Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10 .febrúar 19G5 TÍMINN Charles Nordhoff og James N. Hall | kynnti að aftur væri heimill aðgangur. Ég heyrði nafn mitt hrópað. Qrðin hljómuðu ókunnuglega í eyrum mér, það var eins og ég hefði aldrei heyrt þetta nafn fyrr. Liðsforingi með brugðið sverð í hendi og fjórir varð- menn fylgdu mér inn. Ég áttaði mig við langa borðið fyrir framan réttarforsetann. Dátahnífurinn lá á borðinu fyrir framan hann. Oddurinn sneri að mér. Dómararnir stóðu á fætur. Hood lávarður horfði þögull á mig andartak. — Roger Byam. Við höfum heyrt vitnisburði þá, sem fram hafa komið til stuðnings ákærunni á hendur yður um þátttöku í uppreisn ogsjóráni. Og við höfum enn fremur hlustað á vörn yðar. Við höfum rannsakað og yfirvegað framburð vitnanna og rétturinn er þeirrar skoðunar, að ásakanirnar á hendur yður séu sannaðar. Því dæmist rétt vera, að þér verðið líflátinn, hengdur um borð í einu af skipum Hans Hátignar á þeim tírha, sem aðmírállinn ákveð- ur. Ég beið eftir því að heyra meira, enda þótt ég vissi, að ekki yrði fleira sagt. Svo heyrði ég rödd segja: — Fang- inn má fara. Ég sneri mér við og gekk út úr salnum til hinna fanganna, sem biðu. Ég var allur dofinn. En þó þótti mér vænt um, að þessari píslargöngu var nú bráðum lokið. Þegar dómurinn var lesinn varð ég hálflamaður. En svipur minn hefur víst ekki gefið neitt til kynna, því að Morrison spurði: — Hvernig fór, Byam? — Það á að hengja mig, sagði ég. Ég mun sennilega aldrei gleyma skelfingarsvipnum, sem kom á Morrison. Hann hafði engan tíma til að svara, því að hann var næsti maður, sem átti að fara inn. Við stóð- um og horfðum á eftir honum, þegar dyrunum var lokað. 95 Coleman, Norman, Mclntosh og Byrne stóðu saman og biðu. Ég man, að þeir þyrptust kringum mig, eins og þeir væntu sér einhverrar huggunar hjá mér. Ellison greip í handlegg mér, brosti en sagði ekkert. Burkitt stóð og kreppti hnefana. Dyrnar voru opnaðar, og Morris kom út. Hann var ná- fölur í framan, en hafði fullkomið vald á sér. Hann sneri sér að mér, brosti biturt og sagði: — Látum oss njóta lífsins, Byam, meðan við getum. Rétt á eftir bætti hann 'úð: — Ég vildi, að móðir mín væri dáin. Ég fylltist bræði. Morrison var bersýnilega dæmdur sek- ur vegna vitnisburðar tveggja manna, nefnilega Haywards og Hallets. Þeir voru hinir einu vitnanna, sem sögðust hafa séð hann vopnaðan. Eftir að ég hafði hlustað á hin vitnin, efaðist ég ekki um, að Morrison yrði sýknaður. Ég efast ekki heldur um, að hann hefur álitið það sjálfur. Ég gat ekkert sagt, sem gæti huggað hann. Næst kom röðin að Coleman. Þegar hann kom út úr réttarsalnum. gengu verðirnir til hliðar og Coleman gekk sem frjáls maður upp á þilfar. Norman, Mclntosh og Byrne fóru inn í röð. Þegar þeir komu út, gengu verðirnir til hliðar og þeir gengu til Colemans og staðnæmdust þar. Byrne grét af gleði. Veslings maðurinn var nærri því blindur, og hann þreifaði fyrir sér, svo að hann kæmist til hinna, sem sýknaðir höfðu verið, og tárin streymdu nið- ur kinnar hans. Sýknun þeirra hafði verið viss fyrir fram, en samt létti þeim stórlega, þegar öllu var lokið, og nú vissu þeir ekki lengur, hvað þeir áttu að gera af sér. Burkitt, Ellison, Milllward og Muspratt voru nú kallaðir inn. Allir voru dæmdir til dauða. Þegar Muspratt hafði hlýtt á dóm sinn, kom fólkið út í sólskinið á þilfarinu. Við áttum von á því, að dómararnir kæmu á eftir, en hurð- inni var lokað. Það leit svo út, sem eitthvað fleira ætti að gerast. Við biðum í hálftíma ennþá. Áhorfendur gengu inn aftur, og liðþjálfinn sást í dyr- unum: — James Morrison! Morrison gekk inn aftur. Þegar hann kom aftur var hann mjög hrærður. Hann hafði fengið meðmæli til þess að sækja um náðun. Og það var nærri því víst, að hann yrði náðaður. Skömmu seinna kom Hood lávar^ur út úr saln- um og skipstjórarnir ásamt honum. Réttarhöldunum var lokið. 