Alþýðublaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 25. nóv. 1955 Samþykklir Basidal kvensia Um skólamál, barna- og uoglioga- verod og tryggiogamál 'AlþýgublaSiS BANDALAG KVENNA í lieykjavík gerði efirfarandi á- lyktanir á fundi sínurn, sem njdega er afstaðinn: SAMVINNA SKÓLA OG HEIMÉLA 1. Fundurinn skorar á kenn- araféiög barna- og unglinga- skólanna í Reykjavík að til- inefna af sinni hálfu menn í nefnd til þess að sporna á móti sælgætisáti barna og unglinga í bænum og vinna að öðrum sameiginlegum áhugamálum heimila og skóla, ásamt þar til kjörinni nefnd frá bandalaginu. 2. Fundurinn skorar á alþingi .að ákveða með lögum, að eigi sé leyft að verzla með sælgæti og gosdrykki nema í ákveðinni f jarlægð frá barna- og unglinga skólum, þar eð slík verzlun er "börnum á alla lund óholl og liefur í för með sér mikla slysa hættu. 3. Fundurinn skorar á bæjar- í'.tjórn Reykjavíkur að banna sölu sælgætis og gosdrykkja í jgrennd við barna- og unglinga- .skóla bæjarins. 4. Fundurinn skorar á for- eldra og aðra forráðamenn barna og unglinga í Reykjavík að gæta fyllstu varúðar í því að láta börn og unglinga hafa <iaglega fé í höndun ti’ þess að Raksprift Sápa í túpum og krukkum Talkúm Spicecrem Einkaumboð Páín Kafnarstræti 7 Laugavegi 38. Æskulýðsvika I K.F.U.M. og K, | Samkoma í kvöld kl. 8,30. * Ræðumenn: Séra Sigurjón Þ. Árnason j og Eggert LaxdaL prent-« myndasmiður. • ■m Allir velkomnir. • kaupa sælgæti og annan óþarfa. 5. Þar sem nú liggur fyrir al- þingi frumvarp til laga um rík- isútgáfu námsbóka, en sam- kvæmt því er ætlast til, að út- gáfan sé aðeins miðuð við barna skólastigið, þá skorar fundur- inn á alþingi að breyta frum- varpinu á þann veg, að ríkisút- gáfan sjái unglingum á skyldu- 1 námsstigi fvrir bókum á sama hátt og barnaskólunum. BARNA- OG UNGLINGAVERND 1. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að hefja nú > þegar starfrækslu tómstunda- 1 heimila sem víðast í bænum. j Tómstunda’neimili þessi séu rek ‘ in undir eftirliti kennara eða annarra leiðbeinenda. 2. Fundurinn beinir þeirri á- skorun til lögreglustjóra, að hann sjái um, að samkomuhús- in verði gerð ábyrg fyrir því, að hleypa ekki börnum og ung lingum inn á þá skemmtistaði, sem þeim er með lögum eða reglugerðum bannað að sækja. 3. Fundurinn beinir eindreg- inni áskorun til hins háa al- þingis, að það veiti nú þegar fjárfestingu og aðra þá fyrir- greiðslu, sem þarf, til stofnun- ar uppeldisskóla fyrir ungar stúlkur. Kvennasamtökin vilja leggja áherzlu á, að í þessum skóla séu kenndar bæði bók- legar og verklegar námsgrein- ar, og að hann verði staðsettur á jarðhitasvæði svo hægt sé að kenna stúlkunum fjölbreytta garðrækt o. fl. Fræðslumála- stjórnin setji skóla þessum reglugerð. 4. Fundurinn fagnar and- mælum prestastefnu og biskupa gegn innflutningi og útgáfu sorprita, og vill styðja kirkjuna af alhug í þeirri baráttu. Vísar fundurinn í því sambandi til fyrri samþykkta sinna. 5. Fundurinn skorar á bæj- arstjórn Reykjavíkur að sjá um, að í hverju nýju íbúða- hverfi séu jafnan skipulagðir og gerðir leikvellir fyrir börn hverfisins. Séu leikvellir þessir jafnan búnir til notkunar á sama tíma og íbúðir hverfisins. Telur fundurinn, að með slík- um framkvæmdum væri stigið stórt spor í áttina til þess að stemma stigu við þeirri slysa- hættu, sem börnum stafar af umferðinni á götunum. Jafn- framt telur fundurinn fulla nauðsyn til bera að koma þegar upp leikvöllum í ýmsum þeim bæjarhverfum, sem nú þegar eru að nokkru uppkomin eða hafa smáíbúðir eða fjölbýlishús í smíðum. 