Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 1965 TÍMINN TJÓN 11. rnnald 'af bls. 1. sagði þær fréttir í dag, að bátur- inn Gissur hivíti hefði orðið fyrir áfalli í gærkvöldi milli klukkan 10.30 og 11, þegar hann var að koma inn úr róðri. Hnútur kom á bátinn, og fyllti stýrishúsið, vélin stoppaði, og urðu skipverjar að kasta akkerum. Þeim tókst þó að koma vélinni í gang aftur eft- ir nokikurn tíma og komu inn í nótt eða morgun. Líklegt er talið að öll siglinga- tæki séu ónýt því sjór komst í radar og dýptarmœli, og talstöðin ónýttist. Skipstjórinn á Gissuri hvíta, Óskar Valdimarsson, tjáði VÍÐIDALSÁ Framhald at bls. 16 dag afí tv8 tilboð hefðu komið í alia ána fyrir næsta sumar, og auk þess hefðu komið tilboð í einstaka hluta hennar. Nokkrir einstakling ar höfðu ána á leigu í fyrra, og greiddu þá þrjúhundruð þúsund fyrir hana. Þess ber að geta að þá þöfðu bændurnir 20 daga í ánni, fimm þá fyrstu og 15 þá síðustu. Tiiboðið frá Stangavciðifél. Rvík ur nær hins vegar yfir allt veiði- tímabilið, 15. iúní—15. sept. mið- að við sex stengur í ánni á dag. Samkvæmt samningi við fyrri lcigjendur geta þeir gengið inn í hæsta tilboðið í ána, en ekki hef ur verið gengið að fuUu frá því enn hvort þeir munu gera það. BÓKASAFNIÐ Framhald at bls. 16. í þeirri söfnun, sem má kallast hafin, því nokkrar gjafir hafa þeg- ar borizt annars staðar frá, m. a. tvennar tíu þúsundir. Biskupinn lýsti aðdraganda þessa máls og þeirri nauðsyn að koma í veg fyrir, að safnið yrði selt úr landi eða því sundrað. Eina ráðið til að koma í veg fyrir slíkt væri að leita eftir fram lögum og aðstoð þjóðarinnar. Um talaða upphæð þyrfti í minnsta lagi að fá, en síðan verður að koma safninu fyrir og gæta þess í Skálholti. Því fylgir einnig mikill kostnaður. Út í þetta er lagt í þeirri bjartsýnú trú, að íslenzka 'þjóðin skilji hvað hér er í húfi. Það kom fram á fundinum, að sérfróðir menn telja kaupverð safnsins mjög hóflegt, ennfremur að þar muni vera bækur, sem eru ekki til í Landsbókasafninu og að þar eru nærfellt öll þeirra^ tíma- rita, sem gefin voru út á íslandi fyrir síðustu aldamót. Þar er um 165 tímarit að ræða, aðeins 2 vantar í safnið. Skipulag fjársöfnunarinnar er ekki fullráðið en þetta blað mun taka við framlögum til hennar. fréttaritaranum, að báturinn hefði ekki fengið annan sjó á sig en þennan eina, og engin slys höfðu orðið á mönnum um borð. Þá sagði AA, að nokkuð hefði brotnað af rúðum í húsum í Horna firði og þar í kring, til dæmis fóru 16 rúður úr félagsheimilinu að Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Mikið hvassviðri var einnig á Vestfjörðum, og sagði GS á fsa- firði, að hávaðarok hefði verið þar í gær og nótt. Þar fyrir vestan fuku fisikhjallar með fiski í, og einnig fauk afgreiðsluskúr, sem Vestanflug hefur á flugvellinum á Ísaíirði, og einnig fauk benzín afgreiðslu- og sælgætissöluskiir í Skutulsfirði. Að lokum náðum við tali af Eiríki bónda í Arnarfelli í Eyja- firði en hann varð fyrir töluverðu tjóni af völdum óveðursins í nótt. Hjá honurn fuku tveir braggar, var hey í öðrum en þrjátíu lömb og tíu kvígur í hinum. Drápust tvö lömbin, þar sem þau höfðu orðið undir