Alþýðublaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 3. nóv. 1SS3. AiþýðublaðtS Útgefandi: Alþýðuflok\urin». Ritstjóri: Helgi Sœmundssou. Fréttasíjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmunduon og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilta Samáelsdóttir, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10. !Asþriftarverð 15,00 á minuði. í lausasðlu ljOO. Bróðurlega skipt STJÓRNARFLOKKARN- IR þreyta löngum sam- keppni um að eigna sér ó- trúlegustu málefni. Nú deila blöð þeirra um það, hvor eigi heiðurinn af ástandi efnahagsmálanna. Öðrum finnst ekki eftir miklu að sækjast, en íhaldið og Fram sóknarflokkurinn þræta um þetta á hlægilegan hátt. í gær tekur Tíminn sig hins vegar til og segir sannleik- ann um sögu málsins af virð ingarverðri samvizkusemi. Honum farast orð á þessa lund í forustugrein sinni: „Forstöðumenn Sjálfstæð- isflokksins hafa ótrúlega oft látið þess getið í ræð- um sínum og blaðagrein- um, að Sjálfstæðisflokkur inn hafi vísað þjóðinni veg út úr vandanum og lagt grundvöll að þeirri breytingu í efnahagsmál- um, sem gerð var 1950. Nú síðast fyrir nokkrum dög- um var ræðumaður Sjálf- stæðisflokksins að guma af því, í áheym alþjóðar, að minnihlutastjórn Sjálfstæð ismanna hafi lagt fram á þingi veturinn 1949—1950 tillögur um „viðreisn efna hagskerfisins“. Sá ljóður er á þessari sagnfræði, að hún er að verulegu Ieyti skrum eitt. Framsóknar- flokkurinn benti á það sumarið 1949 með sterkum rökum, hve mikill v.andi þjóðinni væri á höndum og skýrði fyrir þjóðinni tillög ur í málinu í kosningabar- áttu þá um haustið. Það má þó til sanns vegar færa, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað leysa vandann. Hann myndaði samtök með Framsóknarflokknum um að gera þá breytingu í efnhagsmálum, sem fram- kvæmd var 1950 og ætla mátti, að góður ásetningur lægi þar á bak við.“ Hér er satt og rétt frá skýrt. Stjórnarflokkarnir bera sameiginlega ábyrgð á gengislækkuninni og afleið- ingum hennar. Þeim er þess vegna sæmst að skipta bróð- arlega milli sín heiðrinum eða skömminni. Og verði þeim að góðu. Hitt er ónærgætni að vera enn einu sinni að vitna í um mæli sérfræðinga ríkisstjórn arinnar, sem lögðu á ráðin um gengislækkunina. Það leiðir hugann að því, að af- leiðingar gengislækkunarinn ar hafa orðið allt aðrar en látið var í veðri vaka. Benja nín Eiríksson og Ólafur Björnsson eru sannarlega arjóstumkennanlegir, þegar stjórnarblöðin eru aðrifja upp úrskurði þeirra um á- hrif gengislækkunarinnar. Og stjórnarflokkarnir losna heldur ekki við ábyrgðina með þessum tilvitnunum málgagna sinna, því að fram kvæmdin er óumdeilanlega /erk þeirra. Velkominn heim HALLDÓR KILJAN LAX NESS kemur heim í dág með Gullfossi frá Kaupmanna- höfn. Honum verður áreið- anlega vel fagnað. íslending ar gleðjast af því, að Laxness skuli hafa hlotið þá verð- skulduðu viðurkenningu list- ar sinnar, sem Nóbelsverð- launin eru. Sigur Laxness er mikils virði fyrir íslenzka menn- ingu og bókmenntir okkar nú og í framtíðinni. Nóbels- verðlaunin vekja slíka heims athygli, að hér eftir vita þjóðir framandi landa um hlut íslendinga á vettvangi orðlistarinnar. Hann mun þykja ærnum tíðindum sæta. Smáþjóð, sem leggur heims- bókmenntunum viðurkennd- an skerf, getur borið höfuðið hátt og þarf hvergi og aldrei að biðjast afsökunar á til- veru sinni. Enn einu sinni hafa íslendingar reynzt jafn okar fulltrúa stærri og fjöl- mennari ríkja í afrekum and ans. Þeir hafa varðveitt. og ávaxtað arf fortíðarinnar á eftirminnilegan hátt:- Hall- dór Kiljan Laxness er ekki aðeins nokkrum hundruðum þúsunda ríkari, þegar hann kemur heim í dag. Hann