Tíminn - 02.03.1965, Side 7

Tíminn - 02.03.1965, Side 7
ÞRIÐJUDAGUE 2. inarz 1965 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR DARSINNAR STATA AF HÚSNÆÐISMÁLA Frumvarpið til staSfestingar á bráSabirgðalögum um launaskatt var til 3. umr. í efri deild í gær. Karl Kristjánsson mælti fyrir breytingatillögu ,sem hann flutti ásamt Ásgeiri Bjarnasyni um að vinna í sláturhúsum og mjólkur- búum skuli undanþegin launaskatti Færði Karls rök fyrir þessari til- lögu, en svaraði jafnframt atrið- um úr ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, er hann flutti, er liann hafði framsögu fyrir sam- hljóða nefndaráliti heilbrigðis- og félagsmálanefndar, og bar lof á núverandi ríkisstjónl fyrir aðgerð ir hennar í húsnæðismálum, sem hann sagði standa mun betur nú en í tíð vinstri stjórnarinnar. Urðu síðan miklar umræður um húsnæðismálin allan fundartíma dcildarinnar og vel það. Tóku þátt í þessum umræðum auk Karls Eggert G .Þorsteinsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ólafur Björnsson, Auður Auðuns, Ólafur Jóhiannesson og Helgi Bergs. Hér fer á eftir meginefni ræðu Karls Kristjánssonar. Lánamálum vegna íbúðahúsa- bygginga hefur nú verið þannig skipað hjá ríkinu, að Stofnlána- deild landbúnaðarins er ætlað að lána til íbúðarhúsatoygginga fólks, sem landbúnað stundar, en Byggingasjóður ríkisins á að lána íbúðarlán fójki, sem aðra atvinnu- vegi, stundar. Stofnlánadeildarlöggj öf landbún- aðarins skyldar þá, er hann reka, til þess að leggja fram óafturkræft fé til Stofnlánadeildarinnar. Þau framlög eru tekin af aflafé bænd- anna, eins og þau væru þeirra persónulegu þarfir, og engin hlið sjón höfð af þeim við ákvörðun búvöruverðs frekar en týndrar pyngju eða kaupa á spariskóm.. Aðrir atvinnuvegir og launagreið endur eiga svo aftur á móti sam- kv. brb.lögunum um launaskatt, sem með samþykkt þessa frv. á að staðfesta, — að borga 1% af greiddum vinulaunum í Bygging- arsjóð ríkisins. Aðalhugsunin er því þessi: At- vinnuvegirnir leggi stofnfjárfram- lög í húsbyggingarsjóðina: Land- búnaðurinn í Stofnlánad. Búnaðar- bankans, fyrir þá, er þar fá lán, hinir atvinnuvegirnir — eða rétt- ara sagt atvinnugreinar — borga í Byggingarsjóð ríkisins, vegna þeirra, er þar eiga að fá íbúðalán sín. Glögg er þessi greinig í sam- bandi við skyldusparnaðarféð. Þetta er hinn rauði þráður, þó að hann sé að vísu mjór sums staðar. Grundvallarmeinirigin er að hver skattgreiðandi borgi í sinn sjóð, — og að enginn sé tvískattaður. Vitanlega kemur svona bruttó- skattgreiðsla misjafnlega hart nið- ur á mönnum og fyrirtækjum, eftir því, hvað borið er úr býtum. Enn fremur eftir því, hve auðvelt þeir eiga með' • að koma skatti sínum inn í verðlag framleiðslu sinnar, eða þjónustu við aðra. Útgerðarmenn ,sem háðir eru 'íerðlagi erlendra markaða, geta engu um þokað í þessum efnum. Þeim er þar markaður básinn, og geta þar lent illa milli steins og sleggju. Mér verður hugsað til smábáta- Lýsing Alþýðublaðsins: Bröskurum veitt okuraðstaða í byggingamál. unum og fóik verður að borga 7 þús. krónur á mánuði í leigu fyrir meðalíbúð útgerðarinnar norðanlands í þeim kringumstæðum, sem hún er nú. 1 .gr. frumvarpsins tekur fram, að launagreiðendur skuli borga 1% af í Byggingarsjóð ríkisins af greiddum vinulaunum af hvers konar atvinnutekjum öðrum en tekjum af