Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10 .febrúar 1965 Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkværadastjóri: Kristján Bcnediktsson. Kitstjórar: t'órarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- búsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti i. Af- greiðslusíml 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar sknístofur, simi 18300. Askriftargjald kr 90,00 á mán innanlands - í iausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Ólíkar stjórnarstefnur FíSastliSinn sunnudag birtist hér í blaðinu athyglis- línurit, tekið úr dönsku blaði. Þetta línurit sýndi e s vegar hækkun tímakaups hjá iðnverkamönnum i Danmörku á tímabilinu 1957—64, að báðum árum með- töldum. Hins vegar sýndi það hækkun vísitölu vöru og þjónustu í Danmörku á sama tíma. Samkvæmt línurit- inu hafði tímakaupið hækkað um 68% á þessum tíma, en vísitala vöru og þjónustu um 26%. Kaupmáttur tíma- kaupsins hafði því aukizt mikið á þessum tíma. Línu- ritið sýndi, að hann hafði aðallega aukizt eftir 1960. Tíminn hefur ekki fyrir hendi alveg hliðstæðar tölur, sem sýna þróunina í þessum efnum hér á landi. Það gef- ur þó allgóða hugmynd um þetta ,að síðan 1. marz 1959 er núv. vísitöluútreikningur tók gildi, hefur vísitala vöru og þjónustu hækkað um 89%, en tímakaup Dags- brúnarmanns í 1. fl. hefur hækkað á sama tíma um 63,4% Hækkun á tímakaupi annarra stétta mun hafa orðið nokkuð svippð. Þessar tölur sýna ótvírætt, að á sama tíma og kaup- máttur tímakaupsins hefur aukizt mikið í Danmörku, hefur hann minnkað verulega hér á landi. Þessi ólíka þróun gæti verið skiljanleg, ef fsland hefði búið við óhagstætt verzlunarárferði, eins og á árun- um eftir 1950. Þegar verðlag er óhagstætt á útflutnings- vörum, síldarafli bregzt og þjóðartekjur aukast lítið, er vitanlega erfiðara en ella að auka raunverulegan kaup- mátt daglauna. Engu þessu hefur verið til að dreifa hjá íslendingum seinustu árin, Þvert á móti hefur verið hér metafli og metverð á útflutningsvörum ,og þjóðartekjur vaxið meira en nokkru sinni fyrr. Hvað er það þá, sem veldur hinni ólíku þróun launa- málanna í Danmörku og á íslandi seinustu árin? Orsökin er fyrst og fremst gerólíkar stjórnarstefnur. í Danmörku hefur verið stefnt að því, að kaupgjaldið hækkaði alltaf heldur meira en verðlagið, og þannig ykist kaupgeta almennings. Hér á landi hefur verið stefnt að því, að verðlag hækkaði alltaf meira en kaup- gjaldið. Stjórnin og ráðunautar hennar hafa trúað því, að allur ófarnaður í efnahagsmálum stafaði frá of mik- illi kaupgetu, og því yrði umfram allt að skerða hana. Því hefur gengisfelling fylgt gengisfellingu ,og skattar verið hækkaðir á skatta ofan. Afleiðingin hefur orðið, að verðlagið hefur hækkað verulega meira en kaupgjald. Af stjórnarstefnunni í Danmörku hefur leitt, að þar hefur haldizt góður vinnufriður. Hér hefur verið mikið af verkföllum á sama tíma. Dýrtíðarstefna ríkisstjórn- arinnar hefur neytt launþega til að grípa til verkfalls- vopnsins. í Danmörku hafa launþegar ekki þurft þess Samanburður á stjórnarfarinu í Danmörku og á íslandi sýnir vel, að það er dýrt að búa við rangláta og skamm- sýna stjórnarstefnu. Nýr dýrtíðarskattur Þegar verkalýðssamtökin sömdu við atvinnurekendur og ríkisstjórnina í júní síðastl. um sérstakan launaskatt, sem rynni í byggingasjóð húsnæðismálastofnunarinnar, var yfirleitt álitið, að þessi skattur yrði greiddur af at- vinnurekendum og yrði ekki látinn koma inn í verðlagið. Nú hefur hins vegar verið upplýst, að ríkisstjórnin ætli að framkvæma hann þannig, að hann komi að verulegu leyti inn í verðlagið. Ríkisstjórnin fylgir þannig fast þeirri stefnu að auka dýrtíðina og skerða kaupgetuna. TÍMINN ERLENT YFIRLÍT Leiða árásirnar til samninga? JafntBandaríkinogSovétríkineruandvíg yfírráðum Kínverja í Vietnam DAGINN áður en Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, hóf för sína til Hanoi, höfuðborgar Norður-Vietnam, ritaði James Reston grein í „New York Times“ um ástand og horfur í Vietnam. Reston á- leit, eins og vafalaust er rétt, að för Kosygins til Norður-Vi- etnam væri farin til að hamla gegn vaxandi áhrifum Kínverja þar. Rússar vildu reyna að koma í veg fyrir, að kommún- istaflokkurinn í Norður-Viet- nam snerist alveg á sveif með Kínverjum. Reston áleit ótrú- legt, að Rússum tækist þetta, nema þeir féllust á að veita Norður-Vietnam meiri hernað- arlega aðstoð. Afleiðingin af þessu, gæti vel orðið sú, að styrjöldin í Vietnam færðist í aukana næstu vikurnar og fyrir sagnir blaðanna stækkuðu í sambandi við fréttirnar þaðan. Menn skyldu samt ekki fyllast of miklum geig, því að ef til vill væri þetta eina leiðin til að skapa grundvöll fyrir