Alþýðublaðið - 05.11.1955, Qupperneq 4
4
AlþýgublagiS
Laugairdagur 5. nóvember 1055
Útgefandl: Alþýðuflok\uri*n.
Ritstjóri: Helgi Sœmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarssou.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsiótttr,
Ritstjárnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10.
Asþriftarverð 15J00 á mánuði. t lausasölu lflO.
Umferðarmálin
BÆJARSTJÓRN REYKJA-
VÍKUR ræddi umferðarmál-
in ýtarlega á fundi sínum í
fyrradag og markaði þá
stefnu, að strangari kröfur
verði gerðar til hæfni þeirra,
er fá leyfi til að stjórna öku-
tækjum, að í sambandi við
takmörkun á gildistíma öku-
leyfa sé eftirlit haft með því
við endurnýjun leyfanna, að
leyfishafi fullnægi þá öllum
hæfniskröfum, og að refsi-
ákvæði vegna ölvunar við
akstur verði þyngd og af-
greiðslu slíkra mála flýtt.
Um þessi atriði geta ekki
orðið skiptar skoðanir. Þau
eru lágmarkskröfur. Og satt
að segja gegnir furðu, að á-
kvæði þau, sem hér um ræð-
ir, skuli ekki löngu komin
til framkvæmda. Það sýnir
áhugaleysið og tómlætið og
eiga vissulega fleiri sök á því
en bæjarstjórnin, þó að
henni hefði vissulega borið
að hafa fyrir löngu forustu
um nauðsynlegar og tíma-
bærar úrbætur. En betra er
seint en aldrei. Morgunblað-
ið eignar Sjálfstæðisflokkn-
um þessa afstöðu. En vill
það kenna Sjálfstæðisflokkn
um um tómlæti bæjarstjórn
arinnar í umferðamálunum
hingað til? Og myndi ekki
ástæða til að brýna fyrir
íhaldinu að muna eftir að
framkvæma þessa mörkuðu
stefnu í umferðarfnálum?
Hins vegar er þetta ekki
nóg. Umferðin í Revkjavík
er orðin mikið vandamál, þó
að ökumenn temji sér þá að-
gæzlu, sem krefjast ber, og
drukknir menn hætti að
stofna lífi sjálfra sín og ann-
arra í hættu á götunum.-
Börnin neyðast til að leika
sér á strætum úti af því að
leikvelli vantar. Þess vegna
er óhjákvæmilegt að byggja
fleiri leikvelli og gera þá
bráðabirgðaráðstöfun gegn
sívaxandi umferðarhættu að
banna eða takmarka veru-
lega bifreiðaakstur um
ákveðnar götur í þéttbvggð--
um íbúðarhverfum, þar sem
skortur er á auðum svæðum
eða leikvöllum. Minnihluta-
flokkarnir báru frarh tillög-
ur þessa efnis á bæjarstjórn
arfundinum i fyrradag, en
íhaldsmeirihlutinn vísaði
þeim frá. Sjálfstæðisflokkur
inn á því enn eftir að læra
sitthvað varðandi umferðar-
málin.
Eigi síður er vel farið, að
bæjarstjórnin skuli hafa fjall
að um umferðamálin og stig-
ið fyrstu sporin í rétta átt.
Það sýnir, að almennings-
álitið í bænum megnar jafn-
vel að ýta við þeim aðilum,
sem sitja þyngstum rássi.
Og nú er að fylgja fast eftir
unz viðunandi lausn fæst á
þessu hvimleiða og stórfelldá
vandamáli, sem Reykvíking-
ar eru búnir að vanrækja allt
of lengi.