13 Nokkrum árum áður hafði hann haft undirmann, sem kom frá há- skólanum og hafði ekki verið nema nokkra mánuði í Quais des Orfevr- es. Hann hafði lesið Freud, Adler og ýmsa aðra sálfræðinga og þótt- ist geta upplýst öll mál með sál- greiningu. Þann stutta tíma sem hann hafði starfað hjá liigreglunni, hafði hann gert hvert axarskaftið á fæt- ur öðru og félagar hans kölluðu hann aldrei annað en „Herra Kom- plex“. Xavier Marton var ekki sízt for- vitnilegur fyrir þá sök að honum virtist lýst nákvæmlega í bókinni, sem Maigret hafði lesið kvöldið áður, og sem hann hafði að síðustu hent frá sér. Heilar síður í bókinni fjölluðu um vonbrigði og afleiðingar þeirra, og áhrif á hátterni manna. Dæmi voru gefin, sem virtust 'jóslifandi lýsing á Marton. Sem harn á opinberu framfæri hafði hann dvalið í æsku sinni á bóndabæ í Sologne meðal hrjúfra og frumstæðra bænda, sem hrifs- uðu af honum bækurnar, þegar hann var staðinn að því að lesa. Samt sem áður hafði hann gleypt í sig allt prentað mál, sem hann komst yfir allt frá vinsælum skáld- sögum til vísmdarita frá vélfræði til ljóða, og svelg.t þetta í sig hrátt Hann hafði byrjað sem lágt sett- ur starfsmaður í stórvöruhúsi þar sem hann var hafður í mestu skít- verkin. Eitt var einkennandi. Jafnótt og Marton óx fiskur um hrygg hafði einbeitt sér að því að gera heimili sitt vistlegt en venjulegum París- arbúum létu sér í léttu rúmi liggja, hvernig heimili þeirra leit út með- an þeir vocu að brjóta sér braut. Það voru að vísu aðeins tvö her- bergi í bakhúsi og enginn íburður en þarna var þó Marton í eigin íbúð. Hann ruddi sér braut. Hann gerði sér vonir um reglulega borg- aralega lífshætti og hið fyrsta, sem honum í hug var að endur- bæta heimili sitt af litlum efnum. Hann þjáðist af vanmetakennd. Hann reri að þvi öllum árum að tryggja öryggi sitt. Hann þráði einnig að sýna öðrum, að hann var ekki lítilmótlegt núll og nix, hann ætlaði sér að ná langt í íf- inu. Var hann ekki í eigin augum: Konungur rafmagnslestanna? Hann var að því kominn að verða þýðingarmikil persóna. Já, hann var orðinn það. Og hann giftist stúlku af borgarastétt, ^óttur menntaskólakennara, stúlku með stúdentspróf, sem hafði á sér ann- an blæ en afgreiðslustúlkurnar hinar. Maigret hikaði áður en hann skrifaði þriðja orðið: auðmýking. Kona hans hafði skotið honum ref fyrir rass. Hún var næstum orðin sjálfstæður atvinnurekandi, verzlaði með munaðarvöru og hitti daglega konur, sem nafntogaðast- ar voru í samkvæmislífi borgar- innar. Hún hafði hærri tekjur en hann. Maigret minntist vissra setninga úr bókinni. Til dæmis minntist hann einn- ar, sem var á þá leið að „sálsjúkl- ingar lokuðu sig inn í eigin heimi, draumaheimi, sem í þeirra augum var mikilvægari en raunheimur- inn.“ Hann mundi þetta ekki orð- rétt, en vildi ekki gera sig að at- hlægi með því að fara inn til yfir- mannsins og fletta því upp. Annars lagði hann. lítinn trúnað á þessar kenningar. Allt var þetta fálm út 1 loftið. Voru ekki rafmagnslestirnar, sem Marton fékkst við í Louvre og þá ekki sízt á heimili sínu í Avenue de Chatillon, einmitt þessi draumaheimur.lokaði heimur. Önnur málsgrein minnti hann á rósemi Xaviers Martons, á sam- talið á Quai des Orfevres o" hina bersýnilegu rökvísi, sem hann hafði gætt sögu sína. Maigret gerði sér ekki lengur grein fyrir því, hvort þetta átti við sefasýki eða ofsóknarkennd, mörkin þar á milli voru engan vegin ljós. — ... þar sem hann gengur út frá fölskum forsendum. Nei. Textinn var öðruvísi. — . . . á fölskum eða ímynd- uðum forsendum byggir sjúkling- urinn rök sín, sem á ytra borði hljóma trúlega og oft geta verið skörp og pottþétt við fyrstu sýn . . . Eitthvað var það svipað í kafl- anum um ofsóknarkenndina, en „hér gengur sjúklingurinn út frá raunverulegum forsendum og ilreg ur af þeim ályktanir, sem líta út sem rök . . .