Alþýðublaðið - 27.09.1955, Qupperneq 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 27, sepí. 1555
Útgejandi: Álþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilta Samúelsdótiir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
'Álþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu &—10.
Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasðlu IjOO.
Siglingin mikla
FYRIR mörgum árum var
uppi í Reýkjavík maður, sem
íagði stund á kaupsýslu og
atvinnurekstur. Fyrirtæki
hans voru eiris og unglingar,
$em hætta að þroskast á
barnsaldri og veslast upp, en
eigandinn barst mikið á, þótt
íst hafa fullar hendur f jár og
eiga allra kosta völ. Kunn-
ugir vissu, að maðurinn
hafði orðið api af aurum,
sem eyddir voru áður en
þeirra var aflað, en ýmsir
létu þó blekkjast. Lukkuridd
arinn, sem raunverulega var
óheillafugl, olnbogaði sig til
áhrifa í stjórnmálaflokki
stéttar sinnar og var boðinn
fram til þings í kjördæmi úti
á landi. Hann gekk til kosn-
ingabaráttunnar af miklu yf
irlæti, lofaði kjósendum
gulli og grænum skógum og
lézt kunna ráð við hverjum
vanda landsstjórnarinnar.
Vakti framganga mannsins
nokkra athygli í fyrstu, en
brátt dró ský fyrir þessa
gervisól. Maðurinn varð
gjaldþrota áður en kosninga-
dagurinn rann upp og beið
eftirminnilegan ósigur.
Ólafi Thors forsætisráð-
herra svipar til þessa forna
samherja síns. Hann stjórn-
ar landinu með þeim hætti,
að gjaldþrot vofir yfir, en
berst mikið á, þykist allt
geta og skorar á þjóðina að
fylkja liði undir fána Sjálf-
stæðisflokksins og lúta for-
ustu sinni. Hann lofar gulli
og grænum skógum og ferð-
ast um kaupstaði og sveitir
til að flytja fólkí boðskap
sinn. Morgunblaðið vegsam-
ar hann heimkominn úr yf-
irreiðinni og telur ferð hans
stórtíðindum sæta. En fyrir-
tækið, sem Ólafi hefur verið
trúað fyrir, er svo báglega á
vegi statt, að helzt minnir á
strandað skip. Þjóðarskútan
situr föst á skeri óstjórnar
og öngþveitis, og nú er allra
veðra von. Flakínu stafar
hætta af stormi og brimi,
nema skjót og óvænt hjálp
berist. Ella er tímabært,
að áhöfnin reyni að komast
í land. En Ólafur Thors læt-
ur sem hann hafi ekki hug-
boð um allt þetta. Hann
stendur við stjórnvölinn á
strönduðu skipi og þykist
sigla grænan sjó í blásandi
byr, þótt framundan sé
hrjóstrug ströndin og voð-
inn vís. Siglingin mikla er
aðeins ímyndun.
ÞjóSin gerir sér þetta
ljóst. Hún lætur ekki
blekkjast a£ sýndar-
mennsku Ólafs Thors eins
og kjósendurnir, sem forð-
um daga hlustuðu hrifnir á
loforð Reykvíkingsins, er
rambaði á bormi gjaldþroís
ins, en hugðist afla sér fylg
is og áhrifa með því að ber
ast nógu mikið á, meðan
hrófatildrið héngi uppi.
Dagar slíkra ævintýra eru
liðnir á íslandi. Fólkið átt-
ar sig á því, sem er að ger-
ast. Þess vegna hlustar það
vorkunnlátt á Ólaf Thors,
þegar hann læzt vera hinn
framsýni og framtakssami
landsfaðir, þó að hyldýpi
gjaldþrotsins gíni við hon-
um. Það hendir gaman að
mannalátum hans og undr
ast hugkvæmni ímyndun-
arinnar, enda hefur strand
aður skipstjóri aldrei borið
sig eins mannalega í sög-
unni!
Hitt er mikill misskilning
ur hjá Morgunblaðinu, að ís-
lendingar bindi framtíðar-
vonir við stjórnvizku Ólafs
Thors. Þeim er Iöngu Ijóst,
að óheillafuglinn er villtur í
skógi blekkinga sinna og
veit engar áttir, þó að hann
gali hátt. Ábyrgir aðilar búa
sig undir björgunarstarfið.
Þeir verða að hafa vit fyrir
Ólafi Thors — strandkap-
teininum í íslenzkum stjórn-
málum.
