Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.02.1965, Blaðsíða 8
MIÐVnCUDAGUR 10. febrúar 1965 TÍMINN Family Sketchbook a Hundred Years Ago. Höfundur: E. Ell- en Buxton. Útgefandi: Geoffr- ey Bles, London 1964. Verð: 21s. E. Ellen Buxton átti heima í Norfolk og Essex um miðja 19. öld, hún elst þar upp og teiknar fjölda mynda af fjöl- skyldu sinni. Þessar myndir gefa ágæta hugmynd um líf- ernishætti millistéttarfólks um þær mundir. Myndimar eru flokkaðar og skýrðar af dótt- ur dóttur hennar Ellen R. C. Creighton. Hér eru myndir af leik bama inni og úti, aðrar sýna fjölskylduna að kvöldlagi við arininn lesandi og prjónandi. Hér má sjá skemmtilegar ferða minningar í myndum, veiði- ferðir og heimsóknir til ætt- ingja og venzlafólks. Flestum atburðum innan fjölskyldunn ar er lýst I myndum, og þess- ar myndir eru skemmtilega bamalegar og sannar í ein- feldni sinni og nákvæmni. Skýringarnar eru skemmtileg- ar og fylla og lífga myndirn- ar. Þetta er góð fjölskyldu- saga og falleg bók. The Habitablc Earth. Höfund- ur: Ronald Fraser. Útgefandi: Hodder and Stoughton, Lond- on 1964. Verð: 30s. Dr. Ronald Fraser er jarð- eðlisfræðingur og hefur lagt stund á þau fræði undanfarin þrjátíu ár. Hann er í fremstu röð vísindamanna um þessi efni. Fyrir fimm þúsund milljón- um ára hófst móturiarsaga jarð arinnar. Sú mynd, sem vísinda menn 19. aldar drógu upp af þróunar og myndunarsögu jarðar er nú ekki tekin gild af frumsýnum jarðeðlisfræð- ingum. Þar kemur til ný þekk- ing á iðrum jai-ðar og jarð- skjálftarannsóknum „steismo- logíunni." Hér koma fram kenningar, sem hljóta að hljóma mörgum heldur en ekki annkanalega. Höfundur skiptir bókinni í fjóra kafla. Fyrst lýsir hann iðrum jarð- ar, síðan kemur kafli um þá röð eldstöðva, sem hringast um jörðina, bæði ofan og neð- an sjávar. Einn kaflinn fjall- ar um mótun meginlandanna og sá síðasti um líkindin á því að líf hafi kviknað á jörðinni við allt annað hitastig og aðra efnasamsetningu loftsins, en nú ríkir. Þetta er nýstárleg bók og forvitnileg fyrir alla þá, sem áhuga hafa fyrir náttúrufræð- um. Gnægð skýringarmynda fylgir og ljósmynda. Das Narrenschiff. Höfundur: Sebastian Brant. Útgefandi: Philipp Reclam jun. Stuttgart, 1964. Verð: DM 10.80 Höfundur þessarar bókar var fæddur 1457 í Strassburg í Elsass, dó 10. 5. 1521. Hann var sonur gestgjafa. Las við háskólann í Basel og var síð- ar prófessor í lögum við sama skóla. Maximilian I. aðlaði hann. Hann var stuðningsmað ur Karls V. og andstæður lúth- erskri kenningu. Hann þýddi og samdi ýmis rit.og það merk asta er þessi bók. Hún er tal- in til klassískra verka þýzkra bókmennta. 1509 er búið að gefa út 5 útgáfur af bókinni •í Basel. Fyrsta útgáfa 1494. Þessi útgáfa er þýðing H. A. Junghans (1877) af þeirri frumháþýzku, sem bókin er rituð á. Þetta rit hefur verið mjög vinsælt og er það enn. Höfundurinn flokkar alla galla og ávirðingar manna til heims- kunnar og fíflskunnar. Kveðandin er einkar þægi- leg og myndirnar, sem Al- brecht Diirer gerði, falla sér- lega vel að efninu. Þetta er skemmtilegt rit, þetta „Narra- skip” eða „Fíflaskipið”. Það var mikið gert af því