Tíminn - 02.03.1965, Qupperneq 9

Tíminn - 02.03.1965, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. marz 1965 geysimikil. Næsti vetur var mjög harður, en þó var hafís eKki að ráði landfastur, utan dálítill hroði. Veturinn 1819 var talinn í betra lagi, þó kom nofckur ís upp að landinu og þá var bjamdýr unnið í Þing eyjarsýslu. Árin á þriðja .áratug aldar iunar voru ekki mikil ísár, en þó feom hinn hvíti floti meira og minna hingað til lands flest eða 811 árin, og hindraði sigl- ingar. Þess er getið, að hann hafi árið 1821 legið mest ajlt sumarið fyrir Vestur og Norð- urlandi og 30 hollenzk fiski- sfeip sátu föst í ísnum lengst af sumri. Árið 1834 kom ísinn um krossmessu að vori og lá við land nyrðra fram á haust og hindraði siglingar kaupfara. Næsta ár var einnig slæmt ís- ár, þá kom ísinn um miðjan vetur og lagðist kringum allt Veistur- Noröur- og Austurland, og var þar til í júlí. Var þá mikill fjárfellir. 1837 var mik ið ísár og er því lýst þannig f Annál nítjándu aldar: „En er leið að sumarmálum, kom hafísinn; lagðist hann inn á hvem fjörð norðanlands, beygði austur fyrir Langanes, komst með tímanum fyrir alla Austfjörðu og aftur vestur allt að Skaftárósi og þar var hann seint í maí, en vonum fyrr rak hann frá aftur. Við Norður land lá hann þar á móti all- víða þangað til seint í júlí.“ Nú koma nokkur ár, þar sem stundum var hafís að nokkru ráði, stundum lítill sem enginn og við skulum bregða okkur til ársins 1855. í það ár kom ís í febrúar að Norðurlandi og umkringdi það allt, vestur að Látraröst og austur að Héraðsflóa. Hann fór ekfci að ráði inn á firði á Vestfjörðum, en hafþök vora fyrir utan. Meginísinn rak þó frá aftur í marz, en ekki var þó orðið íslaust fyrir Vestur- og Norðurlandi fyrr en í miðj um maí. 24. febrúar það ár rak ísinn inn á Eyjafjörð og fyllti hann að lagís þeim sem kominn var á fjörðinn. Mátti um næstu mánaðamót ganga allan Eyjafjörð þvert og endi langt á ís, út á Kljáströnd að austan og út á Hjalteyri að vestan. Þetta ár fórst maður af Skaga, er hann var við há- karlaveiðar upp um ísinn aust ur af Skaga um mílu frá landi Er hann var að flytja veiðina eða veiðarfærin heim gliðnaði fsinn sundur og komst hann ekki til lands og ekki var hægt að bjarga honum sökum ísreks og ofviðris. Fylgzt var með hon um í sjónauka, meðan birta hélzt, og sást hann þá hlaupa fram og aftur um ísinn. Með honum var hundur hans og kom hann sex dægrum síðar að landi á Skaga. en til manns ins spurðist aldrei. Árið 1859 var einnig mikið hafísár og var því af sumum jafnað tii ársins 1802 Skip komust ekki tii Akureyrar fyrr en í júníbyrjun og i sumum sveitum á Austfjörð um féll fjórði hluti t'járins. Þá lagði Austfirði út fyrir yztu annes, en þar tók hafísinn við Þá fóru menn á útmánuðum úr Fáskrúðsfirði með æki á ísnum út fyrir Vattarnestangs og inn á Eskifjörð og lagísinn á Fáskrúðsfirði var svo sléti ur að t'ært var á skautum þvert og endilangt vim fjörð inn“ segir í Annál nftjándu aldai Á Vestfjörðum voru miklar frosthörkur, og var vet ur þessi þar kalla'ður Álfta bani. Miklir lagnaðarísar voru á Breiðafirði og komst skip ekfci til Stykkishólms í apríl Hafíshroði var fyrir Norður- landi og Vestfjörðum fram í september. Næsta ár var einn ig nokkur hafís, en harðindi óskapleg og féll þá fénaðurunn vörpum og varð sums staðar að skera lömbin undan ánum. Þá gekk slæm ,,taksótt“ víða og varð árið fimmta mesta mann- dauðaár aldarinnar, svo lands mönnum fækkaði um tæp níu . hundruð. Á síðari helmingi sjöunda tugs aldarinnar var meiri og minni hafís fyrir Norðurlandi. 