6. Fundurinn óskar eindreg- ið eftir því, að bæjarstjórn Reykjavíkur sjái um útvegun á fjárfestingarleyfi til þess að bj'ggja vöggustofu þá, sem elzta kvenfélag landsins, Thorvald- sensfélagið, hefur undanfarin ár beitt sér fyrir að byggja. Fé- lagið á góða, velsetta lóð fyrir húsið og hefur þegar fengið teikningu af vöggustofu. Thor- valdsensfélagið treystir sér hvað efnahagshlið snertir að koma húsinu upp strax og fjár festingarlefi fæst. TRYGGINGAMÁL 1. Fundurinn þakkar það, sem áunnizt hefur í hinu nýja t^yggingalagafrumvarpi til handa mæðrum, börnum og ; gamalmennum, og efast ekki 1 um, að konur þær, sem í nefnd inni sátu, lögfræðingarnir frú Auður Auðuns og frú Rannveig Þorsteinsdóttir, hafi átt þar að mestan þátt. Að hinu leytinu hefur fundinum ekki unnizt tími til þess að taka hið nýja frumvarp í heild til nógu ýtar- legrar athugunar til þess að koma með ákveðnar breyting- artillögur við ýmsar greinar, sem hann er þó að meiru eða minna leyti mótfallinn. Vísast til meðfylgjandi fyrri tillagna kvennasamtakanna, að því leyti, sem þær hafa ekki verið teknar til greina í frumvarpinu, og hefur Bandalag kvenna i Reykjavík á engan hátt fallið frá þeim. 1 2. Fundurinn leggur þó ein- ■ dregið til, að ákvæði 27. og 28. gr. laganna, um heimild ógiftra I mæðra og fráskilinna kvenna til þess, að fá meðlag með börn- um sínum greidd hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, verði ekki felld niður, heldur tekin upp í hin nýju lög um almannatrygg ingar. Mótmælir fundurinn því j ákveðið, að meðlagagreiðslur séu lagðar undir sveitafélögin að nýju, telur það stórt skref j aftur á bak. 1 Fundurinn skorar á alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstaf- anir til þess, að bæjar- og sveita j félög komi innheimtu með-' laga í það horf, að öruggt sé, að mæður geti framvegis notið I fyrirgreiðslu Tryggingastofnun' ar ríkisins um meðlagagreiðsl- ( ur. BARNASAGAN — 26. *swr Ályktanir þær, sem kvenna- samtökin hafa áður sent til tryggingamálanefndar: 1. Nauðsynlegt er, að gerð verði hækkun á elli- og örorku lífeyri til þeirra, sem eru al- gjörir öryrkjar. 2. Óréttlátt er að hjón, sem njóta bóta, hafi hvert um sig lægri lífeyri en þegar einstak- lingar eiga í hlut. Sérstaklega á þetta við, þegar annað eða bæði hjónanna dvelja á sjúkrahúsi eða elliheimili. 3. Allir þeir, sem eiga rétt til ellilífeyris samkvæmt trygg- ingalögunum, njóti fullkom- inna bóta, án tillits til tekna, hverjar svo sem þær eru. 4. Lögfest verði fullkomin mæðralaun. 5. Allar mæður, sem giftast, njóti meðlaga frá Trygginga- stofnun ríkisins til 16 ára ald- urs þeirra barna, sem fædd eru áður en til hjónabandsins er stofnað. 6. Greiðsla barnalífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sé ekki bundin við það, að barnið hafi verið á framfæri lífeyris- þega í 5 ár. 7. Greiddur sé barnalífeyrir Framhald á 5. síðu. SAMTÍNSNGUR KONA NOKKUR í Bogota í Suður-Ameríkuríkinu Colom- bíu kom í vandræðum sínum til lögreglunnar, og lögreglan átti erfitt með að hjálpa henni. Þetta er ung kona, 25 ára, og nýlega gift, en gallinn er bara sá, að hún getur ekki þekkt mann sinn frá mági sín- um. Þeir eru eineggjatvíburar og svo líkir, að enginn þekkir þá í sundur, segir aumingja konan, sem vill ekki líða neinn miskilning í þessu efni. Hún hafði aldrei séð mág sinn fyrr en hann fór að koma til henn ar og bróður síns. En hún er nefnilega hrædd um, að þeir bræðurnir skipti um hlutverk, eftir því sem þeim sýnist. Til dæmis hefur hún beðið lög- regluna að komast eftir, hver bræðranna muni vera faðir yngsta barnsins hennar. En verst er þó, að tvíburarnir hjálpast að við að gera málið flóknara. ---- Iiildur og Gunna fóru að búa sig í isnatri frammi í eldhúsi. Þær fóru í karlmannsföt og girtu pilsin niður í buxurnar, létu karlmannshúfur á höfuð sér og brettu þær niður og settu svo upp tvenna vettlinga. „Ég ætla að biðja þig, Sigga mín, að 'líta eftir öllu heima, meðan við erum í burtu. Þú getur eldað kjöt- súpuna í dag og skammtað piltunum. En gleymdu ekki að þurrka af þeim sokka og vettlinga við hlóðin. — Reyndu nú að vera dugleg og hafa allt í lagi.