Alþýðublaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐBÐ
Föstudagur 28, janúar 1955,
ÚTVARPIÐ
•1»
19.15 Tónleikar: Harmoniku-
lög (plötur).
20.30 Fræðsluþæltir: a) Efna-
hagsmál (Ólafur Björnsson
prófessor). b) Heilbrigðismál
(Valtýr Albetrsson læknir).
c) Lögfræði (Rannveig Þor-
steinsdóttir lögfræðingur).
21.05 Tónlistarkynning: Lítt
þekkt og ný lög efrir íslenzk
tónskáld. Tvísöngvar eftir
Karl O. Runólfsson, Pál ís-
ólfsson og Slgurð Þórðarson.
Söngvarar: Guðfún Á. Sím-
onar, Svava Þorbjarnardótt
ir, Þuríður Pálsdóttir, Guð-
mundur Jónsson og Magnús
Jónsson.
21.30 Útvarpssagan: „Vorköld
jörð“ eftir Ólaf Jóh. Sigurðs
son, VI (Helgi Hjörvar).
22.10 Náttúrlegir hlutir: Spurn
ingar og svör um náttúru-
fræði (Ingólfur Davíðsson
magister).
22.25 Dans- og dægurlög: Nat
„King“ Cole syngur og Arne
Domnerus og hljómsveit
hans leika (plötur).
KROSSGATA.
Nr. 791.
/ 2 3 V
7 u ?
8 <?
10 II iZ
12 IV- 15
/6 '2 n 1
/«
Lárétt: 1 ofreynsla, 5 óska,
8 hreinsa, 9 tveir eins, 10 lík-
amshluti, 13 jökull, 15 klæða
til fótanna, 16 ílát, 18 hætta.
Lóðrétt: 1 hroki, 2 í fjósi, 3
umgangur, 4 í æsku 6 rót, 7
mannsnafn, 11 trjátegund, þf.
12 kirkjuhérað, 14 eldsneyti,
17 greinir.
Lausn á krossgátu nr. 790.
Lárétt: 1 ngmfús, 5 átta, 8
rúða, 9 in, 10 nýra, 13 ir, 15
tala, 16 lota, 18 kanna.
Lóðrétt: 1 nirfill, 2 álún, 3
máð, 4 úti, 6 tapa, 7 angan, 11
ýtt, 12 alin, 14 rok, 17 an.
*■«,
*TYrYr*T)fiY?Yrx?sTYrinYTY?tfY?¥?Y!Y?Y?Y?tf^^
GRAHAM GREENE:
N JOSNARINN
87
Leiðrétting
Orð féll niður í greininni um
ljóð Gretars Fells hér í blað-
inu í gær, svo að meining máls
greinar varð allt önnur tn til
var ætlazt og raunar öfug.við
þið. Rétt er málsgrein svo: „Og
um ytri bunað er þeim fremur
áfátt en hitt. að lífsmarkið
beri þau ekki.
— * —
Þorrablót Eyfirðingafélagsins
verður haldið laugardaginn
29. þ. m. og hefst kl. 6.30, en
ekki 830, eins og áður hefur
verið auglýst.
stöðum við hann. Eg átti ekki von á að hitta
þig hér, kapteinn Currie, sagði hann.
Alveg á sama máli, sagði kapteinn Currie.
Hitti þig vonandi við kvöldverðinn, sagði
D. Hann lagði af stað áleiðis til dyranna með
blaðið í hendinni.
O, nei, hetjan. Ekki aldeilis. Þú verður kyrr
þar sem þú ert.
Eg skil ekki.
Þarna er náunginn, sem ég var að segja ykk
ur frá„ drengir míni-r, sagði kapteinn Currie
og beindi mái sínu til náunganna inni í horn
inu. Tveir þrekvaxnir menn, rjóðir í andliti
af drykkju, mestu svolar, stóðu upp og gengu
í áttina til peirra.
Nei. — Er það?
Já, ég held nú það; kemur upp í hendurnar
á ökkur eins og kallaður.
Sem ég er lifandi, þá var hann að næla sér
í blað, hetjan, sagði annar.
Hér kemur hann engu við, þótt viljann vanti
svo sem ekki, frekar en fyrri daginn, sagði
kapteinn Currie háðslega.
Viljið þið gera svo vel að víkja af vegi mín
um, sagði D. og reyndi að vera myndugur. Ég
ætla upp í herbergið mitt.
Því trúi ég — sagði kapteinn Currie og hló
lymskulega.