Tími til kominn
MORGUNBLAÐIÐ segir
í gær, að sannleikurinn um
þátt milliliðanna verði að
koma í Ijós, enda hafi Sjálf-
stæðismenn flutt þingsálykt-
unartillögu um það efni. í
greinargerð hennar er kom-
izt svo að orði: „Það er víta-
vert ábyrgðarlevsi að fjöl-
yrða um það ár eftir ár, að
milliliðakostnaðurinn eigi
ríkan þátt í hallarekstri fram
leiðslunnar, en láta svo und-
ir höfuð leggjast að fram-
kvæma rannsókn, sem leiði
sannleikann í ljós og leggi
grundvöll að umbótum í
þessu efni“. Og síðar í grein-
inni hnykkir höfundurinn
enn á og .segir: „í tillögu
Sjálfstæðismanna er ekki að-
eins lagt til', að þáttur milli-
Liðanna vetði rannsakaður.
þar er gert ráð fyrir að gerð
ar verði tillögur um, hvern-
ig haim verði lækkaður.
Yrði þá höfð hliðsjón af sam
anburðinum við milliliða-
kostnað í nálægum löndum“.
Þetta er gott og blessað.
Við þurfum jafnan að fylgj-
ast með rekstri þjóðarbú-
skaparins á sem flestum svið
um og afla upplýsinga um
hin ýmsu atriði, sem varða
hann. Og sannaflega er tími
til kominn, að Sjálfstæðis-
flokkurinn gangi úr skugga
um þátt milliliðanna í þjóð-
arbúskapnum. Bjarni Bene-
diktsson hefði haft þörf fyrir
rökstudda vitneskju um það
efni áður en hann flutti hina
,,magnþrungnu“ ræðu á Varð
arfundinum!
Útbreiðið Alþýðublaðið -
Vígð í dag með flutningi Tidelio
ÞANN 12 MARZ 1945 varð
hin 75 ára gamla sönghöll í Vín
fyrir fimm flugvélarsprengjum,
og stóðu sótugir útveggirnir ein
ir uppi, þegar loks tókst að
slökkva eldinn eftir nokkurra
sólarhringa látlausa baráttu.
Ríkið og borgin hefur nú varið
200 milljónum króna til endur-
byggingarinnar, sem kunnustu
húsameistarar Austurríkis hafa
séð um, og er því mikla verki
nú lokið.
Ytra svip þessarar miklu
byggingar, — ekkert leikhús í
víðri veröld er jafnstórt að flat
armáli, er nákvæmlega hald
ið; franski renesancestíllinn í
framhliðinni óbreyttur, nema
hvað steinsvölum miklum hef-
ur verið komið fyrir efst, þar
sem áhorfendum er ætlað að
njóta útsýnisins og kvöldlofs-
ins í leikhléunum.
Hinn víði áhorfendasalur,
sem rúmar 1500 manns í sæti og
500 manns í stæði, er einnig
líkur þeim gamla hvað heildar-
svip snertir, enda þótt dregið
hafi verið úr mesta óhófsskraut
inu. Þess í stað hefur öll á-
•herzla verið lögð á að hljómun-
in yrði sem bezt, en það hefur
ekki reynzt auðvelt viðfangs,
þar sem sement og múrsteinn
hefur fyrst og fremst verið not-
að sem byggingarefni til að
draga úr eldhættunni, en viður
ekki, nema þar sem ekki varð
hjá því komizt.
Hinir tíðu og hörmulegu
brunar, sem orðið hafa í söng-
leikhúsum í Vín á undanförn-
um öldum og áratugum hafa
ráðið miklu um alla gerð og frá-
gang þessarar endurbyggingar.
Fjögur ,,járntjöld“ skilja til
dæmis leiksvið og áhorfenda-
sal, þannig að unnt er að mynda
gersamlega loftþétt rúm milli
tjaldanna, ef eldur verður laus
á sviðinu. Þess utan hefur söng
leikahöllin sitt sérstaka bruna-
jvarnakerfi og grunnvatninu er
’safnað í sérstakan vatnsgeymi,
sem nægir til slökkvinotkunar,
ef við þarf.
i.