brakinu þegar bragginn lagð ist saman. — Þetta voru gamlir braggar, en voru vel frá gengn- ir og búnir að standa af sér mörg veður áður, sagði Eiríkur. Þetta var alveg feikilegt veður hérna að minnsta kosti, hélt hann áfram. Alveg frá því í gærkvöldi um tíuleytið og fram undir morgun, og braggarnir voru að smáliðast sundur hjá mér. Um tólfleytið í nótt fór svo líka þakið af íbúðar húsinu hjá mér. Það lenti á símalínum og rafmagnslínum, og sleit þær niður, og verið var að enda við að koma símanum í lag aftur nú upp úr fjögur í dag. Nokkrar rúður brotnuðu í fjósinu, og kýrnar lágu í glerjahrúgunni í morgun, ég held þær hafi ekki Skaddazt, en annars hef ég lítið mátt vera að því að rannsaka það enniþá, því ég hef verið að koma skepnunum fyrir, sem voru í bragganum. VÍÐAVANGUR Fr-amnaio a) síðu að heyra það í stjórnarblöð- unum að hann væri sannar- iega enginn Iýðræðisflokkur, heldur hið ómerkilcgasta hand- bendi „kommúnista“, jafnvel verri, ábyrgðarlausairi og ofsa- fengnari en nokkur „kommún- istafIokkuir“ Ósjaldan hafa stjórnarblöðin hælzt um yfir því að Framsóknarflokkuri'jin væri raiwiar utangarðs í þjóðlífinu, óþarfuir með öllu • og landhreinsun að því að losna við hann. Ekki er ýkja- lanigt síðan stjórn'arflokkarnir héldu þannig á nefndakjöri á Alþingi að „kommúnistar“ fengu mann í nefndir á kostn- að Framsóknarflokksins.“ Móðir okkar, Rannveig Gunnarsdóttir lézt þriðjudáginn 9. þessa mánaðar. Eiginkona mín, Lilja Árnadóttir, Leifsgötu 6, lézt í St. Jósefsspítals 8, febrúar. Fyrir mína hönd, dætra og annarra vandamanna, Böðvar Pálsson. Hjartans þakkir færum við öilum þelm, sem auðsýndu okkur san> úð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Stefaníu Stefánsdóttur frá Ketilsstöðum, sérstakar þakkir færum við héraðslækninum Þorsteini Sigurðssyni, fyrir alla hans hjálp er hann yeittl hinni látnu. Börn, tengdabörn og barnabörn. Kristín Gissurardóttir, Gunnar Gissurarson. fe VIETNAM Ástandið í Suður-Vietnam er ekki upp á marga fiska fyrir Bandaríkjamenn þessa dagana. Framundan eru dimmir dagar og glæsilegir tímar eru held'ur ekki að baki. Síðan Bandaríkin tóku ð sér að verja S-Vietnam gegn skæruhernaði kommúnista, hefur vegurinn aðeins legið niður á við fyrir þá þar í landi, og kostað þá hundruð miliióna dollara. I júlí 19'54 var Vietnam skipt í tvo hluta eftir sjö ára stríð Frakka í Indókína. Norð- urhlutinn, sem var undir stjórn kommúnista, var kall- aður Democratic Republic of Vietnam, en suðurhlutinn var nefndur Republic of Vietnam. Um 15 milljónir manna búa í norðurhlutanum, en um 13 eða 14 milljónir í suðurhluta landsins. Vietnam er um 100 mílna langt, en 330 mílur á breidd, þar sem það er breið- ast, en aðeins um 40 mílur, þar sem það er mjóst. Að norð an liggur Kína, en að sunnan og austan liggur Tongkingfló- inn, og að vestan liggur Kam- bódía. Árið 1773 var gerð uppreisn í Vietnam, sem þá hét Annam. Uppreisninni var stjórnað af 15 ára gömlum pilti af hinni kunnu Nguyenætt, sem hét Nguyen Anh. Hann stjórnaði ríkinu til 1820 og var náinn vinur Frakka. Eftirmenn Nguy ens bundu endi á hina miklu vináttu við Frakkland. Árið 1883 hófust miklar ofsóknir á hendur