Alþýðublaðið - 24.12.1955, Qupperneq 8
annað urðum við að nema
staðar og Jivíla okkur. Það
var alls ekki skemmtilegt að
líta niður fyrir sig. Það var
eins og að horfa niður í hyl-
dýpi. Eg fékk enn tækifæri
til þess að dást að starfsmönn-
um mínum, þeir næstum því
hlupu upp snarbrattann og
glerhálan tindinn. Það var
eins og þeir hefðu ekki gert
annað allt sitt líf en að ganga
á línu í lausu lofti eða að
stunda aðra loftfimleika.
Og loksins komumst við á
leiðarenda. Klukkan 20 mín-
útur gengin í 12 stóðum við
á hæsta tindi Esju. Allir náðu
tindinum um líkt leyti, það
vantaði að eins einn, hinn
ágæta gestgjafa frá hótel
Alexandra. Menn geta þvi
gert sér í hugarlund gleði
okkar þegar hann kom skríð-
andi upp til okkar hálftíma
seinna. Hann reis á fætur
móður og másandi og mælti:
„Haldið þið, að ég geti þol-
að það, að Islendingar fari að
stríða mér þegar við komum
aftur til Reykjavíkur?“
Og þama blasti hæðsti
blettur Esju við okkur, hvít-
ur og hreinn. Snjórinn var
svo harður, að það var sem
við stæðum á steingólfi. Það
var dásamlegt að litast um.
Smágustur var á og dálítill
kuldi. (Mælirinn sýndi í sól-
skini kl. 1 eina komma tvær
gráður. Kl. 2 núll komma
tvær, og kl. 3 í skugganum
þrjár komma tvær.) Eg var
klæddur hlýrri Lappaloð-
kápu. Það var næsta ótrúlegt
að við stæðum í tvö þúsund
og fimm hundruð feta hæð
þann 24. febrúar -— og á 64.
breiddargráðu. Utsýni var
ekki mikið, því að í suðri var
sorti á lofti, en fjallið lokaði
fyrir það til norðurs þar sem
miðja fjallsins er nokkuð
hærri en þar sem við stóð-
um.
Og þama reistum við fána-
stöng og drógum fána að hún.
Við töldum víst, að vinir okk-
ar í Reykjavík myndu sjá
hann og fá um leið að vita,
að við væmm komnir á leið-
arenda. Við vissum, að þeir
höfðu staðið allan daginn
með sjónaukana sína til þess
að reyna að fylgjast með
merki um sigur okkar.
Og nú hófst mikill anna-
tími. Allir tóku til óspilltra
málanna að koma upp rann-
sóknarstöðinni. Snjórinn var
of grunnur til þess að hægt
væri að reka staurana niður
í hann, og jarðvegurinn
reyndist svo harður að ekki
Var viðlit að vinna á honum.
Við tókum því það ráð að
reka staurana eins mikið nið-
úr og hægt var en það var
sára lítið, en síðan hlóðum
við stórgrýti um þá, og var
'þama alveg nóg af því. Eftir
áð við vomm búnir að reisa
staurana strengdum við kop-
arþræðina með tvö þúsund
prjónum á milli einangrarana
á staumnum. Þeir stóðu í fer-
hyming og vom sex fet á
inilli þeirra. Svæðið, sem út-
streymistækin og stauramir
stóðu á, var um fjögur þús-
únd og eitt hundrað ferfet að
stærð.
Við vorum í fjórar klukku-
stundir að koma þessu öllu
saman upp. Ég framkvæmdi
fjórar loftvogsathuganir í
sambandi við athuganir, sem
um leið vom gerðar í Reykja-
vík, og samkvæmt mælingun-
um höfðum við sett rann-
sóknartækin upp í tvö þús-
und sex hundmð og sex feta
hæð.
Eftir að starfinu var lokið
og þegar ég var búinn að taka
nokkrar myndir, söfnuðumst
við saman um kampavíns-
flösku og drukkum skál til
minja um það, að Dannebrog
blakti nú í fyrsta sinn á þess-
um stað og að svo margir
menn, tuttugu og einn mað-
ur, og þrír hundar, vom
þarna samankomnir. Þegar
flaskan var tóm skrifuðum
við allir nöfn okkar á miða
og gerðum grein fyrir til-
gangi ferðarinnar. Að því
loknu grófum við flöskuna
niður og getur verið að seinni
tíma fjallgöngugarpur finni
hana og hafi gaman af.