! ÆVINTÝRASVIÐ.
j Leiksviðið eitt er gerbreytt
frá því sem áður var. Þar hafa
erfðavenjur verið látnar lönd
og leið, og hið nýja leiksvið er
ævintýrasvið fullkomnustu
jtækni og tækja. Leiksviðið
sjálft hvílir á stálsúlum, sem
grafnar eru 30 metra í jörð nið-
ur. Enda veitir ekki af að allur
sá umbúnaður og útbúnaður
hvíli á traustum grundvelli.
1 Leiksviðið rúmar hæglega
fimm hpndruð manns. Það er
60 m breitt og 28 m á ,,dýpt“
og er þar um nýtt og áður ó-
þekkt fyrirkomulag að ræða,
þar eð þetta er í senn hverfi-
svið og lyftusvið, auk þess sem
unnt er að skjóta fullbúnum
sviðum inn frá báðum hliðum.
Þar á því að vera hægt að koma
við öllum hugsanlegum sviðs-
' tæknitöfrabrögðum, en slíkt
hefur alltaf átt við þá í Vín.
Og Ijósakerfið, sem kvað vera
hið fullkomnasta, sem enn hef-
ur sézt, mun eiga sinn þátt í
því að „blekkingin verði sem
raunver ulegust.
STARFSFÓLK MARGT.
Filharmoníska hljómsveitinni
í Vín, sem fræg er um heirn
allan, hafa verið búin hin beztu
| starfsskilyrði í hljómsveitar-
grófinni, en gólf hennar má
hækka og lækka að vild, og eru
þar sæti fyrir 120 hljóðfæra-
leikara. Við söngleikahúsið
starfa fimm fastráðnir hljóm-
sveitarstjórar og aðrir fimm
sem gestir, 80 fastráðnir óperu
söngvarar, 110 manna söng-
flokkur og fjölmennur ballett-
j flokkur. Hafa tónlistarmennirn
ir fengið hljóðeinangraða sali
, til æfinga.
| Og það stendur mikið til í
: Vínarborg í dag þégar hin glæsi
lega, endurbyggða hljómleika-
höll verður vígð með flutningi
,,Fidelio“ eftir Beethoven, og
er svo til ætlazt, að það verði
merkasti tónlistarviðburður árs
ins. Síðan verða sjö aðrar óper-
ur frumsýndar í röð og hafa
æfingarnar staðið í meira en
misseri. Hafa sjónvarpsstöðvar
víða um heim gert ráðstafair til
að geta flutt hlustendum sínum
og áhorfendum vígsluathöfnina
og fyrsta þátt „Fidelio11, eins og
hann verður fluttur á sviði söng
hallarinnar í kvöld.
Bœkur og höfundar:
Smásagnahöfundur í fylkingarbrjó:
Guðmundur Daníelsson:
Vængjaöir hestar. Sögur.
ísafoldarprentsmiðja h/f.
Reykjavík 1955.
FYRIR ELLEFU ÁRUM gaf
Guðmundur Daníelsson út smá-
sagnasafnið „Heldrimenn á.hús
gangi“. Þar bar ein sagan mjög
af og er manni enn í minni. Síð
an hafa birzt nokkrar smásögur
eftir þennan höfund í blöðum
og tímaritum og einhverjar
þeirra meira að segja verið verð
launaðar. Og nú er komið frá
hans hendi nýtt smásagnasafn,
„Vængjaðir hestar“. Það mun
enn auka vinsældir og viður-
kenningu þessa afkastamikla
og hugkvæma rithöfundar.