1866 er þess getið, að hákarla skip hafi ekki komizt út úr Eyjafirði vegna hafíss fyrr en um miðjan júnímánuð og þá komust fyrstu kaupskipin til hafna á Norðuriandi 22. maí. Vora þau tvo og komust tij Eyjafjarðarhafna, en höfðu þá bæði lent í mánaðarhrakning um í ísnum. Þá var hafísinn landfastur milli Hombjargs og Stigahlíðar við ísafjarðardjúp frá því í júlí fram í ágúst, svo og inn Húnaflóa að Kúvíkum við Skaga að austan og inn með honum að vestan. Árið 1869 kom hafís að landinu á þorra og hvarf elcki fyrr en í ágústmánuði. Árið 1874 varð vetur geysi harður. Hafís lagðist óvenju snemma og lá langt fram á sumar. Bændur á Norður- landi urðu að farga talsverðu af fé sínu þegar á þorranum. Máttu heita stanzlaus harðindi frá því um haustið og fram í aprílmánuð að nokkuð fór að linna, þótt ísinn væri þá enn fyrir landi. Næstu ár var nokkur hafís öðru hverju út, áratuginn, en árið 1880 ,var mjög gott talið allt fram undir jól, en milli jóla og nýárs það ár gerði frosthörkur miklar os hafís rak inn hvern fjörð og flóa á Vestfjörðum og Norður- landi og nú hófst mesti harð- indavetur, sem dunið hefur yfir landið síðustu öldina, og hefur ekki annar slíkur komið síðan, enda gaf alþýða manna honum nafnið „frostaveturinn mikli“ og hefur þurft nokfcuð til. Árið 1881 linnti harðindum ekki fyrr en um höfuðdag, og segir svo um þetta ár í Annál nítjándu aldar: „9. janúar að kveldi skall á ofsalegt norðan hríð um allt Norðurland og Vestfirði. Næstu daga fyllti hafís hverja vík, fönn hlóð nið ur Norðanlands, en um Suður land geysuðu stormar og gadd viðri. Frosthart var um allt land, 18—24° R nyrðra (22— 1 30°C) en 12—18° R (15— I 22 °C) fyrir sunnan. Þar, sem § hafís rak að landi. fraus allt g í eina hellu. Um miðjan jan. H var Reykjavíkurhöfn frosin SÉ iangt út fyrir eyjar í lok jan. g var gengið yfir Stakkafjörð » fyrir utan Keflavík og inn að É Keilisnesi á Vatnsleysuströnd fe Þá var riðið yfir Hvalfjörð I gengið úr Reykjavík upp a % Kjalarnes og þaðan upp á ® Akranes. T apríi var sagt að 1 hestís hafi verið á Breiðafirði g svo tangt sem eyiar náðu Pat m reksfjörður var þá dðinn enrli | langur frá Sauðlauksda' inn 1 | botn Riðið var af Revk.iane=i & út i Svefneyjar og gengið frá 1 Fagradal i Dalasýslu að Briáns j læk á Barðastrnnr) ?.9 ianúar 1 gerði ofsaveður af norðaustr-i r| og urðu þá mikli' 'kaðar oinV um á Vesturlandi f "<*V> f þessu vai Irostið /iða norðan t Pramhalri. a bls 1S i§ TÍMBNN AT MAT FÓLKSINS Frostaveturinn 1917—1918 var bjarndýr unnið á Eldjárns- stöðum á Langanesi, eftir að það hafði ætt um bæjarhúsin og gætt sér á mat þeim, er borinn hafði verið á borð fyrir heimilisfólkið og drukkið með mjólk, sem einnig hafði verið borin á borð. Dýrið var skotið með fuglabyssu, er það hafði drepið einn hundanna á bæn- um og var að gæða sér á hon- um. Brann tvisvar fyrir í byss- unni, áður en skot hljóp úr henni og hefur þar ekki mátt tæpara standa. Þegar þetta gerðist, var þrí- býli