Alþýðublaðið - 30.10.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.10.1955, Blaðsíða 6
A 1 þ ýóu bIad ið •{sunnudagur 30. okt. lööa •f»—«—>i—«—«—«—■->■—«—«—■•{• I Svartskeggur j sjóræningi I I (Blackbeard, the Pirate) j Bandarísk sjóræningjamynd I í litum. j Robert Newton i Linda Darnell William Bendix Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuó börnum yngri en 16 ára. Sala hefst kl. 1. AUSTUR- BÆJAR Bfð Næturakstur til Frankfurt (Nachts auf den Strassen) Sérstaklega spennandi og mjög vel Ieikin, ný þýzk kvik s mynd. | Aðalhlutverk: Hans Alberts, Hildegard Knef, Marius Göring. Sýnd kl. 7 og 9. »í-aa--------------uw KONUNGUR FRUM- SKÓGANNA Geysispennandi og viðburða-. rík, ný, amerísk frumskóga- mynd. Aðalhlutverk: Glyde Beatty. Bönnuð börnum innan 10 ára. Sýnd kl. 3 og 5. NÝJA BBÓ í litt Kvenrsagoííið („Dreamboat") I Ný amerísk gamanmynd. j Aðalhlutverk: j x Clifton Webb. f a x 1 Anne Francis. I Jeffrey Hunter. I Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. aifi VOII Námuræn* ingjarnir (Duel at Silver Greek) Hörkuspennandi og vioburða rík ný amerísk litmynd. Audie Murrhy , Faith Domergue Stephen McNalIy ; Bönnuð börnum innan 16 ára. sýnd kl. 5, 7 og 9. PRINSINN AF BAGDAD Æfintýramynd í litum. I Bönnuð innan 12 ára. i Sýnd klukkan 3. 4> Þetta er drengurinn minn 1 Sprenghlægileg mynd rneð I frægustu skopleikurum 1 Bandaríkjanna. J Dean Martin l Jerry Lewis Sýnd kl. 3. 1 sk-ítölsk gam j anmynd, er hlaut f jögur verð j laun á kvikmyndahátíðinni í j Feneyjum 1950. Aðalhlut- j verk leikur ítalski gaman- j leikarinn: Aldo Fabrizzi. Myndin var sýnd viku eftir viku í Damarbíói í Kaup- mannahöfn. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. vv ÞJÓÐLEEKHtíSID GÓÐI DÁTINN SVÆKS sýning í kvöld kl. 20. ^ S s s s s daginn S annars ^ S s s Aðgöngumiðasalan onin fráS kl. 13.15—20.00. Tekið áS móti pöntunum. Sími: 82345, S tvær línur. ) S Næsta sýning miðviku- dag kl. 20. Pantanir sækist fyrir sýningardag, seldar öðrum. míKFÉIAG: RETKJAVÍKUR1 og s s s s Gamanleikur í 3 þáttum S Kjarnorka kvenhylSI eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. í kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasala í Dftir kl. 14. Sími 3191. Iðnó TRIPOLIBfÓ j 8fml 1181 í i Eigínkona eina nóft Bráðskemmtileg og framúr skarandi vel leikin, ný, ít- ölsk gamanmynd. í Aðalhlutverk: Cino Cervi, er lék kommúnistann í „Don Camillo.“ Gino Lollobrigida, sem talin er fegursta Ieik kona, sem nú er uppi. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. j Bom í flughernum i (Flyg-Bom) j Sprenghlægileg sænsk gamj anmynd. Aðalhlutverkið leikur hinnj óviðjafnanlegi Nils Poppe I Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. j Parísarfrétta ritarinn Ný amerísk mynd um haútu j jleg störf fréttaritara austan I járntjalds. Sagan kom út í i„Saturday Evening Post” ! Dana Andrews, j George Sanders. Marta Toren, j sýnd kl. 5, 7 og 9. I --------------------- I } TOFRATEPPIÐ j I Amerísk æfintýramynd í j ! litum úr Þúsund og einrii j i nótt. j Verð kr. 175,00. Fischersundi. HANS LYNGBY JEPSEN: | Drottning Nílar ({ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 26. DAGUR. hefur þegar látið koma til nokkurra átaka við Rómverja, hrak- ið þá úr hafnarhverfunum vestan konungshallarinnar. AchiII- as hefur til þessa ekki beitt nema litlum hluta hers sins, en þó hefur honum veitzt þetta mjög auðvelt, og hann er þess fullviss, að enginn veit betur en sjálfur Cæsar, hversu geysi- miklir eru yfirburðir hins egypzka hers. Cæsar býr sig nú undir það af kappi að láta ekki hrekja sig einnig úr eystri hafnarhverfunum, austan