Þegar klukkan var 3,30
hófum við ferðina niður á við
til byggða. En jafnframt héld-
um við á leiðsluþræðinum og
reyndum að komast með
hann styttstu leið niður fjall-
ið. En þó að uppgangan hefði
reynst okkur erfið, að
minnsta kosti síðasta spölinn,
þá var niður gangan enn verri
og viðsjálli. Sporin voru máð
og slitin og urðum við hvað
eftir annað að höggva ný.
Hægt og hægt færðumst við
niður á við í einni samhang-
andi lest. íslendingamir löbb-
uðu þetta áhyggjulausir, en
við hinir, að undanteknum
Mister Plumbudding, hálf-
skriðum og stigum ákaflega
varlega hvert okkar spor.
Þetta var alls ekki nein
skemmtiferð, jafnvel hund-
amir fóru að kveina. Þegar
við vorum komnir alllangan
spöl tókum við eftir því, að
Mister Roastbeef var ekki
með okkur. Hann hlaut þvf
að hafa orðið eftir uppi og lá
nú kannski einhvers staðar
hjálparvana og komst hvorki
aftur á bak né áfram. Þá
sýndi Mister Plumbudding
hvað í honum bjó. Annars
höfðum við áður fengið tæki-
færi til þess að dáðst að þreki
hans og færleik, sérstaklega
við vinnuna efst uppi. Hann
skipaði næsta manni fyrir
aftan sig, að hlaupa upp á við
og hjálpa Mister Roastbeef,
fékk honum Alpastaf sinn, en
tók sjálfur bagga hans á sín-
ar herðar. Og að því búnu
hljóp Mister Plumbudding
niður snarbrattar og hálar
brekkumar alveg eins og
hann hefði ekki haft annað
fyrir stafni alla sína æfi en að
herma eftir flugunum og
labba upp og niður glugga-
rúður. Jafnvel íslendingarnir
neyddust til að viðurkenna
leikni Mister Plumbuddings.
Með aðstoð mannsins og
stafsins kom Mister Roast-
beef niður af hátindi fjalls-
ins, en þar hafði hann verið
búinn að búa um sig og ekki
ætlað að freista niðurgöngu
fyrr en næsta morgun. Og
tókst honum að ganga og
skríða niður á við eins og
okkur hinum. En nú var farið
að skyggja. Það var hrímþoka
í lofti og stormurinn, sem fór
vaxandi, kastaði snjóflyksum
í andlit okkar. Hvemig
mundi fara ef við lentum í
myrkri svona hátt uppi og
með hættur til beggja handa,
fyrir aftan okkur og fyrir
framan okkur. Okkur hraus
hugur við tilhugsuninni einni
saman.
Okkur tókst að komast
langleiðina að rótum fjallsins
áður en dimmt varð. Þó Ieit
svo út um tíma, að þeir sem
aftastir fóru hefðu ákveðið
að fresta förinni til næsta
dags, en það voru þeir lyfsal-
inn, Alexandra og Mister
Roastbeef. Ástæðan var fyrst
og fremst sú, að lyfsalinn
hafði Lappaskó á fótum og
þeir reyndust svo sleipir að
hann var í mikilli hættu. fs-
lendingurinn, sem hafði það
embætti að gæta hans, varð
hvað eftir annað að grípa í
hann og oft að styðja hann
yfir verstu torfærurnar.
Að lokum stóðum við á
hlaðinu á Mógilsá. Við létum
ekki á okkur standa, en skrið-
um hálfbognir inn í göngin
og til stofunnar — og þá var
klukkan orðin rúmlega 7.
Nú var því erfiðasta og
vandasamasta aflokið. Mér
fannst í sannleika sagt, að við
mættum vera hreyknir af ár-
angrinum, við höfðum í raun
og veru unnið fyrstu orrust-
una. En nú óskuðum við þess
heitt og innilega að ofn væri
í stofunni. Okkur var kalt
þrátt fyrir langa gönguna, við
vorum vel klæddir og teygð-
um nú úr okkur á gólfinu og
kistunum. Dannebrog hékk á
einum veggnum — og þegar
ég litaðist um, fannst mér að
stofan hefði orðið mjög vist-
leg að eins ef ofn hefði verið
í henni. Við átum nú og
drukkum og spiluðum síðan
whist um stund, en ekki
lengi, því að við vorum allir
orðnir mjög þreyttir. Klukk-
an 11 fórum við að týgja okk-
ur í svefninn. Við hreiðruð-
um um okkur í heyinu — og
svo undarlega brá við, að nú
fannst okkur hvílan mýkri en
bezta æðardúnssæng. Og inn-
an tíðar steinsofnuðum við
allir.
Það var skuggalegt um að
litast úti þegar við opnuðum
augun næsta morgun. Storm-
ur var á og loftvogin féll ört.