“ Sinkfosfatið var raunverulegt. Og var ekki einhver tvískinnung- ur í sambandi þeirra Gisele og Maurice Scwob, sem verkaði illa á eiginmanninn? Furðulegast við málið, var það, að þessar sömu setningar gátu fullt eins vel átt við konuna og manninn. Hún var líka vel greind. Hún setti vandamál þeirra fram einnig af mikilli rökvisi á yira borði. Hún líka . . . Þey Maigret tók fram strokleður og tróð svo í pípu og gekk út að glng anum og virti fvrir sér ljós- kringlur. götuljósanna. Hálftíma síðar barði Lapointe Lapointe kom utan að, úr hinu iðandi lífi og það fylgdi honum ferskur andblær, nefið rautt af kulda og hann neri hendur sínar til að hlýja sér. — Ég gerði eins og fyrir mig var lagt, foringi.. . — Hann grunaði ekki neitt? — Ég held, að hann hafi ekki tekið eftir mér. — Leystu þá frá skjóðunni. Fyrst fór ég í leikfangadeildina n og keypti það ódýrasta, sem ég fann, lítinn bíl, sem ekki er einu sinni hægt að trekkja upp . . . Hann tók hann upp úr vasanum og stillti honum á borðið. Hann var gulur á lit. — Hundrað frankar. Ég þekkti strax Marton af lýsingunnij en það var afgreiðslustúlka, sem afgreiddi mig. Seinna, meðan ég beið þess að liði fram að hádegi, fór ég að skoða mig um í Rue Saint-Honoré, en án þess að fara inn. Þar er risastór gluggi og í honum næst- um ekki neitt: kimono, undirkjóll úr svörtu silki og eitt par af silki- töfflum með gullbryddingu. Á rúð- unni eru aðeins tvö orð: Harris undirföt. Þetta er íburðarmikil og rándýr verzlun. — Sástu hana? — Já. Ég kem brátt að því. Nú var kominn tími til að snúa aftur til Louvre, þar sem ég stillti mér upp við starfsmannaútganginn. Klukkan tólf þusti út urmull af fólki, þetta var eins og í skóla- porti og mikill troðningur, allir flýttu sér á ýmis veitingahús í grenndinni. Marton kom út, hann flýtti sér ennþá meira en aðrir og gekk hratt eftir Rue de Louvre. Hann skimaði í kringum sig og sneri sér við tvisvar eða þrisvar sinnum án þess að koma auga á mig. Það var mikil umferð á þess- um tíma og örtröð af fólki á gang- stéttunum. Hann sneri til vinstri i Rue de Coquilliere og var ekki kominn nema hundrað metra eftir götunni þegar hann fór inn á lítinn veit- ingastað, sem heitir Le Trou Nor- mand. Forhliðin er máluð brún og nafnið gulum bókstöfum. Ég dokaði við og ákvað að ganga inn á eftir honum. Þar var fullt. Bersýnilega voru flestir fastagest- ir, ég stanzaði við barinn og fékk mér drykk. — Get ég fengið að borða? Veitingamaðurinn, sem bar bláa svuntu, litaðist um í salnum, þar sem voru á að gizka tíu borð. — Eftir nokkrar mínútur getið þér fengið pláss. Marton sat aftast í salnum, rétt við eldhúsdyrnar, einn síns liðs, borðið var dúkað með pappír. Gegnt honum var autt sæti. Hann sagði eitthvað við aðra frammj- stöðustúlkuna, sem virtist þekkja hann og hún lagði á borð fyrir tvo. Nokkrar mínútur liðu. Mar- ton, sem las í blaði, leit oft upp og leit út að dyrum. Brátt kom kona þar inn, hún sá strax borðið aftast i salnum og fór rakleitt þangað og settist eins og af vana. Þau kysstu ekki hvort annað og tókust ekki í hendur. Þau létu sér nægja að brosa og mér virtist bros þeirra eilítið þung lyndislegt, allt að því þrungið hryggð. — Var það ekki konan hans? greip Maigret inn í. — Nei. Ég hafði einmitt séð konuna hans rétt áður og nú kem ég brátt að því. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma var þetta mág- kona hans. Aldur og útlit stend- ur heima. Ég veit ekki, hvemig ég á að lýsa henni. . . Þetta var furðulegt. Janvier hafði notað sömu orð um þessa sömu konu. — Manni finnst, að hér sé á ferð sönn kona, ég veit ekki, hvort þér skiljið, kona, sem er sköpuð til að elska. Ekki til að elska mann á venjulegan hátt, heldur á þann hátt, sem alla menn dreymir um að vera elskaðir . . . Maigret gat ekki að sér gert að brosa, þegar hann sá Lapointe roðna. — Ég hélt að þú værir allt að því trúlofaður? — Eg er að reyna að útskýra þau áhrif, sem hún hefur á flesta. Maður fyrirhittir stundum konu, sem fær mann strax til að hugsa um . . . Nú vafðist honum tunga um tönn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.