Meginfinkenni Guðmundar
Daníelssonar sem rithöfundar
eru þróttur stílsins og gleði frá-
sagnarinpar, en bezt tekst hon-
um að leysa vanda samlíking-
anna, sem hann beitir oft af
dirfsku pg hæfni. Smásögurn-
ar bera syip þessa eins og skáld
sögurnar. Og Guðmundur hef-
ur slíka kunnáttu og tækni á
valdi sínu, að sögugerðin virð-
ist honum leikur. Kröfum henn
ar fullnægir hann alltaf með
þeim afleiðingum, að honum
bregzt aldrei bogalistin. Hins
vegar eru sum skotmörkin því-
,lík, að þau teljast naumast verð
íþróttar Guðmundar Daníels-
Sonar. Um þá aðfinnslu skal
samt eklti haft hátt, því að hún
mun jafnan orka tvímælis.
Pytturinn botnlausi er ekki
smásaga í venjulegum skilningi,
jieldur eins konar endurminn-
ing, en svo stílsnjöll og listræn,
,að miklum tíðindum sætir. Höf-
undurinn speglar þar draum
æskunnar og viðhorf hennar og
örlög og gerir vandasömu við-
fangsefni frábær skil. Margir
munu telja þetta beztu smásögu
I bókarinnar, og víst er hún höf-
I undi sínum ótvíræður sigur.
Svala er aftur á móti líklegri til
vinsælda í skemmtilegu viku-
riti en langlífis í bók. Ýmsum
finnst kannski slíkt hið sama
um Styrki, en þar er undirrit-
‘ aður ekki á sama máli. Gerð
sögunnar, kímni hennar og á-.
(deila, listileg frásögn og tiltekt
’ arsöm hugkvæmni gæðir hana
; svo bráðskemmtilegu lífi, að
ihöfundinum fyrirgefst fúslega
það athæfi að staðsetja hana
jaustan Hraunsár! Fasteignir
* hreppsins er einkennandi fyrir
ÍGuðmund Daníelsson, þegar
hann nýtur sín bezt, og saga,
, sem væri sérhverjum samtíðar
: höfundi til sóma. Vísa Hadrí-
ans keisara er skyldari blaðá-
mennsku en skáldskap og á þó
' vel heima í bókinni, enda fer
blessunarlega oft saman, að
góður rithöfundur sé snjall
; blaðamaður — og gagnkvæmt.
Úr blöðum Húna drengs ber
fremur svip blaðagreinarinnar
en smásögunnar, og þó dylst
'ekki, hvað höfundurinn gerir
Jstrangar kröfur til sjálfs sín og
er vel verki farinn. Vígsla er í
ætt; við Pyttinn botnlausa, en
fullkomnari að gerð og ennþá
| áhrifaríkari, og er þá mikið
sagt. Undirritaður telur hana
perlu bókarinnar og meðal
| beztu smásagna, sem ritaðar
hafa verið á íslandi undanfar-
in ár. Hún telst í senn svipmik
ið og fágað listaverk, ekkert of
eða van, en endurminningin
túlkuð eins og spegilmynd og
opinberun. „Þú skalt farmanns
kufli klæðast“ er enn ein sönn-
un þeirra þakkarverðu vinnu-
bragða, sem einkenna snjöll-
ustu kaflana í ferðasögum Guð
mundar Daníelssonar, viðfangs
efnið raunar hvorki stórt né
örðugt, en svipmyndin er gerð
ógleymanleg. Faðir og sonur er
önnur saga um.Húna dreng og
vel heppnuð. Gesturinn virðist
hins vegar af vikuritakyninu
og hefði mátt missa sig.
Þrjár beztu sögurnar í bók-
inni eru óumdeilanlega Pytt-
urinn botnlausi, Fasteignir
hreppsins og Vígsla. Og þær eru
slíkrar listar og íþróttar, að hér
eftir telur maður Guðmund
Daníelsson f fylkingarbrjósíi
smásagnahöfunda okkar. Það er
ærin viðurkenning,. því að í$-
lendingar , hafa náð . mestum
árangri í þessari grein sagna-
skáldskaparins og unnið afrék
á heimsmælikvarða.
Helgi Sseniundsson.
Sími 9941.
Heimasímar:
9192 og 9921.
13
Atéy.ú
5nsson[
55W
(jcLstrigneisala