Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 1
Þeim héldu engin bönd Það er skammt stórra högga millií skemmtanalífinu þessa daga. Hingað eru nú komnir bítlar frá Líverpool, The Swingin Blue Jeans og halda hljómleika í þrjá daga. Fjöldi unglinga tók á móti þeim á flugvellinum i gær 09 mátti segja að „mótttökunefndinnh' héldu engin bönd er bítlarnir birtust. (Sjá mynd að ofan). Lögregl- an mátti hafa sig alla vlð að styðja grindverkið. (Tímamyndir GE). EKKI HÆTTA A STORSTYRJÖLD r r VEGNA ARASANNA I VIETNAM NTB—SAIGON, þriðjudag. [ ar sig til flugs og réðust á her-1 hairðlega mótmælt og sagt að þær Hermenn Viet Cong-kommúti-' stöðvar Viet Cotir og neyddu eina! séu brot á Genevesáttmálanum ista skutu í dag niður þrjár banda þyrlu kommúnista til að lenda, rískar þyrlur í bardaga um fimm| km. frá Binh Gia. Einn Banda- ríkjamaður var drepinn og átta aðrir særðust. Þyrlurnar voru skotnar niður í Iendingu. Skömmu síðar hófu S-víetnamískar flugvél Franihald a 15. siðu FB-Reykjavík, þriðjudag. Mikið rok gekk yfir vestanvert landið og einnig var geysilega hvasst á Norður- og Austurlandi í gærkvöldi og nótt. Töluverðar skemmdir urðu af iárnplötufoki, og hey fuku víða. Ekkert tjón hefur þó orðið á mönnum í þessu óveðri svo vitað sé. Sunnanlands var nokkuð hvasst, en samt ekki svo tjón hlytist af. HS fréttaritari blaðsins á Akur eyri símaði í dag, að undanfarna daga hefði verið sunnan og suð- vestan rcnk á Akureyri, en í gær hefði hvesst niikið og fylgdi hvass viðrinu rigning og snjófjúk og varð illstætt á götum úti í verstu hryðjunum. Mest varð veðurhæðin upp úr miðnætti^ og náði hámarki um kl. 4 í nótt. Á lögreglustöðinni á Akureyri mældust 47 hnútar, eða 9—10 vindstig, og mun þó hafa orðið mun hvassara uppi í fjall- ifiu fyrir ofan bæinn. Nokkrar skemmdir urðu á hús- um og bílum á Akureyri. Til dæm is fuku milli 10 og 15 þakplötur af sambýlishúsinu Skarðshlíð 40. Plöturnar fuku á nærliggjandi hús, og brutu þær meðal annars glugga í húsinu Þverholti 2 og Langholti 4. Þá lentu bárujámsplötur á þrem ur bifreiðum og skemmdust þær meira og minna. Engin slys urðu á mönnum í þessu óveðri, en eitt- hvað mun hafa fokið af heyi í ná grenni Akureyrar. IH á Seyðisfirði sagði, að ofsa rok hefði verið þar í nótt, og einna mest milli klukkan 6 og 7 í morgun. Miklar skemmdir urðu þar á kaupfélagshúsinu, en þak- plötur fuku af meira en hálfu þaki hússins sem stendur við Hafnar- götu 28. Fuku þær út um allt og lentu meðal annars á báti, er var í smíðum í skipasmíðastöðinni. Er hann tíu og hálft tonn og skáru plöturnar sundur fjögur borð í lúkar og einnig nokkur borð aftan til en tjónið talið mjög mikið. Þarna skammt frá stóð ný bifreið, og lentu plötur á henni og brutu afturljósin og skemmdu bílinn tölu vert að öðru leyti. Þá fuku plötur af 300 fermetra þaki fiskiðjuvers ins og annar löndunarkrani síldar verksmiðjunnar fauk og lenti á bryggjunni. Færiböndin á söltunar stöð Valtýs Þo; steinssonar fuku einnig í þessu óveðri, og munu skemmdir á fáum stöðum á land inu hafa orðið jafn miklar og á Seyðisfirði í þessu veðri. Mjög hvasst var einnig á Egils- stöðum og á Héraði. Þakplötur fuku af húsi í smíðum í Egilsstaða þorpi, en það stendur í útjaðri þorpsins, og gerðu því engan usla. Talsvert fauk af heyi hjá þeim bændum, sem höfðu orðið að kasta því úti í haust, þegar hlöður voru orðnar fullar og var það aðallega í Fellum, sem tjón varð af heyfokinu. AA fréttaritari á Hornafirði aramhald ð 14 dðu Norður-Víetnam hefur sent Bretlandi og Sovétríkjunum, sem voru í forsæti á Geneve-ráðstefn' unni um Indókína 1954, mótmæla oirðsendingu, þar sem „hinum ögr andi aðgerðum“ Bandaríkjanna er Út til hálfs í himinhvolfinu Houston, Texas, þriðjudag. Geimfararnir L. Gordon Cooper og Charles Conrad hafa nú verið valdir til að stjórna sjö daga langri geimferð, seinna á þessu ári. Þeir munu þurfa að fara út ti, hálfs úr geim- skipinu á þessari ferð í til- raunaskyni. Cooper flaug 22 sinnum umhverfis jörðina i geimfari í maí 1963. SPURÐI FÓLK UIVIHANDRITIN KJ-Reyikjavík, þriðjudag. Meðal danskra blaðamanna, sem hingað eru komnir vegna funda Norðurlandaráðs, er Leif Christiansen frá danska útvarp inu. Leif hefur undanfarna daga gengið um götur Reykja víkur vopnaður upptökutæki, og lagt fyrir vegfarendur spurn inguna: Getið þér nefnt mér eitthvert mannsnafn úr ísl. handritunum. Þessa sömu spurningu lagði hann líka fyrir vegfarendur Kaupmannahöfn, og þar gat ekki einn einasti nefnt mannsnafn úr handritun um. Hér hafa aftur á móti allir r -. i r.aio a 15 siðu Þaer svöruðu upp á handritin þegar Leif Christiansen vék sér að þeim í Lækjargötu í gærkveldi. Tímamynd KJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.