á Eldjárnsstöðum, en bæj- arhús voru þannig, að innan- gengt var milli þeirra allra. Á einu býlinu bjó Kristján Jóns- son, á öðru bjuggu feðgarnir Aðalmundur Jónsson og Jónas Aðalmundarson og á því þriðja Jóhannes Jónsson og sonur hans Jón Jóhannesson. Voru Aðalmundur og Jóhannes bræð- ur.. Atbur'ðúr þessi varð 18. janú- ar 1918. Þeir bræður og synir þeirra voru þá farnir í fjárhús árla dags, en Kristján fór með vatnsfötur að vatnsbóli skammt frá bænum til að sækja vatn. Hríðarveður var og blindað, , eins og oft, þ.egar ísinn var við / land.^Þegar Kristján var kom- inn spölkorn frá bænum í átt til vatnsbólsins, varð hann dýrsins var, þar sem það stóð í skafli. Dýrið tók þegar á rás í átt til mannsins, en hann tók það til ráðs að henda vatnsfötunum í dýrið og hljóp sem mest hann mátti í átt til bæjar Er hann kom að bæjardyrum var dýr- ið alveg á hælum hans, en þá hlupu hundarnir út úr bænum og réðust á dýrið og töfðu svo ferð þess, að Kristján komst inn. Kristján lokaði bænum og fór síðan upp í baðstofu, sem var á lofti. Dýrið braut upp bæinn og komst inn og elti hundana yfir í anpan bæjar- enda. Þar var stúlka í baðstofu og var hún ekki komin á fætur. Hún heyrði ólætin og komst á : fætur og upp á loft, sem var I' fyrir framan baðstofuna. f baðstofunni hafði matur ver ið borinn á borð, og meðal annars stóð bar mjólkurílát. j Dýrið fór inn í baðstofuna og gæddi sér á öllum matnum og ; drakk mjólkina. Á meðan á | þessu stóð hafði tekizt að koma : boðum úr bænum op til bænd- í anna, sem í fjárhúsunum vord. I Brugðu beir skjótt við og héldu ; til bæjar. en það stóðst á end- ! um, að er þeir komu að bæn ; um. brauzt dýrið út um glugga i og rann þegar i átt til þeirra ] En þá fór sem i fyrra skiptið j að hundarnir á bænum komu til bjargar. þvi að bei> réðusl aftur á dýrið og löfðu fyrir bví. á meðan mennirnii blupu mn Dýrinu tókst hins vegar ai hremma einn hundinn og drepa og draslaði honum að bæiar “"“num Fólkið bafði nu allt safnazt -nmflp ippi ' bænum >e ræddí I" nm ‘i;in >r*i11í hva'* ti I bjarga' mætti verða Kom þá i I ijós. að á bænum var til ein fuglabyssa. Var hún hlaðin og tveir menn komust með hana út í eitt bæjarsundið og að dýr- inu þar sem það var að gæða sér á hundinum. Var Jón Jó- hannesson með byssuna. Miðaði hann á dýrið, en ekki tókst bet- ur til en svo, að það brann fyrir og varð dýrið vart mannanna. Byssan var þegar hlaðin aftur, en enn fór á sömu leið. Var nú dýrið farið mjög að ókyrrast, en enn hlóðu þeir byssuna. í þriðja skiptið hljóp skotið loks af og hæfði dýrið og drap það. f ljós kom, að dýrið hafði ver- ið mjög soltið og fannst ekkert . í maga þess utan sá matur, sem það hafði náð í á Eldjárnsstöð- um. Þarna skall hurð nærri hæl- um, sem oftar, og mikil mildi að ekki skyldi verða mannskaði. V* Frostaveturinn 1918 vora mörg bjarndýr unnin hérlend is og hafa birzt sögur um flest þeirra á prenti, utan eitt, sem unnið var hjá Grjótnesi á Sléttu, en Sigurður Björnsson frá Grjótnesi, nú skrifstofu- stjóri Regins í Silfurtúni, sem sagði okkur þessa sögu. kvaðst ekki vita til að hún hefði birzt áður. Grjótnes er nær yzt á Sléttu vestanmegin og var Sig- urður barn að aldri er sagan gerðist. Það var dag einn í síðari hluta janúarmánaðar árið 1918 sem bjarndýr