landbúnaði. í síðustu málsgrein 2. gr. segir: „Uhdanþegin skattskyldu eru laun eða þóknanir fyrir störf við landbúnað, jafnt vinna bóndans sjálfs og þeirra, sem hann greiðir laun. Ennfremur vinnulaun vegna jarðræktarframkvæmda og bygg- ingarframkvæmda á bújörðinni”. Ljóst er af þessum ástæðum að talið er skylt að undanþiggja land \ búnað láunaskatti þessum til Bygg ingarsjóðs ríkisins, þar sem bænda | stéttin greiðir sinn skatt skv. öðr- I um lögum til Stofnlánadeildar | landbúnaðarins og það meira að j segja í óþyrmilegum stíl, —eins | og kunnugt er ekki sízt af mála- i j ferlum, sem búnaðarsamtökin eiga ! i í við ríkisvaldið út af honum. Áreiðanlega hefur átt með þess-1 um lögum um launaskatt að forð- j ast — eins og skylt er — að láta j bændastéttina greiða líka til Bygg-1 ingasjóðs rrkisins, — og þar með j að tvískatta landbúnaðinn. En þetta hefur mistekizt, og það ættu allir, sem átta sig á því, að vera sammála um að vilja leiðrétta. Um það er till. okkar háttv. 1. þm. Vesturlands. Hún er efnislega að undanþiggja laun greidd starfs fólki mjólkurbúa og sláturhúsa. Ef þetta er ekki gert og skattur þesara launa er heldur ekki tek- inn inn í kostnað búskapar, þegar ákveðið er búvöruverð, þá fellur launaskatturinn á bóndann á þann hátt, að hann fær þeim rr.un ’ægra verð fyrir framleiðslu sína sem skattinum nemur, og það kemur niður á kaupi hans í sama mæli. Félög bændanna reka — eins og allir vita — mjólkurbúin og sláturhúsin fyrir hönd bændanna. Ennfremur er það mjög algengt að bændur sjálfir vinni meira og minna við þessi fyrirtæki sfn, t.d. við sláturhúsin og til er, að þau séu staðsett í sveit, þar sem ekk- ert þéttbýli er. Að verulegu leyti myndi skipta öðru máli, ef skatturinn væri tek- inn upp sem kostnaður við fram- leiðsluna, þegar ákveðið er búvöru- verðið. En upplýst hefur verið, að þetta var ekki gert s.l. haust, og engiri trygging er fyrir því, að það verði gert framvegis. Þess vegna teljum við, flutn.menn brt.tillögunnar eðlilegt, að ákvæði tillögunnar verði felld inn í lögin og þar með komið í veg fyrir, að bændastétt- in verði tvísköttuð í þesum efnum. En frams.m. heilbr. og fél.m.n. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, notaði tækifærið er honum gafst sem frams.manni við 2. umr. þess máls til þess að mæla lítilsháttar fyrir minni hinnar svonefndu Við- reisnarstefnu. Hann flutti henni lof fyrir afrek í lánamálum hús- byggjenda, og var það án efa vel meint af honum, en ekki að sama skapi raunhæft. Eg tel mér að gefnú tilefni frá honum leyfilegt að fara með ör- fáum orðum inn á þetta svið. Hann taldi það, — að því er virt íst —þakkavert og prýðilegt, að viðreisnin hefði hækkað lán til íbúðar úr 100 þús. kr. upp í 150 þús. fyrst og síðan skv. júnísam- komulaginu upp í 280 þús. kr., sem enn er ekki farið að veita. Varð ekki annað skilið af orð- um háttv. þingm. en að mikil væri sú „viðreisn”. En hann minntist auðvitað ekk- ert á það, hvað kostnaður við að byggja íbúð hefur hækkað á tíma „viðreisnarinnar”, en án þess er sagan hálfsögð eða varla það. Af skýrslum hagstofunnar má sjá að í febr. 1960, eða um það bil sem viðreisnarstjómin var að skinnsokka sig, var hámark íbúð- arlána ekki nema 100 þús. kr. Byggingarkostnaður við að koma upp 350 rúmmetra íbúð var þá 431 þús. kr. í s.l. okt er byggingarkostnað- ur