sam- komulag síðar. Sá grundvöllur væri fólgmn í því, að báðir að- ilar sannfærðust um, að ekki yrði unninn hernaðarlegur sig- ur í Vietnam, og því væru samningar viturlegasta úr- ræðið. Það er þegar komið fram, að það var rétt til getið hjá Rest- on, að för Kosygin til Norður- Vietnam myndi leiða til auk- inna hernaðarlega atburða. Sennilega er það heldur ekki rangt til getið, að báðir aðilar •munu reyna á næstunni að skapa sér bætta hernaðarlega aðstöðu, — sennilega þó ekki í von um endanlegan hernað- arlegan sigur —, heldur til þess að skapa sér betri samnings- stöðu, þegar þar að kemur. KOSYGIN var ekki fyrr kom- inn til Hanoi en að skæruliðar í Suður-Vietnam gerðu stór- felldustu árásina á ameríska herstöð, er þeir hafa gert til þess dags. Átta bandarískir her menn féllu, á annað hundrað særðust og margar flugvélar voru eyðilagðar. Pyrir Banda- ríkjastjórn var ekki um annað ið ræða en að endurgjalda þetta með loftárásum á þær stöðvar í Norður-Vietnam, þar sem vitað er, að skæruliðarnir, sem eru sendir til Suður-Viet- nam, eru þjálfaðir. Annað hefði verið veikleikamerki, sem hefði mjög spillt aðstöðu Bandaríkjanna. Mikið er um það rætt, hvers Vegna þessi árás skyldi gerð í sambandi við komu Kosygins til Hanoi. Ef til vill hefur stjórnin í Hanoi trúað því, að Bandaríkjamenn myndu síður endurgjalda árásina á meðan Kosygin var í Hanoi. Þetta er þó frekar ólíklegt, þar sem stjórnendurnir þar hafa oft sýnt, að þeir eru engir aular. Þeim hlaut að vera ljóst, að pólitísk staða Bandaríkjanna er þannig, að þau áttu ekki til annan leik en að svara í sömu mynt: Langsennilegast er, að stjórnin í Hanoi hafi viljað kalla fram gagnárásir Banda- ríkjamanna til þess að knýja Rússa til þess að veita henni sem mesta aðstoð. Eftir þessa atburði, er pólitísk staða Rússa orðin sú, að þeir geta ekki ann- að en veitt N.Vietnam meiri hjálp. Annað yrði talin undan- látssemi við Bandaríkin og yrði vatn á myllu Kínverja. FLJÓTT á litið, munu vafa- lítið flestir álykta svo, að stjórnin í Hanoi sé með þessu að tryggja sér stuðning Rússa í átökunum við Bandaríkin. Margt bendir þó til, að þetta sé ekki svo einfalt. Stjórnin í Hanoi hefur oft sýnt, að hún reynir að komast hjá því að verða of háð Kínverjum. Helzta ráð hennar til að kom- ast hjá því, er að fá hæfilega mikinn stuðning frá Rússum. Tilgangur hennar með því að fá aukna aðstoð frá Rússum, er sennilega sá að styrkja hana bæði gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Þótt það sé fljótt á litið, ó- hagstætt fyrir Bandaríkin, að Rússar veiti Norður-Vietnam aukna aðstoð, getur það vel reynzt þeim til ávinnings, þeg- ar til lengdar lætur. Það, gerir stjórnina í Hanoi óháðari Kín- verjum. Það eru lika raunveru- lega sameiginlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Sovétrikj- anna, að hægt sé að semja í Vietaam á þeim grundvelli, að sú stjórn, sem kemur til með að ráða þar, sé ekki hrein lepp- stjórn Kínverja. Þeir, sem nú fara með völdin í Norður-Viet- nam, virðast einnig vera á því máli. Þess vegna hafa þeir reynt að halda sæmilegum tengslum við Sovétríkin og sýnt þess mörg merki, að þeir stefna að því, að Vietnam verði sjálfstætt ríki, en ekki leppríki. Þeir hafa mjög reynt að nota sér deilur Kínverja og Rússa til að treysta sjálfstæða að- stöðu sína. MARGT bendir til, að sá spádómur Restons sé réttur, að hernaðarátök munu harðna í Vietnam næstu vikurnar. En jafnframt má búast við vax- andi, flóknum samningaumleit- unum að tjaldabaki til undir- búnings formlegum samninga- viðræðum um frið í Víetnam I þessum samningaumleitun- um fara hagsmunir Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna miklu meira saman en hagsmunir Sovétríkjanna og Kína, þótt annað komi fram opinberilega. Kínverjar munu vafalítið gera sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn og Rússar geti náð saman, án þess þó að hliðra nokkuð til fyrir Rússum, Kínverjar telja sér áreiðanlega til hags, að þófið í Vietnam haldist áfram, en ekki dragi til úrslita í ná- inni framtíð, Þeir gera sér vart von um að sigra Bandaríkja- menn, heldur að þreyta þá smátt og smátt, unz þeir gefist upp. Þetta þóf muni líka hægt og hægt gera stjórnina í Norð- ur-Vietnam þeim háðari. Banda ríkjunum og Sovétríkjunum er það hins vegar hagstæðast, að sem fyrst dragi til úrslita í Vietnam og þar rísi upp sæmi- lega traust ríki, óháð Kína. Það er hins vegar enginn leikur að koma þessu fram, og ekki þarf að efa, að Kínverjar munu nota taflstöðu sína af miklum klókindum. Þ.Þ. Brésneff að kveðja Kosygin á Moskvuflugvellinum, þegar Kosygin er að hefja ferðina til Hanoi. Á milli þeirra stendur Polyansky.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.