veldur því, að nafn íslands er nefnt um heimsbyggðina og stórþjóðirnar undrast menningu og list íslendinga. Þess vegna er honum þakk- að og hann hylltur, þegar Gullfoss kemur af hafi. Alþýðublaðið óskar Hall- dóri Kiljan á ný til ham- ingju með frækilegan sigur og býður hann hjartanlegá velkominn til fæðingarborg- ar sinnar og ættjarðar. S S S s S s I s S S \ s s s s s s b s s s 5 s s s s s s s S! S I V > DáSisf a<$ biómum og börnum í Grænlandi GRÆNLENSKU húsmæðra- félögin eru mjög skipulögð,' grænlenzkar húsmæður hinar myndarlegustu og einkar aðlað andi og ákaflega félagslyndar, segir formaður danska hús- mæðrafélagasambandsins, frú Johanne Dahlerup Petersen, sem fyrir skömmu hefur verið á ferðalagi um ísland og Græn iand á vegum alþjóða Hús- mæðrasambandsins. Heimsótti hún kvenfélög í níu byggðarlög um á Grænlandi og lætur hið bezta af móttökunum. DÁLÆTI Á BLÓMUM. Mest kvaðst hún dást að blóm unum og börnunum á Græn- landi. Við öll íbúðarhús í græn lenzkum þorpum er allt vafið blómskrúði, segir hún, og þeg- ar svo norðarlega dregur, að blóm þrífast ekki úti, eru þau ræktuð inni. Alls staðar var mér fagnað með fegurstu blóm- ! vöndum og af skrautklæddum börnum, sem gáfu blómunum lítið eftir hvað litskraut snerti. Gestrisninni og alúðinni er ó- gerlegt að lýsa, manni var hvar vetna tekið sem langþráðum gesti. Skipakomur eru alltaf há- tíðlegur viðburður í hversdags lífi Grænlendinga, og þegar fundir voru boðaðir, fjölmenntu konurnar, svo að auðsætt var, að þær töldu þetta merkisat- burð, og fýsti þær mjög að heýra sagt frá þeirri alþjóðlegu starfsemi, sem þær hafa nú gerzt aðilar að. Á eftir fundun- um voru veizlur haldnar, er fóru fram með hinum mesta myndarbrag, og aldrei kveðst frúin hafa heyrt yndislegri söng en grænlenzkra húsmæðra. Gullbrúðkaup. LEGGST SKINNASAUM- UR NIÐUR? Grænlenzkar konur hafa nú hlotið atkvæðisrétt, og láta því stjórnmálin mikið til sín taka, að sögn frúarinnar. Með auk- inni iðnvæðingu þjóðarinnar er hætt við að ýmsar góðar og gamlar iðnir falli í gleymsku norður þar, og telur hún, að róa verði að því öllum árum, að hin forna handíð grænlenzkra kvenna, skinnasaumurinn, falli ekki niður.,,Grænland er fag- urt land“, segir frúin að lok- um, „og ég þrái að koma þang- að aftur sem fyrst.“ ---------«--------- UNESCO ætlar að stofna miðstöð fyrir barnakvikmyndir. VÍSINDA- og menningar- Halla Ottadóttir. Jón Guðnason. Hjónin Halla Ottadóttir og Jón Guðnason, einn af brautryðjend- um Sjómannafélags Reykjavíkur, Bergstaðastræti 44, eiga gull- brúðkaup í dag. Þau gengur í hjónaband 3. nóvember 1905. — Verða þau í dag stödd á heimili sona sinna, Baldursgötu 36, og taka þar á móti vinum sínum, er munu fiölmenna til að árna þeim heilla á þessum merkisdegi. stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur ákveðið að setja á stofn miðstöð fyrir barna- ög unglingakvikmyndir. Tilgangurinn er að koma upp alþjóðamiðstöð, er veiti upplýs ingar og útvegi kvikmyndir til allra landa, sem heppilegar eru fyrir ungt fólk og börn. Aðal- skrifstofan verður í París, en í ráði er að settar verði upp mið stöðvar af sama tagi víðs vegar um heim. Meðal verkefná, sem miðstöðin hyggst að beita sér fyrir er að framleiddar verði barnakvikmyndir á sem flest- um tungumálum heims. Mál þetta var tekið fyrir á sérstakri ráðstefnu, sem boðað var til í Edinborg í fyrrahaust. Ráðstefnuna sátu kvikmynda- framleiðendur og fullt.rúar frá barnafélögum. ☆ * tr tr * * * -Cr <r -{r ir it ■ó tt ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ! >J 1 ú * * * * * tt * <r <r tr * * ft ft

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.