íbúðar af sömu stærð talinn vera 716 þús, eða kr. 285 þus. meiri. Ekki er enn farið að veita 280 þús. kr. lán, svo vitað sé, heldur 150 þús. kr .lán. Þegar hér er komið viðreisnar- tímanum, þ.e. í okt. 1964, þá vant- ar 135 þús. kr. til að öll láns- fjárhæðin borgi dýrtíðaraukning- una eina saman. Niðurstaðan er sú, að húsbyggj- andann nú vantar lánsfjárhæðina alla sem húsbyggjandinn 1960 fékk 100 þús. kr. og 135 þús. kr. að auki til þess að standa jafnt að vígi og hann, þó að lánið sé 150 þús. kr. og kallað viðreisnarlán. Hér er eki um framför að ræða, heldur afturför. Og alltaf er byggingarkostnaður. inn að hækka. Hann verður hærri 1965 en hann var 1964. Lánin hafa verið hækkuð að krónutölu, en gildi lánanna hefur samt minnkað svona stórkostlega af því að dýrtíðin hefur vaxið meira. Einhvers staðar stendur skrifað: „Viðreisnin étur bömin sín”. Það er sterklega til orða tekið. En hvað hefur ekki gerzt í þess- lánamálum? Lánsfjárskorturinn til íbúðabygg inda veldur húsaleiguokri og gefur gmndvöll fyrir húsasölubrask og okurgróða fyrir þá, sem það brask stunda. Það er mælt að enginn geti sigrað skuggan sinn í kapp- hlaupi sem háð er undan sól. Hæstvirt ríkisstjórn hefir í þessum málum háð kapphlaup við skuggann sinn og beðið lægra hlut. Það þarf mikla húsbóndaholl- ustu til að lofa þessa frammi- stöðu stjórnarvaldanna. Eg leyfi mér að ráðleggja hinum greinda og ágæta mani hæstv. 4. þm. Vest fjarða að gæta fóta sinna á því svelli. Ekki var hægt annað en brosa, þegar háttv. 4. þm. Vestfjarða var að tala um mikilvægi þess að hæstv. ríkisstjóm hefði beitt sér fyrir því að skyldusparnaður hefði verið hækkaður á árinu sem leið úr 6% upp í 15%. Öðruvísi mér áður brá. Það er ekki langt síðan Sjálfstæðisfl. vildi engan skyldusparnað sam- þykkja. Taldi 6% sk. sp. áníðslu. Frjáls sparnaður gæfist abtaf betur. Nú hefur Sjálfstæðisfl. farið svona rækilega í gegn um sjálfan sig. Hann ætti sannarlega að gera það í fleiru. Að fara í gegn um sjálfan sig var. leikur, sem strákar léku oft hér áður á baðstofubitunum. Það þótti stundum fara illa með þröngur buxur. Þær vildu rjína, Tai háttv. Sjálfsstæðismanna nú um þá framför sem, það sé að hafa hækkað skyldusparnaðinn minnir á það að Sjálfstæðisfl. I þyrfti að hafa buxnaskipti. Þorvaldur Garðar gat þess að í i ráði væri að útvega húsnæðis- málastofnunni meira fé en hún hefði áður haft. Það er að sjálf sögðu gott og blessað, ef þetta verður meira en ráðagerðir ein- ! ar og gerir eitthvað meira en að | mæta dýrtíðarhækkuninni, sem ■ samhliða magnast — hverfur j ekki sporlaust í hít hennar | dns og lánahækkanir síðasta árs. i Eitt af því, sem háttvirtur þing í maðurinn nefndi að til stæði er ! að láta hið árlega ríkisframlag til j atvinnul eysistry ggingias jóðs jafn- jan ganga til kaupa á íbúðarlána- ! bréfum húsnæðismálastjórnar til i að efla veðlánakerfið, en þessi ; tekjustofn um 40 millj. kr. á ári. \ í sambandi við þessa hugmynd vil ég benda á, að Stofnlánadeild landbúnaðarins þarf líka á fé að halda til þess að geta lánað sóma samleg lán til íbúðarhúsabygg- inga í sveitum. Að réttu lagi á sú lánastarf- semi kröfu á hlutdeild í ,fé, sem ríkið ráðstafar beint til íbúða- bygginga. Eg vil skora á þá, sem standa fyrir málum að gæta hlutfallslegs réttar og hagsmuna Stofnlána- deildarinnar. Eftir því þarf að muna að íbúða lánakerfi landsins er í tveim deildum. Brtt. ofckar háttv. 