Annar n'áunganna sagði: Farðu varlega, fé
lagi. Hann gengur sjálfsag<t vopnaður. Það
virtist kenna hræðslu í röddinni, en hún var
sjálfsagt uppgerðin ein.
D. sagði: Mér er ekki alveg Ijóst, hvað herr
arnir eru að fara. Ég er ekki á flótta undan
lögreglunni, eins og þið máske haldið. Eða
skjátlast mér kannske í að það sé álit yðar?
Ég hef sett tryggingu fyrir því að mega fara
frjáls ferða mjnna, og hvorki þið né neinir
aðrir eru þess umkomnir að meina mér það.
Hann talar eins og prófessor í lögfræði —
sagði annar náunganna.
Reyndu að stilla þig, gæðingur, sagði kapt-
ejnn Currie. Þú hefur misst af strætisvagnin
um, karlinn. Sjálfsagt hefurðu hug á að kom
ast úr landi, en þér verður ekki fcápan úr því
Mæðinu í þetta skipti. Þú ert nógu lengi bú
inn að slá ryki í augun á Scotland Yard, og
verður ekki látinn gera það lengur, að mér
heilum og lifandi. Enda þótt hún sé bezta lög
reglan í heiminu, — ég get frætt þig á því,
útlendingur, að það er hún„ — þá verður það
nú mitt hlutverk að hlaupa undir bagga með
henni. 1 ‘ • i ,
1 Má ég biðja um skýringu?
Já, hana skaltu fá. Reyndar hlýturðu að vita
meira en þú læzt vita. Þér getur ekki verið ó
kunnugt um að lögreglan er á þessu augnabljki
á hælunum á þér. Það hefur verið gefin út
tilkynning, þar sem heitið er á alla góða borg
ara að gefa um þig upplýsingar. Hefurðu ekki
séð auglýsingarnar, sem lögreglan Iét setja upp
seinni partinn í dag? Þú ert eftirlýstur glæpa
maður, ákærður um morð.
D. varð litið á einn veggjanna. Jú, þarna' var
ein. Sir Terence Hillman, knálega lögfræðingn
um, sem flutti mál hans af sem mestu harð
fylgi í réttarsalnum um hádegið, hafði þá ekki
tekizt að sannfæra lögregluna betur en þetta.
Hann var á ný ofsóttur maður. Lögreglan
hlaut að hafa séð sig um hönd svo að segja á
samri :stundu og hann yfirgaf réttarsalinn,
frjáls maður í heila viku til þess að byrja
með. Hún var enn á ný á hælum hans, og það
átti að koma í hlut þessa kapteins Currie að
hafa hendur í h'ári hans á ný. Hann virti kapt
ejninn fyrir sér. Hann var ákveðinn á svipinn,
og þó var ekki laust við að honum sýndist hann
bera fyrir sér þó nobkra virðingu. Það var sitt
hvað að fremja morð eða stela bíl. Þeir voru
sjálfum sér líkir, Englendingamir ,að með-
höndla dæmdan mann vingjarnlega; gleymdu
ekki að gefa þeim góðan morgunverð á morgni
aftökudagsins.
Kapteinn Currie sagði til manna sinna: Hér
erum við þrír á móti einum. Og við D. sagði
hann: Hlauptu ekki á pig, maður minn. Það
bætir ekki fyrir þér; þú getur sjálfur séð, að
þú ert búinn að vera. i
Lokin.
D. sagði: Get ég fengið sígarettu?
Vitanlega, sagði kapteinn Currie. Fékk hon
um fullan pakka. Þú mátt eiga pakkann. Síðan
sneri hann sér að þjóni og sagði: Hringdu á
Southcrawl-lögreglustöðina og segðu þeim að
við höfum handsamað hann.
Jæja þá, sagði annar félaganna. Þá getum
við víst fengið okkur sæti. Mér sýnist þegar
r(kja fullur skilningur okkar í milli.
Þeir höguðu því svo til, — og höfðu nær
gætni til að láta það verða eins og fyrir til
viljun eina, — að hann sæti fyrjr innan þá og
þeir þrír í hálfhring í kringum hann dyrameg
in. Hann sá pað á þeim, að þeir voru að velta
því fyrir sér hvort þeir ættu ekki að binda
hann eða gera aðrar slíkar ráðstafanir. Það
varð þó ekki, sennilega mest vegna þess, að það
æyndi vekja athygli annarra gesta og raska ró
seirra. Þeim létti sýnilega, þegar D. tók sér
sæti. Ýttu stólunum sínum nær og þrengdu
hæfilega að honum, Hvað sýnist þér um það.
kapteinn Currie. Væri ekki ráð að hressa pilt
inn, gefa honum ein'n lítinn? Mér sýnist hon
um ekki veita af. Syo bætti hann við, að því
er D. fannst, aiveg að nauðsynjalausu: Það
verður hvort sem eirsennilega sá seinasti.
