Alþýðublaðið - 24.12.1955, Page 12
KAUPFELAG ISFIRÐINGi
ÍSAFIRÐE
Samvinnufélag neytenda og framleiðenda við ísafjarðardjóp
. Selur og útvegar aílar helztu nauðsynjavörur
Tekur til sölumeðferðar flestar íslenzkar framleiðsluvörur.
Umboð fyrir Samvinnutryggingar.
Otibú f Súðavík, Bolungavík og Hnífsdaí.
GLEÐILEG JÓL
gott og farsælt komandi ár!
KAUPFELAG ISFIRÐINGA
hermar áður en hún kom til
sjúkrahússins. Hún endur-
lifði það æviskeið, sem hún
hafði kvatt — kvatt, er hún
leitaði athvarfs hjá systrun-
um á sjúkrahúsinu. Hvað
hafði þá skeð áður . . . ?
Æsandi hljómar dans-
músíkarinnar endurómuðu í
glæstum kabarettinum, þar
sem Anna var ráðin sem
dansmær, — og þar sem hún
vakti fádæma hrifningu fyrir
einstæðan dans sinn og
nautnvekjandi látbragð.
Líkami hennar var fullkom-
inn — svo fullkominn, að
konur öfunduðu hana og
karlmenn girntust hana, und-
antekningalaust, er hún kom
fram fyrir fólkið í trylltum
dansi og djörfum söng; og
augu hennar höfðu engu síð-
ur sín áhrif en röddin. Anna
vissi um töfravald sitt — hún
var óvenjulega örugg í þessu
starfi sínu, sem var í því einu
fólkið að vekja frygð og æs-
ingu hjá úrkynjuðum
skemmtigestum. Við barinn
stóð Vittario — barmaðurinn,
einn þeirra, sem allsstaðar
má sjá í kringum lauslætis-
drósir stórborganna og leitast
við að hafa gagn af þeim á
hvaða sviði sem hugsazt get-
ur. Hann var þokkalegur í út-
liti; fötin undirstrikuðu góð-
an vöxt hans á allan hátt og
gerðu hann eftirsóknarverð-
an í augum vissra kvenna,
miklu eftirsóknarverðari en
andlit hans gat gert hann. Það
var eitthvað óbilgjarnt og
hörkulegt í andlitinu — svip-
ur, sem orkaði vel á þær kon-
ur, sem sjálfar voru kynferði-
lega eggjandi; en það var
svipur, sem engum geðjaðist,
er hugsaði út í hann nánar.
Anna hafði fyrir nokkru látið
fallast fyrir þessum manni;
og síðan það hafði gerzt, hafði
hún verið fremur miður sín.
Ekki var því að heilsa, að
hún elskaði hann — eða hann
hana. Slík tilfinning var
henni ennþá óþekkt af eigin
raun — en í augum mannsins
var stúlkan ný „reynsla.“,
sem um var að gera að hag-
nýta — nýr kvenmaður, enn-
þá fegurri og æsilegri en
nokkur önnur kona, sem
hann hafði verið með. Þrátt
fyrir fegurð sína og þær hætt-
ur, sem fegurð og kynþokki
jafnan leiðir stúlkur út í, var
Anna engan veginn hvers
manns kona og hafði aldrei
verið. Hún hafði vit á að hafa
sig afsakaða, þegar „glæsi-
boð“ ýmiskonar bárust henni
frá viðskiptavinum kabaretts-
ins — en gagnvart Vittario
hafði hún frá því fyrsta haft
aðra afstöðu •— einhver
líkamleg aðlögun stjórnaði
gerðum hennar varðandi
hann fremur en aðra menn;
það var óskylt ást, en hélt
henni samt fanginni og veitti
henni svölun, sem hún hafði
ekki kynnzt hjá öðrum
mönnum. Það, að hún var
kuldaleg og kærulaus gagn-
vart Vittario þegar aðrir sáu,
gei’ði hana aðeins ennþá
girnilegri í augum hans —
hann vissi bezt, hvernig hún
var, þegar þau voru tvö ein
og hann tók hana —. Anna
fór jafnan ein burt frá kabar-
ettinum, þegar vinnutíma var
lokið. Þetta kvöld fór líka
þann veg; en þegar hún stóð
úti á dimmri götunni, var sem
augu hennar leituðu eftir ein-
hverju — og þegar hún gekk
fyrir fyrsta húshornið, kom
hún auga á litla bifreið, og
þar sat einmanalegur maður.
Hún gekk að vagninum og leit
í kring um sig í skyndingi,
en maðurinn opnaði bílhurð-
ina og hún settist við hlið
hans fram í. Þetta var í ann-
að skipti sem hún sá Andrea
— ungan, stæltan mann, sem
bar með sér rótgróna og að-
laðandi menningu ásamt sam-
svarandi uppeldisáhrifum.