Verkamennirnir báru nú það
sem eftir var af staurunum
upp í fjallshliðina og símavír-
inn var festur við endann á
einangraða vímum. Endamir
voru settir saman. Ég hafði
gert ráð fyrir að símavírinn
væri svo langur, að hann
mundi ná alla leið niður að
rótum fjallsins, en svo reynd-
ist ekki, hann náði að eins
niður í sjö hundruð og fjór-
tán feta hæð.
Veðrið fór versnandi. Him-
ininn var svartur sem bik, og
allt í einu skall á hellirigning
með roki. Mér tókst þó að
ljúka ætlunarverkinu. Ég
setti endann á símavímura
fastan við tvær sinkplötur,
aðra setti ég í lítinn læk exi
hina gróf ég niður og þar á
ofan setti ég stóra steina. Ég
rannsakaði nú hvort allur
þessi útbúnaður væri eins og
hann ætti að vera, og þegar
ég hafði sannfærst um það,
fór ég að hugsa til heimferð-
ar . . .
En stormurinn fór vaxandi,
og allt í einu tilkynntu ræð-
aramir að ógerningur væri
að fara á sjónum í þessu
veðri. En ferðafélagar mínir
vildu óðir og uppvægir kom-
ast til Reykjavíkur hið allra
fyrsta — og þrákelkni þeirra
og hugdyrfska varð til þess
að þeir lögðu af stað í Jesú
nafni. En það var hroðalegt
að sjá. Skipið reið á öldu-
toppunum og sævarlöðrið
fauk um farkostinn svo að
hann hvarf hvað eftir annað í
rótinu. Oft töldu félagamir
að allt væri úti — og þess
vegna lofuðu þeir guð hátt og
í hljóði þegar þeir loksins
lentu heilu og höldnu í fjör-
unni f Reykjavík. En þá var
ekki þurr þráður á þeim.
Ég verð að játa þá stað-
reynd, að ég hef aldrei verið
nein hetja á sjó. Ég fór held-
ur ekki með bátnum. Ég ætl-
aði að fara og var búinn að
klifra uppá bakið á stómm
og sterkum íslending þegar
mér var sagt, að á Mógiisá
væru tveir hestar og á þeim
gæti ég komizt landleiðina til
Reykjavíkur. Og það varð úr.
Bóndinn á bænum gerðist
'£•
I
!
I
Gylfi Gröndal:
Þrjú
kvœði
EiH kvöBd í sepfember
Lindir forlaga
laugá draum rninn.
l'lýr hvíði,
flýja sorgir,
flýr einmani.
Vefur gleði
gtdlklæðum
gæfuhjörtu.
Nefn ekki
nútíð skammlífa.
Lindir forlaga
lauga draum minn.
GRlMÁ
Þátt mynd hennctr verði vuið fyrir löngu,
ég minnast vil:
Hún safnaði blómum og sagði atttáf,
að sorg væri ei til.
Seinna fann ég, hve fullyrðing hennar
var fögnr en röng.
Þá fann ég, að aldrei af hug og hjarta
hún hló og söng.
o O
»
Nú veit ég: Hún hló þá helzt skyldi feíla
höfug tár,
og enginn vissi, hvað undir sveið
í öll þessi ár.
Tvö fiBkrigði um rós
Drúptu höfði
daptt-rlega,
drúptu lægra.
Lokaðu
hinum lífvana
litblöðum; segðu:
Aldrei mun ég
aftur rísa.
Teygðu höfuð þitt
tígulega,
teygðu það hxrra.
Breiddu út
hin blóðlitu
blöð þin; segðu:
Hvergi getur
hreinni fegurð.
leiðsögumaður minn og reið
öðrum hestinum, en sjálfur
reið ég hinum. Til að byrja
með fannst mér bara gaman
að þessu. Við riðum hægt og
skiftust á melar og grasigrón-
ar götur á lyngholtum og
mýmm, þá tóku við vötn og
ár og blautir troðningar. Þeg-
ar ég leit upp í kolsvartan
himinninn yfir ólgandi haf-
inu prísaði ég mfnum sæla að
hafa valið bann kostinn að
fara ríðandi heim.
En brátt tók gleði mín aS
dvína. Veðrið fór æ versn-
andi. Það var komið á fár-
viðri og vatnið streymdi úr
svörtum skýjunum eins og
helt væri úr fötu. Ég hef oft
lent í erfiðleikum á ferðalög-
um mínum, en aldrei í öðmm
eins og í þetta sinn. Ég varð
stígvélafullur og svartur
sandur lamdist framan í mig
með regninu. Færðin gerðist
ákaflega slæm. Við fórum ura
Framhald á bls. 27.
8
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