að setja saman bækur gegn heimsk- unni og lyginni hér áður, fræg ustu rit þess efnis er þessi bók og rit Lof lyginnar eftir Erasmus, sem er umskrifuð á íslenzku af Þorleifi Halldórs- syni skólameistara á Hólum. Sú bók var prentuð í safn- inu Islandica, sem Fiske safn- ið gefur út. Reclam forlagið er ein fyrsta vasabókarútgáfan, og hefur gefið út mikinn fjölda bóka í mjög ódýrum útgáfum. Sú útgáfa er nú ódýrasta vasabókaútgáfa, sem finnst. Venjuleg stærð kostar frá 80 til 1.50 DM sem yrði ca. 8—10 krónur ísl. Land of Tomorrow: An Ama- zon Journey. Höfundur:Yves Manciet. Þýðandi: Peter og Beryl Atkins. Útgefandi: Oli- ver and Boyd 1964. Verð:25s. Höfundur þessarar bókar, sem er Frakki, þráði frá barn- æsku að rannsaka Amazon svæðið. Og loks fékk hann tækifærið og greip það fegins hendi. Hann lét engar sögur um fjandsamlega Indíána né hættuleg villidýr aftra sér frá þessari ferð, sem varð honum bæði ævintýraleg og oft hættu- leg. Hann lýsir þeim stöðum, þar sem hann kom, Belémborg, sem stendur við mynni fljóts- ins, Marajó, sem er eyja í fljótsmynninu á stærð við Svissland, Manaus, sem er höf- uðborgin í fylkinu, þar sem ægir saman hreysum og höll- um. Og svo frumskógurinn, sem þekur mikinn hluta þess- ara landsvæða. Hann heimsæk- ir fjarlæg þorp, sem liggja á jaðri siðmenningarinnar og bú staði Indíána, sem fækkar óð- um sökum farsótta og alkóhol- isma. Á þessu svæði búa nú um þrjár milljónir, en höfundur álítur að þar geti búið átta hundruð milljónir, þegar auð- lindirnar verða fullnýttar. Bókin er liðlega skrifuð og prýdd mörgum myndum. Sprichwörter der Völker. Her- ausgeben von Karl Rauch. Út- gefandi: Eugen Diederichs Ver lag 1963. Verð: DM 14.80 Málshættir og orðskviðir eru vinsælt efni. Sumir segja að sál þjóðanna kristallist í málsháttum þeirra. Þetta er handhægt safn málshátta, 320 blaðsíður, með ágætu registri og uppsláttarorðum, svo það er auðvelt að leita, vilji mað- ur finna málshátt um ákveð- ið efni eða eigindi. Alls tel- ur bókin um 4000 málshætti alls staðar að úr heiminum. Efninu er raðað eftir löndum. Vizka sú, sem fólgin er í máls- háttum er keimlík hjá öllum þjóðum, en þó með vissum tilbrigðum, sem helgast af mál fari og þeim mismun sem skil- ur þjóðir að öðru leyti. Reynsla manneskjunnar, sem birtist í þessum knöppu orðs- kviðum, þrá hennar og ótti er alþjóðleg. Oft eru slíkir máls- hættir lykillin að þjóðtrú og jafnvel atvinnuháttum hverrar þjóðar. Þetta er skemmtiegt safn og fjölskrúðugt. Oliver Twist — The Öld Curio- sity Shop — Great Expecta- tions — Bamaby Rudge. Höf- undur: Charles Dickens. Út- gefandi: Panther Books 1964. Verð hverrar bókar: 5s. Þetta er ódýr Dickens út- gáfa, og þrátt fyrir það er hún hin snotrasta. Það eykur gildi útgáfunnar að Margaret L,ane ritar formála fyrir hverri sögu. Dickens er ennþá einn vinsælasti skáldsagnahöfundur, sem skrifað hefur á enska tungu. Hann er lesinn af ung- um sem öldnum um allan heim. Það sem gerir hann svo hugnæman er mannást hans og hlýða til allra manna, jafn- vel fantarnir eru að minnsta kosti kátlegir. Dickens fæddist 1812 í Ports mouth. Fyrstu sögur hans birt- ust þegar