1. þm. Vest fjarða er einn þáttur þess, sem gæta þarf í því samibandi — þ. e. að láta ekki bændastéttina greiða launaskatt til beggja deildanna. Þeir Þorvaldur Garðar og Eggert G. Þorsteinsson höfðri sig mest í frammi, og töldu núverandi rík- isstjórn hafa unnið stórvirki í húsnæðismálum, stórkostlega hefði áunnizt, og væri ástandið miklu betra en í tíð vinstri stjórnarinn- ar .Ólafur Björnsson sagði, að menn stæðu jafnt að vígi og áð- ur. Ef maður hefði fengið 150 þús. kr. að láni til kaupa á íbúð sem kostaði 300 þús. kr., stæði hann jafnt að vígi nú, ef hann fengi 300 þús. króna lán til kaupa á íbúð, sem kostaði 600 þús. kr. Karl Kristjánsson benti á, að á árunum 1956—1959 — 4 ára tímabili — hefði verið lokið við 6077 íbúðir. Á næstu fjórum ár- um 1960—1963 hefði verið lokið við 5268 íbúðir, — eða 200 fbúðum minna á ári að meðaltali. Hvaða ályktanir mætti svo af þessu draga? Ekki væri áhuginn minni hjá mönnum að koma upp þaki yfir höfuð sér, og þjóðinni hefði fjölgað stórlega, og húsnæðisekla víða mikil. Ástæðan er sú, að menn hafa talið sig eiga við meiri örðugleika að etja en áður, hvað sem öllum reikningsdæmum stjóm arsinna liði, og væri ekki ástæða fyrir þá að státa af ástandinu. Það væri sannarlega ekki til þess. Vitnaði Karl síðan í Alþýðublað- ið írá því á sunnudag, en í forystu grein þess segði orðrétt: „Því miður hefur ekki tekizt að hreinsa húsnæðismálin af óhóf- legri gróðastarfsemi, og virðist til dæmis lóðaúthlutun í Reykja- vík beinlínis vera við það miðuð að hjálpa þeim aðilum, sem hafa húsnæðisskortinn að féþúfu. Það er á almannavitorði, að braskarar græði eitt til tvö hundruð þúsund á hverri meðalíbúð, sem þeir koma upp og selja hálfgerða. Engin til- raun virðist hafa verið gerð til að stöðva þessa svívirðu. Jafn- framt-því, sem íbúðarverð er skrúf að upp, meðal annars vegna þess- arar okurstarfsemi, hækkar leiga Sbúða, svo að meðalfjölskylda kemst varla í húsaskjól fyrir minna en 5-7000 krónur á mánuði”. Þannig er ástandið skv. lýsingu Alþýðublaðsins í skjóli Sjálfstæð- isflokksins ,og þetta er ekki til að státa sig af . Ólafur Jóhannesson kvaðst ef- ast um, að allir þeir, sem þyrftu húsbyggingalán og þyrftu að sækja til Eggerts G. Þorsteinsson- ar væru eins ánægðir með ástand mála og hann þykist nú vilja vera láta. Ekki kvaðst Ólafur vilja fallast athugasemdalaust á hag- l'ræði nafna síns Bjömssonar. Að- staðan færi að sjálfsögðu eftir því, hvernig möguleikarnir væra til að afla þes fjár, sem á vantaði íbúðarverðið, er húsnæðismála- stjómarlánið væri fengið, hvort auðveldara væri nú að leggja fram 300 þús. úr eigin vasa en 150 þús. fyrir fjórum áram. Ólafur Björnsson hefði miðað sitt dæmi við, að ástandið væri í mesta lagi eins gott og það var, en ekki betra, eins og Eggert og Þorvald- ur vildu halda fram. Þorvaldur hefði sett þessar umræður af stað með því að halda skrumræðu um aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í húsnæðismálum í framsögu fyrir samhljóða nefndaráliti um launa- skatt. Nú væri hann farinn að kvarta yfir, að þessar umræður skyldu hefjast. Helgi Bergs mótmælti nokkrum atriðum í ræðu Þorvaldar Garðars og benti á, að deilt hefði verið á Framh. á bls. 2.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.