kristnum mönnum í Vietnam, sem leiddu til þess, að Frakkar tóku stjórn lands- ins í sínar hendur. Það var svo ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina, að Vietnam fékk sjálfstæði að nafninu til, en í rauninni lauk yfirráðum Frakka ekki fyrr en 1956. Það var Pierre Mendés- France, sem varð forsætisráð- herra Frakklands 1954, sem ákvað að hætta átökum Frakka í Indókína, enda stefndi að beinum ósigri fyrir þá í þeirri baráttu. Vietnam var þá skipt í tvennt við Ben-Hoi ána, sem liggur á 17 breiddargráðu. Ho Chi Minh varð forseti N-Viet- nam og situr þar enn við völd en hann hafði stjórnað skæru- liðum kommúnista í mörg ár. N-Vietnamstjórnin hefur síð- an byggt upp landið að ein- hverju leyti, og notið til þess stuðnings frá Kína, Sovétríkj- unum, Póllandi, Tékkóslóvakíu og fleiri kommúnistaríkjum. Suður-Vietnam var stjórnað um sinn af Bao Dai, fyrrver- andi keisara Annamríkisins. Árið 1950 voru haldnar lýð- ræðislegar kosningar í landinu og Ngo Dinh Diem var kos- inn fbrsaiíi vráSherra S-Viet- nam. Þrem dögum seinna lýsti Ðiem þvi yfir, að hann myndi stjórna landinu sem forseti, samkvæmt stjórnarskránni. Diem forseti kallaði fulltrúa sína í franska þinginu heim árið 1956, en það markaði lok nýiendustjórnar Frakklands. * staðinn skiptust löndin a sendiherrum. f maí 1956 undirritulu full- trúar Bretlands og Sovétríkj- anna samninginn. (en þessi tvö lönd hö,fðu forseta ráð stefnunnar í þetta sinnl um að allsherjai kosningum um sameiningu Vietnam skyldi frestað um óákveðinn tíma. Meiri hluti landsmanna býr í þorpum og lifir á akuryrkju og landbúnaði. Trúarbrögð landsmanna eru afar marg- hreytileg, stór hluti er Búdda- trúar, um tvær milljónir eru kaþólskar og all stór hópur hefur nokkurs konar forfeðra- trú. Stærsta útfutningsvara landsmanna eru hrísgrjón, og fyrir stríð var Vietnam þriðji stærsti hrísgrjónaútflytjand- inn í heiminum. Friður er orð, sem varla þekkist lengur í Vietnam, enda hefur verið svo til stanzlaus ófriður þar í meir en tuttugu ár. Kommúnistar hættu að vísu skæruhernaði sínum í meir en ár í S-Vietnam á tímabilinu 1955—1957. Þá barðist stjórn- in við að útrýma öðrum smá- flokkum skæruliða og upp- reisnarmanna. Kommúnistar byrjuðu svo aftur 1957 baráttu sína fyrir að steypa stjórn, landsins og þar með tryggja völd Ho Chi Minhs. Á sex ár- um tóku uppreisnarmenn kommúnista um 13.000 þorps- leiðtoga af lífi til þess að skapa. öngþveiti og efla eigin að- stöðu. Síðan hefur stríðið vax- ið stig af stigi fram til þessa dags. Diem stjórnin í Saigon bað Bandaríkin um aðstoð um svipað leyti í baráttu sinni við skæruliða. Þá voru sendir fleiri hernaðarfulltrúar í ameríska sendiráðið í Saigon og „sér- fræðingar" til að þjálfa her- menn stjórnarinnar. f kring- um 1961 var lið Bandaríkja- manna orðíð um eitt þúsund manns, en skömmu seinna hafði Kennedy forseti aukið liðið um ellefu þúsund menn. Bandaríkjamenn könnuðust lengi vel ekki við, að hér væri um stríð að ræða, og litu á átökin sem skæruhernað komm únista, sem styrktir væru af Rauða Kína. Þeir hafa t.d. aldrei viljað kalla hermenn sína í S-Vietnam „hermenn" heldur eru þeir kallaðir „sér- fræðingar". Að