Morgunblaðið verður á-
reiðanlega fvrir sárum von-
brigðum, ef það telur sér trú
um, að Ólafur Thors komi
Sjálfstæðisflokknum á rétt-
an kjöl með leikaraskap sín-
um út um land. Tilburðir
hans eru álíka misheppnaðir
og sú ráðstöfun, ef strandað-
ur skipstjóri fer að lofa sjálf
an sig í talstöðinni á hætt-
unnar stund í stað þess að
horfast í augu við veruleik-
ann og biðja urri hýálp eða
reyna að koma sér í land áð-
ur en stormur og stórsjór
leggjast á eitt. Rás viðburð-
anna verður ekki breytt með
orðaflaumi, og staðreyndirn
ar bera órækt vitni um Ólaf
Thors og siglingu hans.
Strandkapteinninn er því
aumkunarlegri sem hann læt
ur meira í brúnni.
Oerist áskrifendur biaðsins. ,;v
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur áð-
ur kynnt píanósnillinginn Jul-
ius Katchen fyrir lesendum sín
um (58. tbl. 11. marz 1955) með
grein, er birtist í brezka ritinu
„Gramophone“, sem eingöngu
er helgað tónlist, tónlistargagn
rýni og fréttum af öllurn nýjum
hljómplötum. Katchen er fædd-
ur í Bandaríkjunum. Móðurfor
eldrar hans voru kennarar við
tónlistarskólann í Moskvu og
Varsjá. Móðir hans var konsert
píanóleikari, en faðir hans leik
ur á fiðlu og er nú mikilsvirtur
lögfræðingur í Bandaríkjunum.
Katchen var undrabarn, „prodi
gy“. Samdi fyrstu fúguna 7 ára,
lék 11 ára með Philadelphiu-
hljómsveitinni og Eugene Om-
andi. Hann er hámenntaður
maður með háskólapróf í heim-
speki og enskri bókmennta-
sögu. Eins og Chopin fer hann
til Parísar (1946) til þess að full
komna sig í list sinni og ná full
um þroska og hefur verið ,,bú-
settur“ þar síðan. Þótt Julius
Katchen sé nú ekki nema 29
ára gamall, hefur hann þegar
hlotið alþjóðafrægð og undan-
farið verið á stöðugum hljóm-
leikaferðum um allar álfur
heims. Koma þessa unga lista-
manns er merkasti tónlistarvið
burður síðan Cherkassky og
Stern voru hér.
EFINSSKRÁ
Á þeim tveim tónleikum, er
Julius Katchen lék fyrir styrkt
arfélaga tónlistarfélagsins, var
fyrri hluti efnisskrárinnar helg
aður Þjóðverjunum, Bach, Beet
hoven og Brahms. Lék hann
fyrst Sálmaforleik (Jesus bleibt
meine Freude) eftir Bach (1685
—1750), útsett af Hess. Síðan
komu tvö aðalviðfangsefni tón
leikanna.
Fyrst sónata nr. 21 í C-dúr,
op. 53 eftir Beethoven (1770—
1827). Sónötu þessa samdi Beet
hoven 1804 og tileinkaði hana
miklum vini sínum, Waldstein
greifa, er hún við hann kennd
og oft nefnd Waldstein-sónat-
an. Hún er í tveim köflum og
tekur um 21 mínútu að spila
hana.
Hitt aðalverkið, er Julius
Katchen lék, var Sónata nr. 3 í
f-moll, op. 5 eftir Brahms (1833
—1897). Brahms samdi þessa
sónötu 20 ára gamall. Verkið er
í senn ofsafengið, rómantískt og
lýriskt. Sónatan er í fimm köfl-
um, og tekur um 30 'mínútur
að spila hana.
Eftir hlé kom röðin að Pól-
Júlíús Kaíchen
verjanum Chopin (1810—1849).
Lék Katchen fyrst tvær etýður
eftir hann, en síðan Berceuse
og Pólónesu í As-dúr op. 53.
Sem aukalög spilaði Julius
Katchen fvrst kafla úr sónötu
í C-dúr eftir Mozart og síðast
hið glæsilega Rondo Capriccio
eftir Mendelssohn.
TÚLKUN OG LEIKUR
Bandaríski píanóleikarinn H.
Iturbi hefur sagt frá þeirri
vinnu, sem fer í það að undir-
búa konserta. „Ef ég æfi mig
minna en 8 tíma á dag, finn ég
það sjálfur, ef ég æfi mig minna
en 6 tíma heyra gagnrýnendurn i
ir það, og ef ég æfi mig minna
en 4 tíma á dag, heyra áheyr-
endurnir það.“
Undanfarin ár hafa Reyk'-rik-
ingar átt kost á að heyra marga
Herkjasala Menningar- 01
minningarsjéðs kvenna
Alþýðublaðið
í DAG er hinn árlegi
merkjasöludagur Menningar-
og minningarsjóðs kvenna. Til-
gangur sjóðs þessa er, svo sem
kunnugt er, að styrkja til náms
efnalitlar stúlkur. Það var árið
1946, sem fyrsta sinn var út-
hlutað styrk úr sjóðnum, og er
hann því nú 10 ára gamall. Á
þessum árum hafa 70—80 kon-
ur alls hlotið styrk úr honum,
en sumar oftar en 1 eitt skipti.