“ „Ég vil ekki að þið farið. Það er ómögulegt að þið komist út að Steinum í svona veðri.“ „Það er ekki til neins að fást um þetta, Sig'ga mín, við förum okkar ferða með guðs hjálp, vertu nú sæl og vertu dugleg heima.“ Sigga horfði á eftir Hilídi og Gunnu út í hríðina, með tárin í augunum. Sigríður var vinnukona hjá þeim hjónum, Gis’a og Hildi. Hún var ekki nema seytján ára, en dugleg var hún eftir aldri. „Láfi, Láfi,“ kallaði Sigga í dyrunum, „hjálpaðu mér að láta aftur bæinn.“ Ólafur hljóp ofan, il að láta aftur. Gísli stóð upp frá matnum og gekk líka til dyra. Ur öllum áffum í DAG er íöstudagurinn 25. nóvember 1955. FLUGFERÐIR Flugfélag Islands h.f. Millilandafiugvélin Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 08.15 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Fag urhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklaustur og Vestm.eyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Blöndu óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Pat- reksfjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja og Þórshafnar. SKIPAfRETTIB Skipadeild SÍS. Hvassafell er á Sauðárkróki. Arnarfell er í Reykjavik. Jökul- fell fór í gær frá Amsterdam til Ventspils. Dísarfell er í Ham- borg. Litlafell er í Reykjavík. Helgafell íór 23. þ.m. fró Genóva áleiðis til Roquetas og Gandia. Werner Vinnen átti að fara 23. þ.m. frá Wistmar áleiðis til Rvík ur. Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land í hring- ferð. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöldi austur um land til Bakkafjarðar. Skjald breið er á Breiðafirði. Þyrill fór frá Reykjavík í gær áleiðis til Noregs. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. Baldur fer frá Reykjavík í dg til Gilsfjarðahafna. DAGSKRA ALÞINGIS Neðri deild: 1. Tollskrá o.fl. 2. Verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna. 3. Kirkjuítök. 4. Verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur. 5. Skipun prestakalla. I. Frá Guðspekifélaginu. Stúkan Mörk heldur fund í kvöld kl. 8,30 í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Gretar Fells flytur annað erindi sitt í erinda- flokkinum Fulltrúar mannkyns- ins. Þetta erindi fjallar um heim spekinginn Spinoza. Kirkjukór Langholtssóknar heldur spilakvöld í ungmenna félagshúsinu við Holtaveg annað kvöld, laugardag, kl. 9 e.h. —--------—■■ M1 - Útvarpið 20.30 Daglegt mál. 20.35 Kvöldvaka: a) Magnús Már Lárusson próf. talar um Konungsskuggsjá og les upp; b) Karlakórinn „Geys ir“ á Akureyri syngur; c) þórð ur Tómasson í Vallnatúni les kvæðið „Geðíró“ og segir frá höfundi þess; d) Þórarinn G. Víkingur flytur síðari hluta frásöguþáttar síns: „Á heljar- slóðum“; e) Baldur Pálmason flytur nokkur orð um lifnaðar hætti rjúpunnar, eftir Theó- dór Gunnlaugsson á Bjarma- landi í Öxarfirði. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: Helgi Hjörvar les kafla úr skáldsögunni Krist ínu Lafransdóttur eftir S. Undset 22.30 „Lögin okkar“: Hljóðnem- inn í óskalagaleit, 23.20 Dagskrárlok. I Sendibílastöð Hafnarfjarðar Vesturgötu 6. Sími 9941. Heimasímar: 9192 og 9921.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.