hann var 22ja ára og síðan kom skriðan. Hann varð frægur höfundur við birt- ingu Blaða Pikwiks, sem er ein með kátlegustu sögum heimsbókmenntanna. Um þrí- tugt var hann orðinn einn vin- sælasti höfundur Englendinga. Þótt hann væri sískrifandi skáldsögur vann hann einnig sem blaðamaður og barðist sem slíkur gegn allskonar óréttlæti. Á efri árum stund- aði hann nokkuð upplestra úr bókum milli þess sem hann skrifaði, hann unni sér aldrei hvíldar og heimilislíf hans varð honum ekki sú vin, sem hann kaus. Hann andaðist 1870. Banamein hans var heila blóðfall. Það hefur allt of lítið af sögum Dickens verið þýtt á íslenzku, og er það undarlggt, því að bækur hans myndu selj- ast hér eins og annarsstaðar. Portisch og Geller sigurvegarar á skák- mátinu í Beverwijk Nýársmótið í Beverwijk er nú il lykta leitt og urðu úrslit sem hér segir: 1-2. Evfim Geller og Lajos Portisch báðir 10% v 3. Bobotsov 10 v. I. -5. Donner og Ikov báðir 8% v. 6. Lehimann 8 v. 7.-10. Bagirov, Langeweg Johannesen, Padhman, allir 7%; v. II. -14. Matanovic, Smedervac, Scheltinga, Lengyel, allir 7 v. 15. Medina 5y2 v. 16. Van den Berg 3% v. Sigur þeirra Gellers og Portisch :r fyllilega verðskuldaður, en raun r má segja, að hinn nýbakaði lúlgarski stórmeistari, Bobotsov, afi átt skilið að verða þeim jafn, iví að hann tefldi af fádæma ör- /ggi og var sá eini í mótinu, sem k)ki tapaði skák. Sennilega er jetta einhver bezta frammistaða ans til þessa. — Þeir Ivkov og >onner geta eftir atvikum verið inægðir með árangur sinn, sér í lagi Donner, sem tefldi ákaflega ójafnt og slapp á ævintýralegan hátt við margan skellinn. — Vest urjþýzki skákmeistarinn Lehmann hefði þurft að fá einn vinning í viðbót til að ná stórmeistara- árangri, en hann tefldi fulldjarft í síðustu umferð og tapaði. Um aðra keppendur er þetta að segja: Stórmeistaramir Pach- man, Matanovic og Lengyel, og rússneski skákmeistarinn Bagirov, eru neðar á töflunni en þeir sam kvæmt styrkleika sínum ættu að vera. Á það er hins vegar að líta, að mót þetta var afar sterikt og undir slíkum kringumstæðum verða ávallt einhverjir hinna „sterku“ að láta sér nægja lágt sæti. — Langeweg, Johannesen, Soheltinga og Smedervac geta allir verið ánægðir með sína frammistöðu, sérstaklegá þó ný- liðinn Smederevac, sem náði þarna léttilega alþj. meistara- árangri. Annar slíkur árangur ætti skv. núgildandi lögum FIDE að tryggja honum titilinn, en ekki er ósennilegt, að þessar reglur verði bráðlega hertar, því að mörg um finnst sm titilveitingarnar hafi gengið full langt á undanförn um árum. Hér verða nú birtar tvær af vinningsskákum sigurvegaranna: Hvítt: Matanovic. Svart: Portisch. Sikileyjarvöm. 1. e4,c5 2. Rf3,e6 3. d4,cxd4 4. Rxd4,Rc6 5. Rc3,d6 6. Be2,Be7 7. 0-0.RÍ6 8. Be3,0-0 9. f4,Bd7 10. Khl,a6 11. Rf3 (Portisch lastar þennan leik og telur hann ekki vera í samræmi við uppbyggingu hvíts. Betra hefði verið 11. Del strax ásamt 12. Hdl) 11. —,Dc7 (Svartur hefur nú góða stöðu.) 12. Del,d5 13. e5 (Eftir 13. exd5, exd5 mundi svartur hafa mun meiri not af e-línunni en hvítur). 