavíkur. Sine
Boye fór frá Riga 17. þ. m. með
kol til Þórshafnar og Bakka-
fjarðar.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Vest-
mannaeyjum í gær til New
Castle, Boulogne og Hamborg-
ar. Dettifoss fór frá Kotka
24/1 til Hamborgar og Reykja
víkur. Fjallfoss er í Antwerp-
en. Fer þaðan til Rotterdam
Hull og Reykjavíkur. Goða-
foss fór frá Reykjavík 19/1 til
New York. Gullfoss kom til
Kaupmannahafnar 24/1 frá
Leith. Lagarfoss kom til New
York 23/1 frá Reykjavík.
Reykja-foss kom til Reykjavík-
ur 20/1 frá Hull. Selfoss fór
frá Rotterdam í gær til Aust-
fjarða. Tröllafoss kom til Rvík
ur 21/1 frá New York. Tungu-
foss kom til Reykjavíkur 24/1
frá New York. Katla hefur
væntanlega farið frá Rostock
24/1 til Gautaborgar og Krisj-
iansand.
Konan mín r: j; J
INGVELDUR JÓHANNSDÓTTIR \*\
verður jarðsett frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. janúar,
athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar kl. 1,15. —
Þe]r, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast látið Slysavarna_
félag íslands njóta þess. — Athöfninni verður útvarpað.
BRÚÐKAUP
Síðast liðinn föstudag voru
gefin saman í hjónaband af
séra Jóni Auðuns ungfrú Sig-
urbjörg Ormsdóttir og Guð-
mundur J. Jóhannsson, Klepps
veg 98. /.
Magnús Björnsson.
Tilboð óskasf
1 £ neðangreindar bifreiðar:
1. st. De Soto fólksbifreið smíðaár 1953
1 stk. Ford Ranehwagon smíðaár 1953
2 stk. De Soto fólksbifreiðar smíðaár 1951
Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Arastöðinni við Há
teigsveg föstudaginn 28. þ.m. kl. 10—3 og verða tilboð
in opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 4.
1 Sala setuliðseigna ríkisins.
Landsmól
í knaffspyrnu 1955
Landsmót í II., IIÍ. og ÍV. flokki 1955 fara fram
í Reykjavík, og hefjast sem hér segir: Landsmót
II. flokks hefst um 10. ágúst, landsmót IIÍ. flokks
hefst um 10. júlí og landsmót IV. flokks hefst um
1. júlí.
0 Þátttaka tilkynnist Knattáþyrnuráði Reykjavík-
ur fyrir 15. febrúar n.k.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
Hólatorgi 2 — Reykjavíb.
Auglýsið í ÁIþýðuhlaðinu
Z3
□
r\n
uzJ
Hinir alþekktu, með bláa merkinu, eru aftur
fyrirliggjandi. Birgðir takmarkaðar.
Einnig fyrirliggjandi:
Ullarsokkar kvenna
Bómullarsokkar kvenna 77
Svaítir silkisokkar kvenna
Nylonsokkar ,,Red Rose“.
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
W!
feL*
>
1 *. i
* \í i