Alþýðublaðið - 30.10.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1955, Blaðsíða 3
3 Sunnudíag’ur 30. okt. 1955 AEþýSublaSið s \ s s s s s s 5 s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s sbesf-semenl Þórscafé. ^1% Þórscalé. í Þórscafé í kvöld Símí 6497. • ■H&BB CailffB EIllCIIR B'B •)■'!! nrm ■!■!»» BBBBC Ingólfscafé. Inigélfscafé. í Ingólfscafé í kvöld kjukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826. Ódýrt Sterkt Öruggt gegn eldi Veggplötur Þilplötur Báruplötur á þök Þakhellur Þrýstivatnspípur Frárennslispípur og Tengistykki P R A G . U m b o ð : Klapparstíg 20 — Sími 7373 S' s s s s s s s s s s s s s s! i' S í s s s s s s s s s s s s s s s 0 o r amiucti iutiiii i'ítimrmiriif > lillliH A N N E S A H O R N I N U iillilllillllllliilifflillllll Spádómur verkamannsins — Amiað hvort stór- frægur eða snarvitlaus — Brot sett saman — Fjallshlíðin og tindurinn ÉG MINNIST ummæía verka manns. Ég rakst inn í kotið hans, ungur maour, fyrir mörgum ára íugum. Hann lá í rúmi sínu, of- an á brekáninu með iitla hók í annarri hendi og rauðan tóbaks kiút í hinni. Ilann var með leð- urskó á fótum og hey stóð upp með vörpunum. Þegar ég kom inn úr dyrunum spratt hann fram úr eins og hans var vandi, slteilti aftur bókinni, snýtti sér hressilega, hafði víst ekki gefið scr tíma til þess um síund fyrir lestrinum — og hrópaði, en það gerði hann alltaf þegar homun var mikið niðri fyrir: „ÞESSI HALLDÓR GUÐ- JÓNSSON, annaðhvort verður hann stórkostlegur rithöfundur, eða hann er snarvitlaus." Hann hafði verið að Ijúka við fyrstu bók Halld.órs Kiljans Laxness, ,,Barn náttúrunnar“. Og alltaf síðan, þegar ég hef lesið bók eft- ir Kiljan, hef ég haft þessi um- mæli verkamannsins á Eyrar- bakka í huganum. — Gáfaðir al þýðumenn, óspilltir af annarleg- um lestri og áróðri sjá stundum lengra en þeir, sem mikið lesa og margt heyra. ÞEGAR ÉG KOM í fyrsta sinn í afgreiðslu Alþýðublaðsins, vatt sér allt í einu inn ungur maður, ljóshærður og síðhærður og hönum var ákaflega mikið niðri fyrir. Hann stóð í ritdeiiu við Þórð á Kleppi, og ég man eftir því, að liann notaði nýtt orð, sem ég skildi ekki þá: ,,Borðlappafræði“. Þetrta var Halldór Guðjónsson frá Laxnesi. Síðar kynntist ég honum í „Rauð hausafélaginu“. Ég man hvað mér þótti maðurinn skringileg- ur þegar hann settist ekki í stól eins og við hinir, heldur lagðist tvöfaldur í blikkbala einn stór- an, sem stóð á gólfi frú Kristín- ar, konu Hallbjarnar Halldórs- sonar. Þar lá hann og bruddi sðenskt ,,knækkebröd“. — Nú snæðir hann sannarlega dýrara brauð frá sænskum. HANN VAR ALLTAF á flögri, maður vissi aldrei hvar hann var. ,,Er Halldór í bænum núna?“ „Nei, hann er norður í landi.“ — „Hann er á Ítalíu.“ Það var skelfilegt brask á hon- um þegar hann var að koma út ,;Vefaranum“, en það gekk. Annars virtist hann aldrei hafa neinar áhyggjur, það var eins og allt væri gamanleikur, enda sagði hann ótrúlega oft: „Æ, segðu nú einhvern brandara.“ Maður var sjálfur svo alvöru- gefinn, að manni fannst að hann væri galgopi, allt of mikill gal- gopi. Hann gat jafnvel hlegið þegar Þórtaergur var alvarlegur, svo að Þórbergi gramdist. SVO FOE HANN til Ameríku og kynntist Upton Sinclair og breyttist mjög í skoðunum. Hann kvaðst alltaf hafa verið í brotum, en nú ætlaði hann að fara að reyna að setja brotin saman. Hann hefur alltaf verið að því, en ég er sannfærður um að hann lýkur aldrei við það til fulls, að minnsta kosti er það víst, að þegar honum sjálfum finnst, að hann sé búinn að því, þá hættir hann að skrifa. HANN VAR OFT skelfilega blankur, ekki síður en hinir, en það var þó eins og hann gæti allt þrótt fyrir það. „Hvernig í fjandanum getur Halldór farið þetta?“ spurðum við hvern ann- an. Hann réði allt af yfir sjálf- um sér. Hann datt aldrei hvorki í það né annað. Hann rigsaði sína leið og hafði alltaf hraðan á. Metnaður hans var mikill. Hann heíur alla tíð verið þrek- maður. HANN HEFUR í ÁRATUGI verið að klöngrast í fjallshlíð- inni, aldrei gefizt upp, varla áð. Og nú er hann kominn upp á hæsta tindinn. — Við, sem stöndum fyrir neðan fjallið, klöppum honum lof í lófa. En það er stormasamt við tindana. Þar er hætta á kali. Hannes á horninu. . jur. naip i Guðmundsson l • H • Málflutningur og lög-; • fræðileg aðstcð. Áustur-! I stræti 5 (5. bæð). — Sími; ; 7268. • Dansað eftir músik, sem þið veljið sjálf. ÚKEYPIS AÐGANGUR. Þýzkunámskeið félagsins Germania hefst i na*stu viku. — 'Námskeið þeíta er fyrír byrjendur og aðra, sem stutt eru komnir í þyzku. Nánari upp- lýsíngar í síma 1189 ld. 6—7 síðdegis. BÖRN 10, 11 OG 12 ÁRA komi til viðtals í skól- anum þriðjudaginn 1. nóvember klukkan 10 árd. BÖRN 7, 8 OG 9. ÁRA komi klukkan 1 e. h. SKÓLASETNING fer fram í Hafnarfjarð- arkirkju sama dag KL. 5 SJ>. SKÓLASTJÓEI. Eldri deildir barnaskólans komi í skólann ÞRIÐ.JU- DAGLNN 1. NÖV.EMBER — 12 ára deildir klukkan 9 11 ára deildir klukkan 10 10 óra deildir klukkan 11 7, 8 og 9 ára deildir komi á miðvikudaginn klukkan 11. SKÓLASTJÓRI. vantar unglinga til blaðburðar í þessum hverfum: SMÁÍEÚÐAHVERFI FREYJUGÖTU SKJÓLUNUM vio aigreios ii 4900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.