Hvað viltu? spurðj kapteinn Currie.
Viský í sóta, þakfca þér fyrir. 1
Skozkan? f-- ■ j ' í ‘ .
Þakfca þér fyrir. |g-, 7...7.
Þegar þjónninn kom með drykkinn, sagði
kapteinn Currie: Mér^r Skotinn. Við þjóninn
sagði harm: Náðirðuií lögregluna?
Já, herra. Þeir sogðust verða hér innan
stundar. Báðu þess að mannsins yrði vel gætt.
Ojá. Þess þurftí ekki. Halda þeir kannske
að við séum bölvaðir nefapar.
D. sagði: Fram til þessa hef ég haldið að í
meðvitund Englendinga væru skabornir menn
álitnir saklausir þar til hið gagnstæða sann
aðist.
Alveg rétt. En það má nú stundum segja, að
Björgunarstarfið
Framhald af 1. síðu.
sveitinni ísfirzku, 10 skipverjar
af Austfirðingi og nokkrir skip
verjar af Ægi, sennilega 4. Var
kl. tæplega 5 er þessu var lok
ið.
MJÖG ERFIÐ LEIÐ
Mennirnir tóku með sér eins
mikið af björgunartækjum og
vistum og þeir gátu frekast
borið. En leiðin frá Hesteyri
út að Sléttu er mjög refið, og
nálega illfær með miklar byrð
ar, enda veður óhagstætt.
Urðu björgunarmenn að fara
með sjó, vaða ár, sem eru marg
ar á leiðinni, klifra fyrir ófær-
ur og ganga yfir hálsa.
Þar að auki var ófærð og ó-
veður, þótt það bætti úr, að
frost var ekki mikið.
6 KLST. FERÐ
Uin hádegi nuin sveitin
hafa verið komin á slysstað-
inn og hafði því verið 6—7
klst. á leiðinni. Hóf hún þeg-
ar hjörgunarstarf og náði 16
mönnum úr skipinu. Var því
lokið um kl. 3 og haldið strax
með þá til eyðibýlisins
Sléttu.
NÆTURGISTING
Á EYÐIBÝLINU
Vonlaust var að fara lengra
en þangað með skipbrotsmenn
ina í gær, en á Sléttu eru a. m.
k. góð íbúðarhús, og talinn
nægur eldiviður til að hita bau
upp. En frá strandstaðnum
þangað er um grýtta íjöru að
fara.
SKIÐAMENN MEÐ FATNAÐ
OG VISTIR
Sakir þess að björgunar-
mennirnir komust ekki með
nenia takmarkað af vistum
og fatnaði vegna björgunar-
útbúnaðarins, er þeir þurftu
að fara með, var sendur ann-
ar flokkur frá ísafirði, og
lagði hann af stað um hádegi
á vélbátnum Sæbirni. Var
þar um að ræða 15 manna
flokk skíðamanna, en ásanit
þeim voru seítir menn í land
við Henteyri af toguvunum Is
ólfi frá Seyðisfirði og Neptún
usi frá Reykjavík. Var því
fjöldi manna á Sléttu í nótt,
en þar ætluðu þeir að koma
til móts við björgunarmemi
og skipbrotsmenn.
Ráðsfefna um friðsam-
lega nofkun kjarn-
orku.
SÍÐASTA allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti einróma þann 4. desem
ber s.l. að boða til alþjóðaráð
stefnu er fjalla skal um frið
s'amlega nýtingu atomork-
unnar. Ákveðið var að ráð-
stefnan skyldi haldin eigi síð
ar en í ágústmánuði n.k.
Um þessar mundir situr á
rökstólum í aðalstöðvum S.Þ.
í New York undirbúningsnefnd
að atomráðstefnunni. 'í nefnd-
inni eiga sæti fulltrúar frá
eftirtöldum þjóðum: Bretlandi,
Bandaríkjunum, Brazilíu,
Frakklandi, Indlandi, Kanada
og Sovétríkjunum.
Nefndin á að gera tillögur
um fyrirkomulag atomráðstefn
unnar, dagskrá hennar og fund
arstað. i j