Hún hafði fyrst séð Andrea
kvöld eitt, er hann var gest-
ur í kabarettinum, og í mót-
setningu við það sem hún
var vön, hafði hún þegið
drykk við barinn. Henni
fannst maðurinn aðlaðandi —
tillitssemi hans, sem var ólík
því, er hún hafði átt að venj-
ast. Hún komst ekki undan
því að finna, að Vittario leit
á hana augum þess, sem þyk-
ist hafa eignarrétt, á meðan
hún sat á táli við Andrea.
Hun fann einnig, að með því
að vera vingjarnleg við
Andrea, gat hún hefnt sín á
Vlittario, — en hvers hún
var að hefna, gerði hún sér
ekki Ijóst. Þau Andrea höfðu
dansað nokkra dansa, og um
nóttina hafði hann keyrt hana
heim til hennar, og þau höfðu
kvaðzt fyrir utan húsdyrnar.
Aður en þau skildu, hafði
hann samt beðið hana um
leyfi til að koma aftur nokkr-
um kvöldum síðar, og hún
hafði heitið honum því, að
rabba þá við hann og halda
þeim kunningsskap áfram, er
hafði byrjað svo ánægjulega.
Þau höfðu boðið góða nótt,
og hvort farið heim til sín.
En Vittario hafði ekki gleymt
því, er hann hafði séð í kabar-
ettinum. — Hann ásetti sér
að sýna „stelpunni" það við
fyrsta tækifæri, hvorum
þeirra henni bæri að hlýðn-
ast.
Þetta kvöldi átti Andrea
að koma, en hann var ekki
kominn, þegar Anna hafði
lokið fataskiptunum, og hún
fór burt úr kabarettinum í
veikri von um, að hann biði
fyrir utan — enda kom hún
brátt auga á bílinn hans —
og þarna sátu þau allt í einu
saman og óku rólega út úr
borginni. Anna snéri sér til
hálfs að Andrea og mælti:
„Ég leitaði að þér meðal
gestanna í kvöld — en þú
varst hvergi“.
„Nei. Ég varð því miður of
seinn fyrir“, svaraði hann af-
sakandi.
„Ertu nú viss um, að það
sé af því?“ spurði Anna
stríðnislega.
„Nei — satt að segja. Það
er of margt fólk þarna inni,
fólk sem borgar fyrir að sjá
þig dansa og syngja, og æsir
sig upp við þá stemningu, sem
þú vekur“.
„Einu sinni varst þú samt
einn af þessu fólki — ha?“
spurði Anna.
Andrea leit á hana: „Já. En
þá var allt öðru vísi. Ég horfði
aðeins á þig eins og maður
horfir á fallega stúlku — en
ég hef brunnið af löngun eft-
ir að sjá þig aftur“.
Þau voru komin upp á
hæðadrögin fyrir utan borg-
ina, stigu út úr bílnum og litu
yfir Ijósadýrðina.
„Anna — þú verður að
koma út til okkar á sunnu-
daginn — ég vil kynna þig
fyrir mömmu minni“. Rödd
Andrea var alvarleg — biðj-
andi.
Anna leit annarshugar yfir
borgina, og í rödd hennar var
öryggisleysi:
„Ég kann vel við mig uppi
í sveit. En ég kem þangað
aldrei nú orðið“.
„Anna! Hvers vegna skyld-
irðu ekki koma með mér?“
spurði Andrea.
Anna leit í augu hans, er
hún spurði á móti:
„Hvers vegna sækirðu mig
í kabarettinn? Hvers leitar þú
hjá mér?“
„Það hlýturðu að vita“,
svaraði Andrea rólegur.
„Nei, það veit ég ekki. Ég
hef unnið á næturklúbb í tvö
ár — og ég hef aldrei fyrr
verið í óvissu um það, hvað
karlmaður vildi mér —
Hún gretti sig um leið og
hún hélt áfram: „En um þig
er ég ekki viss. Þú kannt
víst að gefa kvenmanni undir
fótinn . . .“ Andrea tók fram
í fyrir henni:
„Ég er ekki að gefa þér
undir fótinn, Anna — ég bið
þig um að giftast mér —“.
„Það ei; ekki hægt“, svar-
aði Anna, næstum óheyrilega
lágt. „Stundum finnst mér,
að ég sé búin að eyðileggja líf
mitt------
„Hví segirðu þetta?4*
spurði Andrea?. En Anna
gekk í átt að bílnum um leið
og hún svaraði:
„Við skulum ekki tala
meira um það. — Við skulum
koma —“.
Þau óku aftur til borgar-
innar. Eftir langa þögn spurði
Andrea, er þau voru að
kveðjast:
„Kemurðu á sunnudag-
inn?“
„Kemur þú og sækir mig
•— eitthvert kvöldið?“ svar-
aði hún.
12
ALÞÝÐUBLÁÐIÐ