13. —,Rg4 14. Bgl,f6 15. Rd4 (Ef 15. Dh4 þá, Rh6 16. exf6,Hxf6 og svartur stendur vel.) 15. —,Rh6 16. exf6,Bxf6 17. Dd2? iÞessi leik ur leiðir til óyfirstíganlegra erfið leika fyrir hvít. Nauðsynlegt var 17. Rxc6,Dxc6 með eitthvað lakari FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKÁK stöðu fyrir hvit. 17. —,Bxd4 18. Bxd4,Rxd4 .19. Dxd4,Rf5 20. Dd2, d4 21. Rdl (Svarti riddarinn má ekki komast til e3.) 21. —,Bc6 22. Bf3 (Eðlileg viðbrögð, en vart þau beztu. Meiri vörn var senni- lega fólgin í 22. Kgl ásamt 23. Hf2) 22. —,e5 (Miðborðspeðin svörtu fara nú að verða ógnandi.) 23. Bxc6,Dxc6 24. c3,Had8 25. Del, exf4 26. Hxf4,Hae8 (Svartur er nú allsráðandi á borðinu.) 27. Dd2, Rh4 28. Hxf8r,Hxf8 29. Kgl,He8 30. Dg5 (Svartur hótaði —,Helf.) 30. —,Rxg2 31. Rf2 (Portisch telur að hvíti hefði orðið lengra lífs auðið með því að leika hér 31. c4, sem gerir möguleg drottning- arkaup, 32. Dd5|. Portisch hugð ist þá leika 21. —,h6.) 31. —,Rel 32. Dg3,h6 33. cxd4,He3 34. Dg4, Rf3f 35. Khl,Relf 36. Kgl,h5 37. d5,Dxd5 38. Hadl,Rf3f 39. Kg2 (Eða 39. Khl,hxg4 40. Hxd5,Helf og mát í næsta leik.) 39. —,Rd4f Hvítur gafst upp. Hvítt: Geller. Svart: Pacman. Drottningarbragð. 1. d4,d5 2. c4,e6 3. Rc3,Be7 4. cxd5,exd5 5 Bf4,c6 6. e3,Bf5 7. g4. (Þessum leik beitti Botvinnik fjórum sinum í einvígi sínu við Petrosjan.) 7. —, Be6 8. h3,Rf6 9. Rf3,h5 (Þessi leikur er nýr í stöð unni, en varla endurbót á tafl- mennsku Petrosjan, eins og fram- haldið ber með sér.) 10. g5,Re4 11. Db3,Db6 12. Dc2 (Þessi leikur var ekki mögulegur strax í 11. leik, vegna þess að hvítur hafði þá ekki nægilegt vald á g5-peðinu.) 12. —, Ra6 13. a3,Da5 14. Hcl,Rxc3 15. Dxc3 (Með 15. bxc3 gat hvitur fórnað a-peðinu og leitað í stað- inn sóknar á kóngsvængnum, en hann kýs heldur að nýta betri möguleika sína i endatafii). 15. — Dxc3f 16. Hxc3,Rb8 17. Bd3,Rd7 118. g6 (Svartur hefði átt að úti- jloka þennan möguleika með því | að leika í 17. lei'k —,g6 ) 18. —, i fxg6 (Svarta staðan væri ekki álit- | leg eftir 18. —,f6 19. Rh4.) 19. i Bxg6f,Bf7 20. Bxf7f,Kxf7 21. Hb3 j (Hvítur hefst handa um að fram- í kalla veikingu á svörtu stöðunni.) 21. —,b6 22. Ke2,Bf6 23. Hhgl,H he8 24. Hd3,c5 (Svartur leitar mót- vægis á drottningarvængnum, en þessar aðgerðir eru einungis hvíti i hag. Skynsamlegra hefði verið að bíða átekta og sjá hvað setur.) 25. dxc5,Rxc5 26. Hxd5,Bxb2 27. Hxh5 Bxa3 (Taflið hefur opnazt og línurnar skýrzt. Hvítur stendur bet ur að vígi vegna hinnar virku stöðu manna hans.) 28. Be5, Re6 29. Rg5f, Rxg5, 30. Hxg5,g6 (Svart ur virðist hafa tryggt stöðu sína á kóngsvængnum og peð hans á drottningarvœngnum eru ógnandi. En Geller hefur metið stöðuna rétt, eins og framhaldið ber með sér.) 31. h4 (Sett til höfuðs svarta kónginum.) 31. —,Heg8 32. Bd4! (Hindrar hreyfifrelsi svörtu frels ingjanna.) 32. —,Be7 33. H5g4,H ad8 34 Hf4f,Ke6 35. He4f,Kf7 36. Hg3 (Það fer nú að gerast æði næðingssamt um svarta kónginn.) 36. —,Hd5 37. Be5! Hd7 38. h5, Bd6 (Nú er staðan orðin von- laus.) 39. Hf3f,Ke6 40. Bb2f,Kd5 41. Hd4f,Ke6 42. Hf6f Svartur gafst upp. Eftir uppskiptin vinn- ur hvítur með h5-h6 o s frv. Vel tefld skan aí hálfu Gellers.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.