vísu taka þeir ekki beinan þátt í átökunum, en eru jafnan með sem ráð- gjafar og þeir þjálfa herinn. Ngo Dinh Diem var steypt af stóli árið 1963 af herfor- ingjunum og var skömmu síð- ar myrtur ásamt bróður sín- um, sem stjórnaði leynilög- reglu landsins. Síðan hefur ríkt ógnaröld í landinu, og hver uppreisnin orðið á fætur annarri, og sífellt er verið að skipta um stjórnir. Bandaríkja menn eru jafnt og þétt að sökkva dýpra og dýpra í þessa endaleysu. Sagt er, að þeir hafi orðið stjórn landsins meir eða minna í höndum sér, hvort sem þeim líki það betur eða ver. Eitt er víst, að bandaríska þjóðin hefur alla tíð verið á móti þessum átökum, sérstak- lega þar sem Vietnambúar vita ekki hvað þeir vilja og vegna þess, að urtgir Banda- ríkjamenn láta lífið í „stríði". sem ekki má kalla „stríð.“ Óstjórn og öngþveiti er orð- inn hluti af hinu daglega lífi ! S-Vietnam. Hver hópurinn er upp á móti öðrum, og oft- ast án þnss að vita hvers vegna. Einn af fréttariturum New York Times sagði nýega við undirritaðan, að það væri grát- legt að sjá þessa hópa stríða hvorn við annan án þess að vita í rauninni hvers vegna þeir gætu ekki unnið saman á móti skæruliðum kommún- ista. Hann sagði m.a.. að há- Hér aS ofan er kort af Víetnam, þar sem kommúnistar og Banda- ríkjamenn hafa slcipzt á árásum undanfarna daga. skólanemar skiptust í marga flokka eða hópa, og sjaldnast gætu þeir unnið saman að lausn á einu eða öðru vanda- máli. Eins væri það með hina mörgu og mismunandi trúar- flokka og aðra þjóðfélagshópa. Einn erfiðasti hópurinn í S-Vietnam í dag eru munkar Búddatrúarmanna og það furðulegasta er, að aldrei hefur eiginlega komið í Ijós, hvað þeir vilja eða að hverju þeir stefna. Sumir segja, að þeir séu aðeins að auka veldi sitt og ítök í stjórn landsins. Hér er um lítinn hluta af munk- um að ræða, megnið af þeim vill heldur helga sig Búdda- trúnni. Búddatrúarmenn eiga í flestum tilfellum meira eða minni þátt í götubardögum eða endalausum uppreisnum, sem herja á Saigon. Ástandið í Vietnam í dag er erfitt fyrir Washington og um leið hættulegt fyrir heiminn. Bandaríkjamenn eru sokknir of djúpt í þetta stríð til að geta snúið við án þess að missa andlitið. Ef þeir hörfa nú í dag, þá má reikna með að smærri þjóðir segi, að ekki verði hægt að treysta á Banda- ríkin, ef á hjálp þarf að halda gagnvart heimsvaldastefnu komimúnista. Hans J. Morg- enthau, sem er kunnur banda- rískur stjórnmálafræðingur segir, að Bandaríkjanna bíði nú þrír möguleikar: f fyrsta lagi getur S-Vietnam sagt þeim að hypja sig — en það er ólík- legt, í öðru lagi má halda aðra Genfarráðstefnu og lýsa yfir algjöru „hlutleysi" í Suðaust- ur Asíu — sem þýðir, að veldi Rauða Kína væri viðurkennt í Suðvustur-Asíu, og í þriðja lagi gæti Washington samið við stjórnina í N-Vietnam um samsteypustjórn í S-Vietnam, sem myndi þýða það, að Ho Chi Minh stjórnin myndi ná völdúm þar. Það myndi gera Vietnam að nokkurs konar Júgóslavíu segir Morgenthau að lokum. Næstu dagar skera e.t.v úr um, hver endalokin verða í Vietnam eða hvort heimurinn má búast við öðru Kóreu- stríði. —jhm. ‘

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.