þetta var unnið. Eg var þá á níunda ári og hafði verið eitthvað lasinn og fékk því ekki að vera úti, heldur var látinn vera við rúmið.. Eg missti því af dráp- inu, er það spurðist inn í bæ að verið væri að vinna bjarn dýr héldu mér engin bönd og ég klæddi mig og hljóp út. En þá mætti ég mönnunum. sem voru að koma heim. Það var eftir hádegið þenn an dag, að menn frá Grjótnesi voru að sýsla við fé á fjár- borginni, eins og hún var á- vallt kölluð þar. Einn mann- anna gekk út og sá þá hvar bjarndýr stóð á malarkambin um innan við þá. Annar bónd inn, Björn Guðmundsson, brá skjótt við og hljóp heim til bæjar til þess að sækja skot vopn, en frá fjárborginni heim til bæjar var um þrjú hundruð metra löng elið Hann var veiðimaður og átti selariffil sem kallaður var. en það var gamall stríðsriffill Biörn hljóp þegar með hann til baka og var orðinn allmóður er hann kom að fiárborginni aftur oe kominn i hann veiði skjálfti Bangsi nafði haidið kyrru fvrir að mestu • /íkinni en var bó kominn alvep niður í t'læðarmálið Hót'st nú skot. árásin oe skaut Biörn tveim fil 'hrem skotum Bangsi hara h'isti sig :ig slökk út í dálitla ök spm >’a> ha-na oe svmti ^ t e •- s i p e a he sáu menn að honum hlæddi talsvert Skotið var á dýrið á sundinu en því tókst að komast að jaka, sem var hinum megin vak- arinnar og vippaði sér upp á hann. En það sáu menn, að hann lagðist þegar niður á jakann. Nú var safnað liði, far ið heim til bæjar og sóttur bátur og á honum var síðan róið út yfír vökina og lá þá bangsi hreyfingarlaus á jakan- um. Tvíbýli var á Grjótnesi, eins og fyrr segir, og var nú kom inn til hinn bóndinn þar, Bjöm Sigurðsson, faðir minn. Hann sfcaut nú einu skoti á dýrið af stuttu færi og stjóm aði síðan aðförinni að því. Studdist hann við frásagnir norðurfara, sem hann þekkti vel úr bókum. Var farið með mestu gát, því frásagnir hermdu, að komið gæti fyrir að helsærð dýr ættu til að gefa stór högg með hrammin um, jafnvel svo að menn hlutu af bana. f Ijós kom að bangsi bærði ekki á sér og var dauð- ur. Var hann nú færður heim til bæjar og Sigurður í Leir- höfn fenginn til að taka af honum belg, þar sem haus- kúpan var látin fylgja. Var hamurinn síðan seldur fyrir þrjú hundruð krónur. Kjötið var borðað og þótti gott. Og hér kemur önnur bjarn dýrasaga af Sléttu, sem Sig- urður sagði okkur og telur að ekki muni hafa birzt opinber- lega áður. Árið 1914, á útmánuðum, þegar Níels Ltind á Raufar- höfn gekk meðfram sjónum við svonefnda Kotflúð, sá han ó- venjuleg spor í snjónum og skynjaði strax, að þarna voru bjarndýraspor. fs lá ekki við land, en mun hafa verið skammt undan. Fór Níels þegar heim og sótti riff- il og fór síðan af stað ríðandi að leita bjarnarins ásamt Mar- íusi bróður sínum. Röktu þeir slóðir bjarnarins vestur á Raufarhafnarheiði og við Mjóu vötn, beint suður af Rifi hittu þeir bangsa. Hann stóð þar og var að éta æðarkollu og kom- ust þeir í niutíu metra færi. Dýrið féll við fyrsta skot. Að þessu búnu fóru þeir í Blikalón og fengn hest og sleða lánaðan hjá Daníel bónda og óku með dýrið til Raufarhafnar Þar var tekin af því belgur. en hann var ekki seldur heidur hafður tii skrauts í húsi beirra bræðra Lunds-húsi, í fjölda ára — mb. r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.