fljótsins, sem rennur úr vatninu Ma- retosis til strandar og skiptir borginni í tvo álíka stóra hluta. Á þessu svæði er konungshöllin, mestur hluti hafnarinnar og ríkmannlegustu íbúðarhverfin, og síðast en ekki sízt: hin auð- ugu hof og musteri. Cæsar hefur þegar látið brenna bygg- ingarnar á vesturbakkanum, svo og allar brýrnar, sem tengja borgarhlutana saman. Á götunum hefur hann látið byggja varn- arvirki. Þessi borgarhluti er seinasta virki hans. Að norðan liggur hafið, að sunnan og austan skýla borgarmúrarnir honum, en að vestan fljótið. Þarna hefur honum til þessa tekizt að hrinda öllum árásum Achillasar, sem stöðugt gerast harðari. En Achillas stendur betur að vígi, og ennþá hefur hann ekki gripið til allra þeirra vopna, sem hann hefur yfir að ráða. í götum Alexandríu liggja vatnsæðar, sem í er veitt fersku vatni úr einni kvísl Nílar. Einn góðan veðurdag eru vatns- leiðslur austurhlutans þurrar orðnar, hinn rómverski her er án vatns. Það kemur þegar upp kurr mikill í liði Cæsars, her- mennirnir kveljast fljótlega úr jDorsta og þeir tala um það sín á milli að bráðlega veroi Cæsar að flýja. Þegar er Cæsar berast þessi tíðindi, útskýrir hann íyrir þeim, að flótti komi ekki til greina af þeirri einföldu ástæðu, að ógerningur sé að flýja. Dragi herinn sig frá virkjunum, muni her Achillasar þegar í stað streyma inn í borgarhlutann og brytja Rómverja niður, áður en þeir fái náð til skipanna. Hann heitir þeim vatni innan fárra daga, annað hvort úr skipunum, sem geta sótt vatn austur eða vestur fyrir borgina, eða úr brunnum, sem hann er þegar farinn að láta grafa á ströndinni austur frá kon- ungshöllinni, en innan borgarmúranna. Þar til úr rætist verði hermennirnir að auðsýna langlundargeð og þolinmæði og berj- ast við þorstann. Á þriðja degi kemur í ljós, að gnægð vatns kemur í brunnana, og fögnuður hermanna er mikill. Achillas stendur að því leyti betur að vígi, að hann getur fylkt liði sínu til atlögu í smáhópum óséðum af varðmönnum Cæsars og gert skyndiárásir á óvæntum stöðum. Ei að síður tekst honum ekki að brjótast í gegn, en mannfall í liði Róm- verja fer vaxandi. Aðstaða Cæsars versnar með hverjum deg- inurn sem líður. Allt í einu hætta Egyptar árásunum. Fler Achillasar hverf- ur, rétt eins og jörðin hafi gleypt hann. Rómverjar eru furðu lostnir. Hvað getur Achillas nú verið að brugga? Og jþetta er því undarlegra sem Cæsar veit að Achillas er enginn víð- vaningur í hernaði og veit manna bezt, að með hverjum deg- inum, sem líður, aukast líkurnar fyrir því að Cæsari berist liðsstyrkur frá Róm. Cæsar gengur um gólf í konungshöllinni og er þungt í hug. Þessi kyrrð er að gera út af við mig! hugsar hann. Eg vildi óska, að bráðum færi eitthvað að ske. Achillas þekkir aðstöðu mína út í æsar, og hann er ekki heimskur maður. Annað hvort hefur honum borizt vitneskja um að liðsstyrkur sé væntanlegur frá Róm þá og þegar, eða hann er að búa her sinn undir stór- sókn. Aðeins með einu móti gæti ég svipt hulunni af fyrirætl- unum hans: Með því að senda vel búna sveit hermanna inn í vesturhluta borgarinnar til njósna. En það má ég ekki. Her- styrkur minn er ekki meiri en það, að ég má engan mann missa, ef ég á að hafa minnstu von um að standast hugsanleg'a stór- árás. í aldingarði bókhallarinnar standa tré og runnar í blórna. Þar sjást þess engin merki, að í borginni geysi magnaður öfrið- ur; að minnsta kosti vita fuglarnir ekki af honum, því þeir syngja án afláts. Stundum snæða þau Kleópatra og Cæsar þar saman, í svölum skuggum hárra marmarasúlna. Má ég gefa þér gott ráð? Ef það er gott.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.