Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10 .febrúar 1965 TÍMINN 6t*» n Alltaf á hefm- leið ems og Finsen sagði/# FB—Kaupmannahöfn. — Ámasafn, nei, það er alveg áreiðanlegt, að það er ekki hér í Proviant Gaarden, en það gæti vel verið í Kon- unggbókhlöðunni. Þetta var svarið, sem við fengum hjá tveimur ungum, dönskum stúlk- um, þegar við spurð'um til veg- ar að Árnasafni. Okkur hafði verið sagt, að safnið væri til húsa í Proviant Gaarden, hluta af Kristjánsborg, og steinsnar frá Konungsbókhiöðunni. Eflaust er þetta svar gott dæmi um það, hve lítið margir Danir vita um Ámasafn, því báðar stúlkumar vinna í sjálf- um Proviant Gaarden og aðeins örfá skref frá safninu, en þang- að höfðum við ætlað okkur í þeim tilgangi að spyrja Stefán Karlsson, starfsmann safnsins, nokkurra spurninga, og fá að líta á þetta margumtalaða og skrifaða safn, sem varla hefur horfið af útsíðum blaðanna síð ustu mánuðina, vegna ákvörðun ar dönsku stjórnarinnar um að afhenda íslenzku handritin. Að lokum fundum við lítið skilti við grænmálaðar dyr, og þar stóð, að þarna væri Árna- safn til húsa. Þegar inn var komið, kom Stefán á móti okk ur, og sögðum við farir okkar ekki sléttar, því erfitt hefði ver ið að finna hann. Stefán varð ekki hissa á því, og sagði meira ið segja, að skilti hefðu þeir safnmenn ekki fengið við dyrn ar fyrr en fyrir ári, svo óvíst er. hvort við hefðum fundið safnið, ef okkur hefði borið mikið fyrr að garði. Það var ekki fyrr en árið 957 að Árnasafn komst í nú- veramií húsakynni. Til þess tíma hafði það verið í Háskóla- bókasafninu, og orðið að láta ir sér nægja eina smákompu bæði fyrir bókageymslu og vinnusal. Núverandi húsakynni eru miklu betri: fyrst er kom ið inn í allstóran og rúmgóð'an sal, og er það bæði vinnusalur og geymslusalur fyrir hand- bækur safnsins. Vinnuherbergi Jóns Helgasonar, prófessors, og forstöðumanns safnsins, er einnig mikið herbergi. Þar á borðum lágu nokkur handrit. Ijósmyndir og nýútgefnar bæk ur, en hópur blaðamanna hafði verið i heimsókn skömmu á und an okkur. — Er mikið um heimsóknir i safnið, eftir að það varð svona mikill fréttamatur. — Nokkuð, Það tínist hingað einn og einn maður, sem kemur af einskærri forvitni, og hefur heyrt um safnið í blöðunum. Svo hafa líka komið hingað aðrir, og af öðrum ástæðum, eins og t.d. stjórnin og þing- mennirnir dönsku. Annars er yfirleitt ekki mikið' um gesta- komu. — Hve lengi hefur þú unnið hér í safninu, Stefán? — Frá 1957, en fastur starfs maður hef; ég verið frá 1962. — Og hverju hefur þú helzt verið að vinna að að undan- förnu? — Eg var að ijúka við að ganga frá útgáfu eins bindis af íslenzkum fombréfum, en í þeirri útgáfu eru nú komin 20 bindi. Hér er um að ræða elztu fornbréf, sem til eru í frumriti, og ná allt fram á 15. öld. Byrjað var á fombréfaút- gáfunni árið' 1958, og átta þess- ara 20 binda komu út á 300 ára afmæli Árna Magnússonar árið 1963. Hin útgáfa safnsins, textaútgáfan hófst árið 1941, og eru komin út 25 bindi. Núna er ég að sýsla við Guð- mundar sögu biskups. — Hvað vinna margir hér í safninu? — Fastir starfsmenn eru að- eins þr-ír, þ.e. við Jón og svo einn Dani. Jón Samsonarson, lektor, vinnur hér þó einnig að staðaldri, og svo eru ýmsir, sem vinna hér stund og stund úr degi sem aðstoðarmenn, og einnig margir stúdentar, sem eru að vinna að' prófverkefnum sínum. Stefán gengur nú með okkur um safnið og sýnir okkur hitt og þetta. í vinnuherbergi Jóns Helgasonar, prófessors, eru skápar, sem í era raðir af pappahulstrum. Upp úr þeim dregur Stefán ljósmyndir af handritum, og segir okkur, að hér sé það geymt, sem búið sé að ljósmynda. — Er ekki líka einhver hluti handritanna tekinn á micro- filmur? — Öll skinnhandritin á að ljósmynda og geyma á mynd- um, því til þess að takast megi að ná fram stöfunum sem greinilegast verð'ur að nota alveg sórstakar aðfer'ðir, og hægt er að ná fram letri, sem annars er alveg ólæsilegt. Það á þó aðeins við um þau hand- rit, þar sem ekki er hægt að lesa skriftina vegna þess, hve dökkt skinnið er, en stafimir aftur á móti ©kki máðir út. Öll pappírshandrit verða síðan tekin upp á microfilmur. Ann- ars er ekki þægilegt að hafa of mikið af þeim, því ekki er gott að hafa mörg lestrartæki fyrir framan sig í einu, þegar til dæmis er verið að bera saman fleiri en eitt handrit. Þá er auðveldara að hafa ljósmynd- irnar. — Hvað eru handritin í Árna- safni mörg? — Tæplega 2600 í Árnasafni sjálfu. Svo hafa bætzt við önn- ur söfn, eins og safn Rasmusar Rasks og Konráðs Gíslasonar, svo allt í allt eru handritin um 2800. Þetta eru ekki allt íslenzk handrit, þar sem Árni safnaði mörgu öðra. Hérna er til dæmis töluvert af dönskum, norskum og jafnvel spænskum handritum. — Hefur mikið verið ljós- myndað af handritum til þessa? — Ljósmyndunin hófst fyrir 8 árum, og enn hefur verið ljósmyndaður langt innan við helmingur skinnhandritanna en heldur meira verið sett á micro filmu af papírshandritum. Það er geysilegt verk að ljósmynda handritin, því oft tekur hver síða marga klukkutíma, og þá verða afköstin á degi hverjum ekki mikil. — Hvað eru skinnhandritin mörg í safninu? — Þau eru um 500. — Hvernig er það með hand ritin, sem eru á leynilistanum svokallaða, hittist svo á, að þau séu fremur skinnhandrit en pappírshandrit? — Nei, alls ekiki, enda eru handritin að sjálfsögðu ekki valin eftir því, á hvað þau eru skrifuð, heldur efnislega, og á listanum eru mörg handrit frá síðari tímum, sem þá eru á pappír. Héma eru til dæmis mörg bindí með bréfasafni Brynjólfs biskups, sem við vild um auðvitað fá heim, og þau eru pappírshandrit. — Og verði svo samþykkt að afhenda íslendingum handritin hvað verður þá um ykkur fs- lendingana hér í safninu? Kem- ur þú heim með því, Stefán, eða heldur þú áfram vinnu þinni hér úti? — Maður er alltaf á heimleið, eins og Finsen sagði, segir Stef- án og hlær við. Framtíðin er annars með öllu óráðin, og það líða mörg ár þangað til safnið verður allt komið heim, því að ekkert verður sent fyrr en það hefur verið ljósmyndað. Auk þess er ég nú að vinna að Guð- mundar sögu biskups, eins og ég sagði áðan, og það er margra ára verk. f framvarpinu er gert ráð fyrir, að ekkert handrit verði heldur sent heim, sem verið er að vinna að hér, fyrr en því verki er lokið, svo um þetta er ekki mikið að segja. f Árnasafni era eins og fyrr segir um 2800 handrit, en auk þeirra eru rúmlega 1000 íslenzk handrit í Konungsbókhlöðunni. Á leynilistanum, sem gerður hefur verið yfir þau handrit, sem íslendingar óska helzt að fá heim, era milli 1600 og 1700 handrit, svo að af þessum má greinilega sjá, að í Dan- mörku yrðu, þrátt fyrir af- hendinguna, eftir fjöldamörg handrit, sem kölluð eru íslenzk. Við höfum nú gengið um bókageymsluna, þar sem aðeins eru nokkrar hilluraðir undir handritunum. Af blaðagreinum og umtali hefur þetta allt vax- ið okkur í augum, og við verð- um fyrir hálfgerðum vonbrigð um, þegar í ljós kemur, að safn Árna Magnússonar rúm- ast allt í einu miðlungsstóru herbergi. En verðmæti safns- ins er sannarlega ekki hægt að reikna út eftir rúmtakinu. Við höfum líka fengið að sjá smásýnishorn - af viðgerðum Birgittu Dall, sem unnið hefur í safninu að undanfömu. * Stefán Karlsson við dyr Árnasafns í Kaupmannahöfn. Tímamynd FB. — Það er langt síðan byrjað var á að reyna að gera við handrit, segir Stefán, og sýnir okkur skinnblað', sem þunn grisja hefur verið límd yfir. — Þessar viðgerðir hafa heppnazt misjafnlega. Oft hafa þær orð- ið til þess, að letrið verður ill- læsilegt, og svo er mjög erfitt að ná grisjunni af aftur. Nú era viðgerðirnar miðaðar við, að sem auðveldast sé að lesa handritin eftir á. Hérna sjáið þið handrit, þar sem ekkert er eftir nema innmaturinn úr síðunum, en hann er auðvelt að lesa, þegar ekkert hefur verið límt yfir hann. Að lokum biðjum við' Stefán að bregða sér út fyrir með okkur og stilla sér upp við nýja skiltið, sem vísar gestum leiðina að Árnasafni, og þar smellum við af honum mynd, og þökkum svo fyrir móttökumar og kveðjum. FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ KAUPMANNAHÖFN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.