Alþýðublaðið - 24.12.1955, Qupperneq 19

Alþýðublaðið - 24.12.1955, Qupperneq 19
Enmir r Ovœntir gestir Framhald af bls. 10. tók andköf af dragsúg og kastaði fölum bjarma um hið frumstæða umhverfi. Þá var barið í gluggann þrj ú högg, svo að allir gætu vitað, að ekki væru draugar á ferð eða óheillavænlegar andasendingar, sem oft áttu að fara á undan slíkum veðr- um að næturlagi. Högg'in þi’jú, tákn hinnar heilögu þi’e- nningar, voru trygging fvrir því, að óhætt væri að ljúka upp. „En hvaða mennskur mað- ur getur verið á ferð í slíku veði’i?“ sagði móðir mín, meðan pabbi fór fram göng- in og lauk upp í hálfa gátt, því að stormurinn ætlaði að rífa af honum hurðina. Holdvotur miðaldra mað- ui’, Ijóshærður og bláeygur, með gúmmíflibba um hálsinn, í dökkum föturn og svörtum frakka, með loðhúfu á höfði kom út úr náttmyrkrinu. Hann bar stóran, leyndar- dómsfullan poka á baki, og minnti hann mig að lögun helzt á meðalstórt koffort. „Þú verður auðvitað hér í nótt, Sigurgeir“, sagði pabbi. „Mikið, að þú komst áfram í slíku veði’i“. „Já, hann hefur verið hvass á köflum“, svaraði Sigurgeir. „Eg var næstum þvf búiim að tapa stefnunni, en áttaði mig svo eftir ljósinu í bænum ykkar og áriðinum, — en verst er þetta veður fyrir nótnabækurnar mínar og hljóðfærið", svaraði hann, meðan hann gekk inn göngin og hafði á sér borgarbúasnið, þótt haltur væri. í augunum var fjarlægðarglampi, sprott- inn af að ganga um endalaus- ar sveitir hins strjálbýla lands sem farandkennari á myndarheimilum hreppstjóra og annarra héraðshöfðingja. í kvöld hafði hann ekki náð lengra en í litla bæinn okkar. Er vosklæðin voru af honum dregin og hann hafði klæðzt þurrum fötum og matazt, leysti hann frá hinum leynd- ardómsfulla, ferniseraða poka og dró fram lítið orgel, ó- skemmt þrátt fyrir rigning- una, setti á það handsveif, stillti upp nótnabók og tók að spila. Hann söng undir af öllum mætti, svo sem væri hann í kappsöng við storm- inn og regnið. „Það er mikið, að þér getið ferðazt með orgelið“, sagði móðir mín, sem þéraði hann, af því að hún hafði heyrt, að hann teldi sig í heldri manna röð. „Hljóðfærið verður að fylgja mér“, sagði hann, því ég kenni börnum söng ásamt landafræði og öðrum almenn- um námsgreinum", svaraði hann. Þá var vikið að almæltum tíðindum. „Nú berjast Tyrkir og Búlgarar fyrir utan Kon- stantinopel og það er sagt, að valkestirnir séu svo stórir, að menn hafi ekki við að grafa hina föllnu, en verði að hella yfir þá steinolíu og brenna síðan á báli“. „Já, mikil ósköp er að hugsa sér þessi stríð“, svar- aði mamma. „Hvenær verða mennirnir svo vitrir að hætta styrjöldum?“ „Það getur aðeins hugsazt með aðstoð gerðardóma í milliríkjamálum“, svaraði hann. .„Þeir tala líka um það, sem þeir kalla jafnaðarstefnu í útlöndum, en samfara heyrir maður talað um verkföll og óeirðir. — Já, guði sé lof fyrir landið okkar, blessaða friðsama hólmann“, bætti hann við. „Hvað er jafnaðarstefna?“ spurði ég. „Þú átt ekki að vera svona framhleypinn, drengur minn, þegar fullorðið fólk talar“, sagði pabbi og leit á mig með ávítunarsvip. Svo kom ógurlegur þrumu- gnýr, sem ekið væri hundrað hervögnum um himingeiminn og baðstofan hristist sem í jarðskjálfta. „Þetta kemur af rafmagni í skýjunum sagði gesturinn og tók að spila á ný. Nú lék hann með báðum höndum og knúði sveifina með fótafjöl líkt og spunarokk. -----Kvöldið leið. Ljósið á litla olíulampanum var slökkt og koldimm vetrar- nóttin varð einvöld í bað- stofunni. Raflagningaefni ávaílt fyrirliggjandi. Rafmagmmólorár af ýmsum stærðum. Raflagnir í verksmiðjur og nýbyggingar. Í3 Viðhald á öllum rafmagnstækjum og raflögnum. Breytingar á eldri tækjum og raflögnum. Finnur B. Kristjánsson löggiltur rafmagnsvirki, Nökkvavogi 60 Sími 7358. „SCANDIA" kolaeldavélarnar frá firmanu L. Lange & Co. Svenborg, Danmörku, hafa þegar öðlast miklar vin, sældir hér á landi. Þær eru framleiddar í ýmsum stærð- um, með eldhólfi hægra og vinstra megin, reykrör tengt í topp- eða bakplötu og hægt er að fá sérstaka viðauka plötu, sem hylur reykrörið. þegar það er tengt aftan í vélina. Flestar stærðir eru með innbyggðum vatns- hitara. Bökunarofninn er mjög góður. Yélarnar eru sparneytnar og gefa mikinn hita. Frá sama firma er þvottapotturinn hér til hægri. Hann er rúmgóður, fæst í ýmsum stærðum, sem geta tekið frá 60—110 lítra. Hann er með loki og er granít-emaleraður. Hægt er að fá sérstakan frárennsliskrana á þvottapottinn. Mjög mikið hefur verið keypt af þessari tegund þvotta- potta og hafa þeir liíkað ágætliega. Vinsamlega hafið samband við næsta kaupfélag sem getur gefið ýtarlegri upplýsingar um þessi vinsælu tæki. SAMBANÐ ISL. SAMVINNUFELAGA Innflutningsdeild — Bygglngavörur ■ i,.T V ^ f -t ’A.r/. _ Í 1 - - > 1 : j £ l. 19 JÓLAHELGIN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.