Styrkur hefur verið veittur
bæði til bóklegs og verklegs
náms og einnig til nokkurra
listakvenna. En þó hefur það
jafnan verið svo, að engin leið
hefur verið að veita öllum þeim
sem sótt hafa um styrk úr sjóðn
um nokkra úrlausn, hvað góður
vilji, sem verið hefur til þess,
því að það fé, sem ætlað er til
styrkveitinga, er enn mjög tak-
markað samkvæmt skipulags-
skrá sjóðsins, og megnið af því
er það, sem inn kemur fyrir
merkjasöluna.
Forráðamenn sjóðsins heita
því á yður, góðir Reykvík-
ingar, að bregðast vel við
og kaupa merki. Einnig heita
þeir sérstaklega á félagskonur
K.R.F.Í. og aðrar vinveittar kon
ur að taka merRi til að selja
eða senda börn sín til þess. Jafn
framt þakka þeir öllum
þeim, sem undanfarin ár hafa
veitt honum stuðning á einn
eða annan hátt.
Merkin verða afgreidd í skrif
stofu Kvenréttindafélags ís-
lands að Skálholtsstíg 7 allan
daginn í dag frá kl. 10 f. h.
G.H.
af beztu listamönnum heimsins,
svo að þeir eru orðnir góðu
vanir. Tónleikar Katchen
sýndu að hann hafði kornið og
sigrað. Hrifning og fagnaðar-
læti áheyrenda sýndu, að Kat-
chen hafði unnið hjörtu þeirra
fullkomlega með glæsilegum
leik sínum.
Leikur Katchen er frábær-
lega öruggur og vald hans á
viðfangsefnunum fullkomið og
skeikar hvergi. Leiktæknin er
slík, að túlkun hinna erfiðustu
verka verður leikur einn fyrir
hann, enda naut hann þess ber
sýnilega að túlka prógrammið.
Sérstaklega heillandi var Alle-
gro og Rondo í sónötu Beethov-
ens og Scherzo og Finale
Brahms. Stórfengleg var síðari
Chopin etýðan og Pólónesían.
Leikur og túlkun Katchen á
þessum verkum var innbiásin
þvílíku Iífi og fítonskrafti, að
svo var sem hann spilaði af
heilögum eldmóði. Gaman
mundi vera að heyra hann spila
Hammerklavier-sónötu Beet-
ovéns. Áheyrendur slepptu
ekki listamanninum fyrr en
hann hafði leikið tvö aukalög,
sem fyrr getur. Katchen er
sannkallaður virtuos, sem á á-
reiðanlega eftir að vinna marga
og glæsilega sigra á listabraut
sinni. Hafi hann þökk fyrir
komuna og stórfenglega tón-
leika. Fimmtudagstónleikarnir
voru teknir á segulband og'
verður þeim án efa útvarpað
seinna til mikillar gleði þeim,
er af þeim misstu.
TONLISTARFELAGIÐ
Julius Katchen kemur hér á
vegum Tólistarfélagsins. Það
væri ekki um auðugan garð að
gresja í tónlistarlífi höfuðborg-
arinnar, ef þess ágæta félags
nyti ekki við. í fjölda ára hefur
félagið haft forustu um komu
margra af ágætustu listamönn-
um heimsins, og á það skilið
miklar þakkir fyrir forustu
sína og ágætt starf. Tónlistaré-
lagið var stofnað í júní 1932.
Voru stofnendur 12. Björn Jóns
son kaupmaður, Hálfdán Eiríks
son kaupmaður, Haukur Grön.-
dal framkvæmdastjóri, Helgi
Lárusson stórkaupmaður, Krist
ján Sigurðsson fulltrúi, Ólafur
Þorgrímsson hæstaréttarlög-
maður, Ragnar Jónsson for-
stjóri, Sigurður Marlcan verzl-
unarmaður, Stefán Kristinsson
fulltrúi og Þórarinn Björnsson
fulltrúi. Tveir stofnenda eru
látnir, Tómas Albertsson prent
ari og Óskar Jónsson verk-
stjóri. Formaður félagsins er
Ragnar Jónsson forstjóri, en
Björn Jónsson er framkvæmda
stjóri þess.
Arktos.
Sími
Aiisftirfoær:
EINHOLT — STÓRHOLT
Sími 1517
BLÖNDUHLÍÐ
HLÍÐ
Sími 6727
ESKI-
Msiji
81981
Vesturfoær:
BRÆÐRABORGARSTÍG-
UR — HRINGBRAUT
Sími 5449
Vogar - Smáíbúðahverfi
Sfmi ©739